Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 2

Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 2
2 MO»rrrivr*T 4f>|Ð Sunnudagur 19. apríl 1959 Fyrsta hugsun skipstjórans eftir óiagið, var hvort lofskeytaklef- inn hefði skemmzt Skipið Henry Denny fékk tvo brotsiói a sig með 4 klst. millibili Tvær hinna nýju dægurlagasöngvara. F. v. Jónína og Sigríður Kristófersdætur. Seytján nýir dægurlagasöngvarar HOLLENZKA skipið Henry Denny fékk tvisvar á sig áföll sl. miðvikudag, er það var á siglingu um 110 sjómílur suður af Islandi. Fyrri brotsjórinn skall á það um kl. 3 um daginn og sá seinni og verri um kl. 7 um kvoldið. Morgunblaðið átti í gær stutt símtal við Tepping skipstjóra, þar sem hann lýsti nokkuð þessum at- burðum og fer frásögn hans hér á eftir: Skipstjðrinn segir að suðaustan fárviðri hafi verið á föstudaginn og sigldi hann vestur með landi undan veðrinu. Þá skall brotsjór yfir skipið aftanfrá um klukkan þrjú á miðvikudaginn. Sjórinn braut nokkrar hurðir sem liggja að vistarverum skipshafnarinnar Oig reif þær burt með dyrakörmum. Við þetta kom mikill sjór inn í káeturnar, svo að eftir þetta var ekki hægt að hafast við í þeim. í þessum brotsjó glasaðist ung- ur háseti Carel Horsten, sem er 19 ára að aldri. Skipstjóri kveðst ekki geta gert sér grein fyrir, hvern- ig hann slasaðist, en þeir sáu hann allt í einu ligigja á þilfarinu. Var hann handleggsbrotinn og meiddur á enni. Skipstjóri segir, að vegna þess að veðrið fór vaxandi hafi þeir ékki þorað að lensa lengur, einkum þar sem skipið var lítt hlaðið. Tókst þeim um klukkan fjögur að snúa skipinu upp í vindinn og reyndu síðan aðeins að halda sjó. En um klukkan 7 skall annað reiðarslag yfir og nú að framan vei'ðu yfir skipið. Segir skipstjór- inn, að þeir hafi staðið fimm sam- an í stjórnklefanum, þegar þeir sáu báruna hefjast upp frá báð- um hliðum samtímis, eins og hún ætlaði að gleypa allt skipið. Þeir fimmmenningarnir köstuðu sér þegar í gólfið og telja að það hafi bjargað þeim frá meiriháttar meiðslum. Kraftur þessa brotsjós var tröllaukinn. Hann molaði þak skipstjórnarklefans, braut sex glugga úr með öllum umgerðum og braut vegginn milli skipstjórn- arklefa og loftskeytaklefa. Skip- stjórnarklefinn fylltist af sjó sem mennirnir syntu í og rann sjórinn síöan niður í klefana niðri fyrir og vélarúmið. Enginn hinna fimm manna sem í brúnni voru slasaðist nema stýrimaðurinn, sem skarst á hendi af glerbrotum. Skipstjórinn segir að sín fyrst-a hugsun eftir að brotsjórinn skall á hafi verið að athuga loftskeyta- klefann og hvort hægt væri að senda neyðarskeyti. Þar var slæm aðkoma, en þó tókst að senda neyð- arskeytið, sem heyrðist kl. 7. Önnur hugsun skipstjórans var að hann sendi matsveininn, er ver- ið hafði uppi í brúnni, niður í skip- ið til að athuga liðan tveggja kvenna og fjögurra bama. Voru það kona skipstjórans og þrjú böm og kona matsveinsins og eitt barn. í fyrra áfallinu um daginn hafði klefi þeirra fyllzt af sjó og lágu þau í rúminu í klefa skipstjórans. Var allt í lagi með þau, þó að nokkuð vatn hefði komið inn á gólfið. 'Skipstjórinn kvaðst dást að því, hve skipslhöfn hans hafi verið æðru laus og allir samtaka um að gera það sem hægt var til bjargar skip- inu. Unnið var að því að setja hlera fyrir glugga og hurðir, en sjór vildi streyma inn í skipið í hverri ágjöf. Ekki var hægt að elda mat, en fólkið lifði á brauð- samlokum. Því leið illa, enda var það allt meira og minna sjóblautt. Þó var reynt að láta börnin og kon urnar fá þurrustu fötin. Hásetinn sem slasaðist liggur nú í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Einar Guttormsson læknir sagði Mbl. í gær, að honum liði vel eftdr atvikum. Hann hefði verið hand- leggsbrotinn sár væri á hægri auga brún og mun vera brestur í höf- uðkúpunni og verður hann þess vegna að liggja um hríð í sjúlkra- húsinu. En læknir taldi líklegt að hann myndi ná sér eftir þetta. Á HLJÖMLEIKUM sem Ráðn- ingarstofa skemmtikrafta efnir til í Austurbæjarbíói næstkom- andi þriðjudagskvöld munu 17 nýir dægurlagasöngvarar koma fram. Voru þeir valdir úr 60 söngvurum er gáfu sig fram á reynsluæfingu, sem haldin var fyrir nokkru. Hinir 17 hafa síðan æft undanfarið með hljómsveit Árna ísleifs, sem mun annast undirleik á hljómleikum þessum. Þarna mun verða mest um söngv ara er syngja einir, en þó verður þarna tvísöngur og ennfremur þrísöngur. Alls munu verða flutt 25—30 lög og eru flest þeirra sungin á íslenzku, jafnvél þó um erlend rokklög sé að ræða. Þá verða þarna og sungin tvö ný lög eftir Árna Isleifs, sem væntan- lega eiga eftir að ná sömu vin- sældum og mörg hin þekktu lög Árna. Kynnir á hljómleikum þessum verður Svavar Gests. Selfiskurinn hrotnabi í spón á einu augnabliki sem hann væri af eldspýtum gjör Byggingarþjónusta arkitekta opnuð Skipshöfnin gekk i 2 klst. á isnum yfir i næsta skip í GÆR var opnuð svokölluð „Byggingarþjónusta" Arkitekta- félags íslands í stórum og vist- legum sal að Laugavegi 18A — yfir verzluninni Liverpool. ■— Upplýsingarmiðstöð þessi, sem er jöfnum höndum ætluð almenn- ingi og þeim, sem um bygginga- málefni fjalla, mun eftirleiðis verða opin daglega kl. 1—6 síð- degis, nema á laugardögum, þá kl. 10—12 f.h. Þarna eiga að verða til sýnis flestar tegundir byggingarefna og byggingarhluta, og sýna þar ýmis fyrirtæki, byggingarefna- Kvæðalesíur ÁKVEÐIÐ er að prófessor dr. Jón Helgason lesi upp úr kvæðasyrpu sinni frá 17., 18. og öndverðri 19. öld þriðjudaginn 21. apríl kl. 8,30 e.h í hátíðasal háskólans. Hann hefur um margra ára skeið rann- sakað kvæðáhandrit frá þessu tíma bili og skrifað upp það, sem hon- trm hefur fundizt athyglisvert. Á- heyrendur munu fá að heyra úrval þessara kvæða. HÆSTIRÉTTUR kvað í gærdag upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn Herði Ólafssyni, héraðs- dómslögmanni. Er hér um að ræða annað hinna svonefndu okurmála, sem Hæstiréttur hefur verið að fjalla um undanfarið. Hæstiréttur staðfesti dóm undir- réttar í öllum aðalatriðum, en aðeins hækkaði hann fjársektina, er Hörður Ólafsson var dæmdur til greiðslu á til ríkissjóðs, en það voru rúmlega 191,000 kr., en hafði í undirrétti verið kr. 188 þús. — Herði var gert að greiða salar, framleiðendur og innflytj- endur, vörur sínar. Sýnendur eru til að byrja með 46 talsins. — Arkitektafélagið mun sjá um að veita hlutlausar upplýsingar um það, sem á sýningunni er, og munu fulltrúar þess vera þar dag lega til viðtals. — Agangur að sýningunni og upplýsingar allar verða veittar ókeypis. Frá þessari merku nýjung verð ur nánar sagt í blaðinu síðar. NESKAUPSTAÐ, 18. apríl. — Tvær húsmæður í Neskaupstað tóku sig nýlega til og söfnuðu undirskriftum útvarpsnotenda Undir mótmælaskjal þess efnis, að þeir neituðu að greiða afnota- gjald útvarpsins fyrr en hlust- unarskilyrði hefðu verið bætt. Tvö hundruð og þrettán út- málskostnað fyrir Hæstarétti alls kr. 10,000 Greiðslufrestur sekt- arinnar er 4 vikur, en þá komi vararefsing til framkvæmda, sem er 8 r.i'n. gæzluvarðhald. Hörður Ólafsson var sýknaður af þeim kæruatriðum, sem fram komu á hendur honum fyrir til- stilli okurnefndarinnar svo- nefndu. Hann var aftur á móti talinn hafa áskilið sér of háa vexti af víxillánum, sem hann hafði veitt Gunnari Hall for- stjóra fyrirtækisins Ragnars Blöndal h.f. Var þessi upphæð nær 50,000 krónur. FYRIR 10 dögum festist norskt selveiðiskip „Selfisken“ að nafni í ísnum um 200 mílur norður af íslandi, mitt á milli Jan Mayen og austurstrandar Grænlands. Var það um 70 mílur inni í Norð- urísnum. Skipshöfnin 16 manns varð að yfirgefa skipið og í gær kom hún til Reykjavíkurflug- vallar. Skipstjórinn Kaare Pet- ersen sagði fréttamanni Mbl. í stuttu máli, hvað gerzt hafði. varpsnotendur undirrituðu mót- mælin, sem munu hafa verið send stjórn útvarpsins. Eru það langflestir þeirra útvarpsnotenda í Neskaupstað, sem heima eru nú, en margir eru að heiman á ver- tið. • ★ • Á síðasta bæjarstjórnarfundi var eftirfarandi tillaga sam- þykkt: „Bæjarstjórn Neskaupstaðar lýsir yfir megnri óánægju yfir því, að ekki skuli hafa verið staðið við marggefin fyrirheit um að bæta útvarpshlustunarskilyrði í bænum. Skorar bæjarstjórnin á Ríkisútvarpið að ráða fulla bót á þessu ófremdarástandi fyrir næsta vetur. Jafnframt vill bæjarstjórn láta í ljós þá skoðun, að ósanngjarnt sé að krefja þá. sem við erfið hlustunarskilyrði búa, um fullt gjald fyrir útvarpsnot". Hlustunarskilyrði hafa verið afar slæm í vetur þrátt fyrir ýmsar tilraunir Ríkisútvarpsins til úrbóta undanfarið. Eftir gagn semi þeirra að dæma virðast þær hafa verið kák eitt. — Fréttaritari. Selfisken var 7. apríl s.l. á sigl ingu eftir sundum sem lágu inn á milli ísbreiðanna, þegar jak- arnir tóku að færast saman. Ekki stafaði það þó af veðri, því að allan tímann var veðrið stillt. Þannig mjókkaði sjóræman milli jakanna smámsaman, lokaði skip ið inn og þrýsti mjög á það. Það gerðist allt á einu augna- bliki, að mikill brestur kvað við. Þilfar Selfisksins hafði lyfzt upp við þrýstinginn og skyndilega brotnuðu bönd og dekk bitar eins og þeir væru af eldspýtum gerðir, en í rauninni voru þetta lVz feta þykkir bitar. Petersen skipstjóri segir, að skipið hafi ekki sokkið af því, að ísinn hélt því í heljargreipum, en skipsmenn voru ekki í nein- um vafa um að Selfiskurinn væri gereyðilagður. Þeir sendu út neyðarskeyti, en fóru síðan frá borði og út á ísinn og gengu eftir honum tveggja tíma leið til næsta selveiðiskips Nordlandet I. Var færi á ísnum sæmilegt. í FYRRA efndi Garðyrkjufélag Islands til eins fræðslukvölds fyr ir almenning, og var því svo vel tekið, að nú hefur verið ákveðið að halda fjögur fræðslukvöld, þar sem höfð verður sýnikennsla og færustu garðyrkjumenn flytja erindi. Nú er einmitt sá tími árs, sem fólk er farið að vinna að ræktun og þarf helzt á leiðbein- ingum að halda, og verður öllum heimill ókeypis aðgangur að fræðslukvöldum þessum, sem haldin verða í stofu 202 í Iðnskól anum. Fyrsta fræðslukvöld Garð- Skipshöfnin á Selflskinum dvaldist í um 3 daga um borð í Nordlandet og rómar Petersen allan aðbúnað þar. Sigldi Nord- landet áleiðis út úr ísnum, en á móti þeim kom norska björgun. arskipið Salvator. Það fór síðan til Akureyrar með skipbrotsmenn og köm þangað í gærmorgun. _ Fengu þeir sama dag flugfar til Reykjavíkur, þar sem starfsmenn norska sendiráðsins tóku á móti þeim. Selfiskurinn var frá Tromsö i Norður Noregi, 136 tonna skip___ Kaare Petersen skipstjóri hefur stjórnað selveiðurum síðan 1949. Hann er 44 ára, en hefur frá 14 ára aldrei verið á selveiðum x Norðurhöfum, lágvaxinn maður, en stinnur og sterklegur og veð- urbarinn í andliti. Fréttamaður Mbl. spurði hann að lokum: — Hvað segið þið í Norður Noregi um 12 mílna land- helgi? Hann svaraði: — Mín persónu- lega skoðun er að 12 mílna land- helgi sé sjálfsögð. Við verðum að fá hana og það strax í Norður- Noregi til að vernda fiskveiðar okkar. yrkjufélagsins verður mánudag- inn 20. apríl kl. 20,30. Þar fjallar Óli Valur Hansson um vorundir- búning í garðinum, sáningu, upp eldi, j arðvegsundirbúning o.fl., Hannes Arngrímsson og kona hans um pottaplöntur. Á næsta fræðslukvöldi, mið- vikudaginn 22. apríl á sama tíma, verður: Útplöntun og svalaker, Ólafía Einarsdóttir og Jónas Sig- Jónsson. Mánudaginn 27. apríl fjallar Óli Valur Hansson um trjá gróður og runna og Jón H. Björns son um trjáklippingu. Og mið- vikudag'r n 29. apríl taiar Jón H. Björnsson um skipulag skrúð- garða og Einar Siggeirsson um grasflatir o.fl. Hœstiréttur kveður upp annan okurmáladóm sinn Norðfirðingar mótmœla greiðslu útvarpsgjalds vegna slæmra hlustunarskilyrða Carðyrkjufélagið heldur frœðslukvöld fyrir al- menning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.