Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 19
Fösíudagur 19. júní 1959 MORGUNBLAÐIÐ 19 | „Svikið heiui það oldiei“ S ALFREÐ GÍSLASON sagði um flokk sinn, Alþýðubanda- $ lagið, á fundi þess í fyrri viku: „Svikið hefur það aldrei, S hvorki málefni né samherja". \ Alþýðubandalagið þóttist ætla að koma hernum úr landi, S en í 2% ár sátu jafnfast: kommúnistar í ríkisstjórn og • varnarliðið í stöðvum sínum. Þótt það sé vel, að liðið var S um kyrrt, sviku kommúnistar með þessu kjósendur sína. I Þjóðviljinn sjálfur getur gefið vitnisburð þar að lútandi. S Hinn 21. júní 1956 hefur blaðið eftir Einari Andréssyni i verzlunarmanni: „Ég kýs Alþýðubandalagið vegna þess, að S ég treysti því bezt til að koma hernum úr landi. Það tel s ég mái málanna“. \ Og daginn eftir segir Grétar Oddsson í viðtali við blaðið: S „Ég treysti Alþýðubandalaginu til að beita sér fyrir því, að \ herinn verði þegar í stað rekinn burt úr landinu". S Sama dag segir í viðtali við annan kjósanda, Bjarna • Amgrímsson að nafni: S „Hvers vegna styður þú Alþýðubandalagið? i Að sjálfsögðu eru til þess margar ástæður. Ég tel einna s mikilvægast af öllu, að við losnum við herinn.“ S Þetta sögðu kjósendur kommúnista fyrir síðustu Alþingis- S kosningar. Skyldu þeir vera sammála Alfreð Gíslasyni, j sem segir um „Alþýðubandalagið“: „Svikið hefur það $ aldrei“? — Ræða Gunnars Thoroddsens Framh. af bls. 11 Við eigum einnig að skilja það hiklaust og skynja, að afl og orku höfum við I óvenjuríkum mæli, þar sem eru fossar, fall- vötn og hverir með vellandi vatni og gjósandi gufu. Og við eigum að gefa því gæt- ur, að hin auðugu fiskimið land- grunnsins, og hveraorkan, og fossaaflið skapa okkur svo mikla möguleika til vaxandi velmeg- unar og bættrar afkomu, að við þurfum engu að kvíða, ef hæfi- leikar og þrautseigja þjóðarinn- ar fá að njóta sín. En um leið og þessar staðreynd lr þurfa jafnan að standa okk- ur skýrt fyrir sjónum, verður að skilja það, að til eru fleiri manneskjur í veröldinni en við — og að einmitt til þess að ís- landi vegni vel, þarf að temja sér háttvísi og vinsamleg skipti við aðrar þjóðir. Enginn skilji nú eða túlki orð mín svo, að við eigum að sýna útlenzkum árás- arseggjum mildi og umburðar- lyndi, þegar þeir beita ofbeldi og yfirgangi. Því fer fjarri. En um leið og staðið er fast á réttinum, — reynt að þekkja mátt og möguleika lands og þjóð- ar, er háttprýði og drengskapur affærasælast í skiptum við önn- ur lönd, eigi síður en milli ein- staklinga innbyrðis. Fyrir íslenzku þjóðina er hollt að minnast þess, að hún þarf jafnan að hafa og halda sér í minni boðorð gríska vitringsins um hvað er varanlegast og hvað er erfiðast af öllu: Vonin, bjart- sýnin, trúin á framtíðina má aldrei bregðast, því að vonin er varanlegust í heimi. Og þótt erf- iðast sé af öllu að þekkja sjálf- an sig, er þjóðinni það óefað hollast og heilbrigðast að stunda þá viðleitni. Hún mun reynast varanlegt og traust vegarnesti. Kosn.ingasknfstofur Sjálístæðisflokksins í, Reykjavík AÐALSKRIFSTOFUB Sjálfstæðishúsið, sími 17100. Valhöll Suðurgötu 39, sími 18192 — 17100. H VERF ASKRIFSTOFUR: 1. Vesturbæjarhverfi: Morgunblaðshúsinu, II. hæð, simi 23113. 2. Miðbæjarhverfi: Breiðfirðingabúð, súni 23868. 3. Nes- og Melahverfi: KR-hús, sími 23815. 4. Austurbæjarhverfi: Hverfisgrötu 42, sími 23883. 5. Norðurmýrarhverfi: Skátaheimilinu við Snorrabraut, simi 23706. 6. Hlíða- og Holtahverfi: Skipholti 15, simi 10628. 7. Laugarneshverfi: Sigtún 23, simi 35343. 8. Langholts- og Vogahverfi: Langholtsveg 118, simi 35344. 9. Smáíbúða- og Bústaðahverfú Breiðagerði 13, sími 35349. Hverfaskrifstofurnar eru allar opnar frá kl. 2 e. h. til 10 e. h. daglega og veita allar upplýsingar varðandi kosn- ingarnar. —■ Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að hafa samband við kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins. H eildariðgjald atekjur Sjóvá 40 40. AÐALFUNDUR Sjóvátrygg- ingarfélags íslands h.f., var hald- inn 8. júní og sýna reikningar fé lagsins að það stendur með mikl- um blóma. Heildar iðgjaldatekjur Sjóvá námu rúmlega kr. 40.000.000,00, og er það 8 milljónum króna aukning frá árinu áður. Iðgjaldatekjur hinna ýmsu deilda eru: Sjódeild kr. 15.705.000,00. — Brunadeild kr. 5.898.000,00. Bif- reiðadeild kr. 11.078.000,00. — Ávyrgðartryggingardeild krónur 2.948.000,00. Líftryggingardeild kr. 4.068.000,00. millj. kr. deildir félagsins var lagt til hlið ar krónur 18.697.000,00 eða 3.255.000,00 krónur hærri upp- hæð en árið áður. Iðgjaldavara- sjóðir lífdeildar voru við síðustu áramót um kr. 34.687.000,00 og hafa þeir hækkað um yfir 2 milljónir. Áberandi er, að stór- felld aukning hefur orðið á ný- tryggingum lífdeildar síðastliðið ár, en þær námu 23,4 milljónir netto. Um áramótin síðustu voru í gildi líftryggingar samtals rúm- lega 118 milljónir, eða 15,6 millj. hærri en í árslok 1957. Samtals viru gefin út rúmlega 17.000 ný skírteini á árinu, en 42.500 endurnýjunar- og iðgjalda kvittanir í sambandi við fram- lengingar. í reikningum félagsins birtist' einnig reikningur eftirlauna- sjóðs starfsmanna félagsins, en hann var við árslok 2.481.000.00 krónur, og hefur aukist um 359.000,00 á árinu. Framkvæmdastjóri félagsins er i Stefán G. Björnsson, en stjórn i félagsins skipa þeir Halldór Kr. I Þorsteinsson, skipstjóri, formað- I ur, Lórus Fjeldsted, hrl., Sveinn Benediktsson, forstjóri, Ingvar Vilhjálmsson, forstjóri, Geir Hall grímsson, hrl. Samkvæmt lögum félagsins I áttu þeir Halldór Kr. Þorsteins- j son og Lárus Fjeldsted að ganga I úr stjórninni, en þeir voru báðir 1 endurkosnir. Til vara fyrir tjónum og ið- gjöldum fyrir sjó-. bruna-, bif- reiða og ábyrgðartryggingar- Arthur Gook látinn Hjartanlega þökkum við dætrum okkar og tengdason- um, barnabörnum og öðrum vandamönnum og vinum, sem glöddu okkur á 40 ára hjúskaparafmælinu 7. þ.m. Guð blessi ykkur öll. , Elinborg og Pétur Björnsson, Álfaskeiði 45, Hafnarfirði. Öllum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu, á sextugs- afmæli mínu, færi ég mínar innilegustu þakkir, og bið Guc að blessa ykkur öll. Pálmar Jónsson, Unhól. Skrifstofum vorum verður lokað vegna jarðarfara í dag frá kl. 12—4 eftir hádegi. Heildverzlunin Helda hf. FRÁ ENGLANDI barst sú fregn, að Arthur Gook trúboði og rit- stjóri hafi andazt í gær. Hann var 76 ára að aldri. Rétt nýlega hafði hann lokið við að þýða alla Passíusálmana á ensku. Þessa mæta manns verður minnzt nán- ar síðar. Krístjónsdóttir Frú Guðmunda Fædd 4. nóv. 1921. Dáin 25. apríl 1959. Kveffja frá vinkonu. Ég sendi þér hjartans Munda mín, milda kveðju og ástar þökk. Ég veit að nú ljómar þér sólarsýn. En mig sveipar hryggðin djúp og klökk. Þín vinátta var mér líf og ljós, ljúfsæt angan og fögur rós. Það er svo margt sem ég þakka þér. Þú varst svo glögg og skilningsgóð. Og því er það ástfólgin unun mér. Að yrkja þén hér mitt kveðjuljóð. Og biðja þann Guð sem oss líf fékk léð. Að lýsa nú upp þinn hvílubeð. Lof se Guði sem líf þér gaf, og lét þig geislum á veg minn strá. Og veitti þér lífsins lindum af, Og leysti þig sjúkdóms-viðjum frá. Hann breiði nú umhverfis beðinn þinn. Blessaða íslenzka vor-ylinn. Þitt hjarta var gott og hönd þín hli. Þú hafðir tekið svo mikinn arf. Og nú munu áform og atliöfn ný, þér eftirláta nýtt kærleiks starf. í himinsins-veldi við hörpuslátt Þú heimkomu-von svo fagra átt. Eiginmaður minn ÞORSTEINN JOHNSEN frá Vestmannaeyjum, lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík 16. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðrún Johnsen. Ástkær eiginmaður minn SVERRIR ÁSKELSSON málarameistari. andaðist í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 18. júní. Jarðarförin ákveðin síðar. Halldóra Ólafsdóttir. Ég þakka samúð auðsýnda við andlát og jarðarför HALLBJARNAR HALLDÓRSSONAR prentara. , Kristín Guðmundardóttir. Innilegar þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug í langri legu og við andlát og útför GUÐRtNAR JÓNSDÓTTUR Njálsgötu 22. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson. Þöllum innilega alla samúð og veitta aðstoð við andlát og jarðarför bróður okkar JÓNS JÓNSSONAR frá Laug. Systkinin. Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hjálp við fráfall unnusta míns og föður okkar ' GRÉTARS GfSLASONAR Sérstaklega þökkum við íbúum Gerðahrepps fyrir kær- leiksríka og drengilega aðstoð á einn og annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Sveinbjörg Kristinsdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.