Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 6
f MOROUNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. maí 1959 Blik yfir Vestmannaeyjum VESTMANNAEYJAR eru mikill merkisstaður. Þar er fagurt um að litast og með afbrigðum sér- kennilegt. Er sannarlega ómaks- ins vert að bregða sér til Eyja, fara þar um með manni, sem er vel kunnugur, og virða fyrir sér landið, rifja upp sögu eyja- skeggja og skoða fornar minjar, kynnast fjölbreyttu fuglalifi og fregna um atvinnuháttu fólksins á liðnum tímum. Þá ,er og at- vinnulíf eyjaskeggja eins og það er nú þess vert að komast í kynni við það. Það er mjög stórbrotið og vitnar um allt í senn, hag sýni, framtak og frábæran dugn- að. Útgerðarmenn hafa þroska til að taka höndum saman um hagkvæma nýtingu aflans, og þeir búa báta sína hinum beztu og fullkomnustu tækjum til sjó- sóknar og veiða, og skipstjórar og skipverjar yfirleitt eru jafn- slyngir sjómenn og þeir eru harð sæknir og aflasælir, og sannar- lega er einnig unnið af miklu kappi í landi við að gera aflann að gjaldgengri vöru Einar Sig- urðsson, iðjuhöldur og útgerðar- maður, ber nýlega saman í eínum af þáttum sínum í Morgunblað- inu aflamagn á vertíðinn í vetur í Vestmannaeyjum og í Lófót í Noregi. Eins og menn munu yfir- leitt vita eru í Lófót mestu og frægustu veiðistöðvar Norð- manna. Þar búa 30 þúsund manns, en á vertíðinni kemur þangað fjöldi fólks víðs vegar af landinu. Einar skýrir frá því, að vertíðaraflinn í Lófót sé að þessu sinni aðeins 5 þúsund smálestum meiri m í Vestmannaeyjum — 45 þús. smál. á móti 40 þús. Á Lófótflotanum starfi 10 þús. sjó- menn, en eitt þúsund á flota Vest mannaeyinga. Árið 1956 var afl- inn við Lófót 66 þús. smálestir, en þá voru líka 18 þús. manns á þeim 4 þúsund skipum, sem þar voru gerð út. Af þesstim saman- burði mætti ‘slendir.gum verða ljósara en ella, hve veigamikið er framlag eyjaskeggja til þjóð- arbúsins. En Vestmannaeyingar eru ekki I. O. G. T. Víkingur. Fundur annað kvöld, mánudag, kx. 8,30 í GT-húsinu. Fréttir af umdæmisþingi. Erindi: Indriði Indriðason. Félagsmál. Fjölsækið stundvíslega. — Æt. Barnastúkan Æskan nr. 1. Fundur í dag kl. 2 e.h. Kosning fulltrúa á Stórstúkuþing og Ungl- ingaregluþing. Tekin ákvörðun um skemmtiferð. Verðlaunaaf- hending o. fl. Fjölmennið á þennan síðasta fund vorsins. Gæzlumenn. Stúkan Framtíðin nr. 173. Fundur mánudag kl. 8,30. Kosn ing á Stórstúkuþing. íslenzk kvikmynd. — Æt. Hliðarbúar Ódýrt poplín í sumarkjóla, rósótt, röndótt og doppótt. — Ódýrar kvenbuxur, krepsokka buxur, frá 2ja ára aldri. — Ódýrir stóresar og bobinett og afstrakt gardínuefni. SKEIFAM Blönduhilíð 35. Stakkaihl íðarmegin Simi 19177. r LOFTUR h.f. LJÓSMYNDASTí't AN Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í síma 1-47-72. aðeins framtakssamir um útgerð og sjósókn. Þeir rækja menning- armálin af skilningi og myndar- skap. Þeir hafa komið upp stór- um og glæsilegum skólum og hafa lagt meiri rækt en flestir aðrir við sögu byggðar sinnar, gefið út um hana mörg rit og vönduð og safnað miklu af merk- um minjum og heimxldum. Þá hefur og meir og meir aukizt skilningur þeirra á gildi þess, að starfrækt sé í bænum stórt og fjölbreytt almenningsbókasafn. í fyrra gerðu þeir bókavarðarstöð- una að lífvænlegu starfi, og bæj- arstjórn hefur úthlutað safninu stórri byggingarlóð á ágæturri stað í bænum, og mun þar verða hafizt handa um að reisa bók- hlöðu, er veiti hin beztu starfs- skilyrði. Þá hefur lifrarsamlag útgerðarmanna samþykkt að gefa safninu þrjátíu þúsund krónur til kaupa á fræðiritum um hag- nýt efni. Sýnir það, að mönnum athafnalífsins í Eyjum er ljóst, að bókvitið verður raunverulega látið í askana. Eitthvert ljósasta vitnið um menningu eyjaskeggja rak ég mig á í Bliki, Ársriti Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum, en það er nýlega komið út, stór bók og vönduð að frágangi, fjölbreytt að efni og myndskreytt. Ritið hefst á Hugvekju, sem skólastjórinn, Þorsteinn Víglnds- son, flutti fyrir nemendur skól- ans haustið 1958. Er sú hugvekja vel samin, yfir henni karlmann- legur manndómsandi og blær örv unar til drengskapar og dáða. En það, sem vakti sérstaka athygli mína, er sá hluti þessarar hug- vekju, sem hér fer á eftir: „Og þið hafið með framkomu ykkar sannað það, að bezta eign hvers skóla eru þeir nemendur sem gæta sóma síns og skólans í hvívetna og um leið heiðurs og sóma foreldra sinna og heimilis. Ungir Akurnesingar hafa getið sér mikinn orðstír fyrir sigur- sæld í knattspyrnu. Fyrir þá frækni hafa þeir hlotið verð- skuldaða viðurkenningu í bæjar- félagi sínu. Þið hafið einnig unn- ið glæsilegan „knattspyrnusigur" á vettvangi sjálfs mannlífsins. — Á sl. vori fóruð þið hópferð til Skotlands með v. s. Gullfossi. Eftir heimkomu ykkar barst mér bréf frá skipstjóranum, Kristjáni Aðalsteinasyni. Bréf þetta er sigurvottorð ykkar. Þar segir um ykkur: ......Ég vil ennfremur taka það fram af fyllstu hreinskilni, að mér féll vel við þennan ung- mennahóp. Háttprýði og hegðun þeirra var í alla staði með mesta sóma, það ég bezt veit. Sömuleið- is er ánægjulegt að sjá svona heilan hóp, sem hvorki reykir eða neytir áfengis. Ég hef trú á, að góð mannsefni hafi verið þarna á ferð, sem eiga eftir að verða þjóð okkar og landi til sóma Svo vil ég ljúka þessum línum með því að óska yður, herra skólastjóri, og skóla yðar alls hins bezta í framtíðinni, og væntanlega eigið þér eftir að úi- skrifa marga slíka ágætishópa eins og þennan, sem ég hafði hin góðu kynni af .... Yðar einlægur Kr. Aðalsteinsson M. s. Gullfoss." Þetta voru þá orð skipstjórans. „Og þetta er að kunna vel til verks og vera lands síns hnoss“, nemendur mínir. Og víst er það engin tilviljun, að Kristján Aðal- steinsson hefur verið valinn til þess að vera skipstjóri á fána- skipi íslenzka millilandaflotans. Það er auðheyrt á bréfinu, að hann er meira en venjulegur skip stjórnarmaður og sjómaður. Hon um er það ljóst að hin fámenna íslenzka þjóð þarf, ef svo mætti segja, valinn einstakling í hvert rúm á þjóðarskútunni ....“ Þeir mundu nú vera til, sem segi við sjálfa sig og aðra, þá er þeir lesa þetta: „Hvernig er það, — hafa verið tóm dauðyfli í þess um nemendahóp?" Sá, sem les ferðasöguna í ársritinu, kemst að raun um, að svo mundi ekki hafa verið, Og þetta voru sömu nem- endurnir og gengu af kappi að aðgerð og annarri fiskvinnslu, þegar mestur aflinn barst á land í Eyjum unnu þá nótt með degi, skólinn lokaður í bili. í Eyjum virðist sannarlega fara saman framtak, dugnaður og menning, og að því er tekur til unga fólks- ins mundu þar eiga sameiginlega hlut að heimili og skólar. Ég vil svo að lokum minnast frekar á Blik, ársrit Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum. Það hefur nú verið gefið út í tvo ára- tugi og orðið stærra og myndar- legra með hverju árinu. í því er skýrsla. skólastjórans, ýmsar frá- sagnir ,sem nemendur hafa skrif- að, sumar mjög skemmtilegar og allar þannig, að þær eru verðar athygli. En einnig flytur ritið þætti úr sögu eyjaskeggja, ævi- ágrip og frásagnir um atvinnu- hætti, fjölda mynda af mönnum, húsum og mannvirkjum. í þessu hefti eru myndir af öllum þeim, sem setið hafa í bæjarstjórn þau fjörutíu ár sem Vestmannaeyjar hafa haft bæjarréttindi, og fá- orðar upplýsingar um þá alla. í heftinu er ýtarleg og fróðleg saga barnafræðslunnar í Eyjum, en þar var starfræktur fyrsti barna- skóli á íslandi. Það var frá 1745— 1766. Hefur Þorsteinn Víglunds- son skólastjóri skrifað þá sögu. Einnig er saga blaðaútgáfu í Eyj- um, framhald frá árbókinni 1958. Þá segir Þorsteinn Einarsson frá seinustu för Vestmannaeyinga í Eldey til súlnatekju, Ingibjörg Ólafsdóttir frá bifreiðarferð til Reykjavíkur frá Stórólfshvoli 1913, — og margt er þarna af öðr- um fróðleik og skemmtiefni. Úr fyrri árgöngum, sem ég hef séð, er mér ýmislegt minnisstætt, og þá ekki sízt sitthvað sem fjallar um hið liðna. Má þar nefna hinn mjög vel skrifaða, langa og fróð- lega þátt Þorsteins Víglundsson- ar um Tótu í Uppsölum, þátt um Jón í Gvendarhúsi, Á ísskörinni, eftir Ingibjörgu Ólafsdóttur, Oft eru kröggur í vetrarferðum, eftir Einar Sigurfinnsson, og Landa- kirkja, eftir Jóhann Gunnar Ól- afsson, bæjarfógeta á ísafirði. Blik er svo myndarlegt rit, fjöl breytt, fróðlegt og skemmtilegt, að það er í fyllsta samræmi við þann myndar- og manndómsbrag, sem er á athafna- og menningar- lífi eyjarskeggja, og vil ég ein- dregið hvetja menn utan Eyja til að kaupa það og lesa, hinum á- hugasömu útgefendum til styrkt- ar og sjálfum sér til ánægju. Guðm. Gíslason Hagalín. SKAK i I i ÞAÐ er vart hægt að hugsa sér heppilegra umhverfi fyrir skák- mót en einmitt í þessari vina- legu borg þar sem svo mörg stór- mót hafa verið haldin um dag- ana. Friðrik Ólaísson stórmeist-, ari hélt utan fyrir um það bil viku síðan og hyggst taka þátt íi skákmóti sem skákfélag Ziirich j gengst fyrir. Meðal þátttakenda eru P. Keres, M. Tal, B. Fischer, S,. Gligoric. Allir þessir menn eru kandidatar fyrir úrslitamótið í Júgóslavíu í september nk. Alls eru keppendur sextán, og spái ég Friðriki einu af 4 efstu sætun- um með tilliti til þess að hánn- teflir betur en hann hefur gert áður, þótt árangur hans hafi ekki orðið nema í meðallagi í Moskva. Keres er sá keppandinn sem hef- ur mesta reynslu úr skákmótum, en hann hefur verið í fremstu röð síðan 1935 eða tæp 25 ár! Hér kemur svo stutt og snaggara leg skák frá skákþinginu í Búda- pest 1952. Hvítt: P. Keres. Svart: Platz. Catalana byrjun. 1. d4, Rf6; 2. c4, e6; 3. g3, d5; 4. Bg2, dxc4; 5. Da4, Rbd7; Hér kemur einnig til greina að leika i 5. — Bd7; t. d. 6. Dxc4, Bc6; 7.Rf3, Bd5!; 8. Dd3, Be4; 9. Db5f! Bc6; 10. Db3, Bd5; 11 Ddl-, c5 með um það bil jöfnu tafli. 6. Dxc4, a6; 7. Dc2, c5; 8. Rf3, b5; 9. a4! Betra en 9. Re5 sem svarað yrði með 9. — Rd5. 9. — Bb7; 10. 0-0, Hc8?; Eftir þennan sak- leysislega leik á svartur tæpast viðreisnarvon. Bezt var 10. — Db6 ásamt cxd4 og Bc5. skrifar úr. daqleqa lifmu Éc Kastað höndunum til síðasta frágangs G hef það fyrir satt að við séum mikil bókaþjóð. Hér kemur a. m. k. út mikið af bók- um — Margt af bví eru góðar bækur og allvandaðar, en það er eins og oft sé kastað höndunum til síðasta frágangs, og eitthvað sem máli skiptir gleymist. Um daginn var ég t. d. að blaða í bókinni um Bandaríkin úr bókafloknum ,Lónd og lýðir“, sem Bókaútgáfa menningarsjóðs gefur út. Þar er mikill íróðleikur um Bandaríki Norður-Ameríku, og margar myndir, en afstöðu- kort hinna 50 ríkja innbyrðis vantar alveg Þetta verður til þess að mikill hlutinn af útskýr- ingunum fer fyrir ofan garð og neðan hjá þeim lesendum, sem ekki vita hvar hvert ríki er stað- sett og hafa ekkr kort hjá sér. Dugað hefði lítil teikning af landinu, skiptu niður í ríki og þá hefðu lesendur áttað sig betur á fróðleiknum um þetta marg- breytilega land. Það virðist líka algengt að efnisyfirlit vanti í bækur. Eink- um er þetta slæmt þegar um smásagnasöfn er að ræða, því þá verður lesandinn að fletta allri bókinni til að finna ákveðna sögu. Þannig er t. d. háttað um smásagnasafn Halldórs Kiljans Laxness, sem nefnist „Þættir“ og Helgafell gaf út. Og fyrir nokkrum dögum komu út smá- sögur Gunnars Gunnarssonar hjá Almenna bókafélaginu, en í þá bók vantar einnig efnisyfirlit. Þetta eru aðeins tvö dæmi af fjölmörgum. En þetta er galli á bókunum Mýsla skoðar lífið í höfuðborginn. VELVAKANDI hefur lengi lítið spurt til litlu hagamúsarinn- ar, vinkonu sinnar, sem lesendur þessara dálka eru farnir að kann ast við, enda ku hún vera orðin ástfangin. Þið vitið hvernig fer þegar komið er vor í lofti. Eitt kvöldið mætti hún á rúntinum reglulegum músargægja heima- manni í höfuðborginni. Hann var með framfæturna á kafi í feld- inuin í buxnavasastað og sletti aftur fótunum þegar hann gekk, og mýsla laumaðist til að gjóta á hann augunum og depla þeim ofurlítið. Einhvern veginn atvik- aðist það svo að þau tóku tal saman og hann bauð mýslu litlu á Borgina, til að sýna henni lífið í höfuðborginni. Hann bauð ekki aðeins upp á kók, því þetta er fínn kavaler, heldur í miðdag — í öskutunn- unni, þar sem fínu leifarnar af „kalda borðinu". lenda. Þegar kom að hressingunni eftir mat- inn fór að vandast málið, því á Borginni skilur enginn eftir dropa í glasinu sínu, og því um engar leyfar að ræða, og Teddi á barnum stingur alltaf tappan- um í flöskurnar sínar. Þar rættist þó furðanlega úr þessu, því öðru hverju hallar einhver bargestur- inn glasinu sínu heldur mikið ög þá þurfa þeir sem fyrir neðan eru aðeins að opna munninn. Þetta er sýnilega engin mein- leysis mysa, sem þeir drekka hérna, hugsaði mýsla, því fyrr en varði var herrann hennar farinn að tísta „Nú er ég kátur nafni minn“. En þegar hann hrópaði: „Komið nú með helvítis kött- inn“, þá stakk mýsla í flýti upp á því að þau færu fram að dansa. En á dansgólfinu var ekki einu sinni rúm fyrir svo litla dans- endur, mannsfætur stóðu á næst- um hverjum kubb í parketgólf- inu og tvístigu á sama stað í takt við hljómsveitina. Svo var klukkan orðin hálf- tólf og þar sem þau hjónaleysin höfðu ekki athugað nógu snemma að komast á ball í Vetrargarð- inn, þá löbbuðu þau bara suður með Tjörn, eins og aðrir róman- tízkir Borgargestir gera á vor- kvöldum. ABCDEFGH Staðan eftir 10. — Hc8? 11. axb5, axb5; 12. Db3, Db6; Þegar hvítur hefur fengið a-lín- una baráttulaust er b6 óheppi- legur reitur fyrir drottninguna eins og í ljós kemur. Betra var 12. — b4 og Bd5 13. Ra3, Bc6? Betra var 13. — Bc6. 14. Rc4!, bxc4; 15. Dxb, Rxb6; 16. Hxa6, Rbd5; 17. Bd2 Hótar 18. Hcl 17. — Re4; 18. Ba5, c3; 19. Re5! Núna kemur hin virkilega flétta sem byrjaði í 14. leik. 19. — Rd2; 20. Hdl, c2; 21. Hcl, Rb3; 22. Hd3 ABCDE FGH Staðan eftir 22. — Rb3 Rb3 Svartur virðist vera hólpinn en það er nú öðru nær. 23. Bxd5!, Rxd2; 24. Bb7! Svartur gaf. T. d. 24. — Hb8; 25. Bc6f og Bxd2. IRJóh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.