Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 24. mal 1959 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. AFMÆLI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS » MORGUN verður Sjálf- \ stæðisflokkurinn 30 ára. XlL Af stjórnmálaflokkum hér á landi er hann því hinn þriðji að aldri. Eldn honum eru Alþýðuflokkur og Framsókn- arflokkur, sem báðir voru stofn- aðir árið 1916. Kommúnistaflokk urinn var stofnaður 1930. Sinn er siður í landi hverju og flokkaskipun skapast í hverju þjóðfélagi eftir aðstæðum þar, en verður ekki flutt óbreytt úr einu landi í annað. fslendingar skipast því með eðlilegum hætti í flokka nokkuð á annan veg en tíðkast jafnvel með nágranna- þjóðum okkar. Stéttamunur svip- aður því, sem orðið hefur víðast annars staðar, hefur aldrei þekkzt á íslandi. íslenzka þjóðin er innbyrðis nátengdari en allar aðrar sjálfstæðar þjóðir, munur lífskjara er minni og hagsmunir allra að því að vinna saman eru auðsærri hér en í hinum stærri þjóðfélögum. ★ Skoðanamunur er þó jafnsjálf- sagður hér á landi sem annars staðar. Sumir spyrja að vísu, af hverju þessi litla þjóð sé í inn- byrðisdeilum, og segja, að henni mundi vegna mun betur, ef aliir ynnu saman í sátt og samlyndi og flokkar væru ekki til. En engir tveir menn líta alvej' sömu aug- um á lífið. Það er því óhjákværoi legt, að skoðanamunur komi upp. Viðleitni til að kæ í hann hlýc- ur ætíð að ieiða tii ills og enda með ósköpum, í lýðfrjálsu landi eru flokkarnir driffjöður fran;- faranna. Það á við jafn; á ís- landi sem annars staðar, þar sem frjálsir menn búa. Það verður því með engu móti sagt, að skipting þjóðarinnar í þá fjóra höfuðfloKka, sem hér hafa starfað nú um mannsaldurs skeið, sé óeðlileg. Vafalaust hafa þeir og allir lagt nokkuð af mörk- um til þeirrar framvindu, sem hér hefur orðið á síðasta manns- aldri og um sumt gengur krafta- verki næst. Því að víst er það ótrúlegt, að þessi litla þjóð, sem enn er einungis um 170 þúsundir manns, skuli ekki aðeins hafa öðlast sjálfstæði og vera vel met- in meðal þjóða heims, heldur einnig njóta betri lífskjara en flestar aðrar. Auðvitað finnst því fólki, sem í baráttu lífsins stend- ur, margt ábjáta. En hinu verður með engu móti neitað. að mikið hefur áunnizt. Hér sem ella ber að gæta þess að halda því sem vel hefur reynzt og bæta úr hinu, sem. ábótavant er. Að þessu reyna all- ir flokkar að vinna, hver eftir sinni getu. Almennings er að dæma um, hvernig hverjum um sig tekst til og veita þeim mest traust, er hann telur bezt hafa reynzt. ★ Þegar litið er yfir feril flokk- anna þetta 30 ára tímabil verður ekki um það deilt, að Sjálfstæðjs flokkurinn hefur í senn verið sterkasti aflvaki þjóðfélagsins og sá, sem helzt hefur haldið því á réttri braut. Þetta er eðlilegt þeg ar af því að hann einn hefur haldizt óklofinn og ekki átt við að etja þá innri valdabaráttu, og sundrungarhættu, sem sífellt hef ur vofað yfir öllum hinum. Um ástandið í hinum flokkun- um er það táknrænt, sem segir í Alþýðublaðinu í gær: „--------síðan árið 1930 hefur Alþýðuflokkurinn ekki verið eins einhuga og hann er nú. Kom það bezt fram, þegar ákveðinn var framboðslistinn hér í Rvík undanfarna daga. Það er í fyrsca sinn, síðan ég man eftir, að eng- inn ágreiningur var um fyrstu sæti listans. Einhuga starf er grundvöllur þess að góður árang- ur náist.“ Hvað sem er um einingu og styrk Alþýðuflokksins nú, þá er það rétt, sem þarna segir að ein- huga starf er grundvöllur þess að góður árangur náist. En sundr ungin hefUr ekki þjáð Alþýðu- flokkinn einan. Hún hefur ekki síður þjakað Framsóknarflokkinn. I kosning- unum 1931 venn Framsóknar- flokkurinn sv.l % að mónnum hefði getað komið til hugar, að ef svo héldi fram, kynni að verða áhorfsmál um, hvor yrði sterkari með þjóðinni, Sjálfstæðisflokk- ur eða Framsókn. En þó að Fram sóknarflokkurinn hafi vegr.a ranglátrar kjördæmaskipunar haldið nokkurn veginn styrk- leika sínum á þingi, hefur fylgi hans með þjóðinni hrunið. Það er nú aðeins svipur hjá sjón mið- að við það, sem áður var. Sundr- ung og innri valdabarátta á ekki sízt ríkan þátt þar í. Kommúnistaflokkurinn á sér þó ef til vill einkennilegasta sögu. Hann er sá flokkur, sem fjarskyldastur er eðli íslendinga. Má því segja, að merkilegt sé, að hann skuli hafa hlotið hér nokkurt fylgi. En það hefur ein- ungis haldizt með því, að flokk- urinn hefur stöðugt verið að breyta um nafn, taka á sig ný og ný gervi til þess að dylja hvert hans sanna eðli er. ★ Saga ’Sjálfstæðisflokksins er ólík sögu allra hinna þriggja flokkanna. Að sjálfsögðu hafa skipzt á skin og skuggar þar eins og ella í mannlegu lífi. Sumt heí- ur verið gert rangt en fieira rétt. Innri valdabarátta, sundrung og togstreita hefur aldrei þekkzt þar á sama hátt og átt hefur sér stað hjá hinum flokkunum. Sjálfstæðismenn hefur stundum greint á. En það er rétt, sem einn af elztu þingmönnum flokksins sagði nýlega: „Munurinn á Sjálfstæðismönn- um og sumum hinna er sá, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldr ei reynt að setja pingmenn sína eða fylgismenn í eins konar spennitreyju, og segja þeim fyrir verkum. Þar hafa frjálsir menn gengið til samstarfs af frjálsum vilja.“ Sjálfstæðismönnum hefur tek- izt að vinna betur í samræmi við eðli og þarfir íslenzku þióð- arinnar en nokkrum öðrum flokki og þess vegna hefur flokk- ur þeirra notið varanlegra og ör- uggara trausts en nokkur hirna. Bezta óskin tii Sjálfstæðisflokks- ins á 30 ára afmæli hans er sú, að honum auðnist áfram að starfa í sama anda og hann hefur hing- að til gert. UTAN ÚR HEIMI Málaferli vegna sögunn- ar um „Lœöuna" Vomecourt — hefur fyrirgefið henni. Hun á heima í litlu þorpi í Frakklandi og hetir samneyti v/ð táa — en sœkir messu á hverjum morgni þetta fyrir mér, þá fyrirgaf ég henni umsvifalaust Hann ber Læðunni líka éins vel söguna og hann getur. Það er auðséð, að Mathilde Carré hef- ur haft djúp áhrif á báða þessa menn, sem nú eru á sextugs aldri. Bleicher hefur vafalaust ekki gleymt nóttinni milli 26. og 27. febrúar árið 1942, þegar hann gerði Læðunni kleift að flýja yf- ir til Englands, án þess að vita, að hún hafði svikið hann með því að játa allt fyrir Vomecurt. hún dæmd til dauða í París 1949. Árið 1954 voru henní gefnar upp sakir, og eftir 12 ára, tveggja mánaða og sjö daga fangelsisvist var hún látin laus. Þessi langa fangelsisvist hefur sett mörk sín á hana, og hún hefur látið mjög á sjá, enda farin að eldast. Hún býr í litlu þorpi í Frakklandi og fer lítið út, nema þegar hún heim sækir foreldra sína í París. Á hverjum morgni um sólarupp komu, sést hún þó koma út með sálmabókina sína undir hendina NÝLEGA komu fyrir rétt í Frankfurt Frakkinn Pierre de Vomecourt og Þjóðverjinn Hugo Bleicher. Þessir tveir menn koma mjög við njósn- arsöguna „Læðan“, sem um þessar mundir birtist sem framhaldssaga í Morgunblað- inu. Og málaferlin í Frank- furt standa einmitt í sam- bandi við þessa sögu. ★ Pierre de Vomecout, fyrrver- andi majór í hernum og njósn- ari, sem Bandaríkjamenn sendu niður yfir Frakkland í fallhlíf, höfðar málið gegn höfundi bók- arinnar „Læðan“. Michael Graf Soltikow, sem í bókinni skýrir frá því, að Vomécourt hafi gefið upplýsingar um 30 franska frels- isvini til að bjarga lífi sínu. ★ Þjóðverjinn Hugo Bleicher staðfesti fyrir rétti, að þetta sé rétt. Þá viðurkennir Vomecourt að svo hefði verið, en sagði að Læðan hefði áður verið búin að gefa upp nöfn og heimilisföng þessara manna. En Bleicher stað- hæfir, að það væri ósatt. ★ Aðalvitnið í málinu var ekki viðstatt réttarhöldin. Mathilde Carré, Læðan sjálf, einn fræg- asti njósnari úr heimstyrjöldinni síðari, var fjarstödd. Meðan á stríðinu stóð, tók Hugo Bleicher, hana fasta fyrir njósnir fyrir Bandamenn. Handtaka hennar aflaði honum slíks orðstírs, að hann var gerður yfirmaður gagn- njósnari Þjóðverja í Frakklandi, með næstum ótakmörkuð völd.Úr því varð mikið ástarævintýri. Læðan varð í senn ástkona hans og bezti njósnari. Það var henni að þakka að orustuskipin Scharn- horst og Gneisenau gátu siglt gegnum Ermasund, þrátt fyrir víggirðingar Bandamanna. Það kom fram í réttarhöldunum, að minningarnar um þessa konu eru enn mjög lifandi í hugskoti Bleichers. Hann er núna 57 ára gamall og rekur tóbaksbúð við Constance- vatn í Sviss. Það er ómótmælanleg stað- reynd að Læðan, Matthilde Carré sveik í hendur óvinanna njósn- ara Bandamanna, sem ekki vör uðu sig á henni. ★ — Áður en Bleicher handtók hana, var hún einhver bezti starfs maðurinn í andspyrnuhreyfing- unni, sagði Vomecourt fyrir rétt- inum í Frankfurt um daginn. Eft- ir það sveik hún okkur, hvort sem það hefir verið af ótta eða af ást. Síðan hefur hún iðrazt og gert yfirbót. Þegar hún játaði ★ Englendingar tóku Matthilde Carré fasta árið 1942, og var Bleicher — vill gleyma for- tíðinni. og halda til morgunmessu. Á dag- inn vinnur hún að því að skrifa endurminningar sínar. ★ ' Þegar tilkynnt var við réttar- höldin í Frankfurt, að Mathilde Carré' yrði látin bera vitni heima í Frakklandi, þar eð heilsa henn- ar leyfði ekki ferðalag, þá missti Bleicher allt í einu stjórn á sér og hrópaði hásri röddu: — Bara að þið vilduð hætta að hræra upp í þessari viðbjóðslegu for- tíð! Að hægt væri að grafa þetta allt saman fyrir fullt og allt! Ég er búinn að fá nóg af því að þurfa stöðugt að borga fyrir þetta! Fyrir réttinum bar þriðji mað- urinn vitni, Cowburn herforingi, yfirmaður hinna frægu brezku Buckamastersveita. Hann hafði yfirumsjón með njósnurunum í Frakklandi á stríðsárunum, og lýsti því yfir að Vomecourt væri saklaus af því, sem á hann væri borið. í hans augum er Læðan hvorki iðrandi syndari né hetja, hún er aðeins njósnari, sem sveik bandamenn. Á hverjum morgni gengur „Læðan“ til kirkju og hlýðir messu .. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.