Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1959, Blaðsíða 20
20 M ORCTITS Ttf J m Ð Sunnudagur 24. maí 1959 hættu, og að ein allra mikilvæg- asta heimild hennar fyrir leyni- legri vitneskju gat brugðizt, enda þótt það bragð heppnaðist, sem áformað var. En „Læðan“ hikaði ekki við, að spila út sterkasta trompi sínu, þpgar um það var að ræða, að bjarga lífi konu, sem hafði breytt eins og ættjarðarvinur, og þar að auki var móðir — eins og „Læðan“ hafði ávallt þráð að vera. Hávært mannamál heyrist í hinum stóra borðsal og það glamrar í borðbúnaðinum. For- ingjarnir eru að éta hádegisverð. Efri hæðir hússins eru nærri tómar um þetta leyti. í framhmberginu hjá Rudolf ofursta, foringja leyniþjónust- vnnar í París, er kvenritari að losa sundur skjöl, þegar ungur maður í bláum vinnufötum kem- ur inn. „Jæja þá, Robert, ætlið þér ekki að taka yður neitt hádegis- matarleyfi", spyr kvenritarinn vingjarnlega. Maðurinn tekur kurteislega ofan skyggnishúfuna sína, strýk- ur sveitt ennið með handarbak- inu og setur hina þungu áhalda- tösku sína niður. „Hef því miður engan tíma“, segir hann og blæs við, „mikið að gera i dag“. Siðan bendir hann á dyrnar að herbergi Rud- olfs ofursta, sem eru hálfopnar. „Er forstjórinn inni? Ég þarf að líta eftir áhaldinu hans. Það er ónæði------“ Kvenritarinn þekkir hann, vél virkjan Robert Keller, Frakka frá Elsass, sem talar þýzku eins og innfæddur maður og hefur starfað í hótel „Lutetia" í nokkra mánuði. Hann er vingjarnlegur ungur maður, sem hefur skjótt náð almennum vinsældum, en einkum hjá hjálparstúlkum og einkariturum. „Forstjórinn er að borða", seg ir hún. „Hann kemur ekki aftur fyrr en eftir klukkustund. Þér hafið góðan tíma á meðan“. 1) Siggi hefir beðið Lindu að sækja fyrir sig skotfæri, en :í vangá blandar hún n"kkrum Hún hleypir Robert inn í her- bergi ofurstans, tekur nokkur skjöl af skrifborði hans og lok- ar þau inni í járnskáp, en lætur Róbert síðan starfa í næði. Óðar en hún hafði lokað hinni þungu vængjahurð á eftir sér og Róbert var orðinn einn í hinni stóru stofu, harðnaði svipur hans skyndilega. Hann tók upp heyrnartólið og lét gefa sér sam band við vörðinn við hóteldyrn- ar. „Það er Rudolf ofursti“, seg- ir hann og málrómurinn er mjög líkur málrómi foringja leyni- þjónustunnar. „Sendið þegar í stað tvo menn til Avenue Henri Martin nr. 101. Þeir eiga að gefa sig þar fram við Service Economi que Francais. sækja konu og koma með hana hingað sem allra fyrst. Hafið þér skilið það? Nei, þeir þurfa ekki skriflegt umboð, því að þeir vita um það. Búið“. Róbert leggur heyrnartólið á. Stórir svitadropar eru á enni hans, og það er ekki eingöngu vegna hitans. Með erfiðismunum læðist hann fram í forherbergið, en þar er engin hreyfing. Ennþá er öllu óhætt. Því næst tekur hann heyrnar- tólið upp aftur. „Gefið mér sam- band við TRUD 3457“, skipar hann skiptistöðinni stuttlega. — Rétt á eftir heyrist karlmanns- rödd hinum megin. Það er Masuy. Masuy var fyrirlitinn af öll- um Þjóðverjum í „Leyniþjónustu Parísar“, þessi svikari og kval- ari. sem hægt var að kaupa og helzt ekki var snertandi á, nema með kolatöngum. Samt þurfti i við og við á honum að halda, af því að hann var í sambandi við ýmsa, sem stundum gat verið gagn að. Masuy var í símanum, og hann var kurteis og undirlægjulegur í málrómnum, þar sem hann hélt, að hann væri að tala við Rudolf ofursta. Því Masuy vissi fullvel, hvaða álit menn höfðu á honum í hótel „Lutetia“ og hann gætti sín þess vegna, að skotum nr. 20 saman við skot nr. 12. 2) Ég fann ekki meira en þetta, Siggi. vekja ekki gremju hjá leyniþjón ustunni. Honum myndi þá ekki koma það að miklu gagni, að hann átti bakhjarl í nokkrum þýzkum herstöðvum, sem ekki létu sér hinar ómannúðlegu að- ferðir hans fyrir brjósti brenna, en tóku því fegins hendi, að eiga ákveðin viðskipti við hann. Þessi Masuy verður nú lítill og Ijótur karl, þegar „Rudolf ofursti“ tekur í kollhárin á hon- um í símanum með prússnesku orðbragði og í öllum prússnesk- um tóntegundum, fyrir það, að hann lét taka þessa frú Dupont fasta snemma í morgun, sem hann, Masuy, ætlaði að yfirheyra á sinn sérstaka hátt. „Rudolf ofursti“ spyr hann með þrumandi rödd, hvernig hann láti sér koma í hug, að fara að blanda sér í störf leyniþjón- ustunnar upp á eigin spýtur. — Framvegis skuli hann senda fanga sína þegar í stað til þýzku stöðvanna, en tveir herverðir muni koma til hans eftir skamma stund, til þess að flytja hina her- teknu frú Dupont til yfirheyrslu í hótel „Lutetia". Masuy bítur raunar á jaxlinn, en hann dylur gremju sína og svarar í auðmjúkum róm, að auðvitað skuli allt verða gert, eins og herra ofurstinn skipar fyrir. Nokkrum mínútum síðar fór maður í bláum vinnufötum frá hótel „Lutetia", út um bakdyrn- ar, sveiflaði sér upp á reiðhjól siti og hélt á brott hið skjótasta. Það var vélvirkinn Róbert Keller, sem allir kvenritararnir í framherbergjunum gáfu rúm í hjarta sínu. Það var hinn vin- gjarnlegi, ungi maður, sem allir þekktu, öllum var kærkominn og auðvitað allir treystu. Það var þessi Róbert vélvirki, sem var í rauninni einn hinn slyngasti leynistarfsmaður „Læðunnar" og lét henni jafnóðum í té hinar mikilvægustu fréttir beina leið frá aðalstöðvum þýzku leyniþjón ustunnar í París. „Læðan“ vissi, hvað hún var að gera, þegar hún ákvað að fela Róbert að frelsa frú Dupont úr klóm kvalarans Masuy. En hún vissi líka, að þar með var að- stöðu Róberts stofnað í mikla Eftir að herra Dupont, hinn úr- vinda eiginmaður konunnar, sem Masuy hafði handtekið, hafði gert „Læðunni” viðvart, breyttist herbergið í Rue du Colonu Mole i nokkurskonar foringjastöðvar. „Læðan“, sem enn var í morgun- sloppnum og reykti vindlinga án afláts var stöðugt við símann og gaf skipanir sínar í fáum orð- um. í fyrsta skipti komu nú litlu fánarnir hans Armands Gernia- wski að góðu haldi. Með þeim gat hún fljótlegá komizt að því, hverjir samstarfsmannanna í „Interallée“ áttu heima rétt hjá Avenue Henri Martin. Snöggvast hafði „Læðan“ verið að hugsa um, hvort hún ætti ekki að láta Robert, öðru nafni „Rudolf of- fursta“, gefa Belgíumanninum beina skipun um, að láta frú Du- pont lausa. En hún hætti við þáð. Hvað yrði, ef þennan Belgíu- mann færi að gruna margt eða kvarta um það við vini sína. Þessi leið var of ótrygg. Hún á- kvað að koma á óvart við fanga- flutninginn. Hún velur sér hvert símanúmerið eftir annað, úthlut- ar hverjum njósnara sinn stað á götunum kring um Avenue Henri Martin og þar eiga þeir að vera viðbúnir nákvæmlega klukkan 12 á hádegi. Það var ekki auðvelt að hóa saman nægilega mörgum sterkum karlmönnum í svo skjótri svip- an. Það var ekki hægt að ná í marga njósnaranna. Þeir voru á ferðalagi eða gátu ekki komizt frá vinnu sinni, svo að Robert vélvirki varð að taka þátt í því líka, enda þótt „Læðan“ vissi, hve hættulegt það væri fyrir hann. Robert hjólar lafmóður um göt- urnr. Það er drjúgur spölur frá hotel „Lutelia" til Avenue Henri Martin. Leiðin liggur framhjá Eifellturninum og upp bratta brekkuna til Palais Chaillot. — Hann hefir látið „Læðuna“ vita, úr símaskýli, að hingað til hafi allt gengið að óskum. Þegar hann beygir inn í Avenue Henri Mart- in á hjóli sínu tíu mínútum síðar, þá stendur hver maður á sínum stað og bíður. Loksins! Það virtist véra liðin heil eilífð, þangað til dyrnar á húsinu nr. 101 voru opnaðar, en þar fyrir framan hafði gráum, þýzkum herbíl verið lagt fyrir alllangri .stundu. Tveir herverðir koma út með litla, föla konu, og ætla að láta hana inn í bílinn. í sömu svipan verður þröng og uppþot á gangstéttinni. Áður en Þjóðverjarnir hafa áttað sig, eru þeir umkringdir af hóp Frakka, sem baða út handleggjunum, tala hátt og eru bersýnilega að rífast. Allt í einu fá Þjóðverjarnir þung högg aftan frá, einhvern veginn er fæti brugðið fyrir þá báða og þeir falla fram yfir sig endilang- ir á gangstéttina. Þeir sjá líka, að kona með rauðan hatt hrífur fangann þeirra á brott með sér, en síðan hverfa þær báðar inn í mannþröngina. Síðan hlaupa 3) Siggi tekur ekki eftir því. að tvö síðustu skotin, sem hann setur í by.-suna eru af sk.akkri stærð Frakkarnir allir hver í sína átt- ina. En fanginn og konan með rauða hattinn eru horfnar eins og jörðin hefði gleypt þær. Hermennirnir Urðu snögglega hræddir, en nú hafa þeir náð sér. Þeir hafa hraðann á, draga upp skammbyssurnar sínar, hrópa eftir þeim, sem eru að flýja og skjóta viðvörunarskotum út í loft ið. En Frakkarnir, sem voru að ráðast á þá, hverfa eins og hreysi kettir af götunni. Hermennirnir hlaupa á eftir þeim, en þeir rek- ast á lokaðar dyr. Eftir andartak er gatan auð og tóm. Það er aðeins einn maður, sem ekki veit með vissu, hvert hann á að flýja, ungur maður í bláum vinnufötum. Hann er uppgefinn eftir erfiða ferð á reiðhjólinu sínu og hann bregður ekki eins fljótt við og hinir. „Kyrr stattu kyrr, eða ég skýt!“ æpti liðþjálfinn að baki flótta- manninum. En Róbert hleypur. Hann á lífið að leysa, en það er glatað, því allar húsdyr eru allt í einu lokaðar. Þar er engin hlið- argata og ekkert horn, sem hægt er að beygja fyrir. Nú heyrast skothvellir að baki honum og hann heyrir, að kúla þýtur fram hjá eyranu á honum. Þarna,-------í tíu metra fjar- lægð er lítil hliðargata sem hann verður að komast á. Blóðið þýtur í gagnaugum hans og það roðar fyrir augum hans, og hann heyr- ir enn einu sinni rödd liðþjálf- ans, sem hrópar að baki honum. Þá heyrast tvö skammbyssuskot, en Róbert heyrir þau ekki fram- ar. Róbert heyrir ekkert framar, því vélvirkinn Róbert, hinn lag- legi ungi maður, sem átti hylli allra ungra stúlkna, er dáinn. SHUtvarpiö Sunnudagur 24. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 9.30 Morguntónleikar (pl.) 11.00 Messa í Kópavogsskóla (Prestur sr. Gunnar Árnason. Organleik- ari: Jón G. Þórarinsson). 13.15 Guðþjónusta Fíladelfíusafnaðar- ins í útvarpsal. 15.00 Miðdegistón- leikar. 16.00 Kaffitiminn. 16.30 „Sunnudagslögin". 18.30 Barna- tími (Anna Snorradóttir). 19.30 Tónleikar: Dinu Lipatti leikur valsa eftir Chopin (pl.). 20.20 Er- indi: íslenzkar brúðkaupssiðabæk ur, — fyrra erindi (Jón Helgason prófessor). 20.40 Útvarp úr hátíða sal Háskólans. Hljómsveit Ríkis- útvarpsins leikur, — einleikari Ross Pratt. Hans Antolitch stjórn- ar. 21.40 Upplestur: Ljóð eftir list- málara (Magnús Á. Árnason list- málari flytur. 22.05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Einsöngur: Árni Jónsson ó- perusöngvari syngur, Fritz Weiss happel leikur undir á píanó: 20.50 Um daginn ög véginn (Guðni Þórðarson blaðamaður). 21.10 Tónleikar. 21.35 Útvarpssagan: Þættir úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson (höfundur flytur). 22.10 Búnaðarþáttur: Með hljóðnemann á Vífilsstaða- búi (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 22.25 íslenzk nútímatónlist: Tón- verk eftir Leif Þórarinsson, Magn ús Bl. Jóhannsson og Jón Nordal. 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 26. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 20.30 Erindi: Jón á Bægisá, — hamingjudagar (séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum). 21. 00 Tónleikar. 21.30 íþróttir (Sig. Sig.). 21.45 ,Skuggi yfir sléttunni“ balletttónlist eftir Robert Flem- ing. 22.10 Upplestur: Frásöguþátt ur og frumort ljóð (Valdimar Snævarr). — Hljóðritað á Dalvík. 22.25 fslenzk dægurlög: Lög eftir Svavar Benediktsson og Jenna Jónsson. 23.00 Dagskrárlok. Þakka þér fyrir, Linda — við þurfum ekki svo mörg skot. Regnkapur — Sólkápur allar stærðir. MAIUUOURINN Hafnarstræti 5. Mæðradagurinn er í dag. Búðin opin frá kl. 10—2. Gleðjum mæðurnar með blómum frá Blóm og Avextir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.