Morgunblaðið - 11.04.1959, Qupperneq 15
Laugardagur 11. apríl 1959
15
M O R G 'VWB'l. AÐIÐ '•
Ölafur Einarsson
frá Vindási — minning
— Minning
Framhald af bls. 3
gerði húa alltaf strangastar
kröfur til sjálfrar sín og hlífði
sér aldrei. Viljafestan var svo
mikil. Kom hún eins og aðrar
manndyggðir snemma fram, enda
var uppeldi hennar vel til þess
fallið að þroska þær.
Hólmfríður fæddist að Lækj-
ardal í Axarfirði 27. ágúst 1874,
og voru foreldrar hennar Þor-
lákur Einarsson trésmiður þar
og kona hans, Margrét Guð-
brandsdóttir, síðar húsfreyja í
Skoruvík á Langanesi. Þegar
Hólmfríður var á þriðja ári,
missti hún föður sinn og ólst
að mestu upp hjá fósturforeldr-
um, hjónunum Sigurði Rafnssyni
og Sigurlaugu Benjamínsdóttur,
á Snartarstöðum í Núpasveit,
frábæru rausnarheimili. Þar
kynntist hún snemma gestrisni,
eins og hún var mest og bezt í
sveit á íslandi fyrir síðustu alda-
mót. Hólmfríður hafði oft orð
á því, að hún hefði í æsku haft
meira yndi af að taka á móti
gestum en nokkru öðru. Og sú
dyggð þróaðist með árunum, eft-
ir að hún eignaðist sjálf sitt
heimilL Hólmfríður var tvígift.
Fyrri maður hennar var Ásgrím-
ur Magnússon, en hinn síðari
ísleifur Jónsson, báðir skóla-
stjórar og valinkunnir sæmdar-
menn. Stóð Hólmfríður ávallt
ótrauð við hlið manna sinna við
fræðslustörf þeirra og önnur
verkefni og annaðist sjálf
kennslu við skólann áratugum
saman. Stærst var þó Hólmfríð-
ur sem húsmóðir, gestgjafi og
hjálparhella öllum þeim, sem til
hennar komu eða hún vissi, að
þörfnuðust aðhlynningar, fyrir-
greiðslu og húsaskjóls. Þeir
verða ekki taldir, sem áttu at-
hvarf í húsinu Bergstaðastræti 3
öll þau ár, sem Hólmfríður réð
þar ríki. Fyrst og fremst voru
það auðvitað hennar kæru Núp-
sveitungar, en þó engu síður
sýslungar Ásgríms og Isleifs, að
ógleymdum nemendum skólans,
sem voru eins konar börn henn-
ar, en einnig fjöldi annarra vina,
sem nú eru margir horfnir bak
við tjaldið.
Fyrir hönd skjólstæðinga ís-
leifs og Hólmfríðar vil ég þakka
alla þá góðvild, hlýju og yndi,
sem við nutum á heimili þeirra.
Hólmfríði varð ekki barna
auðið. En hún og Ásgrímur tóku
sér kjördóttur, Ásfríði Sig-
valdadóttur frá Gilsbakka í Ax-
arfirði. Henni gekk Hólmfríður
sannarlega í móður stað, enda
naut hún þess í þrautum ellinn-
ar, ekki sízt í hinni löngu og
erfiðu banalegu. Árið 1918 tóku
þau Hólmfríður og ísleifur mun-
aðarlausa stúlku, Elísu Pálsdótt-
ur, sem hjá þeim dvaldist, þar
til hún giftist. Er hún nú látin
fyrir mörgum árum.
Hólmfríður var trúkona mik-
fl, en frjálslynd í skoðunum, mun
þó hafa átt við sínar efasemdir
að stríða og íhugaði mjög hinztu
rök lífsins. Óháð var hún á allan
hátt og dró frjálsar ályktanir af
því, sem hún las og heyrði. Hún
var dul í skapi og ræddi ógjarn-
an sín innstu vandamál við aðra
en tryggustu vini sína. Lotning
hennar fyrir höfundi tilverunn-
ar og dásemdum lífsins var
djúp. Engan hef ég heyrt tala af
slíkri undrun og aðdáun um
barnssálina og Hólmfríði Þor-
láksdóttur. Ég held, að henni hafi
fundizt barnið vera ímynd hins
æðsta. Síðustu orð hennar í
þessu lífi við dóttur sína voru:
„Guð blessi þig.“
Ég læt þau einnig vera hinztu
kveðjuorð mín til Hólmfríðar:
Friður guðs þig blessi. Hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Þóroddur Guðmundsson
frá Sandi.
Skíðaferðir um helgina.
Mosfellsheiði (Skálafell) laug-
ardaginn 11. apríl kl. 1,30, 2,30
og 6. Sunnudaginn 12. apríl kl.
9.
Hellisheiði. laugard. 11. apríl kl.
2 og 6, sunnud. 12. apríl kl. 10.
Ferðir frá BS.R.
Skíðafélögin í Reykjavík.
Á RÚMUM 4 mánuðum, hafa lát
izt 8 manns, konur og karlar,
héðan úr sveitinni. Svo ört hefir
dauðinn kvistað niður hina eldri
árganga, sem nú eru, sem óðast
að falla í valinn. Og má þó kall-
ast góð ending, að ekki skyldi
fyrr vera. Sérstaklega þegar mið-
að er við þau lífskjör, sem þetta
fólk varð að alast upp við. Bæði
við mikla vinnu, og einnig skort
á brýnustu lífsnauðsynjum. Flest
af þessu fólki var að visu flutt
héðan í burtu. En hafði samt
óskað sér, að mega eiga hér sitt
síðasta hvílurúm.
Þrír af þessum 8 hafa verið
jarðsettir í Reykjavík. En 5 á
Reynivöllum. Aldur þessa fólks,
var frá tæpra 70 ára aldurs, upp
í 93 ár. Eða að meðaltali 81 og Yz
ár. Og mun þetta mega teljast
allgóð ending.
Sá síðasti í þessu hóp, var Ólaf
ur Einarsson fyrr bóndi á Vind-
ási í Kjós. En hann andaðist 3.
þ.m. Þá fullra 90 ára að aldri.
F. 7/2. 1869 að Flekkudal í Kjós.
Voru foreldrar hans þau hjónin
Úlfhildur Guðmundsdóttir og Ein
ar Jónsson. Árið 1902 giftist Ól-
afur frændkonu sinni, Helgu
Bjarnadóttur frá Sandi. Tápmik-
illi og góðri konu. Og varð hjóna
band þeirra mjög farsælt. Hófu
þau búskap að Grjóteyri. Fluttu
þvínæst að Vindási, og bjuggu
þar í hartnær 40 ár. En Helga
andaðist árið 1936.
Var Ólafur á Vindási nokkur
ár eftir það, unz hann fluttist
'að Króki í Flóa vorið 1944, til
Bjarna sonar síns og konu hans
Guðríðar Þórðardóttur þar, sem
að hann var umvafinn ástúð og
umhyggju. Ólafur og Helga, eign
uðust 10 börn, og eru 7 þeirra
á lífi. Auk þess ólu þau upp 2
fósturbörn. Börn þeirra, Helgu
og Ólafs, voru þessi. Bjarni, sem
fyr getur. Kristín búsett á Sel-
fossi, Jóna og Þórdís ljósmóðir
í Reykjavík, Úlfhildur, Sigríður
og Herdís allar á Akranesi. En
meðal systkina Ólafs voru þessi.
Kristín móðir sr. Magnúsar í Ól-
afsvík o.fl. Ólafur bóndi Flekku-
dal, sr. Guðmundur síðast prest-
ur á Mosfelli, Jón og Einar báðir
sjómenn. Munu margir Reykvík-
ingar kannast við Einar skip-
stjóra. Einar í Dal, eins og hann
var stundum nefndur. En yngstur
þeirra bræðra var Sólmundur.
Öll voru þessi systkini fallin frá
á undan Ólafi. Áður en Ólafur
hóf búskap, og allmörg ár eftir
það stundaði hann sjó. Reyndist
hann þar sem annars staðar af-
burða duglegur, end karlmenni
að burðum svo að af bar.
Eitt sinn, sem oftar, lenti skip
það er hann var á, í hörðu veðri,
og lá þá undir áföllum. Skipstjór
inn á skipinu varð fyrir áfalli, og
einhverjir fleiri af áhöfninm.
Leit þá óvænlega út. Tók Ólafur
þá á sér stjórn á skipinu, þó að
óiærður væri. Batt sig við stýrið,
og stóð þar svo að skipti mörgum
klukkutímum. Tókst honum að
koma skipi og mönnum til hafn-
ar.
Var þetta lengi rómað, sem
vert var. Sýnir þetta atvik,
hreysti hans og dugnað. Enda
þurfti hann oftar á því að halda.
Svo var lífsbaráttan oft hörð um
æfina. Þrelci og kröftum hélt
hann furðu lengi, miðað við svo
háan aldur. Nú er þessi góði og
dáðríki drengur fallinn frá, sem
skilað hefir löngu og heillaríku
dagsverki, með miklum sóma.
Slíkra góðra drengja er holt að
minnast, fyrir þá, sem eftir lifa.
St. G.
— Afturelding
Frah. af bls. 6
eldingu, hefur verið nokkurs
konar súrdeig og gagnsýrt þetta
byggðarlag af félagsdyggðum eins
og bræðralag, samhjálp og þeim
anda að einn sé fyrir alla og all-
ir fyrir einn í sveitinni, og eng-
inn út undan. Ég hef sterkan
grun um að þær sveitir séu fleiri
en skyldi þar sem þessi andi er
varla til ,nema á frumstigi. Þessi
andi hefur verið fóstraður hér af
sérlega vel innrættum félögum,
sem orðið hafa farsælir í sveit-
inni; ég vona að það skari ekki
eldinn frá afmælisbarninu, þó
Kvenfélag Lágafellssóknar sé
nefnt í þeirri veru í sömu and-
ránni. Allir, sem fara að eiga hér
heima, verða ósjálfrátt snortnir
af þessum anda góðs félagsskap-
ar. Menn vilja helzt ekki fara
héðan, af því þeir kunna svo vel
við andann hér. Ég er sannfærð-
ur um að ungmennafélagið Aft-
urelding hefur átt sinn þátt í
því að skapa þennan góða anda.“
Ford Fairlane 1959
til sölu og sýnis í dag við Leifsstyttuna
frá kl. 2—4. — Tilboð óskast.
Atvinna
Ung stúlka, með stúdentspróf og próf í ensku
frá amerískum háskóla, óskar eftir framtíðarat-
vinnu.
Tilboð óskast send afgreiðslu blaðsins fyrir 1. maí,
merkt: Framtíðaratvinna — 9511.
Chevroðet ‘55
er til sölu. Verður til sýnis að Reynimel 38, laugár-
dag og sunnudag. — Tiiboð óskast.
Ég þakka hjartanlega gjafir og góðar óskir á 60 ára afmæli mínu 21. marz sl. Guðný Sigurðardóttir, Krossbæ, Hornafirði.
Mínar innilegustu þakkir til allra sem glöddu mig á 50 ára afmæli mínu 3. apríl sl. Fanney Friðriksdóttir, Welding, Njálsgötu 50. Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum sem glöddu okkur á 70 ára afmæli okkar með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Gæfan fylgi ykkur öllum, kæru vinir. Addy Árnadóttir og Gísli Guðmundsson, Esjubergi.
Ollum þeim, sem minntust mín á sextugsafmæli mínu, sendi ég innilega kveðju og þökk. Guðmundur Dagsson.
Öllum vinum mínum, sem heiðruðu mig með heilla- óskaskeytum, heimsóknum og stórgjöfum á sjötíu ára afmæli mínu 2. april sl., sendi ég mitt innilegasta þakk- læti og óska þeim af heilum hug, heilsu og hamingju um alla framtíð. Benedikt Jónsson.
BiMifðulningsleyfi fyrir bifreið frá U. S. A. óskast keypt. — Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „U.S.A. — 5904“.
Sérfræðingafirma í sjóntækjum í Evrópu leitar sam- bands við fyrirtæki eða einstaklinga, sem geta unnið og flutt út SILFURBIERG (Calcite-Kristalle) í gfeðum: Ia, Ila og Illa. Tilboð merkt: „Z. B. 6011“ sendist til: Mosse-Annoncen, Ziirich 23, (Sviss).
Móðir okkar ELÍN GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÖTTIR frá Háeyri, lézt 9. apríl. Börnin.
Maðurinn minn og faðir VAUDIMAR BJARNASON sem lézt af slysförum 3. apríl verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 14. apríl kl. 1,30 e.h. Athöfninni veður útvarpað. Steinunn Pálsdóttir Beck, Páll Beck Valdimarsson.
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem auðsýndu mér samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför hjart- kærrar dóttur minnar ÖNNU AÐAI.HEIÐAR ÁRNADÓTTUR Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jónsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar GUÐRlÐAR GUÐMUNDSDÖTTUR Sigrún Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför sonar okkar og bróður HREINS ÞORSTEINSSONAR Sandbrekku. Ingibjörg Geinnundsdóttir, Þorsteinn Sigfússon, og systkinin.