Morgunblaðið - 19.04.1959, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 19. april 1959
— Reykjavíkurbréf
Framh .af bls. 13
um 170 þúsund, sem þá verða
búsettir hér á landi. Þetta eru
því miður dapurlegar staðreynd-
ir, sem við sem í sveitunum búum
verðum að horfast í augu við,
hjá því verður ekki komizt.
Spurningin er: Hvernig á
bsendastéttin að snúast við þeim
vandamálum, sem leiða af þess-
ari stórkostlegu röskun í þjóð-
féiaginu? Mitt álit er að við verð-
um meðal margs annars að átta
okkur á því, að það er til of
mikils ætlazt að 20 þús. manns
geti sagt 150 þús. manns fyrir
verkum. Okkur notast það heldur
ekki til framdráttar til lang-
írama, að bændastéttir inu
sinni mikill meirihluti þjóðarinn-
ar, og nær alls ráðandi. Þessu
þurfum við sem í sveitunum bú-
um að gera okkur grein fyrir. Um
leið og við forðumst að vanmeta
styrk bændastéttarinnar, en styrk
ur okkar felst í þroska og mann-
dómi stéttarinnar og gildi land-
búnaðarins fyrir þjóðfélagið.
Bændastéttin hefur því þrátt fyr-
ir mannfæðina allgóða aðstöðu,
ef hyggilega verður haldið á mál-
um hennar framvegis."
Hnefarétturinn
dugar ekki
Hér er vissulega allt annan boð
skap að heyra en þann, sem Tím-
inn hefur flutt, þegar hann hefur
berum orðum sagt, að beita skyidi
hnefarétti gegn kjördæmabreyt-
ingunni. Jón Sigurðsson bendir á
þá augljósu staðreynd, að ekki
tjáir fyrir 20 þúsund manns að
segja 150 þús. fyrir verkum. Þeir,
sem slíkt viija, hafa auðsjáanlega
misst alla dómgreind, eða allt
annað vakir fyrir þeim en uppi
er látið. Þeir menn hafa hótanir
í frammi, að vísu ekki hótanir,
sem nokkurn hræða, heldur ein-
ungis skaða þá, sem þær taka sér
í munn. í orðum Jóns Sigurðsson-
ar fólst engin hótun, þó að Ey-
steinn Jónsson skrökvi því til,
heldur aðeins róleg íhugun stað-
reynda. Jón sagði:
„Ég hefi ávallt taiið að keppa
bæri að góðri samvinnu bænda-
stéttarinnar og annarra stétta.
Þörfin fyrir góða samvinnu verð-
ur skiljanlega því brýnni, sem
við, er landbúnað stundum, verð-
um fáliðaðri. Þetta vænti ég að
allir geti skilið. Þess vegna eig-
um við að taka vel og drengilega
á sanngjörnum óskum þeirra,
sem í þéttbýlinu búa, kjördæma-
breytingum sem öðru. Ef við ger-
um það, og bændastéttm gætir
þess að láta ekki einangra sig,
hvorki stéttarlega eða á stjórn-
málasviðinu, þá kvíði ég engu um
framtíð tiennar.
Bændastéttin er og verður kjöl-
festan í þjóðfélagi okkar. Hennar
þörfum hefur verið og verður á-
reiðanlega mætt af skilningi og
velvild. Það er mín reynsla. En
hér getur líka svo farið, sem
stundum vill verða, að okkur
Heimilisfœki H eimilistœki
PROGRESS RYKSUGUR, eru sterkar, endingagóðar, þægilegai
PROGRESS BÓNVÉLAR, léttar og meðfærilegar í notkun.
Sunbeam hrærivélar. — Sunbeam skálar.
Sunbeam rafm. pönnur. — Sunbeam þeytarar.
Dormeyer hrærivélar með hakkavél.
Beurer straujárn. — Elektra vöfflujárn.
Þetta eru allt viðurkenndar góðar vörur.
Hringflouroscent lampar í eldhús
Philips rafm.
rakvélar
Vesturgötu 2. Sími 24-330
verði mælt í sama mæli og við
mælum öðrum.
Aðstaða þeirra sem í sveitun-
um búa til kjördæmamálsins verð
ur á vissan hátt prófsteinn á það,
hvort sveitafólkið kýs að einangra
sig í vonlausri baráttu, eða kýs
drengilegt samstarf við þær stétt-
ir sem í þéttbýlinu búa.
Þeir bændur, sem hugsa. um
þetta í alvöru, án allra flokks-
sjónarmiða, og gera sér grein
fyrir núverandi aðstöðu bænda-
stéttarinnar, geta tæplega verið
í vafa um, hvorn kostinn þeir
eiga að velja‘\
Þannig lauk hinn margreyndi
hyggni þingbóndi, Jón Sigurðs-
son, ræðu sinni.
/T\
(bayerj
V E 7
\h-R y
Rotvarnarefni
grásleppuihrogn og aðrai* fisk-
afurðir og í niðursuðu o. fl.
Bjöm Kristjánsson
Sími 10-2-10
Emangrun
Framsóknar
Uppgjöf Framsóknar gegn hin-
um ótvíræðu rökum Jóns á Reyni-
stað lýsir sér í fruntaskap Ey-
steins Jónssonar. Svigurmælin
munu þó ekki stoða Framsókn að
þessu sinni. Eysteinn Jónsson
minntist sjálfur á það, að nú hef-
ur Framsókn ekki þingrofsrétt í
hendi sér eins og 1931. Þá knúði
hún fram kosningar, áður en al.
menningur gat áttað sig á um
hvað var að ræða. Nú verður
kjördæmamálið skýrt frá öllum
hliðum, áður en til kosninga verð-
ur gengið. Enginn hefur þá afsök-
un fyrir atkvæði sínu, að málið
muni ekki liggja ljóst fyrir. Þeg-
ar af þeirri ástæðu er barátta-
Framsóknar vita vonlaus. Von-
leysið verður enn berara, þegar
íhugað er, að jafnvel þó að hún
fengi eins mikla hlutfallslega
aukningu nú, eins og hún fékk
1931, mundi fylgi hennar eftir
sigurinn ekki verða meira en eitt-
hvað h. u. b. 20% af öllum at-
kvæðum. Enginn reikningslegur
möguleiki er fyrir því, að Fram-
sókn takist nú að tefja málið,
hvað þá að eyðileggja það. Þetta
kemur af því að kjördæmabreyt-
ingin er gerð eftir kröfu almenn-
ings í öllum þeim þremur flokk-
um, sem henni eru fylgjandi. For-
ystumennirnir hafa þar verið
mun meira hikandi en fólkið
sjálft. Það vill ekki lengur una
við ranglætið. Hræðslubandalags-
klækirnir 1956 skáru þar úr.
Þeir sem slást í fylgd með
Framsókn dæma þess vegna
sjálfa sig til einangrunar og á-
hrifaleysis. Ólafur Thors vakti
athygli á höfuðatriðunum nú með
þessum orðum:
„Vald sitt tryggja sveitirnar
þess vegna bezt og raunar aðeins
með því móti að gera Sjálfstæðis-
flokkinn og aðra þá, sem mestu
ráða í þéttbýlinu, sér bæði vin-
veitta og háða. Og þá jafnframt
að forðast eftir föngum þá, sem
með úlfúð og ýfingum hafa gerzt
fjandmenn þéttbýlisins, svo sein
Framsóknarmenn hafa gert.“
SýÁráO.
fertítt ár nftrí
'er pakkað i loftpéffar umbúðir
þessvegna hrökk-purt”
Piltur eða stúlka
óskast til afgreiðslustarfa í fatabúð hálf-
an eða allan daginn. Tilb. sendist Mbl.
merkt: „Ábyggileg — 9541“.
Rúmgóð 2ja herbergja
kjallaraíbúð
í Vesturbænum etr til sölu. Laus til íbúð-
ar. — Upplýsingar í síma 12175.
Stóresar og biúsMÍudiikar
Stífaðir og strektir. Fljót afgreiðsla. — Sörla-
skjóli 32, símar 18129 og 15003.
Austln A. 50 árg. 1955
1 mjög góðu standi, til sýnis og sölu á Flóka-
götu 67. — Nánari upplýsingar gefur Skúli
Sveinsson, sími 16023.