Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 15
Sunnudagur 24. maí 1959 MORGUNBLAÐIÐ 15 .ÆA ctn er cL — óecjja „pramcjjamír eicj í ^riÉctróoL fei&L locjar AGNIA BARTO var ein fjögurra rússneskra kvenna, sem nýverið heimsóttu Island á vegum MÍR. Barto ritar grein um Islandsför • ina í maí-hefti kommúníska blaðsins „New Times“ — og fara hér á eftir glefsur úr greininni: Agnia Barto getur þess fyrst, að konurnar í MÍR, sem buðu þeim til íslands, hafi lagt hart að sér til þess að gera dvöl rúss- nesku kvennanna sem ánægju- legasta: Með aðstoð samtaka þvottakvenna, netagerðarkvenna, mæðrafélagsins og samtaka her- skálabúa, höfðu konurnar um vet urinn haldið hlutaveltur og bazar þar sem seldir voru munir, sem l^aanLei^ur Lcxmin C LuiLmiindir ?mynt VIÐ höfum fregnað frá Lond- on, að ungfrú Ragnheiður Jón. asdóttir, sem verið hefur við leiklistarnám þar ytra í vet- ur, hafi verið valin úr stór- um hópi ungra stúlkna til þess að koma fram í kvik- myndum, sem Michael Winn- er framleiðir, en að baki þess félags, stendur Organisation Rank. Hér er um að ræða stuttar myndir frá fornum sögustöð- um á Englandi — og land- kynningarmyndir úr bæjum og borgum — og fögru um- hverfi. Kvikmyndin hófst um miðj- an mánuðinn. Þá var myndað í Bailey kastala, sem er um 80 mílur utan við London. Síðan fór Kristín með kvik- myndatökuflokknum til Brigh ton, sem er mikill baðstaður eins og kunnugt er. Þar var önnur myndin tekin — og væntanlega fylgja fleiri á eft- ir. Kunnugir telja þennan frama Ragnheiðar Jónsdóttur, góðs vita um framtíð hennar á leiklistarbrautinni. Hún hef- ur verið -hjá nafntoguðum kennara, sem jafnan hefur getið sér orð fyrir mikinn og góðan árangur. nmm saumað og kenurnar höfðu prjónað sjálfar. Fróðleikur um íslenzk börn: Fyrir skólatíma bera stúlkur og drengir lægristéttafólks út dag- blöð .... Sagt er, að flest börnin (í skóla, sem rússnesku konurn- ar heimsóttu) vissu hver Lenin var og höfðu heyrt um spútnik- ana. Engu að síður vorum við hissa á því hve þau vissu lítið um lífið í landi okkar. Mér virt- ist, að börnin hefðu nær enga hugmynd um alþjóðlega vináttu og baráttuna fyrir friði .... líkamsrækt er að mínu viti mjög vel skipulögð, en andleg mennt- un er ekki á því sviði, sem hún ætti að vera. Skólabörn sjá bandarískar kvikmyndir með morðum og ástarlífsatriðum .... Margar íslenzkar stúlkur eru þröngsýnar og dreymir aðeins um að giftast ríkum mönnum og verða góðar húsmæður. Þeim virðist það vera hámark ham- ingjunnar .... mjög oft virðist heimilisstofnun vera eina tak- mark þeirra í lífinu .... fram- gjarnir leiðtogar eru óánægðir með það (íslenzkt æskufólk). „Það hjálpar okkur mjög lítið í baráttu okkar fyrir friði“, sögðu þeir (þ. e. framgjarnir, íslenzkir leiðtogar). Heima hjá Laxness: „Drekkið þér ekki? Þér vitið, að þér þurfið ekki að drekka allt úr glasinu. Það er líka salt á borðinu, en það þýðir ekki, að þér þurfið að nota það allt“.....Laxness vildi fá fréttir af rithöfundum í Moskvu og bað að færa kveðjur sínar til hins væntanlega rithöfundaþings. ,Nei, ekki aðeins kveðjur mínar“, bætti hann við. „Beztu hjartans óskir mínar....“ Um Þórberg Þórðarson: Við vorum ánægðar að sjá, að rit- höfundurinn sjálfur hefur verið óhagganlegur í trú sinni og, að í hinni nýju bók sinni veitir hann þeim, sem borið hafa óhróður á Sovétríkin, hæfilega ofanígjöf. Um Gunnar Benediktsson: I húsi hans, í litlu þorpi, týndu á milli fjallanna í órafjarlægð frá Sovétríkjunum, vorum við beðnar að segja frá endurskipu- lagningu sovétska fræðslukerfis- ins. 3 pjaróL omu i taherpi I! jarónip • BLAÐIÐ hefur fregnað, að nú | i sé verið að setja upp mjög ^ fullkomið fjarskiptakerfi fyr- ) ir innanlandsflugið. Mun hér ( vera um að ræða mjög full- • kominn útbúnað, sem feng- ^ S inn er frá Bandaríkjunum — \ Dg hafa bandarískir verkfræð- s Lngar og ráðunautar starfað (hér að undanförnu að upp- S setningu tækjanna. Aðalsendi- ■ tækin munu staðsett í Kefla- ^ vík, en stjórnað frá flugturn- S inum í Reykjavík. Móttöku ) og senditæki verða sett upp á \ allmörgum stöðum í öllum S landshlutum — og lætur nærri J að nýting kerfisins verði 99%, ^ en oft á tíðum hafa erfiðleikar ( skapazt hjá flugumferðar- $ stjórninni í sambandi við • innanlandsflug vegna slæmra S radioskilyrða eða ólags á sím- f-^eir ótóru Hítci <->Cojtfei(fi liornciucjci BANDARÍSKA ritið Time and Tide ræddi fyrir skemmstu um er.jur flugfélaganna og harðnandi samkeppni um allan heim. Segir blaðið, að menn hafi almennt gefið Loftleiðum og uppgangi þess of lítinn gaum. Um skeið hafi Loftleiðir flogið reglulega einu sinni í viku milli Bretlands og Bandaríkjanna með viðkomu í Reykjavík — og þar sem Loft- leiðr séu ekki meðlimir alþjóða- sambands flugfélaga (IATA) ákveði það fargjöld sín sjálft. Fargjaldið frá Bretlandi til Bandaríkjanna sé 22 sterlings- pundum ódýrara hjá Loftleið-um en á ódýrustu farrýmum hjá öðr- um flugfélögum. Að vísu notar félagið Skymasterflugvélar, en aðbúnaður farþega sé allur mjög þægilegur, ef ekki framúrskar- andi — og veitingar um borð séu með ríkurlegasta móti. Loftleiðir hafi æt.lað að bæta við tveimur ferðum milli Bret- lands og Bandaríkjanna í sumar- áætluninni, en þá hafi BOAC (stærsta flugfélag Bretlands) ekki setið auðum höndum. Með lagakrókum hafi tekizt að koma í veg fyrir fyrirætlanir Loftleiða — og þeir hafi aðeins getað bætt við einni ferð. Loftleiðir hafi þá vent sínu kvæði í kross — og hafið áætlunaflug til Amsterdam. BOCA hafi því bjargað því, sem bjargað varð,-en gert KLM (hol lenska flugfélaginu) jafnframt bölvun. % LESBÓK BARNANNA Nfálshrenna og hefnd Kára 19 55. — Hallur af Síðu mælti þA: „Hér slær í allmikil óefni, er allur þingheimur herst. Vildi ég, að við bæðum okk- ur liðs að skilja menn, þó að okkur sé það til orðs lagt af nolckrum mönnum. Skalt þú bíða við brúarsporðinn, en ég mun ganga í ^úðir biðja mér liðs“. Ljótur mælti: „Ef ég sé, að þeir Flosi þurfa liðs af mönn- um vorum, þá mun ég þegar hlaupa til með þeim**. „I>að munt þú gera sem þér líkar“, segir Hallur, „en biðja vil ég þig, að þú bíðir mín‘*. 56. — Nú brestur flótti í liði Flosa, og flýja þeir allir vest- ur um Öxará, en þeir Ásgrím ur og Gissur hvíti gengu eftir og allur herinn. Þeir Flosi hörfuðu neðan á milli árinnar og Virkisbúðar. Snorri goði hafði þar fylgt fyrir liði sínu svo þykkt, að þcim gekk eigi þar að fara. Snorri mælti til sinna manna: „ Gerið þér nú hvort tveggja, að þér höggvið og leggið til þeirra og keyrið þá í braut héðan**. 57. — Þeir Ásgrímur gengu þá að svo fast, að þeir Flosi hrukku undan suður með ánni til Möðruvellingabúðar. Þar var maður úti, er Sölvi hét. Hann sauð í katli miklum og hafði þá upp fært úr katl- inum, en vellan var sem á- köfust. Hann mælti þá: „Hvort munu þessir allir ragir, Aust- firðingarnir, er hér flýja?** Hallbjörn sterki mælti: „Eigi skalt þú það eiga tU að segja, að allir séu ragir**, — og þreif tU hans og brá honum á loft og rak hann að höfði í soð- ketilinn. Dó Sölvi þegar* 58. — Hörfuðu þeir Flosi nú tU Vatnsfirðingabúðar. Þeir •jótur og Hallur gengu þá austan yfir á með flokk sinn allan. Og þá er þeir komu á hraunið, var skotið spjóti úr liði Guðmundar ríka, og kom það á Ljót miðjan. Féll hann þegar dauður niður, og varð aldrei uppvíst, hver þetta víg hefði vegið. Þeir Flosi hörfuðu nú upp um Vatnsfirðingabúð. 3. árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson 24. maí 1959. Frœkinn flugmaður Jón þekkti Samma vel og hafði nokkrum sinnum heimsótt hann. Hann vissi að nú var Sammi við veiðar norður á heiðun- um og enginn mundi vera heima í kofanum. En samt lækkaði hann flugið til að aðgæta þetta nánar. Þá sá hann mann, sem dróst burt frá brennandi húsinu og hafði sýnilega slasast mikið. Sammi hlaut þá að hafa verið heima. Jón ákvað strax að lenda. Þegar mannslíf var í hættu, gat hann hvorki hugsað um flugvélina né þann verðmæta farm, sem hann var með. Fram- an við húsið var dálítil grasflöt, sem lá í skorn- ingi milli hárra hamra. Það var hættulegur lend- ingarstaður, en sá eini, sem um var að ræða. Jón renndi vélinni í geilina milli klettanna niður að flötinni. En örfáum sek- úndum áður en hjólin hefðu snert grundina, sá Jón sér til undrunar, að særði maðurinn spratt á fætur. Það var þorparinn hann Rauði-Bill. Hann glotti sigri hrósandi. í hendinni hélt hann á skammbyssu. Aldrei hafði Jón látið sér detta í hug, að hann yrði beittur jafn lúaleg- um brögðum. Reiðin sauð í honum. Hann jók bensín gjöfina eins og hægt var, og stýrði flugvélinni beint á Rauða-Bill. Háv- aðinn frá hreyflinum var gífurlegur, þegar hann endurkastaðist frá hömr- unum. Rauði-Bill varð ofsa- hræddur. Hann skaut af byssunni í áttina til Jóns, en missti marks. Á síð- ustu stundu kastaði hann sér til jarðar og tókst á þann hátt að bjarga sér undan flugvélinni. í sömu svipan breyttist hamraskarðið í orustu- völl. Skothvellir glumdu við, menn æptu og hróp- uðu og „Eldingin“ fyllti loftið háværum gný. Tæp lega hafði hún snert jörð- ina fyrr en hún var aftur á lofti. Kúlurnar þutu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.