Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 15

Morgunblaðið - 19.04.1959, Page 15
Sunnudagur 19. apríl 1959 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ólafur Eyiólfsson Saurbæ - SÍÐLA kvölds 2. marz sl andaðist merkisbóndinn Ólafur Eyjólfsson, Saurbæ á Kjalarnesi, eftir stutta legu. Hann var fæddur 22. okt. 1879 í Saurbæ og var því á 80. aldursárinu. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Eyjólfur Runólfsson hrepp stjóra Þórðarsonar bónda í Saur- bæ, Ólafssonar bónda Vallá, Eyjólfssonar bónda Tindsstöðum, Halldórssonar bónda Möðruvöll- um í Kjós, Þórðarsonar Orms- sonar sýslumanns Eyjum í Kjós, Vigfússonar — og konu hans Vilhelmínu Eyjólfsdóttur bónda á Bakka í Kjalarneshreppi, Þor- varðssonar Vötnum í ölfusi. Eyjólfur faðir Ólafs sál. var höfðinglegur maður, prúðmenni mikið og karlmenni að burðum. Hann var mjög nærfærinn og hjálpaði sængurkonum, og var í annálum haft hve móður og barni heilsaðist vel hjá honum. Móðir Ólafs var mæt kona, góð húsmóðir og prýðilega látin af öllum, sem hana þekktu. Áttu þau hjón 2 sonu, Ólaf og Eyjólf, en hinn síðarnefndi andaðist 7. júlí 1922, mesti efn- ismaður. Ólafur Eyjólfsson var kominn af merku bændafólki, sem var landskunnugt fyrir dugnað og fjölhæfni og hefur látið mikið til sín taka í athafna- og þjóð- málalífi þjóðar vorrar. Eru hér í_ hreppi ýmsar sagnir um afa Ólafs sál., Runólf hreppstjóra (f. 22.6. 1806), og Halldóru ömmu hans Ólafsdóttur frá Blikastöð- um, er bjuggu góðu og afurða- ríku búi í Saurbæ. Var margt búnytjapenings í seli á Bleikdal - Minning á sumrin. Mig minnir að mér hafi verið tjáð, að á heimilinu haf verið 6 vinnumenn og 6 vinnu konur, auk unglinga og gamal- menna sem voru á sveitinni. Bað- stofan var stór og full af fólki á vökunni, sem spann og tætti. Vefstóllinn og prjónarnir gengu jafnt hjá unglingum og eldra fólki, og sérhver skilaði sínu, dagsverki glaður og ánægður í hendur húsfreyjunnar. Vinnu- gleðin var mikil og öllum leið vel. Börn þeirra Runólfs og Hall- dóru voru meðal annars: Eyjólf- ur í Saurbæ, sem áður en nefnd- ur, Þórður hreppstjóri í Móum, faðir Björns Þórðarsonar dr. juris, Guðrún kona Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds, Sig- ríður móðir Ágústs Flygenrings og Matthíasar þjóðminjavarðar, Karítas móðir Guðmundar Ólafs í Nýjabæ á Seltjarnarnesi. Mér er tjáð og Um það hef ég og lesið, að þeir feðgar, Eyjólfur móðurafi Ólafs sál. og Þorvarður faðir hans hafi verið mestu dugn aðar- og ráðdeildarmenn. Var Eyjólfur kunnur kirkjusmiður. Ólafur ólst upp í föðurhúsum og dvaldist þar alla ævi. Naut hann í heimahúsum ágætrar fræðslu og uppeldis á þessu mynd arheimili, enda var allt til fyrir- myndar utan húss og innan. Hann var greindur maður, vel lesinn, fróður og minnugur með afbrigð um. Var ánægjulegt, 'er næði var fyrir hendi, að hlusta á frá- sagnir Ólafs um merka viðburði og um hætti og venjur frá eldri tímum. Ólafur kvæntist árið 1921 eftir- lifandi konu sinni Guðlaugu Jónsdóttur frá Bakkakoti. Móðir hennar var Hólmfríður Oddsdótt- ir, er bjó sem ekkja um mörg ár í Króki á Kjalarnesi, og var hún mesta dugnaðarkona, greiðasöm og mikilvirk. — Þau hjónin Ól- afur og Guðlaug byrjuðu þá bú- skap á hálfri jörðinni. Síðan 1930 hafa þau hjón búið í Saur- bæ, en þá var landi jarðarinnar skipt og nýbýli stofnað á hinum helmingnum. Sem húsbóndi var Ólafur um- hyggjusamur og var ástsæll af hjúum sínum. Þau hjónin voru mjög samhent og kostuðu kapps um að veita góðan beina og alla umönnum sem hægt var að láta af hendi. Saurbær er kirkjustaður, ann- exía frá Reynivöllum. Var Ól- afur í tugi ára meðhjálpari, safn- aðarfulltrúi og í sóknarnefnd, og lét mjög til sin taka málefni kirkju sinnar. Hafa þau hjón verið mjög samhent í þvi starfi sem öðrum og leyst þau vel af hendi. Hann var trúmaður og prúður í allri framkomu. Þau hjónin fóstruðu upp 5 börn og hjá þeim dvöldust oft önnur börn um skemmri tíma. Tóku þau öll miklu ástfóstri við fósturforeldra sína og heimilið. Meðal fósturbarnanna eru Anna Sigurðardóttir, húsfrú í Saurbæ, Guðbjörg Guðmundsdóttir og Sigríður Jónsdóttir báðar í Reykjavík, og eru þær allar giftar. Hér áður fyrr, er ferðamanna- hópurinn var gangandi fólk eða á hesti — þarfasta þjóninum í þá daga — á ferð um sveitir eða milli landshluta, voru ákveðin heimili gististaðir eins og nú eru hótel og greiðastaðir, en þessi heimilr höfðu enga styrki eða auglýsingar eins og nú eru í blöð- um og útvarpi. Þess þurfti ekki með, því hinar góðu viðtökur auglýstu húsráðendur og stað. Eitt af þessUm landsþekktu heim ilum var Saurbær í Kjalarnes- hreppi. Þar gisti fjöldi ferða- manna og landspósturinn með allt sitt hafurtask. Var fróðlegt að eiga tal við Ólaf Eyjólfsson og heyra hann segja frá ferðum ýmissa þekktra manna, svo sem alþingismanna, bænda, sjómanna og einnig þeirra, sem lifðu á því að ferðast um landið. Og athygl- isvert var er hann sagði frá fá- tækraflutningnum, er einstæð- ar mæður voru fluttar með korn- ung börn á milli hreppa, frá hreppstjóra til næsta hreppstjóra, lítið klædd, á merarbaki í hrip- um eða á hörðu hnakknefi. Mik- ið dásamaði hann þær breyting- ar, sem hafa orðið í mannúðár- og réttlætismálum með þjóðinni. Vér vinir hins framliðna send- um hinni syrgjandi ekkju, fóst- urbörnum og ættingjum' kærar samúðarkveðjur. Nú er elzti bóndinn í Kjalar- neshreppi fallinn í valinn eftir 39 ára búskap í Saurbæ, þar sem sama ættin í karllegg hefur búið í rúmlega 200 ár, því Þórður Heitur matur seldur út fyrir: Veizlur VinnustaSi Umferðina. Reynið viðslkiptin. Eldhúsið, Njálsgötu 62 Sími 22914 Ólafsson bónda á Vallá var fædd« ur í Saurbæ 1759. Hann skal kvaddur hér. Þökk sé honum fyrir góðan vinskap og prúðmannlega framkomu Blessuð sé minning hans. Ólafur Bjarnason. Fyrir sumar- daginn fyrsta barnakjólar, dömuikjólar og kápur í fallegu úrvali. LaufiS, Aáalstrzeti. TIL SÖLU ágæt Singer hraðsaumavél (zig- zag) með 2-fasa m'ótor. Einnig notuð Husquarna heimilisvél, fótknúin. Til sýnis og sölu mánu dag og þriðjudag n.k. kl. 5—7 í Skipholti 22. Vanur innheimtu Roskinn maður óskar eftir inn- heimtustarfi strax eða um næstu mánaðarmót. Fleiri létt störf koma til greina. Tilboð merkt: „Léttur á fæti — 5969“, sendist blaðinu fyrir nk. laugar I dag. PILTAR, = ÉF ÞlÐ EfGIÐ UNNUSTUNA ÞÁ Á ÉG HRING-ANA / /tJerfofrö vr/ S \ % LESBÓK BARNANNA Þljálsbrenna og hefnd Kára 39. „Vil éff nú, að þú segir, tftvað þú ætlar draura minn rera“. „Það er hugboð mitt“, segir Ketill, „að þeir muni aUir feigir, er kallaðir voru. Sýn- ist mér það ráð, að þennan iraum segjum við engum manni að svo búnu“. Flosi kvað svo vera skyldu. 40. Flosi mælti til sinna manna: „Nú munum vér ríða í Tungu til Ásgríms og troða illsakir við hann“. Ásgrímur stóð úti og nokkr- ir menn með honum. Þeir sáu þegar flokkinn, er sjá mátti. Heimamenn Ásgríms mæltu: „Þar (mun vera Þorgeir >korrageir“. Ásgrímur mælti: „Eigi ætla ég það, því að þessir menn fara með hlátri og gambri, en frændur Njáls, slíkir sem Þorgeir er, munu eigi hlæja, fyrr en nokkuð er hefnt jrennunnar. Það er ætlun min, að vera muni Flosi og brennu menn“. 41. Asgrímur lét sópa hús og tjalda, setja borð og bera mat á. Hann lét setja for- sæti með endilöngum bekkj- um um alla stofuna. FIosi reið í tún og bað menn stíga af hestum og ganga inn. Þeir gerðu svo. Þeir Flosi komu í stofuna. Ásgrímur sat á palli. Flosi leit á bekkina og sá, að allt var reiðubúáð, það er menn þurftu að hafa. Ásgrímur kvaddi þá ekki en mælti til Flosa: „Því eru borð sett, að heimill er matur þeim, er hafa þurfa“. 42. FIosi sté undir borð og allir hans menn, en lögðu vopn sín upp að þili. FJórlr menn stóðu með vopnum fyrir framan, þar sem FIosi sat, meðan þeir mötuðust. Ás- grímur þagði um matmálið og var svo rauður á að sjá sem blóð. Flosi fór að engu óðar, en hann væri heima. Bolöxi lá í pallshorninu. Ás- grímur þreif hana tveim höndum og hljóp upp á pall- stokkinn og hjó til höfuðs Flosa. Glúmur Hildisson sá tilræðið og gat tekið öxina fyrir framan hendur Ásgríms. Fró. yngstu höfundunum: — Ritgerðasamkeppni — 20. Linda álfamær ÞAÐ var fagurt kvöld í júní og ég fekk að fara með mömmu minni, þeg- ar hún fór að mjólka kýrnar. Við þurftum að fara yfir litla á, sem rann skammt frá bænum. Yfir hana hafði verið lögð spýta, sem við gengum yfir, en kýrnar voru á eyri hinum megin við ána. Mamma fór nú að mjólka, en ég settist á stein skammt frá henni og fór að virða fyrir mér alla þá fegurð, sem fyrir mig bar. Aftanskinið flóði yfir dalinn og ilm- urinn af blómunum kitl- aði mig í nefið. Þarna komu kýrnar af næsta bæ og fóru að drekka úr ánni dálítið ofar, rétt fyrir neðan fossinn í gilinu. Það var víst búið að mjólka þær. En hvað var þetta? Ég gat ekki betur séð, en að þarna væru tveir litlir dvergar með sítt skegg að mjólka dvergspenana á kúnum í ofur litlar föt- ur. Og hátt uppi á gil- barminum birtist mér yndisleg, lítil álfastelpa í grænum kjól, með gullið hár og hvítt mittisband. Borðarnir á því flögruðu í kring um hana, þegar hún hljóp. Hún var með litla fötu í hendinni úr ljómandi fallegu gleri. Fatan var á stærð við fingurbjörgina hennar mömmu. Álfastelpan hljóp nú fram á gilbarminn, þar var einstigi niður, sem hét tröllastigi. Hún fór nú að reyna að klifra niður /li

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.