Morgunblaðið - 27.05.1959, Blaðsíða 20
VEÐMÐ
Hægviðri, úrkomulaust að mestu
íþróttir
Sjá bls. 18.
115. tbl. — Miðvikudagur 27. maí 1959
Sá guli er gráðugur
1-2 lestir á færið
Opnir bátar frá Akranesi fá mokafla
AKRANESI, 26. maí. — Aldrei í
minni núlifandi Akurnesinga hef-
ir boðizt hér ríkulegri og auð-
teknari afli á opna báta en nú síð
ustu dagana. — Þorskurinn veð-
ur iðulega í torfum hér skammt
undan, vestur á firði. í»á byltir
hann sér í yfirborði sjávarins
með miklum sporðaköstum og
buslugangi. — Þetta er miðlungs-
þorskur, sem er að elta sílistorfur
— og spyr þá ekki að, hvar þær
halda sig í sjónum. Um leið og
hann er innbyrtur veltur upp úr
honum sandsíli og trönusíli.
Um 30 fleytur, trillur og ára-
bátar voru á sjó í gær og fengu
samtals 62 lestir — og er þar
miðað við slægðan fisk. — Afla-
hæstur trillubátanna var Ægir,
með 4,1 lest.
Algengt er, að menn fái eina
lest á færi — hefir meira að
segja komizt upp í tvær — og
oft koma sjö til átta fiskar á
nælonfærið í einum drætti.
V'ormót ungra Sjálf-
stæðismanna nyrðra
AKUREYRI, 26. maí: Félög
ungra Sjálfstæðiamanna hér á
Akureyri, í Eyjafjarðarsýslu og
í Ólafsfirði, halda um næstu helgi
vormót.
Fyrst þessara vormóta verður
f Ólafsfirði á föstudagskvöldið,
þá verður næsta mót að Freyju-
Heillaóskir
þakkaðar
FORMANNI og miðstjórn Sjálf-
ptæðisflokksins bárust í fyrradag
fjöldi skeyta og blóma frá ein-
itaklingum og félögum, þar á
meðal frá frú Ingibjörgu Cl.
Þnrláksson, ekkju fyrsta for-
manns flokksins og Haldóri
Steinsen lækni og fyrrverandi
dlþm., en hann var einn af stofn-
endum flokksins.
Blaðið hefur verið beðið að
flytja sendendunum beztu þakk-
ir fyrir heillaóskirnar.
lundi við Reistará á laugardags-
kvöldið og hið þriðja að Laugar-
borg við Hrafnagil á sunnudags-
kvöldið.
Mótin hefjast öll klukkan 8,30
síðd. Ávörp munu þar flytja Ragn
heiður Helgadóttir alþingismaður
og Magnús Jónsson alþingismað-
ur og Jónas G. Rafnar, lögfræð-
ingur. Þeir Haraldur Á. Sigurðs-
son, Ómar Ragnarsson og Einar
Logi Einarsson, munu flytja
skemmtiþætti og hljómsveit Ieik
ur á milli skemmtiatriða.
„Þorsteinn Ingólfs
sonw tíu ára
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Þor-
steinn Ingólfsson í Kópavogi í
Kjósarsýslu verður tíu ára föstu-
daginn 29. þ.m. í tilefni afmæl-
isins verður haldið fagnaður og
héraðsmót í Hlégarði n.k. laug-
ardagskvöld kl. 9. Ræðumenn
verða Axel Jónsson og þingmað-
ur kjördæmisins Ólafur Thors.
Vél trillunnar bilaði og
engin segl um borð
Trilla sem lýst var eftir komin fram
HÚSAVÍK, 26. maí. — 1 dag
lýsti Slysavarnafélagið í útvarp-
inu, eftir trillubáti héðan frá
Húsavík, sem á var einn maður.
1 kvöld um klukkan 5,30 var
komið með manninn og bátinn
hingað inn. Var þar með lokið
nær fjögurra sólarhringa útivist
mannsins, sem heitir Jóhannes
Sraumland, og er eldri maður.
Hann hafði farið héðan á
föstudaginn var og ætlaði á hand
færi við Grímsey. Blíðviðri var
þennan dag. Á sunnudaginn
barst fólki hans hér orðsending
frá honum þess efnis að hann
myndi ekki koma fyrr en á mánu
dag, eða þá aðfaranótt þriðju-
dags. Er Sraumland var ókominn
að landi í morgun, var sendur
héðan bátur til að leita að hinum
týnda manni. Jafnframt var lýst
eftir bátnum í útvarpið, sem fyrr
greinir.
Það upplýstist að Straumland
hafði ekki tekið með sér segl, til
þess að hafa til taks ef vélin bil-
aði. En það var einmitt það sem
skeði. Aðfaranótt mánudagsins
nokkru eftir að hann hafði sam-
band við bát frá Ólafsfirði og
Straumland hafði tekið stefnuna
til lands bilaði vélin. Seglalaus
barst báturinn nú undan hæg-
viðri og straumi. Mennirnir á
bátnum, sem fóru til leitar, en
það var vélbáturinn Helga sem
fór, töldu sennilegt að trillu
Straumlands væri að finna norð-
vestur af Mánareyjum. Það stóð
líka heima, 8 mílur til NV af
eyjunum, fannst trillan. Var Jó-
hannes hress, en kvartaði um
þorsta, enda hafði hann verið
mjög vatnslítill í rúmlega þrjú
dægur, svo og matarlítill.
Þessi grænlenzka kona kom hingað til Reykjavíkur í gærdag.
Að vísu er það nú orðið svo, að samgöngur milli íslands og
Grænlands eru orðnar svo tíðar, að nú eru það ekki lengur nein
sérstök tiðindi þó Grænlendingar sjáist á götunum hér í Reykja-
vík. En þessi kona var klædd hinum óvenjulega og litskrúðuga
þjóðbúningi grænlenzkra kvenna. Hvílíkur saumaskapur hlýtur
það að vera, að sauma þennan búning. Konan var meðal far-
þega með Sólfaxa í gær og er á leið til Kaupmannahafnar. —
Fimm bátar með
500 tiinnur síldar
AKRANESI, 26. maí. — Fimm
reknetjabátar lönduðu hér tæp-
lega 500 tunnum síldar í dag. —
Voru það eftirtaldir bátar: Svan
ur, sem var með 175 tunnur, Ver
með 145, Ásbjörn með 125, Far-
sæll með 40 og Sveinn Guð-
mundsson með 30 tunnur.
Bátarnir fengu síldina á Norð-
urslóðinni, en þangað sækja stóru
bátarnir einkum á vertíðinni.
— Oddur.
Hvotar - lundur
kvöld
HVÖT, Sjálfstæðiskvennafél-
agið, heldur fund í Sjálfstæðis
húsinu í kvöld og hefst hann
kl. 8,30.
Ragnhildur Helgadóttir, al-
þingismaður, flytur ræðu, en
síðan verða almennar umræð-
ur um væntanlegar kosningar
til Alþingis. Loks verða
skemmtiatriði. — Sjáifstæðis-
konur eru hvattar til þess að
fjölmenna á fundinn og þær,
sem enn eru ekki í félaginu
að ganga í það. Þá er félags-
konum leyfilegt að taka með
sér gesti á meðan húsrúm leyf-
ir.
Vatnajökulsleiðangur kominn
T ungnárbotna
i
Alc/rei fyrr hefur þessi leið verið farin
á bílum svona snemma árs
FRÁ fréttaritara Mbl. á Vatna-
jökli, 24. maí: — Jöklarann-
sóknarfélagið lagði upp í sína
fyrstu ferð á þessu ári á Vatna-
jökul um kl. 10,30 á föstudags-
kvöld og eftir 18 tíma ferð var
komið að skála félagsins í Tungn
árbotnum. Hefur aldrei fyrr ver-
ið farið inn í Tungnárbotna á bíl-
um svona snemma árs.
I leiðangrinum eru 20 manns,
þar á meðal maður frá póststjórn
inni með um 5 til 6000 bréf, sem
verða stimpluð í pósthúsinu á
Grímsfjalli á Vatnajökli. Hefur
póststjórnin gefið út 5000 tölu-
sett umslög af því tilefni.
Fjórir bílar lögðu upp í ferð-
ina, tveir stórir trukkar frá Guð-
mundi Jónassyni með beltisbíl-
um aftan á, ferðabíll Sigurjóns
Rist, vatnsmælingamanns, og BP
tankbíll. Hefur BP veitt þá beztu
þjónustu, sem völ var á með því
að senda benzínið á snjóbílana
Kœrufrestur til 6. júní
KÆRUFRESTUR vegna kjörskrár er til 6. júní næstkom-
andi. Kjörskráin er miðuð við búsetu 1. desember síðastlið-
inn. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðs-
húsinu, II. hæð, veitir yður upplýsingar varðandi kjörskrána
og aðstoðar við kjörskrárkærur. — Kjörskrársími: 12757.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga frá kl. 10—6 e .h.
Sjáltstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um námsfólk, sem er erlendis og annað
fólk, sem verður fjarverandi á kjördag innanlands og utan.
Símar skrifstof unnar eru 12757 og 1356 0.
alla leið upp í jökulröndina og
dæla því þar á tunnur á sleðun-
um og það fyrir sama verð og ef
afgreitt hefði verið heim í hús i
Reykjavík.
Helmingur leiðangursmanna
var í bíl Sigurjóns, sem er að
fara að líta eftir vatnsmælum við
Tungná og Þórisvatn, en hinir
dúuðu í snjóbílnum aftan á trukk
unum alla leiðina.
Það tók fjóra tíma að komast
yfir Tungná á Hólsvaði, þar sem
farið er yfir ána á fjórum álum
og er sá breiðasti 400 m. Var ná-
lægt helmingi meira vatn í ánni
en venjulegt sumarvatn, eða hátt
í 200 m8 sek. Óðu þeir Sigurjón
og Guðmundur Jónasson á und-
an með stóra járnkarla og könn-
uðu leiðina. Gekk yfirferðin
ágætlega.
Komið var í Tungnárbotna síð-
degis á laugardag og gist í skál-
anum um nóttina. Búið er að
flytja beltisbíla, sleða og farang-
ur upp í jökulröndina og snúa
trukkunum við í bæinn. Hiti hef-
ur komizt mest upp í 16° síðan
síðast var litið eftir mælunum í
október sl. haust, en frost orðið
mest 25° í vetur.
Siglufjarðarskarð
brátt opnað
SIGLUFIRÐI, 26. maí. — Snjó-
ruðningi í Siglufjarðarskarði er
nú að mestu lokið. Verður veg-
urinn væntanlega opnaður til um
ferðar á fimmtudag eða föstudag.
Hér hefur verið sérstök veður-
blíða undanfarið, sólskin og stafa
logn dag hvern og menn hafa
slegið túnbletti heima við hús
sín.
— Stefán.
Veður var gott á leiðinni og
ágætt skyggni. Er mikið farið að
grænka í byggð, t. d. kominn lit-
ur á túnið á Galtalæk. Sem dæmi
um hve vel vorar í ár, má geta
þess, að hér upp við Vatnajökul
eru útsprungin vetrarblóm. — í
dag er suddarigning, en líkast til
að birta upp. Lagt verður á jök-
ulinn í kvöld, sunnudagskvöld,
eða á morgun.
Leiðangursmenn eru allir
hressir og kátir og biðja fyrir
beztu kveðjur. — E. Pá.
/ gSampandi
sólskini
Vatnajökli v/R-345, 26. maí. —
Vatnajökulsleiðangur Jöklarann-
sóknarfélagsins kom í skálann á
Grímsfjalli klukkan 7,45 í morg-
un, eftir 18 klukkustunda ferð á
jöklinum á beltisbílum og með
farangur á sleðum. í dag hafa
verið miklar annir í pósthúsinu
hér á jöklinum og hefur póstaf-
greiðslumaðurinn stimplað með
hinum þar til gerða póststimpli
um 6000 bréf, mest ábyrgðarbréf.
Búið er að ljúka nokkrum hluta
fyrirhugaðra mælinga hér við
Grímsvötn og mun þeim ljúka á
miðivkudag. Mun leiðangurinn
þá halda lengra inn á jökulinn.
Hér er dómaslegt veður, 9 stiga
hiti í forsælunni, og glampandi
sólskin. —■ E. Pá.
Valur vann
Keflavík 2:1
ISLANDSMÓT 1. deildar var
sett í gærkvöldi. Fyrsta leik móts
ins léku Valur og Keflvíkingar.
Valsmenn fóru með sigur af
hólmi, 2 mörk gegn L