Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 6
€ M OR^r vi?r. 4Ð1Ð Föstudagur 19. júní 1959 Útihátíðahöld féllu víð- júní ast hvar niður 17. Fannkoma og vefrarveður á Norðurlandi og kuldi um allt land SÍÐUSTU sólarhringa hefur versta veður gengið yfir Iandið með kulda og snjókomu víða. Varð vegna veðurs að hætta við úti- hátíðahöld og íþróttakeppnir í flestum bæjum og kauptúnum iandsins. Snjókoman varð mest á vestanverðu Norðurlandi, en um allt land var kalt veður og hvasst 17. júní. Mbl. átti í gær tal við fréttamenn víða um land og fara hér á eftir frásagnir þeirra af þjóðhátíðardeginum, en það mun nærri einsdæmi að slík veður gangi yfir landið eftir miðjan júní. Akranesi, 18. júní: — 17. júní hátíðahöldin hófust með guðs- þjónustu í kirkjunni kl. 1.30. — Sc'knarpresturinn, séra Jón M. Guðjónsson, predikaði. Allar úti skemmtanir féllu niður vegna kulda og hvassviðris. Aftur á móti var kvikmyndasýning í Bíóhöllinni kl. 9 uni kvöldið og á eftir var dansleikur á Hótel Akranes, sem stóð til kl. 2. — Barnadansleikur var í íþrótta- húsinu kl. 5 til 7 síðdegis. — Oddur. ★ Stykkishólmi, 18. júní: — öll- um hátíðanöldum hér í bæ varð að aflýsa í gær vegna óhagstæðs veðurs, en kalt var í veðri og stormur. Dansleikur var háður í samkomuhúsinu um kvöldið. Undanfarna daga hefur verið óstillt veðrátta og gróðri því lít- ið farið fram. í dag er aftur á móti gott veður, sól og hiti. — Fréttaritari. ★ Isafirði, 18. júní: — Kalsaveð- ur var hér í gær. Um morgun- inn gekk á með hagléljum og all- hvassri norðaustanátt. Var því ákveðið að útihátíðahöld féllu niður að mestu leyti. Þegar á leið daginn var komið bjart veður og sólskin og fór þá fram knattspyrnukeppni milli félaganna Harðar og Vestra. Keppt var um KR-bikarinn. sem er farandbikar. Að þessu sinni vann Hörður með þremur mörk- um gegn einu. Einnig fór fram handknattleikur stúlkna. Um kvöldið var dansað í sam- komuhúsum oæjarins. í dag er veður betra, en þó kalt og eru sprettuhorfur slæm- ar nema veðurfar hlýni. — GK. ★ Blönduósi, 18. júní: — Aðfara- nótt 17. júní snjóaði mikið hér um slóðir og var alhvít jörð nið- ur í sjó um rr.orguninn. í Laxár- dal í Austur-Húnavalnssýslu var stórhríð eins og á vetrardegi. Snjókoma nú var meiri en í hríðinni 7. júní, en ekki er kunn ugt um fjárskaða. Öll hátíða- höld, sem fyrirhuguð viru 17. júní, féllu niður. — Fréttaritari. ★ Sauðárkróki, 18. iúní: — Hér höfðu verið ákveðin mikil úti- hátíðahöld í gær en þau féllu niður. Var hér norðanstórhríð og kuldi. - .lukkan sex síðdegis var kvikmyndasýning og um kvöldið var dansað. Allajafna hafa Skagfirðingar safnazt saman á Sauðárkróki 17. júní. en að þessu sinni komust menn ekki frá heimi!*im sínum og var því mjög fámennt hér í gær. Elztu menn muna ekki aðra eins tíð um þetta leyti árs og hér hefur verið undanfarið. Má nefna sem dæmi, að í Göngu- skörðum hefur sett niður mann- hæðarháa skafla síðustu daga. — jón. , ★ Siglufirði, 18. júní: — Versta veður gerði hér á þriðjudags- kvöld og hélzt það alla nóttina og í gær. Gekk á með roki og snjókomu og varð alhvítt niður í sjó. Siglufjarðarskarð varð ó- fært í gærkvöldi og tepptust margir bílar fyrir innan, þar á meðal áætlunarbíll, fullur af fólki. Álitið er að eins mikill snjór sé í Skarðinu nú og síðast þegar mokað var. Síðdegis í dag var byrjað að moka Skarðið, en það er mikið verk. Hátíðahöld í tilefni dagsins féllu öll niður í gær nema inni- skemmtanir og fótbolti á íþrótta vellinum. Bærinn var fánum skreyttur og eins skip á höfn- inni. Sildveiðiskipin liggja hér inni vegna veðurs, og þar á meðal nokkrir norskir síldveiðibátar, sem ætla að fiska bræðslusíld og fara með heim til Noregs. Sjó er nú farið að lægja úti, en engin hreyfing er komin á flot- ann. Veður er orðið sæmilegt hér inni í bænum, en ekki er sumarlegt um að litast, alhvítt af snjó niður að húsum. — Guð- jón. ★ Akureyri, 18. júní: — í gær var hér norðanveður oy slydda og fóru öll hátíðahöld fram innanhúss. Hófust þau með sam- komu í Nýja bíói og samkomu- húsi bæjarins kl. 2. Hermann Stefánsson, formað- ur þjóðhátíðarnefndar, setti samkomuna og frú Svava Jóns dótir, leikkona. flutti ávarp fjall konunnar, er. karlakórinn Geys- ir söng. Séra Bragi Friðriksson flutti lýðveldisræðu, en Jón Ein- arsson, nýstúdent, flutti minni Jóns Sigurðssonar. Þá voru sýndir þjóðdansar og kl. 5 til 6 voru barnasýningar í samkomu- húsinu. , Klukkan 9 um kvöldið hófst fjölbreytt skemmtun, með leik, kórsöng, tvísöng og gamanvísna- söng o. fl. Var aðsókn mjög mikil að hátíðahöldunum allan daginn og komust færri að en vildu. — Mag. ★ Húsavík, 18. júní: — Hér voru fyrirhuguð útihátíðahöld 17. júní, en þau féllu niður vegna veðurs. — Á mánudaginn var hér blíðviðri með 16 stiga hita, en svo snögglega skipti um að á þriðjudag var hitinn kominn niður í frostmark. í gær var hér hríðarveður og alhvítt niður í fjallsrætur. í dag er betra veð- ur, en þó éljagangur. Hátíðahöld dagsins hófust með messu í kirkjunni og pre dikaði séra Stefán Lárusson, prestur á Vatnsenda. Eftir messu söng karlakórinn Þrymur ætt- jarðarljóð o. fl. Sigurjón Jó- hannesson, skólastjóri, flutti minni dagsins og frú Ragr.heiður Guðjóhnsen las ættjarðarkvæði. Um kvöldið var dansað í sam- komuhúsinu. — Fréttaritari. ★ SeySisfirði, 18. júní: — I gær var hér mjög slæmt veður og snjóaði niður í hlíðar. — Fóru hátíðahöldin því fram innan- húss. Nú sá ungt fólk um þjóð- hátíðahöldin og þótti takast mjög vel. Hátíðin hófst með guðsþjón- ustu í kirkjunni kl. 2. Sóknar- presturinn, séra Erlendur Sig- mundsson, predikaði. Síðan var haldið í félagsheimilið Herðu- breið og stjórnaði Anna Katrín Emilsdóttir hátiðinni þar. Stefán Gunnarsson hélt ræðu fyrir minni lýðveldisins, en Heimir Steinsson talað' fyrir minni Seyðisfjarðar. Emil Jón- asson, símastjóri, las upp og að lokum sýndi fimleikaflokkur undir stjórn Björns Jónssonar áhaldaleikfimi. Um kvöldið var dansað. Tíð hefur verið vond hér síð- ustu daga og er nú þungfært yfir Fjarðarheiði. — Fréttaritari. ★ NeskaupstaS, 18. júní: — Há- tíðahöldum, sem fyrirhuguð voru hér í gær, var aflýst vegna veðurs, en í gær snjóaði alveg niður í kaupstað þó snjóinn festi ekki á götunum. Oddskarð varð Sr. Jóhann Minningarorð Briem í ÐAG er kvaddur hinztu kveðju í dómkirkjunni séra Jóhann Briem fyrrum prestur að Melstað í Miðfirði, er andaðist hér í bæn- um 77 ára að aldri. Hann var sonur séra Steindórs í Hruna Jó- hannssonar prests á sama stað, en bróðir hans var séra Ólafur Briem á Grund, faðir séra Valdi- mars sálmaskáldsins alkunna. Móðir séra Jóhanns á Melstað var Camilla Pétursdóttir Hall, verzlunarmanns í Reykjavík. Sem barn man ég vel, þegar séra Jóhann Briem kom til Mel- staðarprestakalls sumarið 1912, þá nývígður. Þar hóf hann kenni- mannsstarf sitt við kirkjurnar fjórar, heimakirkjuna, Kirkju- hvammi, Staðarbakka og Núp, svo að ég telji þær í réttri messuboðleið. Þarna starfaði hann öll sín prestskaparár. Margs er að minnast og margir helgidagar eru mér í huga, þegar hið bezta og fegursta frá bernsku árunum rann saman í eitt, sam- fylgd foreldra og systkina til kirkjunnar, þar sem skyldfólk og vini var að hitta, — en fyrst og fremst var þar presturinn okkav, prúðastur allra manna. Mer fannst það, sem hann sagði, koma ET; WFHfM skrifor ur * ^ dagBega lífina . Æ’ „Stór-Brcia röddin“ kveður við. „Sjómaður" skrifar: TLI engum hafi farið eins og mér, að þegar ég í þessari kosningabaráttu, sem nú stend- ur yfir, hefi hlustað á, eða lesið málflutning Framsóknarmanna þá dettur mér einlægt Stór-Bret- inn í hug. Eru það ekki einmitt þær röksemdir, sem Englending- ar eru einlægt að stagast á, að þeir hafi um aldir fiskað við strend- ur íslands innan þeirra fiskveiði- takmarka, sem nú gilda, og senda svo bryndreka sína hingað til að vernda veiðiþjófana, sem er hér um bil það sama og að segja íslendingum stríð á hend- ur. Og hver voru viðbrögð Eng- lendinga, þegar nýlendur þeirra fóru að reyna að losna úr ný- lendukúguninni? Var það ekki einmitt þetta, að slá á þá strengi, að þeir stæðu á svo miklu hærra menningarstigi en nýlendan, og því væri farsælast fyrir nýlend- una að láta Englendinga ráða yfir sér, og héldu því jafnvel fram að allt myndi fara í kaldakol hjá þessari lágmenningarþjóð, ef Englendingar slepptu af henni hendinni. Fyrsta boðorð Bretans var að láta hann ráða og svo að nýlendan keypti nógu mikið af enskum vörum. Er það ekki einmitt þessi rödd, sem einlægt kveður við i mál- flutningi Framsóknarmanna í þessari kosningabaráttu Einlægt eru þeir að stagast á að þessi úrelta, rangláta kjördæmaskipt- ing sé orðin svo gömul, að hún sé heilög séreign strjálbýlisíns. Og eru þeir ekki einlægt að stag- ast á því hve menningin í sveif- unum sé á miklu hærra stigi en í Reykjavík og fjölbýlinu, og hrópa hátt um það að ailt myndi fara í I.undana, strjálbyggðin eyðast, og jafnvel ísland tapa frelsi sínu, ef kosningarlagafrum varp það, sem samþykkt var á nýafstöðnu Alþingi, næði fram að ganga. Menn mega kalla mig hvað sem þeira vilja, en ég ekki stillt mig um að láta þá skoðun mína í ljós, að mér finnst Fram- sóknarbroddarnir tala til íslend- inga í Reykjavík og fjölbýlinu alveg eins og Stór-Bretinn talar til nýlendna sinna. En ég skal líka kannast við, að þótt ég oft og tíðum hafi haft tækifæri til að hlusta á mál bænda utan af landsbyggðinni, þá hefi ég aldrei heyrt þenna málflutning af þeirra vörum. Ég held, að þessi mál- flutningur sé aðeins til í kalli stjórnmálabryndreka Framsókn armanna, sem virðast ætla að búa til úr honum einskonar pólitiskt atómskeyti, sem eigi að mola á augabragði alla mótstöðu nýlend unnar við að reyna að hrista af sér misréttið. Það væri sorg- legt tii þess að hugsa, ef þessi málflutningur bæri tilætlaðan árangur, og þessum mönnum tæk ist að kveikja eld haturs eða koma af stað eins konar köldu stríði milli sveita og kaupstaða, en engum mætti vera Ijósara en einmitt bændunum í strjálbýlinu hver myndi tapa mest á því stríði. Flyzt ekki bændamenning in til afkomendanna? HVERJIR eru það, sem nú búa í Reykjavik og öðrum kaup stöðum landsins? Eru það ekki mennirnir úr strjálbýlinu, sam síðastliðin 60 ár hafa flutzt th kaupstaðanna, og þeirra afkom- endur? Ef þessi marglofaða bændamenning stendur ekki dýpri rótum í lífi einstaklingsins en svo, að hún detti af honum strax og hann setur fót smn inn fyrir takmörk kaupstaðanna, þá er hún ekki eins mikils virði og af er látið, Aldrei finnst mér Framsóknar flokkurinn hafi teflt fram veik- ari rökum en í yfirstandandi kosningabaráttu, en aldrei hefur blekkingarmoldviðrið verið meira né hærra galað. En þó tek- ur þessi Stór-reta rödd út yfir allan þjófabálk, hún hlýtur að skera í eyru hverjum íslending, sem ekki er staurblindur af stjórn mála-glákómu. Ég trúi á sigur réttlætisins, ég trúi að íslending- ingar mun sigra í landhelgisdeil- unni, og ég trúi aff Reykjavík og fjölbýlið muni ná rétti sínum í kjördæmamálinu“. ófært í nótt, en í morgun var brotizt yfir það á jeppabifreið- um. — Fréttaritari. ★ Höfn, Hornafirði, 18. júní: —. Á Höfn í Hornafirði hófst þjóð- hátíðin með því, að fólk safnað- ist saman við kaupfélagið, en þaðan var gengið í skrúðgöngu á íþróttavöllinn. Fór þar fram margs konar keppni í ýmsum íþróttum. , Um kvöldið var svo aftur safnazt saman í samkomuhúsinu. Þar var sameiginleg kaffi- drykkja. Eymundur Sigurðsson flutti lýðveldisræðuna. Guðrún Björnsdóttir kom fra:r. sem Fjall konan. Þá fluttu ræður Bene- dikt Þorsteinsson og Gunnar Snjólfsson, en Eysteinn Péturs- son las upp. Á milli ræðuhalda voru sungin ættjarðarljóð undir stjórn Eyjólfs Stefánsosnar. Að likum var stiginn dans. Árni Stefánsson, verzlunar- maður, stjórnaði samkomunni, en hreppsfélagið og ungmennafé lagið stóðu að hátíðahöldunum. Veður var kalt og talsverður vindur. — Gunnar. þráðbeint frá himnum, prestinum væri aðeins falið að segja orðin. Mikill og góður söngur jók líka á hátíðleik guðsþjónustunnar. Þá eru barnaguðsþjónusturnar, þegar séra Jóhann var einn með ýmsum börnum eftir messu, tal- aði við okkur um trúarefni, kenndi okkur lög og ljóð, sem eru mér ávallt ný og björt. _ Hef ég kennt þau fjölda barna. Ég minn- ist og fermingarfræðslu hans, hví rækileg hún var, þrungin af hjart-ahlýju og ábyrgðartilfinn ingu gagnvart okkur og íramtíð okkar. En strangur var hann um fyllstu athygli nemendannau Þannig var hann í mínum aug- um fyrirmyndar kennarinn. Öll síðari kynni af séra Jó- hanni, jafnvel eftir að ég flutti úr heimasveit minni, báru svo gersamlega blæ af samvistum við hann á þessum fyrstu árum og fléttuðust við minninguna um bernskuheimili mitt, að mer fannst þessi vinur okkar vera alltaf eins og nýkominn í hér- aðið. Hann var alltai nákvæm- lega hinn sami: Hið fagnandi vinarþel hans, þessi tíginmann- lega háttvísi, sem aldrei brást. Prúðmennskan, sem var etns og sístreymandi tær lind, hlaut sí- felldlega að minna á þau orð, sem hann flutti í embættisklæðum og undirstrika þau. Ræður hans af stóli og við síðustu vinakveðjur báru því einnig vitni sömu smexk vísi, voru djúpar að hugsun hins gáfaða manns og reistar á traust- um trúargrundvelli. Þess vegna virðist mér litla sveitakirkjr.a mín hafa borið fulla reisn mó’.s við önnur guðsþjónustuhús sem og ég hef síðar þekkt á lífsleið minni. Séra Jóhann Briem var frá- bærri tónlistargáfu gæddur. Hafði hann afburða eyra og söng smekk og var ágætur organisti. Lagði hann mikið starf í að glæða söng í kirkjum sínum, enda held ég að áhugi hans hafi mætt fús- leik söngfólksins. Voru hátíða- söngvar séra Bj. Þ. sungnir mjög oft .og ógleymanlega á bernskuárum mínum, og mikill tími fór í æfingar. Enginn sá eft- ir því. Karlakór stjórnaði séra Jó- hann, sem söng við ýms tækifæri um langt skeið við ágætan orðs tír, enda samvaldir, bæði söng- menn og söngstjóri. í fáum og fáts.-klegum kveðju- orðum er margt ósagt, en ég hugsa mér kunnuga spyrja: Ætlar hann ekki að nefna gest- risnina á Melstað, ekki einungis á messudög m, x.eldur alltaf? Ekki skal því gleymt. Þar var séra Jóhann einnig í fremstu presta röð. En gestamóttaka hvíl- ir auðvitað fyrst og fremst á hús- móður staðarins. Ég tel frú Ingi- björgu Briem, sem nú lifir mann sinn, hafa innt af hendi eitt hið mikilsverðasta starf sem konur vinna. Hjartanlega fögnuðu þau Framh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.