Morgunblaðið - 19.04.1959, Side 8
8
HORGUNRLAÐlfi
Sunnudagur 19. apríl 1959
(^ncla ueit óenniíegci enc^inn lii/ernicý lici^ra-
c^rciu
t
^rönóLi
u
ur er ct fronónu
ÞAÐ er venja á sjónum að kenna
matsveininum allt, sem miður
fer. Fáist ekki bein úr sjó bölva
„karlarnir" „eiturbrasaranum",
eins og þeir nefna matsveininn
oft, segja að hann sé fjandans
fiskifæla. — En ef vel fiskast
er „körlunum“ trúandi til þess
að gera mikið veður út af því,
að „kokksræfillinn" fái heilan
hlut. Hálfur hlutur væri nóg
fyrir hann, segja þeir og bölva
hraustlega.
Samt er það svo, að allir við-
urkenna innst inni, að matsveinn
inn sé eini maðurinn, sem sé
ómissandi á hverju skipi — og
þ^gar í land kemur er matsveinn
inn kallaður vingjarnlegum
nöfnum eins og „kokkurinn" eða
„kokksi". Sannleikurinn er sá,
að ekkert skip legði úr höfn án
þess að hafa matsveininn innan-
borðs. Frekar væri hægt að fara
skipstjóralaus, því að enginn
heilbrigður háseti nennti að
elda mat sinn, en allir vilja auð-
vitað verða skipstjórar.
gerðia að gefa eitthvað í aðra
hönd.
En við töldum, að slíkt mundi
vekja óánægju.
— Já, sagði hann, hjá þeim,
sem ekki kæmust á togarana.
☆
☆
Ekki vitum við hvort þetta er
ástæðan til þess, að Geir Þórð-
arson frá Hafnarfirði, sem byrj-
aði „eiturbrösun“ á sjó aðeins
16 ára, tók pokann sinn og fór í
land um tvítugt og fór að „læra“
matseldun á Hótel Borg. Eða —
ætli ástæðan sé sú, að „ein tog-
araáhöfn þarf meira í eina mál-
tíð en þéttsetið Naust“. Þetta
sagði Geir, þegar við hittum
hann í vikunni uppi í Nausti, en
þar hefur hann verið yfirmat-
sveinn í þrjú ár, Við vorum þá
ekki lengur í vafa um það hvers
vegna togararnir eru reknir með
tapi og spurðum hann, hvort
hann gæti ekki gefið togaraút-
gerðinni neitt ráð til þess að vega
upp á móti fæðiskostnaðinum.
— Það er ekkert auðveldara,
sagði hann. Setja upp vínbar um
borð í hverju skipi og hafa opið
allan sólarhringinn. Þá færi út-
Við ætluðum alls ekki að ræða
áfengismálin, heldur aðeins að
gægjast inn í eldhúsið á þessum
vinsæla veitingastað, rétt til þess
að finna matarlyktina og sjá
hvernig hún verður til. Lyktin
var góð að vanda og við spurð-
um af hverju hún væri. Geir
rétti fram matseðilinn og benti
á réttinn.
Eins og þið vitið — þá eru
allir matseðlar skrifaðir á
frönsku. Þetta var sem sé frönsk
lykt.
— Hver semur matseðlana?
— Matsveinarnir.
— Þurfa þá ekki allir mat-
sveinar að vera eldklárir frönsku
menn?
— Það væri auðvitað æskilegt,
svarar Geir, sérstaklega á síld-
inni — þar er sami maturinn oft
í viku.
— En, gamanlaust. Valda
franskir matseðlar ekki oft erfið-
leikum?
— Nei, ekki held ég. Gestirnir
spyrja þá þjóninn, hann kynnir
sér venjulega allt, sem hann
þarf að vita til þess að geta
leyst úr slíkum spurningum.
Mikið er komið undir góðri sam-
vinnu þjóna og matsveina og hér
er hún framúrskarandi góð.
☆
— Er mikið um kvartanir yfir
matnum — eins og á síldinni?
— Nei, hér er sárasjaldan
kvartað. Hins vegar er það sjálf-
sagt að gestir kvarti, ef þeir eru
óánægðir — og við viljum að þeir
kvarti, ef svo er. Það getur auð-
vitað verið dálítið erfitt, þegar
tveir menn sitja saman við borð
Kaupmannahöfn
Herbergi til leigu hjá íslenzkri fjölskyldu , Kaup-
mannahöfn fyrir íslenzkt ferðafólk. Skrifið tíman
lega. — Heimilisfang: Johansen, Ole Suhrsgade
16 IV. Telefon: Byen 494Y.
Geymið heimilisfangið, ef þið hafið í huga að
fara til Kaupmannahafnar.
AÖalgjaldkera
vantar í stórt iðnfyrirtæki í Reykjavík. — Um-
sækjendur um starfið sendi umsögn um fyrra
starf og meðmæli, ef eru fyrir hendi, á afgr.
Morgunblaðsins, merkt: „Aðalgjaldkeri — 5951“.
Skrifstofustarf
Lífeyrissjóður verksmiðjufólks ætlar að ráða
starfsmann nú í vor. Umsóknir ásamt meðmæl-
um sendist í pósthólf 653 fyrir þriðjudagskvöld.
Þaulvanur
skrifstofumaður
óskar eftir atvinnu. — Tilboð leggist inn
á afgr. blaðsins merkt: „F»ramtíð 5953“.
Geir Þórðarson
og biðja um sömu steikina á1
einu fati. Svo finnst öðrum allt
of mikið steikt, en hinum allt of
lítið. Öðrum sósan of sterk, en
hinum of dauf. En við reynum
samt að bæta úr öllu.
— En, ef einhver pantar eftir
þessum franska matseðli — og
hann fær allt annað en hann hélt
að hann hefði pantað. Hvað ger-
ið þið fyrir manninn?
— Nú, honum er auðvitað boð-
ið meira — og hann þiggur það,
því að honum finnst þetta svo
ljómandi gott, segir Geir og
brosir.
— Hver er þá uppáhaldsrétt-
urinn þinn?
☆
Geir hikar svolítið, en segir
síðan:
— Hér í Naustinu er búinn
til margur ágætismatur, en ég
nýt þess aldrei að borða það,
sem ég hef sjálfur matbúið. Við
erum tveir matsveinarnir hér —
og tveir lærlingar. Mér þykir þó
skárra að borða það, sem þeir
matreiða. Satt að segja þykir
mér alltaf bezt að borða heima
— og borða þann mat, sem ég
hef alizt upp við, en fæ sjaldan
hér í Naustinu. Eg er ókvæntur
og borða í foreldrahúsum, þegar
ég get. Þar snerti ég aldrei á
matseldun, ég man ekki til, að
mamma hafi beðið mig þess. Og
þegar ég fæ hjá henni siginn
fisk, signa grásleppu eða eitt-
hvað því um líkt, þá borða ég
reglulega mikið.
— Þú ert þá kannski líka æst-
ur í hafragraut?
— Nei, ekki segi ég það. Mað-
ur varð að borða hann á hverj-
um morgni hér áður og fyrr, en
ég býð mínum gestum aldrei
hafragraut. Ef ég væri beðinn
sérstaklega, þá gæti ég auðvitað
búið hann til. En þessi ár, sem
eg hef verið hér, hefur enginn
beðið um hafragraut og mér
finnst það benda til þess, að
hann sé enn píndur ofan í stráka
á morgnana. — Ég varð því oft
hissa, þegar ég var að læra hjá
þeim Friðrik Gíslasyni og Ger-
hard Smidt á Borginni. Þeir
höfðu nefnilega oft hafragraut á
morgnana — og hann var etinn.
— Nei, hafragrautur og lýsi er
eitt af því fáa, sem aldrei er
á matseðlinum hjá mér, enda veit
sennilega enginn hvað hafra-
grautur er á frönsku.
— tJr því að þú borðar ekki
hafragraut, hvaða súpur finnst
þér þá beztar?
Sveppasúpur taka öllu fram,
en það eru ekki allir sem kunna
að meta þær. Sveppir eru soðnir
í léttum vínum og. smjöri áður
en þeir eru settir í súpuna. Af-
bragðsmatur.
☆
— Hvaðan fáið þið sveppina?
— Þeir koma niðursoðnir, frá
meginlandinu.
— Engir íslenzkir?
—• Jo-ú.
— Hvar eru þeir ræktaðir —
og hvernig?
Husgagriaverzlun
Hafnarfjarðar
Sími 50148
Úrval nýrra húsgagna.
Þrjár gerðir borðstofusett, tek.
Sófasett, svefnherbergissett.
Svefnsófar, eins og tveggja manna.
Sófaborð, stakir stólar.
Franskar kommóður.
Beztu fáanlegir greiðsluskilmálar.
Lítið í gluggann.
Húsgagnaverzlun
Hafnarfjarðar
Sími 50148.
— Eigum við nokkuð að hafa
það með?
— Nei, nei, við getum sleppt
því úr viðtalinu ef þú vilt.
— Já. íslenzku sveppirnir eru
annars ræktaðir í hrossataði í
rökum og dimmum kjallara hér
í bænum. En hreinasta hnoss-
gæti.
— Hnossgæti? Þú átt við
sveppina?
— Já, og það eru þeir beztu,
sem við höfum fengið.
— Auðvitað, og þið ræktið
kannski eitthvað annað í þessum
kjallara?
— Nei. En við notum margt
annað, sem er ekki daglega á
borðum almennings. Timijan-
jurtina t. d. í sósur. Paprika,
rauðan pipar, líka í sósur — og
hvítlaukur er líka mikið notað-
ur. Að vísu borða margir Nátt-
úrulækningafélagsmenn hvítlauk
sér til hressingar, en hér borða
allir hvítlauk þó margt annað
sé líka á boðstólum til hressing-
ar. Við stingum lauknum í kjöt,
t. d. í franska lambasteik. Hann
gerir mjög gott bragð.
☆
— En hver nýtur þeirra hlunn-
inda að fá að bragða á réttunum
áður en þeir eru bornir fram?
—• Við matsveinarnir gerum það
sjálfir. Annars er það ekki talið
til neinna hlunninda hér.
— Þá að láta kvenfólkið gera
það?
— Kvenfólkið, sem hér vinn-
ur, kemur aldrei nálægt mat-
seldun. Karlmennirnir sjá um
•matinn, en þegar við erum yfir
þessum veizlumat daglega, vilj-
um við miklu frekar heimilis-
mat, eins og sagði áðan. Um
daginn var t. d. fínasti hamborg-
arhryggur, en þá fékk starfs-
fólkið saltfisk. Og ég er viss um,
að engan í eldhúsinu hefur lang-
að í hrygginn. Jafnvel kjallara-
meistarinn okkar, hann Gísli,
sem einn hefur lykil að vínkjall-
aranum, er stækur bindindis-
maður.
s ' '
s A Ð mcðaltali verður eitt !
i dauðsfall þriðju hverja J
■ mínútu í Indlandi vegna s
s slöngubits og 15. hverja sek- i
i úndu er Indverji bitinn af •
■ slöngu. Þar í landi eru 300 s
s slönguteg., 40 af þeim eitur- i
s slöngur, en aðeins 5 lífshættu- ■
■ legar. Fleiri deyja þar af s
s slöngubiti en i nokkru öðru S
\ landi — og margir deyja úr ■
1 hræðslu, ef þeir sjá slöngu — ;
; og eru látnir áður en slang-
s an bítur.
EIN stærsta fánaverksmiðja
Bandaríkjanna verður gjald-
þrota, ef nýju bandarísku þjóð-
fánarnir með 49 stjörnunum selj-
ast ekki. Sem kunnugt er var
Alaska fyrir skemmstu gert að
49. ríki Bandaríkjanna og þar
með var gamli fáninn með 48
stjörnunum úreltur orðinn. All-
ar fánaverksmiðjur framleiddu
nú 49 stjörnu fána hver í kapp
við aðra. En þá kom bobbi í bát-
inn. í bandaríska þjóðþinginu
var samþykkt ,að Hawai-eyjar
skyldu verða 50. ríki Bandaríkj-
anna. Þá er nýi 49. stjarna fán-
inn líka orðinn úreltur — og
þorri landsmanna, sem ekki
hafði keypt hann, bíður nú og
flaggar enn með 48. stjarna fán-
anum þar til 50 stjarna fáninn
kemur á markaðinn.