Morgunblaðið - 11.04.1959, Page 16

Morgunblaðið - 11.04.1959, Page 16
VEÐRIÐ NA-goIa — léttskýjaff. I fáum orðum sagt Sjá bls. 9. 81. tbl. — Laugardagur 11. apríl 1959 Ljósmæðurnar undírbúa merkjasöluna. Árlegur merkjasöludagur LjósmœÖrafélags Rvk. Á MORGUN, sunnudaginn 12. apríl, hefur Ljósmæðrafélag Reykjavíkur sinn árlega merkja- söludag til ágóða fyrir hvíldar- heimili ljósmæðra. Er félagið nú að innrétta lítið hús í Hvera- gerði, þar sem ljósmæður geta dvalið sér til hvíldar. Hefur hvíldarheimili þetta hlotið nafnið Ljósuland. Ljósmæðrafélag Reykjavíkur starfar af miklum krafti, þó fá- Enn geisa misling- ar á ísafirði ÍSAFIRÐI, 10. april. — Mislinga- faraldur geisar enn hér í .bænum og hefur barnaskólinn verið ó- starfhæfur síðan 1. apríl. Á mánu daginn kemur á að reýna að taka til starfa á ný. Hefur það verið reynt tvisvar áður, en veikin var það útbreidd í bæði skiptin, að ótækt reyndist að hefja skóla- starfið á ný. Það eru einkum börn, sem taka veikina, en hér herjuðu misling. ar síðast fyrir 5 árum. Taki ung- lingar á aldrinum 14—15 ára veikina, hafa þeir allir orðið mjög veikir. —G. mennt sé. Fyrir nokkrum árum gaf félagið kr: 10,000 til Hall- veigarstaðaheimiiisins. Og eftir að hið litla hvíldarheimili er fengið, liggur næst fyrir að koma upp ljósmæðrasafni, þar sem geyma á ýmsar minjar um ljós- mæður og starf þeirra. Stjórn félagsins skipa Helga Nielsdóttir, form.; Guðrún Hall- dórsdóttir, ritari og Margrét Larsen gjaldkeri. Vill félagið koma á framfæri þökkum til allra, sem hafa stutt það fyrr og síðar og vonast til að bæjarbúar bregðist vel við og kaupi merki félagsins og leyfi börnum sínum að selja merkin, sem afhent verða í öllum barna- skólunum frá kl. 9 árdegis. Málflutningi í tyrsta okurmálinu lokið fyrir Hœstarétti í GÆR lauk í Hæstarétti mál- flutningi í hinu fyrsta af þrem svonefndu okurmálum, sem Hæsti réttur mun á næstunni kveða upp dóma í. Fyrst þessara mála. en það er ákæruvaldið, sem höfðar þau öll, er gegn Brandi Brynjólfssyni hdl. Málflutningur fyrir Hæstarétti hófst í þessu máli árdegis á þriðju daginn var. Hefur honum verið haldið áfram óslitið síðan dag hvern. Sækjandi fyrir hönd ákæruvaldsins er Rannveig Þor- steinsdóttir, sem nú er að ljúka prófmálum sínum fyrir Hæsta- Byr jað á mæling- um við loranstöð SANDI, 10. apríl: Hingað vestur eru komnir 8 menn á vegum Að- alverktaka, til þess að hefja und- irbúningsframkvæmdir að bygg- ingu nýrrar loranstöðvar fyrir flugþjnóustuna, en stöðin verður reist á kostnað varnarliðsins. — Hún verður hér í um það bil 2 km fjarlægð frá þorpinu. Menn- irnir átta vinna við mælingar og staðsetningu ýmissa bygginga. — Fyrsti áfanginn er að koma upp íbúðarskálum og mötuneyti fyrir þá, sem að mannvirkjagerðinni eiga að starfa. —R. Hefir fengið 9 tonn að jafnaði í róðri SANDI, 10 .apríl: — í vetur hafa sex bátar stundað róðri frá Rifs- höfn en afli bátanna fluttur hing- að til vinnslu. Um síðustu mánaða mót höfðu bátar þessir landað alls 1789 tonnum í 255 róðrum. Aflahæsti báturinn er Ármann, 36 tonna bátur. Um síðustu mán- aðamót var hann kominn með 500 tonna afla. Skipstjóri á bátn- 44 „Pa jakt efter runstenar Háskólafyrirlestur Sven B. F. Jansson PRÓFESSOR fil. dr. Sven B. F. Jansson frá Stokkhólmi er stadd- ur hér í Reykjavík í boði Há- skóla íslands. Próf. Jansson er mörgum kunnur hér og hefir verið hér fjórum sinnum áður, var t. d. um skeið sendikennari við Háskólann. Prófessor Jansson mun halda hér fyrirlestur laugardaginn 11. apríl kl. 5 e. h. (stundvíslega) í I. kennslústofu Háskólans. — Fyrirlesturinn, sem verður flutt- ur á sænsku, nefnist Pá jakt efter runstenar. Dr. Jansson er þekktasti rúna- fræðingur Svía og er prófessor í rúnafræði. Fyrirlesturinn mun fjalla um rúnasteina, sem fundizt hafa á síðari árum og eru m. a. merkilegir vegna litar síns. Hef- ir tekizt að sýna fram á, hver upprunalegi litur þeirra var og hvert efni notað var til þess að lita steinana. Skuggamyndir verða sýndar með fyrirlestrin- um, og sést á þeim upprunalegur litur steinanna, sem eru beztu heimildir um málaralist víkinga- aldar. Próf. Jansson mun einnig skýra frá því, hvernig steinar þessir fundust, en stundum var það við hinar skringilegustu að- stæður. Öllum er heimill ókeypis að- gangur að fyrirlestrinum. um er ungur, mjög dugandi for- maður, Sigurður Kristjónsson. í gærkvöldi var afli Ármanns kom inn upp í 583 tonn í 64 róðrum. Að meðaltali hefur afli í róðri hjá Sigurði og skipsmönnum hans verið 9,1 tonn. Sem fyrr greinir, er aflinn tek- inn til vinnslu hér, fluttur 3 km leið á bátum, fyrst til frystingar, herzlu og söltun.r. Trillubátar hafa verið með mok afla svo og handfæfabátar. Sem dæmi um fiskgengdina inn á grunnmiðin má geta þess, að einn maður á trillubát sínum fékk í gær 2,5 tonn af fiski. —R. Lá \ið slysi í GÆRKVÖLDI milli klukkan 7 og 8 munaði litlu að banaslys hefði orðið á götu hér í bænum. Lítill 4 ára drengur hafði komið hlaupandi afturundan vörubíl, út á götuna. í sömu svipan bar að lítinn bíl og skipti það eng- um togum að litli drengurinn lenti framan á bílnum, og féll í götuna. Virtist auðsætt að bíll- inn hefði farið yfir fætur drengs- ins, en þótt ótrúlegt megi virð- ast, mun barnið ekki hafa fót- brotnað við þetta. Slys þetta gerðist á Njálsgöt- unni, skammt frá heimili drengs- ins, en hann heitir Kristján Sveinsson Njálsgötu 50. Hann var þegar fluttur í slysavarðstofuna. rétti. Mun hún fyrst íslenzkra kvenna hljóta öll réttindi til mál- flutnings fyrir Hæstarétti íslands. Hún er einnig sækjandi í hinum okurmálunum tveim, en þau eru gegn Eiríiii Kristjánssyni kaup. manni og Herði Ólafssyni hdl. Verjandi Brands Bryjólfssonar fyrir Hæstarétti er einnig að ljúka prófmálum sínum fyrir dómnum. Er það Sigurður Hafstað fulltrúi í utanríkisráðuneytinu. Búizt er við dómi í máli Brands um miðja næstu viku eða svo. Arsþingi iðnrek- enda að ljúka f DAG, laugardag, lýkur ársþingi Félags ísl. iðnrekenda. Síðasti fundurinn hefst á hádegi í dag í Þjóðleikhúskjallaranum. Verður þar fjallað um rannsóknir- og tæknimál ,svo og almenn félags- mál. Þá mun dr. Jóhannes Nordal, bankastjóri, flytja erindi. f gær, föstudag, sátu fulltrúar hádegisverðarboð borgarstjórans hér í Reykjavík. Ársþingið hefur gert ýmsar samþykktir varðandi hagsmuna mál ísl. iðnaðar, sem birtar munu verða síðar. Kvikmyndir um nýjung- ar í byggingartœkni BYGGINGARTÆKNIRÁÐ IMSÍ mun halda kvikmyndasýningu í dag, laugardag 11. apríl, kl. 2 í Nýja Bíói. — —Sýndar verða þrjár kvikmyndir um nýjungar í byggingartækni. Fyrsta myndin er tekin í Ráð- stjórnarríkjunum og skýrir ýms- ar nýjungar í byggingartækni. — Önnur myndin er frá byggingar- framkvæmdum við Milestedet í Kaupmannahöfn, en þar var reist bæjarhverfi fyrir 10 þús. íbúa. Byggingarnar voru reistar úr einingum, sem framleiddar voru á staðnum. — Þriðja myndin er frá Viborg á Jótlandi, en þar voru byggðar 564 íbúðir, flestar í þriggja hæða húsum með 12 íbúð um. Tilgangurinn með þessari sýn- ingu er að kynna byggingartækni og gefa mönnum, einkum þeim sem við byggingar fást, tækifæri til að kynnast byggingaraðferð- um þeim, sem hafa rutt sér til rúms í Evrópu eftir stríð, en í byggingariðnaðinum hafa orðið stórstígar framfarir á tiltölulega stuttum tíma. — Ný tækni hefur rutt sér til rúms. Byggingarnar eru teiknaðar eftir mátkerfi. Hús inu er skipt í einingar, sem eru framleiddar við hagstæð skilyrði og settar saman á byggingarstað. Á vegum Byggingartækniráðs og Iðnaðarmálastofnunar hefur verið unnið að stöðlun í bygging- ariðnaði, en mátkerfi er grund- völlur fyrir stöðlun á stærð byggingareininga. —. Myndir þessar skýra í einstökum atrið- um, hvernig einingar eru fram- leiddar í smáum eða stórum stíl og reist stór og smá hús. Öllum fullorðnum er heimill ókeypis aðgangur, meðan húsrúm leyfir. — Sýningargestir fá prent aðar efnisskýringar, en auk þess verður rússneska myndin að lík- indum skýrð jafnóðum. (Frá IMSÍ.) Málverkasýning tveggja ungra listmálara TVEIR ungir listmálarar sýna um þessar mundir málverk í Mokkakaffi á Skólavörðustíg. — Eru það þeir Þorlákur R. Hall- dorssen og Guðmundur Karl Ás- björnsson. Sýna þeir þar 13 mál verk, olíumálverk, pastelmyndir og teikningar. Verða þessi verk til sýnis næstu daga. My-dirnar eru til sölu. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d. ★ , HLUTAVELTA Sjálfstæðis- ' kvennafélagsins Hvatar verður á morgun í Listamannaskálanum. í dag frá kl. 10 f.h. verður tekið á móti munum á hlutaveltuna. Orðsending fró fjóröflunnr- nefnd Sjólfstæðisfélugannu ÞEIR, sem lofaff hafa aff greiða mánaðarlega í kosningasjóð og eiga eftir aff greiða aprilgreiðsluna, eru vinsamlega beðnir að gera þaff sem fyrst í skrifstofunni í Sjálfstæðishúsinu eða Valhöll. Einnig eru þeir fulltrúar, sem eiga eftir að skila greiðsluloíorðum, beðnir að gera það sem fyrst. FJÁRÖFLUNARNEFND Karl Kvaran opnar málverkasýningu í dag KARL KVARAN listmálari opn- ar málverkasýningu í bogasal Þjóðminjasafnsins kl. 2 e. h. í dag. Á sýningunni verða alls 23 myndir, 5 vatnslitamyndir og 18 guaschemyndir. Þær eru allar málaðar á síðustu tveimur árum. Karl Kvaran hefur áður hald- ið þrjór sjálfstæðar sýningar, þá fyrstu árið 1951. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur átt mólverk á íslenzkum myndlistarsýningum í Rómaborg, Gautaborg og Kaupmannahöfn, og á sýningunni sem send var til Sovétríkjanna á dögunum átti hann fimm myndir. Sýning Karls Kvarans í boga- salnum verður opin næstu tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.