Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. apríl 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
A=kriftargald kr 35,00 á mánuði innamand*
I lausasölu kr. 2.00 eintakið.
>
LÆRDOMSRIKUR FERILL VINSTRI
STJÓRNARINNAR
ÁGÆTRI ræðu, sem Gunn-
ar Thoroddsen borgarstjóri
hélt fyrir skömmu á fjöl
mennum fundi sjálfstæðisverka
manna í Reykjavík, komst hann
m. a. þannig að orði, að stórsigur
Sjálfstæðismanna í síðustu bæjar-
stjórnarkosningum hefði vafa-
laust haft mikil og varanleg á-
hrif á stjórnmálalífið og stjórn-
málaþróunina í landinu. Síðan
komst borgarstjórinn að orði á
þessa leið um fall vinstri stjórn
arinnar:
„Aldrei mun á íslandi ríkis-
stjórn hafa hrökklast frá við jafn
lítinn orðstír. Að vissu leyti má
segja, að þessi óheillastjórn hafi
fallið of snemma, þ. e. meira en
hálfu ári fyrir kosningar. Sú
hætta er alltaf á, að kjósendur
gleymi of snemma. Frammistaða
þessarar stjórnar var þó slik, að
ástæða er til að ætla, að íslenzkir
kjósendur muni draga af henni þá
lærdóma sem vert er.“
í framhaldi af þessum um-
mælum Gunnars Thoroddsen, sem
vissulega hafa við gild rök að
styðjast, er rétt að benda á það,
að hinn mikli sigur Sjálfstæðis-
manna í bæjarstjórnarkosningun
um var einmitt afleiðing hinnar
hraklegu frammistöðu vinstri
stjórnarinnar. Almenningur í
landinu var þegar farinn að sjá
það, þegar bæjarstjórnarkosning
arnar fóru fram, og aðeins IV2 ár
var liðið frá því að vinstri stjórn
in var mynduð, að þessi stjórn
hafði svikið öll sín loforð og
reynzt ófær um að stjórna land-
inu. Þá þegar var risin almenn
andúðaralda gegn vinstri stjórn-
inni. Þess vegna stórjuku Sjálf-
stæðismenn fylgi sitt hér í Reykja
vík og víðsvegar um land.
Féll eftir 10 mánuði
Aðeins 10 mánuðir liðu frá því
að bæjarstjómarkosningarnar
fóru fram þar til vinstri stjórnin
var fallin. Á þessum 10 mánuðum
kom það ennþá betur í ljós, að
hún var ófær um að leysa nokk-
urt þeirra vandamála, sem úr-
lausnar krafðist. Hún var sjálfri
sér sundurþykk í hverju máli,
hvort heldur var um að ræða
efnahags- og atvinnumál, eða
þýðingarmestu utanríkis- og ör-
yggismál þjóðarinnar.
Sundurþykkjan innan
vinstri stjórnarinnar jókst að
miklum mun eftir að fiokkar
hennar höfðu séð dóm fólks-
ins í bæjarstjórnarkosningun-
unum. Þeir fundu að jörðin
var að giiðna undan fótum
þeirra. Almenningur í landinu
hafði gert sér ljósa þá miklu
blekkingu, sem myndun
vinstri stjórnarinnar byggðist
á. Fólkið hafði einnig séð í
geguum skrum og loforða-
flaum flokka hennar.
Vilja ekki jafnvægi
í sambandi við efnahagsmálin
komst Gunnar Thoroddsen m. a.
að orði á þessa leið í fyrrgreindri
ræðu sinni:
„Ljóst er, að sú tilraun til stöðv
unar verðbólgu, sem gerð hefur
verið, er engin frambúðarlausn,
en að slíku verður auðvitað að
vinna og gera nauðsynlegar ráð-
stafanir, þó þær kunni að skapa
nokkra örðugleika, sársauka og
óvinsældir í bili.
Kommúnistar kæra sig hins
vegar ekki um stöðvun eða jafn-
vægi í efnahagsmálum, enda er
eðli kommúnista og starfshættir
þeirra einmitt að trufla atvinnu-
frið, að búa þannig að atvinnu
vegunum að þeir séu sem háðast
ir opinberum styrkjum og vilja
ríkisvaldsins, Alþingis og stjórn-
ar og fyrst og fremst að hafa óró-
leika í efnahagsmálunum og á
vinnumarkaðinum. Þetta hefur
alltaf verið og er, og mun verða
allstaðar stefna og vinnubrögð
kommúnistanna, þar sem þeir
hafa ekki náð að læsa sínum ein
ræðisklóm.“
Það er nauðsynlegt að íslenzk-
ur almenningur geri sér þetta
ljóst. Kommúnistar miða alla
stefnu sína og vinnubrögð ævin-
lega við það að hindra jafnvægi i
efnahagsmálum þjóðanna. íslend
ingar muna t. d. aðfarir kommún
ista árið 1955. Þá hafði um nokk
urra ára Skeið tekizt að halda
sæmilegu jafnvægi í efnahagsmál
um landsmanna. Atvinnuvegirnir
stóðu með blóma, sparifjármynd-
un jókst og miklum og hagnýtum
framkvæmdum var haldið uppi
í þágu þjóðarheildarinnar. Þá var
það sem kommúnistar hófust
handa um pólitísk verkföll með
það tvennt fyrir augum að eyði-
leggja jafnvægisstefnuna og
ryðja sjálfum sér braut til valda.
Kommúnistum tókst þetta allt
of vel. Framsóknarmenn hjálpuðu
þeim til þess að koma hinum illu
áformum í framkvæmd. Á árinu
1955 hófst nýtt kapphlaup milli
kaupgjalds og verðlags, dýrtíðin
stórjókst og hagur atvinnuveg-
anna þrengdist. Og á miðju ári
1956 tókst kommúnistum með að
stoð Framsóknarflokksins að kom
ast í ríkisstjórn.
Glímdu við sinn
eigin draug
En í vinstri stjórninni urðu
kommúnistar að glíma við
þann draug, sem þeir sjálfir
höfðu vakið upp, síaukna verð
bólgu og dýrtíð. Þeir höfðu
lýst því yfir, ásamt Framsókn
arflokknum, að þeir kynnu ó-
tal ráð gegn verðbólgu. Nu
var að sýna, hver þessi ráð
væru, og hvernig þau dygðu.
En niðurstaðan varð sú, að
dýrtíðardraugurinn réði niður
lögum kommúnista og vinstri
stjórnar þeirra Þeir féllu í
glímunni við sinn eigin upp-
vakning. Og nú veit hver ein
asti verkamaður og launþegi
á íslandi, sem eitthvert traust
kann að hafa sett á kommún-
ista, að þeir geta aðeins hrint
dýrtíðarskriðlunni á stað, en
kunna engin ráð til þess að
stöðva hana.
Þetta er ein merkilegasta á-
lyktun, sem islenzkur almenning
ur dregur af starfi og stefnu
vinstri sjórnarinnar. Og á grund-
velli þessarar ályktunar munu
kjósendur á komandi sumri kveða
upp dóm sinn yfir vinstri stjórn-
inni.
UTAN IIR HEIMI
Dauðir kettir á köldu blikkþaki
Termessee Williams stælir sjálfan sig,
og tekst Jbcrð illa, að dómi bandariska
vikuritsins Time
FYRIR nokkru var nýjasta leik-
rit Tennessee Williams, Sweet
Bird of Youth“, frumsýnt í Mart-
in Beck-leikhúsinu á Broadway.
Þetta þótti mikill leiklistarvið-
burður, og allt „fína fólkið“ íNew
York var á frumsýningunni.
Frumsýningargestir klöppuðu
ákaft, og tjaldið var dregið frá
14 sinnum að sýningunni lokinni.
Það, sem skipti þó meiru máli,
var, að leiklistargagnrýnendur
sjö dagblaða í New York voru all
ir sammála um ágæti leikritsins.
Vikuritið Time kvað samt upp
annan dóm og segir þar m.a. eitt
hvað á þessa leið:
„Sweet Bird of Youth“ er nán
ast stæling, en kynlegast er, að
William skyldi vera svo illa fær
um að stæla sjálfan sig. Ofbeldi
í ástum, ilmsmurð hrörnun, sí-
felldar heimiliserjur, sorgarsöng
ur ótta og sjálfsmeðaumkunar,
persónur sem híma taugaveikl-
aðar í forgarði vítis — allar
eru þar viðstaddar — en einna
helzt má líkja þeim við „drama-
tíska dauða ketti á köldu blikk-
þaki“.
í stuttu máli sagt: „Sweet Bird
Of Youth“ er stæling á „Cat on a
Hot Tin Roof“. í þetta sinn er
kvenhetjan ekki barnlaus, ung
leikkona heldur hrapandi kvik-
myndastjarna, Ariadne de Lago
(Geraldine Page). Hinn einskis
nýti ungi maður, Chance Wayne
(Paul Newman) er karlmanna-
lega vaxinn kvennamaður, en
getulaus aumingi í leiklistinni,
sem er honum allt. Konan, sem á
aðeins fortíð sína, ungi maðurinn, j
sem lifir fyrir framtíðina, reykja
bæði hashish og reika fram í
sviðsljósið til að segja óþverra-
lega ævisögu sína í eintali.
í öðrum þætti kemur Big
Daddy (faðirinn í „Cat on a Hot
Tin Roof“) til sögunnar. I þetta
sinn er hann Boss Finley (Sidney
Blackmer), lýðskrumari og stjórn
málamaður frá Suðurríkjunum.
og hann er í gulum slopp , stað
þess að Burl Ives (í hlutverki Big
Daddy) var í hvítum. Big Daddy
dró allt karlmannsþrek úr syni
sínum sálarlega; f þetta sinn hót
ar Boss Finley að gelda Chance
Wayne. Svo virðist sem Heaven-
ley, dóttir Boss, hafi fyrir mörg-
um árum sýkzt af kynsjúkdómi
af völdum Boss, og hafi orðið að
gera á henni móðurlífsuppskurð.
í atriðum, sem er fölsk drama-
tískt séð, ljóstra Boss Finley
(sem á sér ástkonu) og börn har.s
u.pp um ávirðingar hvers annars,
en þessar ávirðingar ættu þó að
hafa verið öllum innan fjölskyld
unnar kunnugar í mörg ár.
í leikslok — í atriði, sem verð-
ur eftirminnilegt vegna þess hve
snilldarlega Geraldine Page leys
ir af hendi símtal, sem er ein-
hver óheppilegasta aðferðin til
tilþrifa á leiksviði — er Ariadne
de Lago tjáð, að Hollywood vilji
fá hana á nýjan leik. Hún fer til
fólk“, 2) lífið er „villtir draum-
ar“, 3) meginmunurinn á mann-
legum verum er hvort þær hafa
ánægju af ástinni eða ekki.
Time segir að lokum í leikdómi
sínum. að hinn glæsilegi leikur
Geraldine Page sé eina óþrjót-
andi uppspretta áhrifa og ást-
ríðna, sem fyrirfinnst í leikrit-
inu — það gildir einu hvort hún
byltir sér í rúminu og æpir og
heimtar súrefnisgrímuna eftir
marga sólarhringa drykkju og
eða tætir í sundur fjárkúgunar
áform hins leigða elskhuga
síns. . . . Geraldine Page er ein-
mitt það, sem persónan, er hún
leikur, óttast: „tígrisdýrið í frum
skógi taugaveiklunarinnar“. í
hvert sinn, sem Geraldine skálm
ar út af sviðinu, hefir hún allan
leik á brott með sér.
• ★ •
Sú athugasemd fylgir leik-
dómnum í Time, að hvað sem
öllum göllum á leikritinu líði, sé
allt útlit fyrir. að það muni gefa
mikið í aðra hönd. Miðar seldust
Vivien Leigh og Marlon Brando í hlutverkum sínum i
„A Streetcar Named Desire“.
að hljóta frægð í framtíðinni. en
Chance, sem eitt sinn átti æsku-
og von, bíður eftir hefnd Boss
Finleys.
Siðalærdómurinn? Æskan er
skammvinn og listin er löng. í
leikritinu er mikið um „skraut-
fjaðrir". Dæmi 1) tíminn „herðir
Géraldine Fage og Paui Newman í hlutverkum sínum í
„Sweet Bird of Youth“.
fyrir fram að sýningunum fyrir
390 þús. dali, og M-G-M kvað
hafa keypt kvikmyndaréttinn
fyrir 400 þús. dali. Time spáir
því, að leikritið verði sýnt lengi
á Broadway vegna þess, að sjö
Manhattan-dagblöð hafi einróma
lofað leikritð Williams. Walter
Kerr sagði um leikritið í New
York Herald Tribune, að það
væri afskaplega æsandi. Brooks
Atkinson skrifaði í New York
Times, að það væri eitt bezta leik
rit Williams. Ummæli Richard
Watts í New York Post komu
einna mest á óvart, segir Time.
Watts segði, að töfrar leikritsins
sæktu að mönnum, en síðan bend
ir hann á þrjár rökleysur í leik-
ritinu, en klykkir svo út með
þessu: Það hlýtur að verða að
telja leikritinu til hróss, að slík-
ar efasemdir skyldu ásækja mig.
• ★ •
Stephane Groueff skrifaði í
franska vikuritinu París Match:
Ég hefi séð þennan sjónleik áður:
Síðast hét hann „A streetcar
Named Desire“ . . . í aðalhlut-
verkunum voru Vivian Leigh og
Marlon Brando. Maður sér Marl
on þarna aftur. Hann heitir nú
Paul Newman. TennesSee Will-
iams er sannarlega óvenjulegur
rithöfundur: Leikritin skipta um
nöfn, en efnið er alltaf hið sama
og leikendurnir virðast alltaf
vera eins.
AKRANESI, 17. apríl — Talsverð
brögð eru að inflúensu hér í bæn
um. Hefur veikin ágerzt seinustu
vikuna, sagði héraðslæknirinn
Torfi Bjarnason. Vanhöld eru
orðin hjá bátasjómönnum vegna
inflúenzunnar. Þó tókst að fá
menn í skarðið, svo að 20 bátar
reru í morgun. Þriðjungur hafn-
arverkamannanna hefur tekið
veikina. — Oddur.