Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 3
Ti?fv?J?ivTaf?ur 27. maí 1959 laoRGVisnr aðíð 3 Athyglisvert bréf i Daily Telegraph Háðung fyrir Bretland oð berjast v/ð vopnlausa smáþjóð BREZKA stórblaðið Daily Tele- graph birti fyrir nokkrum dög- um bréf varðandi landt |! lgis- deilu Breta og íslendinga. Telst það til nokkurra tíðinda, að bréf þetta sem er mjög hliðholt ís- lendingum skuli hafa fengið birt ingu í þesu blaði, sem er stuðn- ingsblað brezku ríkisstjórnarinn ar. Bréfritarinn nefndist R. F. J. Phillips og er búsettur í Lundún- um. Hann kveðst í upphafi rita bréfið til þess að benda á nokkur atriði varðandi deiluna við fsland, sem fram til þessa hafi verið höfð að engu. Síðan segir hann m. a.: Efni deilunnar er í aðalatriðum fremur einfalt. Bretar eru að reyna að halda við lögum sem eiga við sumstaðar, en eru alger- lega óviðeigandi kringum ísland. íslendingar eru að hugsa um að koma á hjá sér heilbrigðu efna- hagslífi, svo þeir geti að minnsta kosti lifað af. Við vitum allir, að ísland á eng in önnur jarðargæði sem fólk geti lifað af, en fiskinn í sjónum (og hin ógirnilegu viðskipti, að leigja erlendum stórveldum land undir herstöðvar). En fáir skilja hvaðaj þýðingu þetta hefur. Svo árum skiptir hefur íslenzkur gjaldeyrir verið verðlaus, eingöngu vegna þess hve vonlaust ójafnvægi er í efnahagsmálunum og það er eng inn von til þess að hægt verði að bæta úr þessu, nema íslendingar geti aukið útflutninginn. Ef það mistekst eiga þeir aðeins tveggja kosta völ, að deyja út eða verða að þola aftur hin verstu lífsskil- yrði. íslendingar segja að ofveiði sé á miðunum kringum land þeirra, en slíkt er skaðlegt öllum fiskveiði þjóðum og stórhættulegt fyrir ís- lendinga. Hvað geta þeir þá ann að gert, en að gera ráðstafanir til þess að vernda uppeldisstöðvar fisksins? Bretland hefur.nokkurn rétt sín megin, en hefur kosið að byggja málstað sinn á hálfum sannleika og fölskum dylgjum. Nokkru síðar segir bréfritari: — Það er líka stöðugt verið að segja okkur, að kommúniskur þjónustumaður kommúnískrar ríkisstjórnar hafi sagt hitt og þetta í Reykjavík. En þetta kemur ekkert málinu við, ætti ekki einu sinni að nefna það. Því að jafnvel þótt utanríkisráðherrann væri kommúnisti, þá talar hann fyrir hvern einasta mann og konu í landinu, frá vinstri sinnuðum til hægri sinnaðra. Eftir að kommúnistar höfðu ver ið þrjú ár í ríkisstjórn var flokk ur þeirra orðinn svo óvinsæll, að hann átti sér vart viðreisnar von. Það eina sem aukið gat vinsældir kommúnista var gjöf til þeirra frá Bretlandi, sem gerði þeim fært að eignast talsmann fyrir alla þjóðina í máli, sem varðar líf eða dauða hennar. Þorskafjarðar- heiði aðeins fær jeppum ÞÓ snjór hafi að mestu eða öllu leyti verið ruddur af Þorskafjarð arheiði, er vegurinn um heiðina enn mjög illfær, vegna bleytu og allmikilla skemmda, sem orðið hafa á honum, einkum í Langa- dal. Mun þess enn alllangt að bíða að vegurinn verði fær öðr- um bílum en jeppum, eins og nú horfir. Að lokum segir bréfritari: — Okkur er sagt, að efnahagur nokk urra brezkra hafnarborga muni bíða tjón af því, ef 12 sjómílna landhelgin ítandi óbreytt. En hvaða hleypidómalaus maður get ur haldið því fram, að það sé þýð ingarmeira en efnahagsmál heill ar þjóðar, eða sérstaklega, að það sé örðugra að bæta úr því. Ég er ekki að segja að öll sagan sé þar með sögð, heldur aðeins bent á nokkur atriði í rökum ann ars aðiljans, en svo mikið er víst, að það er kominn tími til að brezk BYGGINGAÞJÓNUSTAN hefur nú verið mikið sótt; hafa um það bil 6000 manns séð sýninguna. Eins og flestum er kunnugt verður áframhaldandi sýning á byggingarefnum og bygginga- hlutum er létta mun fólki mat og samanburð, þar sem því verð- ur við komið. Starfsvið Byggingaþjónustunn- ar er, jafnframt að veita ókeyp- is upplýsingar; um byggingar- efni og notkun þeirra, verðlag og hvaðeina er snertir bygginga- framkvæmdir. Byggingaþjónustan mim einnig standa fyrir fræðsluerindum og Fyrsti hvalurínn AKRANESI, 26. maí. — Fyrsti hvalurinn á nýbyrjaðri hvalveiði vertíð, sem er hin tólfta, var dreginn á land í hvalveiðistöð- inni snemma í gærmorgun. Hval- veiðibáturinn Hvalur II. kom að með hvalinn kl. 6 í morgun. Að þessu sinni hófst hvalveiði- vertíðin viku síðar en t. d. í fyrra. Fjórir bátanna eru við veiðarnar en fimmti báturinn liggur við festar fyrir utan stöð- ina og er hafður þar til taks sem varaskip flotans. A annan mánuð hefur verið unnið að vertíðarundirbúningi í hvalveiðistöðinni. — Fastráðnir starfsmenn hennar streyma nú þangað og sumir hverjir með fjölskyldur sínar. Fastráðnir starfsmenn Hvalveiðistöðvarinn- ar á skipum hennar og í landi eru 135. í fyrra, sem var metár, komu á land í stöðinni 508 hvalir. Þoka er nú á veiðisvæði bát- anna og hamlar slæmt skyggni veiðunum. — Oddur. blöð opinberi það leyndarmál, að það er til önnur hlið á þessari deilu, en sú ein að ;,varnarlausir“ litlir fiskimenn séu hraktir til og frá af fallbyssubátum. Bretland hefur orðið sér til háð ungar með styrjöld sinni gegn varnarlausri smáþjóð. Samt getur það ekki vænzt þess að vinna sig- ur ekki fremur en gegn írlandi fyrir 40 árum. Smáþjóðin mun sigra að lokum, þó hún eigi við ofurefli að etja, því að hún veit að hún hefur á réttu að standa og að öll lífsafkoma hennar er í veði. kvikmyndasýningum varðandi byggingaiðnað. Kvikmyndasýningar þessar og erindi verða í litlum fundarsal við hliðina á sýningarsvæðinu, og er öllum heimill ókeypis að- ÁRSÞING Bridgesambands ís- lands var haldið í Reykjavík laugardaginn 23. þ. m. Á fund- inum voru mættir fulltrúar frá Akureyri, Siglufirði, Borgarnesi, Hafnarfirði, svo og frá bridge- félögunum í Reykjavík, en að sambandinu standa alls 13 bridge félög víðs vegar af landinu. Forseti sambandsins, Ólafur Þorsteinsson, setti fundinn og voru þeir Karl Friðriksson, Ak- ureyri og Eiríkur Baldvinsson, Reykjavík, tilnefndir fundarstjór ar. Ólafur lýsti síðan störfum sambandsstjórnarinnar á sl. starfsári. Voru tvær sveitir send- ar á Evrópumeistaramótið, sem haldið var í Ósló. Sambandið kom á fót bréfanámskeiði með góðum árangri. Auk hinnar venjulegu keppni, er sambandið gekkst fyrir, var haldið svonefnt sumarmót, er þótti takast sérlega vel. Að tilstuðlan sambandsins var vikulega fluttur bridgeþáttur í Ríkisútvarpinu og stjórnaði Eiríkur Baldvinsson þeim þætti. Sökum mikils kostnaðar, m. a. við þátttöku í Evrópumeistara- mótinu var efnt til happdrættis í fjáröflunarskyni og tókst það veL Viðskiptasamning- ur vio JSvipioo framlengdur VIÐSKIPTASAMNINGUR milli íslands og Svíþjóðar, er féll úr gildi hinn 31. marz s.l., hefur verið framlengdur óbreyttur til 31. marz 1960. Bókun um framlenginguna var undirrituð í Stokkhólmi hinn 21. þ.m. af Magnúsi V. Magnússyni, ambassador, og Östen Undén, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Frá utanríkisráðuneytinu PATREKSFIRÐI, 23, maí. — Tog arinn Ólafur Jóhannesson er væntanlegur af Nýfundnalands- miðum í fyrramálið og er hann með fullfermi. Hér verður farm- inum landað til frystingar. Aflx handfærabáta hefur verið góður. — T. A. gangur meðan húsrúm leyfir. í kvöld kl. 20,30 verður önn- ur kvikmyndasýningin fyrir al- menning og framvegis á miðviku- dagskvöldum frá kl. 13—18, nema laugardaga frá kl. 10—12, einnig miðvikudagskvöld frá kl. 20—22. Mörg mál voru rædd á þinginu og voru þau helztu þessi: 1. Ákveðið var að koma á stað undirbúningskeppni vegna vænt- anlegrar þátttöku íslands í Ólym- píumótinu er fram fer í Róm í apríl 1960. Var samþykkt að fela stjórninni að taka síðan, að undirbúningskeppninni lokinni, ákvörðun um þátttöku íslands. 2. Samþykkt var að gera til- raun um að fá hingað til lands- ins sterka erlenda bridgesveit. 3. Lögð var fram tillaga um út- hlutun meistarastiga, eins og tíðkast hjá mörgum þjóðum. Var kosin nefnd til að rannsaka málið og á sú nefnd að skila störfum fyrir væntanlegt sumarmót. 4. Ákveðið var að íslandsmótið 1960 skuli haldið á Siglufirði. Síðan fór fram stjórnarkosning og er stjórnin þannig skipuð: Ólafur Þorsteinsson forseti, Laufey Þorgeirsdóttir, Júlíus Guð mundsson, Björn Sveinbjörnsson, Geirlaug Jónsdóttir, Karl Frið- riksson og Sigurður Kristjáns • son. ¥ Úrslit í 3. umferð sveitakeppni íslandsmótsins urðu þessi: Sveit Hjalta Elíassonar jafnt við Framhald á bls. 19. Byggingarþjónustan sýnir kvikmyndir i kvöld Bridgespilarar undirbúa þátttöku í Ólympíumótinu í Róm KTAKSTEIWIÍ „Alvarlega skelkaðir“ Alþýðublaðið birti s.I. laugar- dag grein, sem það nefnir „Flokkar í vanda á jólaföstu“. Er þar skýrt frá skoðunum Alþýðu- flokks-foringjanna á viðhotfum þeim, er sköpuðust eftir uppgjöf Hermanns Jónassonar hinn 4. des., þegar hann flúði af hólmi og V-stjómin veltist úr völdum. Vegna þess hve þá var náið þar á milii eru einkanlega athyglis- verðar upplýsingar Alþýðublaðs- ins um þau atvik, sem réðu gerðum Framsóknarbroddanna, Alþýðublaðið segir: „Nú höfðu þau tiðindi gerzt suður á Keflavíkurflugvelli, sem höfðu megináhrif á viðhorf Framsóknarmanna, að hafin var rannsókn á starfsemi Olíufélags- ins og HÍS á flugvellinum. Mundu forustumenn Framsóknar vel fyrri olíumál og voru alvar- lega skelkaðir við fleiri slík skakkföll“. Tíminn í gær tekur þetta að visu óstinnt upp og segir: „Framsóknarmenn hafa enga löngun til að hilma yfir neitt í sambandi við það mál. Ef fyrir kemur að trúnaðarmenn sam- vinnufélaga gerast sekir um sviksamlegt athæfi, ber að refsa þeim fyrir brotið“. Af þessu tilefni verður að spyrja: Hver eru dæmi þess, að Tíminn hafi krafizt þess, að til- teknum „trúnaðarmönnum sam- vinnuhreyfingarinnar", sem gerzt hafa „sekir um sviksamlegt at- hæfi“ væri refsað? Hvernig var með okurmál Olíufélagsins um árið? Heldur Tíminn, að almenn- ingi sé ókunnugt um það ofur- kapp, sem ráðherrar Framsóknar lögðu á að stöðva það? Af hverju hefur ekki verið skýrt frá orsök- um forstjóraskiptanna nú? Var forráðamönnum SÍS ókunnugt einum allra um rekstur þessa dótturfélags hins mesta auð- hrings á íslandi? Kokhreysti Tímans nú sann- ar einungis að hann er alvarlega hræddur um, að sitthvað refsi- vert sannist í þessari rannsókn. Þess vegna þykjast „fínu“ menn- irnir — hvergi hafa nálægt kom- ið. Stjórnarmyndun til að bjarga Framsókn frá „hörmungum“ Ólíkindalæti Timans nú stoða ! Framsóknarbroddana lítt. Enda heldur Alþýðublaðið áfram upp- ljóstrunum sínum: „Eina leiðin til að bjarga flokknum frá þessum hörmung- um var myndun rikisstjórnar, þar sem Framsóknarmaður færi með utanrikismál og gæti stöðv- að rannsóknina á flugvellinum. Þetta gat orðið á tvennan hátt: 1) Með því að Emil Jónsson end- urvekti vinstri stjórnina. Ef AI- þýðuflokksmaður yrði þar for- sætisráðherra, hlyti utanríkisráð- herrasætið eftir venjulegum reglum að falla Framsókn í skaut. 2) Með því að mynda þjóð stjórn allra flokka. Þá mundi stærsti þingflokkurinn, Sjálf- stæöismenn, fara með forustu ráðuneytisins, næststærsti þing- flokkurinn fá utanrikismálin, en það er Framsókn. Landhelgsmál- ið var notað sem tylliástæða fyrir þessari hugmynd, en í rauninni vissi Framsókn vel, að íslandi varð mest gagn gert út á við í því máli með því að koma kommún- istum úr stjórn, en ekki með myndun nýrrar stjórnar sem þeir sætu í“. Af þessari frásögn má nokkuð marka hvaða orsakir réðu raun- verulega hinu svokallaða „vinstra samstarfi“. Valdabrask og viðleitni til að fela eigin ávirð- ingar réði mestu en umhugsun um almenningshag sáralitlu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.