Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. iöni 195. t»is 3 A5 nenna að vakna, hugsa og vinna Rabbað við Krislján á B.S.A. sextugan — Ég vil enga grafskrift yfir mig, því það er langt þangað til ég hrekk upp af, að minnsta kosti ef ég má einhverju um það ráða sjálfur. — Það er fjarri mér, Kristján, að ætla að fara að skrifa um þig eftirmæli. En mig langaði til þess að rabba við þig ofur- litla stund í tilefni af sextugsaf- mælinu. — Ja — so. En þú verður að vera fljótur, því eftir klukku- tíma fer Viscountinn í loftið, og ég er að fara suður með honum. Ég er staddur inni á skrifstofu Kristjáns Kristjánssonar for- stjórá á Akureyri, eða Kristjáns á B.S.A. sem síðar varð hans við- urnefni. Þennan þjóðkunna at- hafnamann þarf vissulega ekki að kynna nánar, því enginn mun hafa rætt við hann meira en mínútu, svo honum sé hann ekki 'kunnur jafnan síðan. Kristján er sonur Kristjáns Kristjánssonar, er lengi var verk- stjóri við símalagningar, en var fyrrum bóndi í Ljósavatnsskarði. Kristján yngri er fæddur að Kambsstöðum í Ljósavatnsskarði 19. júní 1899. Foreldrar hans flutt úst til Akureyrar árið 1905. Inn- an við fermingu fór Kristján að vinna fyrir sér i sveit og var þar til fermingaraldurs. Alls voru þeir bræðúr fjórir talsins, og dóu hinir ungir úr berklum. Sjálfur var Kristján á Vífílsstöðum í eitt ár. Strax er Kristján hafði yfir- unnið veikindi sin, tók hann að vinna ýmis verkamannastörf hér á Akureyri og stundaði s jó mennsku um skeið. Hafði hann m.a. á hendi beituflutninga til Siglufjarðar. Voru þeir tveir fé- lagar, sem fluttu beituna á opn- um báti, er Andvari nefnist. Var Kristján skipstjóri, auðvitað rétt indalaus, því sjómennsku hafði hann aldrei lært. Voru ferðir þeirra stundum sögulegar, svo sem þeir urðu eitt sinn í svarta þoku að fara með fjörum og þræða inn á firði og víkur vestan megin Eyjafjarðar. Gekk sú ferð seint og erfiðlega, en heilir náðu þeir samt til hafnar. Þá stundaði Kristján síma- VJnnu hjá föður sínum, var m.a. við lagningu línunnar yfir Siglu- fjarðarskarð. Var það um 1920, og var Kristján þá stauramaður. Ekki var þá alltaf notalegt að fara á fætur til vinnunnar, því ærið var kalt á stundum. Voru ■þess dæmi, að þeir félagar urðu að þíða skóna sina við prímus- loga til þess að komast i þá á morgnana. Þannig röbbum við nokkra hríð um æskudaga Kristjáns og ber margt á góma. Unglingsárin voru þrotlaus vinna, engin skóla- ganga, nema sú fábrotna barna- fræðsla, er þá tíðkaðist. — Ég var fermdur upp á kver- ið og faðirvorið og hef ekkert lært um æfina, nema það sem ég hef stautað mig áfram sjálfur, segir Kristján og glottir við. — Námið hef ég fengið í lífsins skóla. — Og hvenær hefst svo bílaút- gerðin? — Ég keypti fyrsta Fordinn 1921. Kom við á Húsavík á leið til Siglufjarðar í símavinnu. Bíll- inn var ræfill og stóð á tunnum inni í skúrræfli hjá Bjarna Benediktssyni á Húsavík. Seljand inn var Gunnar Snorrason og kaupverðið 2000 kr. — Siðar fékk ég svo bílinn með skiþi til Akureyrar, því þá var enginn vegur kominn milli Húsa- víkur og Akureyrar. Þá voru veg irnir ekki komnir um allt eins og nú er, þótt menn kvarti stöð- kertin. Ég þaut’aftur í mótorhús og tókst fljótlega að koma rokkn um í gang aftur, og gekk allt vel suður. Á leiðinni norður kom ekk er fyrir, fyrr en komið var að | 0g er hreinasta furða, hvað þeir fjarri því að Grjótá sé nokkur hitaveita, þar sem hún kemur beljandi undan fönnunum í hrika legum fjallgarðinum norðan Öxnadalsheiðar. Þarna urðum við sem sagt að yfirgefa bílinn í miðri ánni og halda hundblautir gangandi nið- ur að Þverá í Öxnadal, en þar náðum við fyrst i síma. Þetta er um 18—20 km leið, og var ekki laust við, að við ferðafélagarnir værum hálf krangalegir, þegar þangað kom. — Var ekki meðferðin hálf slæm á bílunum hér á ður á þess- um vondu vegum. — O. jú, jú. Blessaður vertu. Þeir voru margsinnis yfirhlaðnir, Grjótá á Öxnadalsheiði. Þar rambaði bíllinn á heljarmikinn stein í miðri ánni og vildi ekki fyrstu hæð nýbyggingarinnar viB Suðurlandsbraut . Eftir að hafa hugleitt þetta ofurlitla stund kemur mér í hug að spyrja þennan brautryðjanda á sviði landferða, hvernig hann hafi getað komið þessu öllu 1 verk. Hann lítur á mig eins og hann vilji segja. — Heldurðu að ég geti útskýrt það fyrir þér í nokkr um orðum. Dæmalaus fáráðling- ur ertu drengur. Ég tek mig á og spyr. — Hvert telur þú frumskil- yrðið til þess að komast til bjarg álna í þessu lífi? Og Kristján svarar samstund- is: — Að nenna að fara * fætur á morgnana, hugsa og vinna. Hverju þjóðfélagi er hollast, að einstaklingurinn fái áð ráða sem mestu um gerðir sínar, sé það í honum að nenna að vinna. Óstundvísi er þjóðarböl, en hana rekur maður sig allsstaðar á. komust. En það var töggur í Ford inum. Auðvitað var viðgerðar- kostnaður mikill og ágóðinn ekki alltaf mikill á hverri ferð. Ég get sagt þér frá ofurlitlu ferða- lagi frá fyrstu árunum. Ég þurfti fram í Grund. í ferðinni mátti ég gera 7 sinnum við „púnkter - ingu“ og þá gat ég ekki meir, | Þetta opinbera fargan og ófrelsi Kristján Kristjánsson ugt yfir vegarskorti og ilium veg llengra, hvernig sem við streitt- um. Frá Akureyri var þá hægt að aka fram að Saurbæ, út fyrir Hörgá og fram hjá Krossastöðum á Þelamörk. —- Á þessu vegakerfi byrja ég svo aksturinn árið 1922 með þenn an eina bíl. 1923 stofna ég svo Bifreiðastöð Akureyrar og hef 3 bíia. Ökumenn auk mín voru þeir Ebenharð Jónsson og Jón Jósefs- son. Með byggingu Kristneshælis á árunum 1926 og síðar hóf ég vöru bílarekstur. Byrjaði með tvo vörubíla. Þann rekstur hafði ég svo samhliða fólksbílarekstrinum og síðar rekstri áætlunarbifreiða. Bifreiðastöð Akureyrar rak ég allt til ársins 1956. Flestir voru bílarnir á stöðinni á stríðsárun- um eða alls 48 talsins, og voru starfsmenn mínir þá 98. — En hvað um rekstur lang- ferðabifreiðanna. Hvenær hófst hann? — Ég fór fyrstu ferðina suður um land 1929. Þá var ekki bílfært alla leið til Reykjavíkur, óg fór ég því til Borgarness. Síðan fór ég hópferð suður 1930 og undir- bjó þá um leið suðurferðir, er hófúst reglulega árið 1931. Fyrst var farið í Hvalfjörðinn og fóik* ið ferjan yfir hann, en þar tóku svo bílar Steindórs við og fluttu til Reykjavíkur. Nokkur ár voru norðanferðirnar til Borgarness og Akraness, en síðan var farið yfir Hvalfjörð, er sú leið opnaðist. Hélt nú B.S.A. uppi daglegum ferðum til Suðurlands, auk þess austur um land til Húsavíkur, Kópaskers og til Austfjarða. — Margt hefir nú á daga þína drifið, Kristján, á fyrstu árum ökumennskunnar. Geturðu ekki sagt mér frá einhverju atviki, sem þér er sérstaklega minnis- stætt? — Það væri þá ekki nema ég segði þér frá því, þegar ég bleytti í templurunum. Það var sumar- ið 1929, að ég fór með fjóra goodtemplara á eitthvert þing í Reykjavík. Ég man að meðal þeirra voru Þorsteinn M. Jóns- son, Friðrik Á. Brekkan og Guð- björn Björnsson. Þetta var ein- mitt fyrsta ferðin héðan frá Akur eyri og suður til Borgarness. Gekk hún allvel suður. Við fórum svo með bát til Reykjavíkur og í þeirri ferð lá við slysi, því báts- umst við að ýta. Þá blotnuðu templararnir upp í mitti, og hræddur er ég um, að þeim hafi kólnað ónotalega, því það er svo endirinn varð sá, að ég tróð heyi í dekkið og þannig hafði ég mig í bæinn aftur. Ég þegi við litla stund og virði fyrir mér þennan þreklega og kjarkgóða myndarmann, sem sýnilega ber 60 árin enn létt. Hann var gleðimaður á yngri ár- um, en segist nú vera hættur þessu alveg. — Kannske vitkast maður með árunum, eða maður nennir ekki að standa í þessu, segir hann og hlær við. En ein- hvertíma hefir þessi maður þurft að taka til hendinni. í dag á hann stórbyggingu á Akureyri, rekur hér bifreiðaverzlun Fórdumboðið og verzlun með varahluti, enn- fremur rekur hann yérkstæði og sumrstöð. í Reykjayík er hann að reisa stórhýsi yfir starfsemi sina þar. Þar hefir hann einnig Fordumboð, varahlutasölu og verkstæði ög rétt þessa dagana nú fyrir sextugsafmælið sitt flutti hann starfsemina inn á á öllum sviðum er að drepa þjóð- ina. Ef ég vil byggja hús yfir starfsemi mína, þá á ég að ráða því sjálfur, hvernig það er, en ekki einhverjar nefndir og skrif- stofurassar í opinberum stofnun- um. Það er neyð fyrir þann, sem vill bjarga sér að þurfa að skriða fyrir nefndum og ráðum til þess að fá leyfi til að vinna. Eftir þessa gusu tökum við áf- mælisbarnið upp léttara hjal ofur litla stund. Þá lítur Kristjánr á úrið sitt ,hringir á flugstöðiha. Flugvélin fer eftir hálftímá. Við- talið er búið. Kristján þrífur með sinni heljarstóru hendi í mína og þakkar mér fyrir komuna. Ég óska honúm til hamingju mej 60 árin og bið honum góðrar ferð ar því leiðin liggur til útlanda, þar sem hann mun dveljast hjá dóttur sinni Kolbrúnu og tengdá- syni Guðmundi Jónassyni að Enebæervej 70, Hjallese, Odense, Danmark. vig. Karl Halldérsson; Þeim er ekki sjálfrátt ÞAÐ var bjart yfir vordögum íslands og íslendinga árið 1944. Hinn mikli draumur hafði rætzt. Þá var þjóðin ein sál, og stofn- aði lýðveldi sitt. 17. júní hefur verið og á að vera tákn hinnar traustu sam- stöðu þjóðarinnar fyrir 15 árum. Þá ber að slíðra sverðjn og víkja flokkspólitískum málum til hlið- ar. En nú hefur það gerzt, að dag- blað Framsóknarflokksins, Tím- inn, hefur rofið þessa þjóðarein- ingu. Og hvers vegna? Vegna þess að mikill meiri hluti Al- þingis hefur samþykkt eitt mesta réttlætismál á þessari öld, og ákveðið að leggja það undir dóm allra atkvæðisbærra roanna í landinu. Þegar borin eru saman blöð tveggja stjórnmálaflokka á þjóð- hátíðardaginn. Morgunblaðið og Tíminn, fer ekki hjá því að fólki verði ljóst, hvílikur reginmunur er áhugarfari og háttvísi þeirra manna, sem þessum blöðum stjórna. Fremsta síða Morgunblaðsins er eingöngu tileinkuð 15 ára af- mæli lýðveldisins, og hún gerð af tveimur ágætum listamönn- um. Þá er á áttundu síðu blaðsins rifjaðir upp og birtar myndir af ýmsum atburðum í sambandi við ofbeldisaðgerðir Breta gagn- vart íslendingum. Á það ekki sízt vel við 17. júní. Flokkadeilur áttu ekki rúm í blaðinu þennan stórhátíðardag. Allt öðru jnáli er að gegna varð- andi Tímann. Fremsta síða þess blaðs er öll þakin níði og rógi um pólitíska andstæðinga. Og yfirskriftin er, líklega með stærsta letri blaðs- ins: „Gunnar Thoroddsen viður- kennir undanlátsstefnu Sjálf- Ég er ekki viss um hvað kallast landráð og hvað ekki. En þegar blað þess forsætisráð- herra, sem fór með völd, þegar deilan við Breta hófst, sem nú er yfirstandandi, dróttar því að Sjálfstæðisflokknum, einmitt á sjálfum þjóðhátíðardeginum, að hann hafi verið og sé tilbúinn að svikja í landhelgismálinu, þá kemur mér ekki annað í hug, en Karl Halldórsson að slík sk,if eigi að falla undir hið ógnumslungna orð, landráð. Það er rétt að menn athugi að Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa að baki sér um helming þjóðar- innar. Ef Bretinn tryði orðum Tim- ans, gæti hann rólegur glott í kampinn. Það er aðeins eitt, sem að einhverju leyti afsakar slík skrif og annað hátterni Framsóknarmanna nú. Þeim er að verja ranglæti, glata fyrr eða síðar sjálfum sér. Mér kemur einmitt í hug grein á síðustu síðu Tímans þ. 17. júní. Þar er verið að verja um- mæli skólastjórans á Hólum í Hjaltadal, varðandi stórkost- lega fækkun fólks í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, ef fyrir- huguð kjördæmabreyting yrði lögfest. , Morgunblaðið sagði frá þess- um ummælum skólastjórans þ. 14. júní. Þremur dögum seinna rýkur Timinn upp með offorsi miklu, og segir slíkt „aumkunar- verðan útúrsnúning", en fellur svo auðvitað sjálfur í gröfina, viðurkennir ummælin, og það með breyttu letri. Þar með vottar Tíminn, að frambjóðandi Framsóknarflokks ins, Kristján Karlsson, skóla- stjóri Bæ ídaskólans á Hólum í Hjaltadal, hafi lýst yfir því, að til auðnar horfi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, ef bændur þar hefðu ekki áfram márgfald- an rétt á við stéttarbræðnr sína í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Suður-Þingeyjarsýslu og víðar, til þess að hafa áhrif á skipan Alþingis. Ég efast ekki um að skólastjór inr á Hólum sé starfi sinu vax- inn, og brýn: fyrir nemendum sínum þegnskap og réttlætL Þess vegna er mér nær að halda, að hann mundi veigra sér við að standa inni í skólastofu og segja við pilt úr Kjósinni: Það er sanngjarnt að þú hafir tiu sinnum minni rétt til að kjósa fulltrúa á Alþing, en pilturinn úr Miðfirðinum, sem situr við hliðina á þér. En nú er þessi ágæti skóla- stæðisflokksins í landhelgismál- vélin drap á sér, komst vatn á | inu“. ekki sjálfrátt, þeir eru haldnir ,stjóri ekki á sínum stað. Hann er illum anda, og sannar það bezt11, '•röllahöndum, eins og flestir málstaðinn. Menn, sem vitandi I liamsóknarmenn í dag. vits ganga frata fyrir skjöldu til I Karl Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.