Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.04.1959, Blaðsíða 20
20 MORGUiyBLAfílÐ Sunnuðagur 1§. aprll 195§ Prange veit ekki, að það munaði ekki nema hársbi'eidd, að hann gripi „hið mikla tækifæri" sitt. Hann veit ekki, að hann hefur hald ið í hendi sér horni á þeirri hulu, sem hin rétta „Læða“ hefur falið Big’ undir. Prange veit ekki, að hann hitti einmitt manneskju, sem leikurinn að hættunni er orðinn tilgangur lífsins. Seinna, miklu seinna, mun það koma í ljós, með hve dæmalausri ófyrirleitni „Læðan“ hefur dregið ofsækjendur sína á asnaeyrunum, með hve takmarkalausri fífl- dirfsku hún náði í tilkynningar sínar, tilkynningar, sem voru hern aðarlega mikilvægar, og sendi þær hewnálaráðuneytinu í Lundúnum tæplega dulbúnar og undir eink- unnarorðinu „Læðan“. Þessi „Læða“ hafði vitað, að miðunaráhöldum var beint að leynisendi hennar. En henni hafði líka verið kunnugt, að þassi mið- unartæki hlutu að bregðast. Hún hafði gert ráð fyrir því, að þýzk- ar þjónustustöðvar væru stirðar og seinar í vöfum og hún hafði rétt fyrir sér. Hún hafði tekið sín eigin áhrif á hermenn, á karlmenn yfirleitt með í reikninginn. — Og hún hafði farið alla leið inn í bæli ljónsins, inn í svefnherfbergi eins æðsta SS-foringja Parísar. — En það var ekki fyrr en löngu síðar, að menn komust að því. Kvenmaðurinn með rauða hatt- inn var engin önnur en „Læðan“. Þessa nótt, aðfaranótt 31. júlí 1941, hafði hún komið í ljós eitt augnablik, en það var fyrir alla muni ekki „Læðan“. Þessa nótt var dulargervi hennar „Starfsstúlka hjá SD“. Og hún bar mörg dular- gei-vi. Það voi-u ekki aðeins minni háttar G F P-hermenn, sem hún hafði vit á að blekkja. En þrátt fyrir alla kænsku, — þrátt fyrir ófyrirleitni og fífl- dirfsku var þessi „Læða“ líka kona, tilfinningarík, áköf og óút- reiknanleg kona. Þegar hún elsk- aði, var henni sama um alla hættu. Og ekki nóg með það. Hætt- an virtist auka ást hennar. Hætt- an veitti henni taugaæsing í ofaná lag. 1) „Þetta er Linda frænka min, Siggi“. Sæll, Siggi. Það var reglulega íallega gert af þér Þannig fór það, að hinn ungi, ljóshærði Halbe undirforingi og GFP-maðurinn höfðu nærri því náð hinum mesta árangri á her- mennskuferli sínum. En ekki nema nærri því, því þá flúði „Læðan“ úr bæli sínu á síðustu stundu. — Vinir hennar höfðu ekki látið skorta á, að vara hana við. En hún hafði verið kyrr með senditæki sitt í Rue du Colonel Moll. Hún vildi ekki fara úr heúberginu, þar sem hún hafði lifað dásamlega .daga og nætur, — ásamt mannin- um, sem hún elskaði heitt og stöð- ugt, manninum, sem háfði þjálfað hana í þessu æsandi ævintýralega lífi. Hún hafði verið kyrr vegna þessa manns, og .— til þess að njóta til fulls hinna æsandi áhrifa hættunnar. Það var kynleg kona, óskiljanleg þeim, sem ekki þekktu hana. Jafnheitt og hún elskaði, jafnróleg hafði hún farið út þessa aðfaranótt hins 31. júlí 1941. Áætl unin var einföld, en árangurinn lét ekiki á sér standa. Hún hafði vakið eftirtekt, athygli GFP-mann anna hafði snöggvast beinzt að henni einni — það var nóg. — Læðan var horfin — og leynilega senditækið------? Á annarri hæð í húsinu nr. 14 opnar gömul, lotin kona hurðina. „Gerið þér svo vel, herra minn, hvers óskið þér?“ Gamla konan er nærri því blind. Hún er með tvenn gleraugu, hvor utan á öðrum. „Eruð þér eigandi íbúðarinn- ar?“ spyr Halbe undinforingi á reiprennandi frönsku. „Já“. „Þýzka lögreglan". — Hann sýnir skilríki sitt. „Hver á heima hjá yður í íbúðinni? Hafið þér leigjendur?“ „Leigjendur? Já, í raun og veru aðeins einn“. „Hvernig þá „í raun og veru“, frú?“ „Já, hm, það á kvenmaður líka heima hjá mér, en hún er ekki leigjandi minn“. Halbe grenslast frekar.- „Ef þessi kvenmaður á heiima hjá yður, en er aftur á móti ekki leigjandi yðar, hvað er hún þá, frú?“ að koma til að laka á móti mér.“ 2) „Mér er það mikil ánægja, Lnda.“ „Viltu gjöra svo vel og „Hún er vinkona leigjanda míns, herra Walenty". „Og hvar eru herra Walenty og vinkona hans, frú?“ Gamla konan hristi höfuðið ergi leg. „Æ, það gengur allt í vitleysu í nótt. Frúin fór út fyrir hér um bil hálftíma og herrá Walenty er far- inn út fyrir fáeinum mínútum, og meira að segja með tvær stórar ferðatöskur. Ég get ekki skilið í því, hvers vegna honum lá svo mik ið á, rétt fyrir lokunartíma". „Hvar bjó herra Walenty með vinkonu sinni?“ Gamla konan vísar inn í gang, sem er fullur af húsgögnum og skrani. „Hérna, bak við þessar dyr“, seg ir hún. „Hann hafði leigt stói-a herbergið út að götunni. Ég er hrædd um, að þér getið ekki séð það, hen-ar mínir, herra Walenty hefur læst herberginu og tekið lyk ilinn með sér. Hann — en herrar mínir, hvað eruð þér að gera? — Þetta er ekki hægt“. Gamla konan verður skrækróma. „Nei, alls ekki, herrar mínir, þetta er villimennska". Þegar hér er komið hefur Hallbe undirforingi þegar sparkað í þriðja sinni af alefli í læsinguna á hinni lokuðu hurð. Viðurinn brotnar, hurðin flýgur upp og Halbe og förunautar hans æða inn í herbergið. Það, sem Halbe undirforingi veitir fyrst atihygli, er lyktin í hinu stóra herbergi. Það er skörp, en þó fíngerð lykt af ilmvatni, sem Halbe þekkir ekki. Það er lykt, sem er áfeng, seiðandi og örvandi. Það hlýtur að vera ilmvatn vin- konu Walenty, hugsar Halibe. — Walenty hlýtur að hafa þótt vænt um þetta ilmvatn, hans vegna hef- ur hún notað það. Hann beinir huganum að starf- inu og fer að litast um. 1 herberg- inu er allt á tjá og tundri. Fatnað ur og þvottur hafði verið þrifinn út úr skápum og skúffum og lá á hinu breiða rúmi, á gólfinu og á stólunum allt um kring. „Herra undirforingi, lítið þér á! „Annar G F P-mannanna kallar á Halbe út að glugganum. „Hérna“. Hann bendir á vír, sem liggur úr herberginu upp í loftnet uppi á þaki. „Það er nokkurn vegin ljóst“, segir Iíalbe. „Herra Walenty og vinkona hans eru allt annað en meinlausir útvarpshlustendur, það er mér full-ljóst“. „Hvernig leit þessi maður út, frú?“ spyr Hal!be. Ilann sezt nið- ur og dregur fram vasabók. Hann er ennþá í bláu símavirkjafötunum sínum. „Já — já, hann er mjög hár vexti, eins og þér, herra, — mjög grannur og tígulegur — eins og liðsforingi“. „Var þessi maður Frakki?“ „Nei, það held ég ékki. Ég held hann hafi verið Pólverji —- mjög -snyrtilegur maður, ihann hafði skyrtuskipti á hverjum degi“. „Hve gamall?“ „Um það bil hálf-fimmtugur“. bera farangurinn minn út í bíl inn fyrir mig?“ 3) „Við Stína ætlum í bíó í „Og hvað hét vinkona hans?“ „Matthildi kallaði hann hana“. „Og hvað hét hún fullu nafni?“ „Það veit ég því miður ekki, herra minn“, er svarið. „Það vitið þér ekki?“ „Hen-a minn, konur, sem leigja út herbergi eru ekki vanar að spyrja um ættarnafn kvenmanns, sem karlmaður lætur sofa hjá sér“, svarar gamla konan virðulega. „Það er svona“, segir Halbe. — Hann hefur búizt við einhverjeu í þá átt. Þótt gamla konan hefði nefnt eitthvert nafn, hefði það áreiðanlega verið falskt. „Hvernig leit Matthildur út, frú?“ „Hún var lítil vexti, mjög grönn og vel vaxin. Hún hafði stóran munn og dökk augu. Hérna er mynd af henni, herra!“ Gamila kon an tekur ljósmynd af náttborðinu. Undirforinginn sér unga, ljómandi vel vaxna konu í hvítum baðfötum. Hún er hlæjandi og það sér í fal- legar tennurnar. Hún er dökk- hærð, hún hefur greindarlegt og munaðarlegt andlit. Þessi Matt- hildur, eigandi ilmvatnsins, sem lyktar um a'lla stofuna. Lyktin fer að gera Halbe undirforingja órótt, hún er honum beinlínis til óþæg- inda. Svo æsandi finnst honum hún vera. „Eruð þér viss um, að þau hafi ekki verið gift?“ spyr hann, til þess að hrista af sér mókið, sem hefur komið á hann. „Alveg viss, herra. Ég sef þarna hinum megin, bak við næstu dyrn- ar, og veggirnir í íbúð minni eru mjög þunnir. Ég er gömul kona og hef tvisvar verið gift — gott og vel, þá kann maður að gera grein- armun — —“ „Þér hafið góða heyrn, frú?“ „O-já, herra minn, eftir minum aldri —“. „Þá hljótið þér raunar að hiafa heyrt, þegar þau voru bæði að senda út á nóttunni". „Senda út?“ Gamla konan horf- ir á hann og skilur e'kkert. „Já“, segir Halbe, þótt hann viti, að það sé þýðingarlaust. — „Morse-merki, skiljið þér?“ „Ég skil ekki eitt orð“, segir gamla konan. „Auðvitað ekki‘, segir Halbe. — Og hann hugsar með sér: Hver er þessi Matthildur og hver er þessi maður? Er hún „Læðan“? Og ef svo er, hvað hefur þá komið henni til þess að verða „Læðan“. Og Halbe undirforingi verður gripinn af ákafri löngun eftir að sjá þessa konu, rannsa'ka leyndarmál henn- ar og kynnast henni. Og það er eins og lyktin af ilmvatninu veki hjá honum órósemi. „Herra undirforingi!“ „Já, hvað er það. Halbe hrekk- ur upp. „Lítið þér á!“ Annar GFP- mannanna hefur fundið eitthvað og sýnir Halbe það. Það er kvarts- moli. „Þetta nota þeir við útsending- arnar", segir GFP-maðurinn. — Hal'be kinkar kolli. „Og svo er líka þetta hérna“, segir leynilögreglu- maðurinn óg réttir undirforingjan um pappírsmiða. Bréfið er kvittun fyrir leigu, sem er goldin fyrir- fram. Það er geysilega há upphæð. „Er þetta yðar undirskrift?“ spyr Halbe gömlu konuna. „Já, herra minn“. Halbe varpar öndinni. „Þér skuluð þá gera svo vel og sækja kápuna yðar“. „Kápuna mína? En hvers vegna það, herra?“ „Af því að ég verð að taka yð- ur fasta“. kvöld. Viltu koma með okkur, Linda?“ „Já, þakka þér fyrir Siggi, það verður gaman.“ „Taka mig fasta? Hvað hef % þá gert fyrir mér?“ „Frú, leigan fyrir herbergið er felugjald. Þrinðjungurinn væri yfrið nóg leiga. Þér hafið tekið svo mikið af því að þér vissuð, a4 í þessu heibergi var leynistöð. Þér létuð greiða yður fyrir áhættuna“. SHUtvarpiö Sunnudagur 19. aprí'I Fastir liðir eins og venjulega. — 9.30 Fréttir og morguntónleiikar. — 11,00 Fermingarguðsþjónusta í Neskirkju (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Organleikari: Jón Isleifsson). — 12.15 Hádegisúfc- varp. — 13.00 Frá umræðu- fundi Stúdentafélags Reykjavílkur 10. f.m. um efnið: Hve mikil opinfoer afskipti eru samrýmanleg lýðræðislegu þjóðskipulagi? Fram- sögumenn: Hagf ræðingarnir Birg- ir Kjaran. Haraldur Jóhannsson og dr. Jóhannes Nordal. Aðrir ræðu- menn: Ólafur Jóhannsson og Ólaf- ur Björnsson prófessor. Fundar- stjóri: Eyjólfur K. Jónsson lögfr. (Útvarpið frá fundinum hefst a4 nýju kl. 18.30. — 15.30 Kaffitím- inn. — 16,30 Eftir kaffið, — tón- leikar af plötum. — 17,30 Barna- tími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur): a) Leikrit: „Rasmus á flakki“ eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri G'ísli Halldórsson. b) Upplestur — og tónleikar. — 18,30 Niðurlag stúdentafélagsfundarins um spurn inguna: Hve milkil opinber afskipti eru samrýmainleg lýðræðislegu þjóðskipulagi? Ræðumenn: Guð- laugur Einarsson lögfr., Svavar Pálsson endurskoðandi og frum- mælendurnir. — 19,15 Miðaftan- tónleikar (pl.) — 20.20 Erindi: Islendingur í Tyrklandi; síðara er- indi Dr. Hermann Einarsson fiski- fræðingúr). — 20.50 Gamlir kunn- ingjar : Þórsteinn Hannesson óperu söngvari spjallar við hlustendur og leikur hljómpiötur. — 21.35 Upp- lestur: „Reikningsdæmi, — Röddin og konatn", kvæði eftir Öskubusku (Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Jón Sigurbjörnsson lesa). — 22.05 Danslög (pl.) — 01.00 Dagsikrár- lok. Mánudagur 20. apríl Fastir liðir eins og venjulega. — 13.15 Búnaðarþáttur: Um eyð- ingu refa og minka 1958 (Sveinn Einarsson veiðistjóri). — 18,30 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson kennari). — 18,50 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). — 19,00 Þingfréttir — Tón- leikar. — 20,30 Einsöngur: Þuríð- ur Pálsdóttir syngur; Fritz Weiss- happel leikur undir á píanó. a) „Ein sit eg úti á steini“ eftir Sig- fús Eimarsson. b) Tvö lög eftir ls- ólf Pálsson: „Kveðja“ og „Sumar- nótt“. c) „Tonerna“ eftir Sjöberg. d) „Flickan kom ifrán sin elsklings möte“ eftir Sibelius. e) „Vilja Lied“ eftir Lehár. — 20,50 Um daginn og veginn Gísli Kristjáns- son ritstj'óri). — 21,10 Tónleikar: Leopold Sto'kowsky stjórnar hljóm- sveitum (pl.) a) Ungverslk rapsó- día nr. 1 í f-moll eiftir Liszt (NBC- sinfóníuhljómsveitin í New York leikur). b) Rúmensk rapsódía nr. 2 í D-dúr eftir Enescu (.Sinfóníu- hljómsveit Stokowskis leikur). —• 21.30 Útvarpssagan: „Ármann og Vildís" eftir Kristmann Guðmumds son;; XIV. (Höf undur les). — 22.10 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðing- ur). — 22,30 Kammertónleikar: Tvö verk ©ftir Hándel pl.) —— 23.05 Dagskrárlok. ÞriSjudagur 21. apríl Fastir liðir eins og; venjulega. .— 18,30 Barnatími: Ömmusögur. — 18.50 Framburðarikennsla í esperanto. *— 19,00 Þingfréttir —- Tónleikar. — 20,30 Daglegt mál (Ámi Böðvarsson kand. mag.). —■ 20,35 Tvö hundruðasta ártíð Hánd- els: a) Björn Franzson flytur er- indi um tónskáldið, fléttað tóndæm- um. b) Dr. Páll .Isólifssor. leikur orgelverk eftir Hándel. — 21,45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). —■ 22.10 Á förnum vegi. — 2i2,20 Upp lestur: „Að verða barni að bana“, smásaga eftir Stig Dagerman (Hjálmar Ólafsson kennari þýðir og les). — 22,30 íslenzkar dans- hljómsveitir: Neo-kvintettinn leik- ur. Söngkona: Susan Sorrell. — 23,00 Dagskrárlok. MARKAÐURIWAi Hafnarstræti 5 a r 'í ú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.