Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 8
8 MORr.VNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 27. maí 1959 Sr. Arnór Þoríáksson prestur í Hestþingum 1 PRESTASTÉTT lands vors hef- ir á öllum tímum verið margt ágætra manna, sem markaS hafa djúp og varanleg spor á braut- um menningar og framfara. Auk kennimannsstarfans, þess göfuga hlutverks að glæða trú- rækni fólksins og góða sambúð- arháttu, voru margir þessara manna boðberar nýrrar vakning- ar á sviði verklegra fram- kvæmda, fræðslu og menntunar og yfirleitt alls sem til menn- ingar horfði. Þeir voru margir hrókar alls fagnaðar, lífguðu hið daufa og fábreytta hversdagslíf með því að efla og glæða yndi og unað fólksins af fögrum söng og hljóðfæraslætti. Margir þess- ara manna voru sjálfir góðir söngmenn, er sungu inn í hug sóknarbarna sinna sólskin og birtu þar sem deyfð og drungi höfðu áður setið að völdum. Sveitir lands, vors fóru engan veginn varhluta af starfi og for- ystu þessara ótrauðu menningar- frömuða í kennimannastétt. Margir þessara manna bjuggu búi sínu í sveit og gerðu þar garðinn frægan með fyrirmyndar búnað- arháttum auk þess sem þessi heimili voru löngum menntaset- ur byggðarlagsins og þar fengu einnig margir þeir, er hugðu á skólagöngu með embættispróf að takmarki, undirbúningsmenntun sína, en þar var áður fyrr mikils lærdóms krafizt, einkum latínu- kunnáttu. í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu gagnmerks sveitaklerks, sem um margt var þeim kostum bú- inn sem beztir og nytsamastir hafa reynzt í fari prestastéttar lands vors. Þessi maður er séra Arnór Þorláksson, sem um nær þriggja áratuga skeið þjónaði Hestþing- um í Borgarfjarðarsýslu, frá 1884 til 1913. Sat hann á prests setursjörðinni Hesti í Andakíls- hreppi. Séra Arnór var af góðu bergi brotinn. f báðar ættir standa að honum sterkir stofnar, sem frá eru runnir margir af helztu for- ystumönnum þjóðar vorrar á öld inni sem leið. Séra Arnór Þorláksson var fæddur á Auðólfsstöðum í Langa dal í Húnavatnssýslu, þann 27. maí 1859. Foreldrar hans voru Þorlákur, síðast prestur á Und- irfelli í* Vatnsdal, Stefánsson og síðari kona hans Sigurbjörg Jónsdóttir, prófasts á Höskulds- Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð. Þegar séra Arnór var 13 ára missti hann föður sinn (1872). Voru þá elztu bræður hans komn- ir yfir tvítugt, þeir séra Jón á Tjörn og Þorlákur bóndi í Vest- urhópshólum. Bróðir Sigurbjarg- ar móður Arnórs, hinn þjóðkunni prestahöfðingi, séra Halldór Jónsson á Hofi í Vopnafirði, bauð þá systur sinni að taka einn af yngri so’inm hennar til Xó ;turs og varð Arnór fyrir valinu. Ólst hann upp hjá séra Halldóri á Hofi. Innritaðist hann í Latínu- skólann haustið 1875, en útskrif- aðist þaðan vorið 1881. Námj í prestaskólanum lauk hann árið 1883. Kostaði séra Halldór fóst- urson sinn í skó’a. Árið eftir að séra Arnór útskrifaðist úr presta- skólanum var hann kennari við Flensborgarskólann. En árið 1881 fékk hann Hestþingaprestakall. Hinn 17. apríl 1886 gekk hann að eiga frænku sína, Guðrúnu Elísabetu Jónsdóttur Stefánsson- ar prófasts í Stafholti Þorvalds- sonar prests og sálmaskálds í Holti Böðvarssonar. En kona séra Stefáns í Stafholti og amma Guð- rúnar var Ingibjörg Jónsdóttir, móðursystir séra Arnórs. Móbii Guðrúnar var Marta Stephensen, systir séra Stefáns sterka á Mo:- felli og þeirra systkina. Var Marta dóttir séra Stefáns síðast prests á Reynivöllum, bróður séra Hannesar á Ytrahólmi og Magn- stöðum og- síðast í Steinnesi Pét- urssonar og konu hans Elísabetar úsar sýslumanns í Vatnsdal, föð- ur Magnúsar landshöfðingja og þeirra systkina. Móðir Mörtu Stephensen var Guðrún Þorvalds dóttir, systir séra Stefáns í Staf- holti. Voru foreldrar Guðrúnar, konu séra Arnórs, því systkina- börn. Bræður séra Arnórs voru sumir þjóðkunnir menn. Þekkt- astir þeirra voru: Séra Jón á Tjörn á Vatnsnesi, Þorlákur hreppstjóri í Vesturhópshólum, faðir Jóns verkfræðings og ráð- herra og þeirra systkina, Böðvar póstafgreiðslumaður og spari- sjóðsstjóri á Blönduósi, Björn á Varmá og Þórarinn B. listmálari. Á prestssetursjörðinni Hesti var fremur ömurlegt um að lit- ast Þ-'gar séra Arnór settist þar að. Byggingar allar voru að sjálf- sögðu í fornum stíl og þá orðn jr hrörlegar. En út yfir tók hversu ástatt var um heyöflun til etrar- forca handa búpeningi. Túnið var kargaþýft. Var það gjörsamlega ósnortið af því að þar hefði mannshöndin verið að \'erki til þess að fækka þúf'ínum, þegar frá er tekin örlítil flöt er sam- svarar einu dagsverx.: Tvö kýr- fóður fengust af túninu, er sú mikla þraut var unnin að slá það og hirða af því heyið. Út- heysslægjur voru mjög reytings- samar en víðátta ailmi.nl. Séra Arnór tók strax til óspiiiira mál- anna um sléttun túnsins. Sótti hann það verk af miklu kappi og vann sjálfur að sléttuninni er hann hafði tóm til. Á búskapar- árum sínum á Hesti margfaldaði hann töðufenginn, auk þess létt- is sem af sléttunir.ni leiddi við öflun hans. Einnig vann hann nokkuð að engjabótum. Vakti þessi mikli umbótahugur hins unga prests, sem var alhniklu ris- meiri en algengc var á þessum árum, mikla athygli. Góð eftir- tekja af þessum umbótum, sem unnar voru við eriið skilyrði, var öðrum hvatning til þess að feta í þessi spor. Viðnald hinha gömlu og hröriegu bæjarhúsa á Hesti var því erfiðara og kostn- aðarsamara sem lengur leið. Er að aldamótum dró voru húsa- kynni þessi eigi viðhlítandi ieng'- ur vegna kulda í frostum og leka þegar rigningar gengu. Á fyrsta ári þessarar aldar réðst séra Arnór í það að endurrúsa hús staðarins. Kom þá fram hjá honum sami stórhugurinn og við jarðabæturnar. Færðist hann.þá í fang þann vanda að reisa þ-i. aa stórt og rúmgott steinsteypuhús, en slík hús voru þá ekki á hverju strái. Var steinsteypuhús þetta með fyrstu húsum þessarar ieg- undar sem reist voru hér á landi Voru Borgfirðingar á undan höf- uðstaðarbúum lands vors um þessar byggingar, því fyrsta stcin steypuhúsið í Reykjavík mun ekki hafa verið reist fyrr en tveii 'ur árum síðar en séra A.„ . reisti húsið á Hesti. Þ: -i ný- breytni vakti mikla athygli, enda var þetta undanfari þess er síðan hefir skeð, að meginhluti allra húsbygginga í landinu er reistur með þessum hætti. En dýr varð séra Arnóri þessi bygging, því mjög var sá fjárhagsstuðning ur, sem hann fékk frá því opin- bera, við neglur skorinn, þótt hús ið væri reist á ríkisjörð og hér væri um embættisbústað að ræða. Aðalþunginn af bygging- arkostnaðinum hvíldi á herðum séra Arnórs og gerði það fjár- hags hans erfiðan um hríð. Koma hins unga prests að Hesti 1884 vakti athygli á fleiri svið- um en þeim sem hér hefir verið lýst. Séra Arnór, sem var skörp- um gáfum gæddur, fékk strax almennings lof fyrir prestverk sín. Fór þar saman snjallar og vel fluttar ræður og frábært tón, því séra Arnór var afburða góð- ur söngmaður. Rodd hans var sterk og hljómfögur og bclting henncr hnitmiðuð og markviss. Snemma bar á söngh: fni hans Þegar hann var að alast upp hjá séra Halldóri fóstra sínum á Hofi tók hann snemma þátt í kirkju- söng. Vakti hin fagra söngrödd hans þá þegar mikla athygli. Al- gengt var það þá að fólkið, sem ekki fór að því sinni til kirkju, spurði kirkjufólkið þegar það kom heim: „Söng hann Arnór í dag?“ Á skólaárum séra Arnórs hafði hinn mikli söngkennari Steingrímur Johnsen á hendi söngkennslu í Latínuskólanum. Taldi Steingrímur Arnór bezta söngmann skólans. Tókst með þeim mikil vinátta. Lét séra Arn- ór einn af sonum sínum bera nafn Steingríms. Jafnan var séra Arnór mikill aufúsugestur á mannamótum fyrir söng sinn og aðra kosti, sem öfluðu honum vinsælda í hvívetna. Séra Arnór var snjall hesta- maður og átti oft frábæra gæð- inga. Var það mjög talið hestum til gildis, ef þeir voru frá séra Arnóri á Hesti. Hann var ágætur tamningamaður og hafði mjög glöggt auga fyrir upplagi og gerð hestsins. Það var engu lík- ara en að hann gæti lesið út úr byggingarlagi hestsins og augna ráði, hvað í honum bjó Vakti það mikla athygli hve sannspár hann reyndist í þessu efni þótt eigi þekkti hann neitt til hestsins áður og hefði eigi annað við að styðjast en brjóstvitið eitt saman Séra Arnór sat vel á hesti. Var taumhald hans öruggt og vald hans yfir gangskiptum hestsins og fótaburði brást ekki. Þá var honum leikur einn að fá hest- inn til þess að hafa hnarrreistan höfuðburð, þannig að höfuð og makki féll í fang honum. Tæplega er hægt að hugsa sér nánara og innilegra samband milli tveggja lifandi vera, en milli manns og hests, undir slík- um kringumstæðum. Eigi verður betur séð, en að þar falli í einn og sama farveg undirvitund manns og hests og að samstilltur vilji og þróttur stjórni ósjálfrátt áformum og hreyfingum beggja. Ennþá lifir hestamennskan í landi voru. Glögg og vökul augu margra hestavina vaka yfir því, hvar eðliskostir gæðingsins eru fólgnir. Aldrei má það henda okkur, að vélaöldin orki svo á hug vorn, að hin fornu og rót- grónu tengsl milli manns og hests slitni. Það væri þjóðlífi voru óbætanlegur skaði. Séra Arnór var mjög skyldu- rækinn og samvizkusamur í störf um. Síðustu prestskaparár hans, þegar halla tók undan fæti með heilsu hans, bar það oft við, að hann færi sárþjáður til kirkju, hvernig sem á stóð. Varð hann þá oft að hvíla sig lengur eða skemur ‘á leiðinni, vegna hjarta- bilunar, sem lengi hafði gert vart við sig hjá honum. Séra Arnór var vel skáldmælt- ur, en flíkaði því lítið. Aðeins einn sálmur er eftir hann í sálma bókinni. Sálmur þessi er mjög fallegur og kemur þar mjög greinilega í ljós andríki séra Arnórs. Þá segja söngfróðir menn, að þar komi söngvarinn fram, og er það ekki ólíklegt, enda má líklegt telja um slíkan afburða söngmann, sem séra Arnór var, að söngurinn hafi verið heitasta hugðarefni hans. Séra Arnór var örgerður í lund, en kunni vel að stilla skap sitt. Hann tók ríkan þátt í baráttu vorri fyrir endurheimt sjálfstæð- is vors. Var hann náinn samstarfs maður Björns Jónssonar, ritstjóra ísafoldar, énda honum nákunn- ugur og í frændsemi við konu hans. (Þau voru systrabörn). — Þegar uppkastið var á ferðinni 1908 og bardaginn um það stóð sem hæst var ortur gamanbragur um aðgerðir vissra stjórnmála- manna í þessum hildarleik og komu liðsmenn Björns ritstjóra og harin sjálfur þar mjög við sögu. Þar á meðal er í einni hend ingu bragsins getið nokkurra liðs manna Björns á þessa lund: „Ól- afur málbein og Arnór á Hesti, Einar og Valtýr og Skúli og Björn“. Þeim hjónum, Guðrúnu og Arnóri, varð 10 barna auðið, sem öll komust til fullorðinsára. 1. Halldór, gerfilimasmiður. 2. Ingibjörg, bústýra í Reykja vík. 3. Marta María Guðrún, bú- sett í Ytri-Njarðvík. 4. Þorlákur, verzlunarfulltrúi í Reykjavík. 5. Jón Stefán, umboðsmaður H.H.Í., Reykjavík. 6. Lárus, prestur á Miklabæ i Skagafirði. 7. Þórarinn, verzlunarmaður í Reykjavík. 8. Hannes, verkfræðingur. 9. Steingrímur, verzlunarfull- trúi í Reykjavík. 10. Guðrún Elísabet, kona séra Páls Þorleifssonar á Skinna stað. Þrjú af börnum þessum eru látin: Halldór, Þórarinn og Hannes. Hinn 6. janúar 1906 missti séra Arnór konu sína, sem þá var aðeins 38 ára að aldri. Var það mikið áfall fyrir hann. Hafði hin ágæta og mikilhæfa kona hans búið honum, börnum þeirra og starfsliði gott og ánægjulegt •heimili. Var samstarf þeirra hjóna og sambúð grundvölluð í kærleika, ástúð og umhyggju hvors í annars garð. Elzta barnið, Halldór, var 19 ára, en það yngsta hálfsmánaðar. Séra Arnór gegndi preststörf- um í rúm sjö ár eftir fráfall konu sinnar. En um vorið 1913 lét hann af embætti vegna heilsu- brests, enda var þá sýnt, að hann mundi eiga skammt eftir ólifað, eins og líka kom á daginn. Hann lézt 31. júlí sama ár. Hafði hann þá þjónað Hestþingum í 29 ár, eins og fyrr segir. Borgfirðingar, sem enn eru á lífi og voru samtíðarmenn séra Arnórs á prestsskaparárum hans í Hestþingum, minnast aldar- afmælis hans með þakklæti fyrir samstarfið, andlega leiðsögn hans og framlag til framfara og menn- ingarmála byggðarlagsins. Enn hljómar hin skæra og hljómfagra söngrödd öndvegisklerksins í eyrum þessara manna. Pétur Ottesen. Dönsk húsgögn Vönduð borðstofuhúsgögn til sölu, ásamt stórum vönduðum klæðaskáp. Til sýnis Laugaveg 27 B. 3 hæð ATVINNA Vanur og röskur bílstjóri óskast strax. Uppl. gefnar á skrifstofu Vikunnar, Tjarnargötu 4 á milli kl. 5—6 í dag. Stúlka óskast strax til afgreiðslustarfa. J.C. Klein Baldurgötu 14. Póllandsviðskipti Útvegum frá Póllandi með mjög stuttum afgreiðslufresti: ilarðar- ag linar „ALPtX" jiiijiíutur. íikarspon Finnbogi K'iartansson Austurstræti 12, sími: 15544.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.