Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Mifívikudagur 27. maí 1959
Fjölsótt vormót á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 26. maí. — Sl. sunnu-
dagskvöld efndu Samband ungra
Sjálfstæðismanna og Fylkir, FUS
á ísafirði, til vormóts að Uppsöl-
um á ísafirði. Hófst mótið kl. 8,30
og var mjög fjölsótt.
Guðfinnur Magnússon, formað-
ur Fylkis, setti mótið og stjórn-
aði því. Bjarni Benediktsson,
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, flutti ítarlega ræðu um stjórn
málaviðhorfið. Minntist hann 30
ára afmælis Sjálfstæðisflokksins
og ræddi um þýðingu sjálfstæðis-
stefnunnar fyrir fsafjörð, sérstak
lega og íslenzku þjóðina í heild.
Auk þess ræddi hann þau mál,
sem kosningarnar í sumar snú-
ast fyrst og fremst um.
Kjartan J. Jóhannsson, alþm.,
flutti skörulega ræðu. Talaði
hann m.a. um kjördæmamálið og
efnhagsmálin, sem hann kvað
einkum kosið um í næsta mánuði.
Þá ræddi hann ýmis hagsmuna-
mál ísfirðinga, fyrst landhelgis-
málið og flugvallargerð á ísafirði,
en einnig samgöngumál Vestfirð-
inga almennt. Var máli beggja
ræðumanna mjög vel tekið.
Skemmtiatriði á þessum vor-
móti önnuðust þeir Skúli Hall-
dórsson, tónskáld, og Flosi Ólafs-
sn, leikari. Að lokum var dansað.
Fyrr um daginn var haldinn
að Uppsölum fundur trúnaðar-
manna ungra Sjálfstæðismanna á
ísafirði og í ísafjarðarsýslum báð
um. Þar talaði Matthías Bjarna-
son um viðskilnað V-stjórnarinn-
ar, en Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson ræddi um kjördæmamál-
ið. Guðfinnur Magnússon skýrði
frá kosningaundirbúningi og á
eftir urðu miklar almennar um-
ræður. Kom fram mikill áhugi
meðal fundarmanna að vinna sem
ötullegast að sigri Sjálfstæðis-
flokksins hvarvetna á Vestfjörð-
um í kosningum þeim, sem fram
undan eru.
Fulltrúar SUS, sem höfðu ætl-
að að mæta á þessum fundi, gátu
ekki komizt til Vestfjarða vegna
erfiðra flugsamgangna. Sýnir það
litla dæmi glögglega hve við Vest
firðingar erum háðir flugsamgöng
um og hve brýna nauðsyn ber til
að þessi landshluti komist sem
fyrst í samband við akvegakerfi
landsins. — Fréttaritari.
Krúsjeff hrósar Dulles
Þessi bátur lá í gærdag' vestur við Ægisgarð. Það var verið að
lesta hann, en jafnframt verið að ganga frá kompásnum. Þennan
bát hefur vitamálastjórnin tekið á leigu til flutnings á efni og
vistum til vitanna í sumar. Báturinn fer í kvöld og er leiðinni
heitið að Galtarvita, en þar vfcrður byggingarefni og ýmiss
konar vistir settar á land.
Tirana, 26. maí. NTB/Reuter.
Á FUNDI verksmiðjufólks 1 Tir-
ana, höfuðborg Albaníu, sagði
Nikita Krúsjeff, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, að Dulles hefði
verið mikilhæfur stjórnmálamað-
ur. Hann vottaði jafnframt Banda
ríkjastjórn samúð sína vegna frá-
falls utanrikisráðherrans. Hins
vegar lagði hann áherzlu á, að
Bezta vor sem kom-
ið hefur í áratugi
FRÉTTARITARI Mbl. á Akur-
eyri skýrði frá því í símtali í
gær, að það myndu vera áratugir
síðan vorið hafi verið svo gott.
Menn eru farnir að slá kafgras á
túnblettunum við hús sín, og hér
er dag eftir dag sólskin og sunn-
anþeyr. Hér var hitinn um 20
stig um hádegisbilið i úag.
Minningarathöfn
BOLUNGARVÍK, 25. maí: —f síð
ustu viku var haldin hér minn-
ingarathöfn í Hólskirkju um Guð
mund Jónsson fiskimatsmann, er
andaðist hér nýverið. Var mikið
fjölmenni við athöfnina en sókn-
arpresturinn flutti minningar-
ræðuna. Um kvöldið var kistan
flutt um borð í vélskipið Særúnu,
því jarðarförin fer fram í Reykja
vík. Einnig við skípshlið pnætti
margt fólk til að kveðja hinn
mæta Bolvíking. Kirkjukórinn
söng.
Guðmundur heitinn Jónsson
var virtur af öllum hér og óhætt
er að fullyrða að skarð hans er
vandfyllt, því slíkur sómamaður
var hann í hvívetna, traustur og
hjálpsamur, og er ánægjulegt að
hafa kynnzt honum og átt hann
að vini. Hann var virkur þátt-
takandi í sjálfstæðisfélaginu hér
og átti sæti í fulltrúaráði Sjálf-
stæðisflokksins hér. Var hann
mjög áhugasamur um allan
vöxt og viðgang Sjálfstæðis-
flokksins í héraðinu og við
félagar hans í þairti bar-
áttu flytjum honum beztu þakkir
fyrir allt samstarfið. Allir Bol- ■
víkingar kveðja Guðmund, því í
þeirra augum var hann traustur
®g drenglundaður heiðursmaður.
— Fréttaritari.
Leiðrétr 7
f GREIN Péturs B- rtssonar
um James Hamilton Oeiargy í
Morgunblaðinu í gær íéil niður
lína undir lok g- e.narinnar.
Þriðja síðasta málsgreinin átti að
hefjast svo: „Frásagnargáfa hans
er afbragð og ógle- manieg hverj
um manni o.s.Lv.
hann hefði verið ósammála Dull-
es um mörg mikilvæg málefni.
Krúsjeff sagði ennfremur í dag,
að Vesturveldin kærðu sig sýni-
lega ekki um að komast að sam-
komulagi við Sovétríkin á utan-
ríkisráðherrafundinum. Hins veg
ar gerðu Rússar allt sem í þeirra
valdi stæði til að ná samkomu-
lagi. Hann sagði að ef ekki næð-
ist samkomulag í Genf, mundu
Rússar gera sérstaka friðarsamn-
inga við Austur-Þýzkaland, og
sömuleiðis reyna að gera svipaða
samninga við Vestur-Þýzkaland.
Bandariska kaupfarið Morma-
celm er hér í Reykjavík. Á því,
sem og öðrum bandarískum
skipum, blaktir þjóðfáninn í
hálfa stöng vegna fráfalls Dull-
esar, fyrrum utanríkisráðherra.
Skákmótið í Zurich
Lítt kunnur Svisslend
ingur sigraði Tal
ÚRSLIT þriggja skáka á skák-
mótinu í Zúrich í blaðinu í gær
voru rangar og hér koma leið-
réttingar og skák úr fyrstu um-
ferð til „uppbótar“.
1. umferð:
Bhend vann Tahl.
2. umferð:
Tahl vann Kupper.
3. umferð:
Bhend og Kupper jafntefli.
SKÁKMÓTIÐ f ZtÍRICH.
1. umferð.
Hvítt: M. TAHL.
Svart: E. BHEND.
1. d2—d4
2. d4—d5
3. e2—e4
4. Rgl—f3
5. Bfl—e2
6. 0—0
7. Rbl—c3
8. Be2—d3!
9. Rc3xe4
10. Bcl—f4
11. Ddl—d2
12. c2—c4
13. Hal—el
14. b2—b3
15. Rf3—g5
16. Bf4xg5
17. Re4—c3!
18. d5xe6
19. Rc3—d5
20. Bd3—e4
21. Dd2xRg5
22. Be4xg6?
23. Hel—e7
24. Hfl—el
25. Bg6—c2
26. h2—h4
27. Helxe7
c7—c5
d7—d6
g7—g6
Bf8—g7
Rb8—a6
Ra6—c7
n—ís
f5xe4
Rg8—h6
Rh6—Í7
b7—b5
IIa8—b8
e7—e6
Rf7xg5
Dd8—d7
b5—b4
Rc7xe6
Bc8—b7
Re6xBg5
Kg8—h8
Bc6xRd5
Ðd7—d8
Bd5—f7
Hb8—b7
Hb7xe7
h7—h6!
28. Dg5—tS
29. Df5—e4
30. c4xd5
31. De4—g6
32. Dg6—g3
33. He7—e4
34. Bc2—d3
35. He4—e2
36. Kgl—h2
37. He2—e8
38. f2xg3
39. Bd3—c4
40. He8—e7t
41. He7xa7
42. b3xc4
43. Ha7—e7
44. He7—e2
45. Kh2—h3
Bf7—g8
d6—d5!
Dd8xd5
Dd5—d4
Hf8—f7
Dd4—b2
Bg7—d4
Db2—clf
Dcl—f4
Df4xg3t
Kh8—g7!
Hf7—f8
Kg7—Í6
Bg8xc4
Kf6—f5
Hf8—a8!
Ha8—a3!
h6—h5!
Tahl gaf skákina á þessu
stigi.
ísf. orðsendingln hefur
ekki verið birt í London
LONDON, 26. maí NTB-Reuter.
Það hefur verið tilkynnt í Lond-
on að isienzka ríkisstjórnin hafi
sent brezku stjórninni mótmæli
vegna tilrauna brezks herskips
til að sigla islenzka varðskipið
Óðin í kaf í fyrri viku í orð-
sendingunni heldur íslenzka rikis
stjórnin því fram, að herskipið
.,ChapIet“ hafi vísvitandi gert til
raun til að sigla Óðin i kaf.
Brezka flotamálaráðuneytið hef-
ur hins vegar lýst því yfir, að
óhappið hafi stafað af lélegri
skipstjóm. í tilkynningu segir
að efni orðsendingarinnar hafi
ekki verið birt orðrétt.
HAFNARFJÖRDTJR
KOSNINGASKRIFSTOFA
Sjáltetæðisflokksins í Sjálf-
stæðishúsinu er opin frá kl.
1—10. Þar getur fólk fengið
upplýsingar um hvort það er
á kjörskrá. — Hafið samband
við skrifstofluna, sími 50228.
KEFLAVÍK
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins í Keflavík er i Sjálf-
stæðishúsinu, uppi. Simi 21.
Skrifstofan verður opin fyrst
um sinn frá kl. 10—6.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband
við skrifstofuna og athugið hvort
þið erað á kjörskrá. Kærufrest-
ur er útrunninn 6. júní.
Veitið skrifstofunnl upplýsing
ar um fólk, sem verður fjarver-
andi á kjördag.
KÓFAVOGURI
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi er að Mei-
gerði 1, sími 19708.
ÁRNESSÝSLA
KOSNING ASKRIFST OF A Sjálf
stæðisflokksins í Árnessýshu er
við Tryggvatorg á Selfossi sími
119.
Skrifstofan er opin daglega kl.
1—10 e.h.
V er tíðarundirbún
ingur hafinn
SIGLUFIRÐI, 26. maí — Þegar
er hafinn margháttaður undir
búningur væntanlegrar síldver-
tíðar. Á söltunarstöðvunum
standa yfir margháttaðar viðgerð
ir á löndunarbryggjunum. í Síld-
arverksmiðjunum er verið að yf-
irfara vélar og standsetja bygg-
ingar og allt kapp lagt á að síld-
veiðiflotinn geti fengið sem bezta
þjónustu. — Stefán
SIGLUFIRÐI, 26. maí. — Fyrir-
tæki Birgis Runólfssonar, sem
undanfarin sumur hefur annazt
vöruflutninga með bílum milli
Siglufjarðar og Reykjavíkur, hef
ur nú opnað skrifstofu og vöru-
afgreiðslu að Eyrargötu 5 hér í
bænum, en það húsnæði er ný-
standsett. Eru skilyrði til bættrar
þjónustu stórlega bætt, enda eru
nú ráðgerðar þrjár ferðir í viku
hverri nú í sumar til Reykjavík-
ur. Þar hefur S/endibílastöðin
að Borgartúni 21 vörumóttöku
fyrir Birgi. — Stefán.
Lionsklúbbamenn
heimsækja Siglu-
SIGLUFIRÐI, 26. maí — Um-
dæmisstjóri Lionsklúbbana hér
á landi, Þór Guðjónsson og um-
dæmisstjóri þessara klúbba á
Norðurlöndum, Svíinn H. Waren-
by, sækja hér Siglufjörð og Líons
klúbbinn hé heim þessa dagana.
Verður þeim til heiðurs haldið
veglegt samsæti í Sjálfstæðishús-
inu í kvöld. — Stefán
— Framboð
Sjálfstæðismanna
Framhald af bls. 1.
bænda í Skagafirði Hann býr
stórbúi á jörð sinni, en hefur auk
þess á hendi barnakennslu í sveit
sinni og hefur um langt skeið ver
ið vegavinnuverkstjóri hjá Vega-
gerð ríkisins. Nú fyrir skemmstu
var honum falin yfirumsjón vega
mála í héraðinu. Gísli hefur átt
sæti í sýslunefnd um langt skeið
og verið falin margháttuð trúnað
arstörf í þágu Skagfirðinga. Hann
er því gjörkunnugur málefnum
þeirra.
Kári Jónsson verzlunarstjóri á
Sauðárkróki er ungur maður,
25 ára að aldri, fæddur á Sauð-
árkróki og hefur átt þar heima
síðan. Hann hefur unnið við
verzlunarstörf síðan hann var 16
ára, að undanteknu rúmu ári er
hann dvaldi í Kanada. Kári hef-
ur tekið mikii/n þátt í félags-
málum ungs fólks. Hann hefur
verið lengi í stjórn Umf. Tinda-
stóls og var form. þess um skeið.
Formaður Leikfélags Sauðár-
króks var hann kosinn á sl. ári og
hefur tekið virkan þátt í starf-
semi þess merka félags. f sam-
tökum ungra Sjálfstæðismanna í
Skagafirði hefur hann starfað af
miklum dugnaði og á nú sæti í
stjórn Fjórðungssambands ungra
Sjálfstæðismanna á Norðurlandi.
Hann er nú formaður héraðsmið-
stjórnar Sjálfstæðismanna í
Skagafiroi. Á sl. vetri var hann
ráðinn framkvæmdastjóri hins
nýstofnaða Verzlunarfélags Skag
firðinga á Sauðárkróki. Kári
skipar 3. sæti listans sem fulltrúi
ungu kynslóðarinnar i Skaga-
firði.
Jón Sigurðsson á Reynistað er
þjóðkunnur maður, sem ekki
þarf að kynna. Hann hefur átt
sæti á Alþingi nær óslitið síðan
1919 og jafnan verið talinn í röð
hinna merkustu þingmanna.
Hagsmunamál bænda hefur hann
öðru fremur borið fyrir brjósti,
en þó ætíð barist ótrauður fyrir
framgangi allra mála er til fram-
fara og umbóta hafa horft. Jón
skipar nú heiðurssætið á lista
Sjálfstæðismanna í Skagafirði.