Morgunblaðið - 19.04.1959, Qupperneq 13
Sunnudagur 19. apríl 1959
MORGVNBLAÐIÐ
13
4
Snæfellsjökull og hrikalegar hlíðar hans. Myndin var tekin ur flugvél sl. miðvikudag. —
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 18. apríl
Dsilles látinn
af störfum
Þá hefur Dulles sagt af sér
utanríkisráðherraembætti Banda-
ríkjanna. Við því var búast, þeg-
ar fyrir nokkrum vikum, eins og
þá var komið. Hann var þá ber-
sýnilega fárveikur maður og frest
un afsagnar gat í rauninni ekki
haft aðra þýðingu en hún jafn-
gilti dauðadómi, er hún kæmi.
Vonandi rætist þó betur úr veik-
indum hans en nú horfir. —
Dulles var umdeildur utanríkis-
ráðherra. En hvort sem menn
hafa óskað, að hann héldi em-
bætti eða hætti, sameinast allir í
þeirri ósk, að orsökin til afsagnar
hans hefði verið önnur en hin
hörmulegu veikindi. Þolgæði Dull
es í að halda áfram störfum, svo
lengi sem hann gerði, sýna frá-
bæra karlmennsku. Sífeld ferða-
lög og algjör stjórn hans á störf-
um bandaríska utanríkisráðu-
neytisins sýna eindæma starfs-
þrek. Kjarkur hans og stefnu.
festa verða ekki dregin i efa.
Stefnan var og í meginatriðum
rétt. Þó verður að segja eins og
er, að enn er of snemmt að dæma
um utanríkismálameðferð hans.
Sitthvað hefur mátt setja
út á framkomu Bandaríkjamanna
í utanrikismálum seinni ár, frá
sjónarmiði þeirra, sem þeim eru
sammála í heild. Hvað rétt reyn-
ist mun tíminn einn skera úr.
Eftirmaðiiriim
Þegar þetta er ritað er enn
ekki vitað hver eftirmaður Dulles
verður. Sýnir það strax hikið á
hinni æðstu stjórn vestra, að
þetta skuli ekki þegar ákveðið,
þar sem með algerum ólíkindum
er, að menn hafi ekki áttað sig á
að hverju fór. Undir valinu er nú
mikið komið, ekki einungis fyrir
Bandaríkin, heldur heim allan,
og ekki sízt allar frjálshuga þjóð-
ir. Æðsti aðstoðarmaður Dulles
er talinn ágætur maður, en ekki
við góða heilsu, verður að ganga
við hækjur vegna illyrmislegrar
gigtar. Nú sem fyrr sýnist nóg
lagt á einn mann að taka að sér
svo vandasamt starf sem utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, þó að
þungbær veikindi leggist ekki
þar á ofan. í því efni gildir að
vísu engin allsherjarregla, sam-
anber Roosevelt ,sem aldrei náði
sér til fulls eftir mænuveikina
en varð þó mikill afreksmaður í
stjórn sinni. Hins vegar dylst nú
engum, að veikindi, sem var hald-
ið leyndum fyrir kjósendum í
síðasta skipti, sem hann var kos-
inn, háðu ekki aðeins sjálfum hon
um, heldur urðu Bandaríkjunum
til mikils tjóns.
Eftir síðustu fregnum er svo
að sjá sem hinn umgetni aðstoð-
armaður Dulles, Herter, muni
verða útnefndur og hafi aflað
sér læknisvottorðs í því skyni.
Ber að fagna því að heilsan bag-
ar hann ekki.
Dr. Jón Þorkelsson
100 ára
í fyrradag var minnzt 100 ára
afmælis dr. Jóns Þorlcelssonar,
þjóðskjalavarðar. Fyrir 40 árum
var eftir fáum meira tekið á göt-
um Reykjavíkur en dr. Jóni.
Hann var stæðilegur maður með
mikið skegg, alhvítt, nokkuð halt-
ur og gekk með mikinn göngustaf,
höfðinglega búinn. Af honum
fóru ýmsar sögur, því að hann var
ekki fyrir að láta hlut sinn, og
þótti manna orðheppnastur, þegar
því var að skipta. Svo sem fram
kemur í kvæðum hans, hafði
hann gaman af að sveigja að sjálf
um sér, ekki síður en öðrum.
Mjög var t. d. á orði haft, að
hann hefði neitað að greiða at-
kvæði um vantraustið á Bjöi'n
Jónsson 1911 með þeim orðum, að
svo mikill dragsúgur væri í deild-
inni, að þar væri ekki vært. Ekki
er þann rökstuðning að sjá í Þing.
tíðindum og mun hann þó hafa
mælt eitthvað á þessa leið. Enda
var þá mikill þjóstur á meðal
flokksbræðra Jóns, sern klofnuðu
í málinu. Er trúlegt, að Jón hafi
með gamanyrði sínu ekki síður
átt við þann strekking en hinn
sem bókstaflega blés í sjálfum
fundarsalnum. f hinni ágætu
grein, sem dr. Alexander Jóhann-
esson skrifaði um dr. Jón í Mbl.
á 100 ára afmælinu er vitnað
til nokkurra vísna hans, sem lýsa
óvenjulegri bersögli. Sum kvæði
hans eru nú þegar orðinn hluti
þeirra bókmennta, sem hver
menntaður íslendingur verður að
kunna skil á.
ÞjóSverjavimir
Dr. Jón — dr. Forni, sem sum-
ir kölluðu hann — var eindreg-
inn Sjálfstæðismaður á gamla
vísu. Á sínum tíma var hann og
talinn með eindregnustu Þjóð-
verjavinum í fyrra stríði. Var
svo um ýmsa þá, sem næstir voru
honum í skoðunum um nauðsyn
skilnaðar við Dani. Kann þar
nokkru að hafa valdið um, að
vegna andúðar Dana á Þjóðverj-
um eftir ófriðinn 1864 hafi ósjálf-
rátt vaxið samúð sumra íslend-
inga með hinum síðartöldu, svip-
að og Frakkaást Dana óx um
þetta leyti mjög vegna fjand-
skapar Þjóðverja og Frakka á
þeim árum. Hinu má ekki gleyma,
að margir ágætir fræðimenn Þjóð
verja studdu mál okkar í deilunni
við Dani og létu sér lengi vel
manna tíðast um íslenzkar forn-
bókmenntir, enda voru allt þang.
að til Hið íslenzka fornritafélag
hóf útgáfustarfsemi sína sumar
beztu útgáfur íslenzkra fornrita
einmitt gefnar út í Þýzkalandi.
Allt hafði þetta sín áhrif, ekki
sízt á menn eins og dr. Jón Þor-
kelsson, sem sjálfur vann ómet-
anlegt starf í íslenzkum miðalda-
fræðum.
Ekki leiðist Bret-
um gott að gera
Ef Krúsjeff hefði beðið Mac-
millan á dögunum að gera sér
þann persónulega greiða að
hjálpa kommúnistum af öllum
mætti á íslandi, þá er víst að
Macmillan hefði ekki getað orðið
betur við þeirri bón gestgjafa
síns en orðið hefur eftir austur-
förina. Um það bil, sem Valafell
var tekið til íslenzkrar hafnar og
rétt lög látin ganga yfir skip-
stjóra þess, virtist svo sem Bretar
væru að vitkast í landhelgisdeil-
unni. Þeir gættu þess þá að halda
skipum sínum frá þeim miðum,
þar sem helzt var árekstra von.
Síðan hefur mjög brugðið til hins
verra. Brezka ríkisstjórnin hefur
látið herskip sín opna „verndar-
svæði“ fyrir togara á fjölsóttum
fiskimiðum ísléndinga. En eins
og kunnugt er verða togarar
meira eða minna nauðugir að
fiska þar sem herskipin segja
þeim. Að vísu virðast togararnir
hafa lagt stund á að forðast
skemmdir á veiðarfærum ís-
lenzkra báta og m. a. s. sýnt í því
meiri tillitssemi en áður. Hitt hef-
ur nú tvívegis að borið, að brezk
herskip hafa forðað togara, sem
íslenzkt varðskip hafði staðið að
ólöglegu athæfi innan 4ra mílna
landhelginnar, og þannig fært sig
upp á skaftið frá því sem áður
var.
• •
Ogrun og
yfirtroðsla
Þar er um að ræða beina ögruvi
og yfirtroðslu, sem engum getur
orðið til góðs, nenr.a þeim, sem
spilla vilja sambúð íslendinga og
Breta. Sagt er að brezku togar-
arnir hafi fyrirmæli um að fiska
ekki innan fjögurra mílna land-
helginnar. Ef brezku herskipin
engu að síður forða þeim frá
réttmætri töku, eru þau fyrirmæli
að engu gerð. Aftur á móti mundu
Bretar nokkuð milda herhlaup
sitt, ef þeir tryggðu að gamla land
helgin væri virt. Eftir Valafells-
málið vonuðu menn í fyrstu, að
þeir hefðu tekið þennan skynsam
lega hátt upp, en nú sýnist allt
annað uppi á teningnum.
Við þessar aðfarir verður ekki
unað. Tal um þaö áð slíta stjórn-
málasambandi milli fslands og
Bretlands gagnar okkur ekki.
Slíkt mundi einungis auka á
vandræðin, einangra ísland og
tefja fyrir endanlegri viðurkenn-
ingu réttar okkar. Kommúnistar.
sem í hinum stóru heimsmálum,
stöðugt hamra á því, að fulltrúar
aðila verði að tala saman, því að
það sé eina leiðin til að finna
lausn, vilja hafa allt aðra að-
ferð í deilunni við Breta; Með því
sanna kommúnistar, að þeim er
hugað um, að deilan magnist í
stað þess að leita ráða til að koma
málstað okkar fram með friðsam-
legum hætti, sem er okkar eina
von. Um er að gera að halda
Bretum að fullnægingu þeirra
skuldbindinga, sem þeir hafa tek-
ið á sig gagnvart okkur. Þær eru
skýrastar í stofnsamningi Norður-
Atlantshafsbandalagsins. Þess
vegna höfum við allt að vinna en
engu að tapa við að sækja málið
á þeim vettvangi.
Otaði öðrum fram
Þeir, sem unnið hafa með Fram
sóknarmönnum, hafa ekki komizt
hjá því að ræða við forystumenn
þeirra um hinar furðulegu árásir,
sem Tíminn hefur löngum haft
fyrir venju að gera á samstarfs-
menn flokks hans. Framsóknar-
broddarnir hafa þá löngum svar-
að því svo, að slíkt þyrfti ekki að
spilla samvinnu því að eitthvað
yrði að skrifa, stjórnmáladeilur
hlyti að halda áfram, þó að sam-
starf væri á milli flokka. Afstaða
blaðamanna væri allt önnur en
stjórnmálaforingjanna, sem ekki
létu blaðaskrifin trufla s'.g. Þess-
ar afsakanir hafa ætíð verið hald-
lausar. Blaðamönnum Tímans
mundi ekki haldast uppi ritháttur
þeirra, ef það væru ekki sjálfir
húsbændurnir, sem segðu þeim
fyrir verkum, eða legðu blessun
sína á það, er undirmennirnir
gera.
Persónuníð og rótarskapur hef-
ur ekki síður verið vopn Fram-
sóknar í deilunni um kjördæma-
málið en var á meðan Framsókn
hafði enn ekki einangrað sig
heldur átti samstarf við aðra.
Þegar tveir bændur skrifuðu um
kjördæmamálið í Morgunblaðið í
vetur, byrjaði Tíminn strax að
brigsla þeim með nöfnum þeirra
bæja sem þeir búa á. Annar var
frá Skollagróf, hinn frá Mykju.
nesi. Þá þurfti ekki frekar vitn-
anna við, orð þeirra voru að engu
hafandi! í sama dúr var Páli Sig-
urjónssyni, skagfirzkum bónda,
svarað nú fyrir skemmstu. Titill
svargreinar Tímans hljóðaði svo:
„Lítill postuli með frægu nafni“
Ekki stóð á uppnefninu frekar
en hjá götustrák, sem ekki kann
til rökræðna.
Höfimdur gefur
sig fram
Sama sagan endurtók sig í út-
varpsumræðunum nú í vikunni.
Þá héldu þeir Jón Sigurðsson frá
Reynistað og Jón Pálmason frá
Akri báðir málefnalegar ræður,
þar sem að engum einstakling
var vikið misjöfnu orði, heldur á
skilmerkilegan veg gerð grein
fyrir, af hverju þeir eru fylgjandi
kjördæmabreytingunni. Eysteinn
Jónsson vék að þessum tveim
öldnu þingbændum með þessum
orðum:
»------annars vegar maður-
inn, sem alltaf hefur gert allt
fyrir flokkinn sinn og það þó að
hann hafi þurft að gera það nauð-
ugur og því þá ekki líka að draga
lokur frá hurðum héraðan la.
Og hinn talsmaðurinn er sá, sem
hrifnastur var af ofsóknarráðstöf
unum nýsköpunarstjórnarinnar i
garð bændastéttarinnar.
Hv. 2. þm. Skagf. J. S. lét sér
það sæma að viðhafa hér dulbún-
ar hótanir í þeirra garð, sem ekki
vildu beygja sig í kjördæmamál-
inu, ef þeir einangruðu sig, eins
og hann kallaði það“.
Eftir þessar svívirðingar þarf
ekki lengur að leita mannsins,
sem öðrum fremur ber ábvrgð
á persónuníði Tímans hin síðari
ár. Eysteinn Jónsson hefur af-
hjúpað sig sem höfundinn.
Hógvær
bændaliöfðiiigl ’
Viðbrögð Eysteins Jónssonar
gegn rökræðum andstæðinganna
eru þau, að hann í alþjóðaráheyrn
ber þá tvo bændur, sem þátt tóku
í umræðunum, hinum ferlegustu
brigslum. Jóni Sigurðssyni er um_
svifalaust lýst sem aumum lepp
og fyrirlitlegum flugumanni
Þetta er gert við einn bezt metna
bónda landsins, sem setið hefur
á Alþingi lengst af síðustu 40
árin, ætíð hefur forðast illdeilur
og verið óþreytandi í að bera sátt
arorð á milli.
Ef nokkur einn maður hefur
lagt sig allan fram um að halda
uppi heilbrigðri samvinnu Sjálf-
stæðismanna og Framsóknar þá
er það Jón Sigurðsson á Reyni-
stað. Hann hefur ekki gert þa5 af
undirlægj uhætti við einn eða
neinn, heldur af því, að hann hef-
ur talið áð bændastéttin væri þá
sterkust, ef hún gæti sameinazt
um hagsmunamál sín, þó að í ólík-
um flokkum væri, og haldið uppi
tengslum milli fólksins í strjál-
býlinu og fjöldans í þéttbýlinu.
Það er eftirminnilegur lærdómur,
að eina svarið, sem slíkur maður
fær frá Eysteini Jónssyni eru per-
sónulegar svívirðingar og rudda-
skapur.
Dregið íir ein-
angrunai bætí unni
Hver var boðskapurinn, sem
Eysteinn Jónsson reiddist svo
mjög? Jón Sigurðsson sagði m. a.:
„Með hinni fyrirhuguðu kjör-
dæmabreytingu er dregið mjög
úr þeirri hættu, að sveitirnar ein_
angrist með sínar þarfir og sín
sérstöku áhugamál. En á því hef-
ur verið mikil og vaxandi hætta.
Með breytingunni verða sveit-
irnar og kaupstaðirnir úti á
landi samherjar. Bændur
og kaupstaðabúar verða að vinna
saman og sömu þingmenn gæta
hagsmuna beggja aðila. Þessi sam
vinna er jafnvel enn nauðsynlegri
fyrir sveitirnar en kaupstaðina,
þó Framsóknarflokkucinn virðist
ekki skilja það.
1 þessu sambandi verður ekki
hjá því komizt að minna á, að
árið 1940 voru þeir sem landbún-
að stunduðu samtals 37.123. Árið
1950 voru þeir orðnir 28.692 og
1960 er talið að við verðum komn-
ir niður í um 20 þús. manns af
Framh. á bls. 14