Morgunblaðið - 19.06.1959, Síða 10

Morgunblaðið - 19.06.1959, Síða 10
10 MORCVlSJiL 4Ð1Ð Föstudagur 19. júní 1959 tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavtk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. // EF DRENGSKAPURINN ER DREGINN FRÁ" Svo rís hvert vor og Ijómar Island állt. En ef þér finnst þaö stundum snautt og kalt, á drengskap þinn og ástúö þína alla þin eigin móöurjörö er þá aö kalla. Þessar fögru hendingar í hinu ágæta kvæði Tóm- asar Guðmundssonar, sem Morgunblaðið birti á Þjóð- hátíðardaginn, lýsa áreiðanlega rétt hug flestra íslendinga þá. Því miður virtist ísland snautt og kalt í vorbirtunni að þessu sinni. Víða varð sá hluti hátíða- halda, sem úti átti að vera, að falla niður, vegna veðurs og vissulega mátti ekki kaldara vera hér í Reykjavík þó að tíu þús- undir manna söfnuðust saman til að vera viðstaddir hina hátíðlegu vígslu Laugardalsvallar. En íslendingar eru ómildu veðri vanir. Á sjálfum stofndegi lýðveldisins 1944 var dimmt í lofti, vosbúð og kuldagjóstur á Lögbergi. Engu að siður eru fáir eða engir dagar bjartari í minn- ingu þeirra, sem þar voru staddir og þjóðarinnar allrar, en einmitt 17. júní 1944. Á sama veg varð veðurharkan nú til að minna menn á megin- kjarna þjóðhátíðarinnar: Nauð- syn þess, að allir standi saman þegar á reynir um að þjóna fóst- urjörðinni hver á sinn veg, þrátt fyrir allan ágreining. Þjóðhátíð- inni er ætlað að sýna þjóðarein- ing ofar dægurdeilum. Það vakti því furðu margra, þegar þeir lásu Tímann og Þjóð- viljann á þjóðhátíðardaginn, í hverjum anda þessi blöð mann- anna, sem til skamms tíma réðu mestu um mál þjóðarinnar, voru skrifuð. Á þeim degi, þegar allir sæmilegir menn telja sjálfsagt að láta vopnin hvíla, þá var vopna- burður þeirra með eitraðasta móti. Þjóðviljinn hélt áfram þjófnaðarásökunum sínum á fyrri samstarfsmenn. Og Tíminn vildi m. a. kenna andstæðingum sínum á íslandi um herhlaup Breta hingað til lands! Sá dagur, sem öðrum fremur er lagaður til að sýna þjóðareiningu íslands út á við, var valinn til lubbalegra sakargifta í því máli, sem í öðru orðinu er þó sagt, að allir ís- lendingar standi sameinaðir um! Tíminn lét ekki sitja við það að kasta steinum að þeim, sem nú eru á lífi, heldur var og í for- ystugrein blaðsins hafið grjótkast að leiði Hannesar Hafsteins. Það var ekki að ástæðulausu sem Hannes kvað á sínum tíma: Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor. Kuldi veðurfarsins er meinlaus miðað við þann kulda, sem skáld- ið hér yrkir um. Grímur Thom- sem kvað um hann: Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á; en kaldara und rifjum er kon- ungsmönnum hjá, kalinn á hjarta þaðan slapp ég. Svo lýsti Grímur vist sinni meðal valdstreitumannanna í Danmörku á miðri 19. öld. Vald- streitan hefur auðsjáanlega enn sömu áhrif og þá. Braskið um vegtyllur og baráttan fyrir sér- réttindum blindar þessum mönn- um sýn. Það er tími til kominn, að þjóðin losi þá úr álagahamn- um. Forseti íslands lýsti hugar- ástandi þeirra rétt, þegar hann við vígslu Laugardalsvallarins sagði: „Ef drengskapurinn er dreginn frá íþróttinni, þá verður berserks gangurinn einn eftir“. JAFNRÉTTI KVENNA Hinn 19. júní 1915 fengu kon ur jafnrétti við karl- menn um kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Jafn- réttið var að vísu nokkrum tak- mörkunum háð í upphafi, en þær takmarkanir eru nú fyrir löngu úr gildi fallnar. Hinn 19. júní verður því ætíð heiðursdagur í hugum íslenzkra kvenna og allra þeirra, er unna jafnrétti og frelsi. íslenzkar konur héldu lengi þennan dag hátíðlegan og notuðu hann einkum til að safna fé til byggingar Landspítala. Með for- ystu sinni í því máli unnu þær stórvirki, sem ekki mun falla í gleymskunnar dá. Sem betur fer er nú vaknaður skilningur á því, að þjóðinni allri ber að annast þessi efni og eru þó ætíð marg- háttuð líknarmál, sem konur eru öðrum hæfari til að hafa for- ystu L Konur hafa ekki síður en karl- ar neytt kosningarréttar síns. Nú er mönnum óskiljanlegt, að svo skammt sé síðan, að þessum frumrétti var haldið fyrir þeim. Á Alþingi hafa hins vegar sára- fáar konur setið. Frú Auður Auðuns nefndi eina af ástæðunum fyrir því, þegar hún benti á það fyrir skömmu, að allar þær konur, sem setið hafa á Alþingi, hafa þangað verið kosnar með hlutfallskosn- ingum, ýmist með landskjöri áður fyrri, eða nú á seinni árum verið valdar af listum hér í Reykja- vík. Konur vilja ekki leggja út í þá hörðu og oft persónulegu baráttu, sem er krafizt í ein- menningskjördæmum. Einmenn- ingskjördæmin hafa þess vegna hér á landi jafngilt banni við setu kvenna á löggjafarþingi þjóðarinnar. Rökin fyrir breyttri kjördæma- skipun og kosningaaðferð eru mörg, en þessi eru einnig sannar- lega þung á metum. Stjórnmál ráða ekki síður miklu um líf og hamingju kvenna en karla. Þeirra er þess vegna ekki síður þörf á Alþingi Islend- inga en karlmanna. Hinar nauð- synlegu umbætur á kjördæma- skipuninni munu fyrirsjáanlega greiða götu þeirra þangað og mun því kjördæmabreytingin eft ir á metin sem mikilsverður þátt- ur í raunverulegu jafnrétti allra íslendinga, einnig að þessu leyti. ' Peningornir gefa verið góðir // diplómatar" Nokkrar horfur á, að Indland og Pakistan sameinist um virkjun stór- fljótanna sex, sem verið hafa þrætuepli undanfarin 12 ár. — Gert ráð fyrir framlagi frá Alþjóðabankanum CJÓLIN svíður helming lands- ins, yfir hinn helminginn fljóta beljandi árstraumar — og allt er á kafi í skuldum. Þannig lýsti brezkur em- bættismaður ástandinu í In- dus-dalnum fyrir nokkrum árum. — Það eru ekki ein- ungis þessi þrjú vandamál, sól, vatn o^ peningar, sem fólk á þessum slóðum hefur þurft að glíma við, heldur hafa pólitísk vandamál und- anfarin tólf ár sameinast nátt- ■ Picasso — fékk dýrling í kaupbæti. úruöflunum í þessum efnum — og oft svo hatramlega, að við borð lá, að styrjöld bryt- ist út milli Indlands og Pak- istans. - ★ - Um Indus-dalinn renna sex stórfljót, Indus, Jhelum, Chenab, Ravi, Sutlej og Beas, sem ýmist koma upp í Tíbet eða Indlandi, renna um Indland og Pakistan og út í Arabíska hafið. — Um fimm þúsund ára skeið — þar til Ind- land skiptist í tvö sjálfstæð ríki — voru allar framkvæmdir sam- eiginlegar við skurða- og áveitu- kerfin miklu, sem segja má, að séu lífsskilyrði meira en 50 milljóna manna á svæði, sem er stærra en allt flæðiland Nílar. Árið 1947 voru landamæralín- ur samt sem áður dregnar um Indus-dalinn, og þá byrjuðu erfiðleikarnir. — Pakistanar sök- uðu Indverja um, að þeir hefðu stöðvað framrás vatnsins, og of- stækisfullir stjórnmálamenn í Pakistan sögðu: — Við kjósum fremur skjótan hetjudauða en a'5 láta kyrkja okkur hægt og hægt. — Nehru sagði aftur á móti, að Pakistanar krefðust alls vatnsins, á sama tíma og stór landsvæði í Indlandi væru að skrælna vegna þurrka. Árið 1951 gerði Banda- ríkjamaðurinn David Lilienthal, sem stjórnað hafði hinum miklu stífluframkvæmdum í Tennessee- dalnum, áætlun, þar sem gert var ráð fyrir stórvirkjunum í fljótun- um sex í Indlandi og Pakistan, €>-------------------—--------- Picasso gerist verndari dýrlingsins St. Severins Kaþólskir eru œfir — en Jóhannes páfi trúir lisfamanninum fyllilega fyrir gröf dýrlingsins H I N N frægi, spænski málari, Pablo Picasso, hefur nýlega gerzt verndari eins af dýrlingum ka- þólsku kirkjunnar. — Svo er mál með vexti, að hann hefur eignazt höll eina mikla í Suður-Frakk- landi, Vauvanargues, hvar hann hyggst setjast að til frambúðar. Eigninni fylgir réttur til þess að bera gamlan, franskan aðals- titil — titil ættar þeirrar, er lengst sat eignina. — Sérfræðing- ar í titlum og skjaldarmerkjum bera ekki brigður á, að lista- manninum beri réttur til að taka sér hina göfugu nafnbót, þar sern hann hefur keypt höllina. Hins vegar fer Picasso sjálfur ekki dult með það, að hann láti sér í léttu rúmi liggja aðalstign og titla. En meira fylgir kaupunum en aðalstitillinn einn. Sem kaupandi umræddrar hallar, er hann jafn- framt orðinn eigandi kapellunn- ar gömlu, sem tilheyrir „slotinu" — og þar er einmitt gröf hins smurða dýrlings, St. Severins. Kaþólskir eru hreint ekkert hrifnir af því að láta hinn heilaga Severin í veraldlegar hendur spænsks listamanns, sem þar að auki er enginn annar en hinn umdeildi Picasso. — En Jóhannes páfi tekur þessu sem öðru með stökustu rósemi. — Hann hefur svarað hinum áhyggjufullu því til, að Picasso sé þó að minnsta kosti af góðum, spænskum ætt- um kominn — og hann kveðst sannfærður um, að heilagur Severin njóti hins bezta hvílu- staðar í landi hans. — ★ - En aðrir, sem eru veraldlegar þenkjandi, hafa annað í huga í þessu sambandi. — Þeim kemur það fyrst í hug, að nú muni fólk taka að streyma í stríðum straum um til kapellunnar í Vauvan- argues til þess að skoða gröf dýr- lingsins — en þó kannski mest til þess að sjá í svip „geggjaða Spánverjann" — þ. e. Picasso. Hér eru gistihúsa- og veitinga- húsaeigendur fyllilega „með á köttinn" — enda hafa þegar verið opnuð þrjú veitingahús og eitt gistihús í námunda við gröf heil- ags Severins ,.. , . mm ...... M IIIIII ■ IIIIIIÉNÍ Kortið sýnir afstöðu stórfljót- anna sex, sem valdið hafa hvað mestum deilum með Indverj- um og Pakistanmönnun . en hingað til hafa aðeins um 20% alls vatnsmagnsins verið að fullu nýtt. — Samkvæmt áætlun Lilienthals, skyldu Indverjar og Pakistanar, ásamt Alþjóðabank- anum, leggja fram sameiginlegt fjármagn til framkvæmdanna. — Framtíðarhorfur um samvinnu þóttu hins vegar ekki sérlega bjartar í fyrstu. Ofstækisfutl þjóðernisstefna og innbyrðis hat- ur hinna tveggja ríkja var þar enn Þrándur í Götu. Nú virðast aftur á móti mögu- leikar til, að áætlanir Lilienthals geti orðið að veruleika — líf milljóna manna gerbreytist og eitt þeirra deilumála, sem ógnað hafa heimsfriðinum hverfi úr sögunni. — Forseti Alþjóðabank- ans, Eugene Black, hefur nýlega dvalizt bæði í Indlandi og Pak- istan og er nú á heimleið, fullur bjartsýni. Og löndin tvö hafa fengið loforð um miklar, alþjóð- legar fjárveitingar til fyrirhug- aðra framkvæmda, ef af þeim verður. - ★ - Það er þó ekki fyrst og fremst heilbrigð skynsemi, sem hér hef- ur sigrað. Að baki ákvörðun Ind- verja og Pakistana um að reyna að binda endi á deilurnar, sem eru hvorum tveggja til jafnmikils skaða, liggur vitneskjan um hættu þá, sem báðum ríkjunum stafar frá Tíbet, sem nú er her- tekið af kínverskum kommúnist- um. — Menn gera ráð fyrir, að Nehru og forseti Pakistans, Ayub, muni hittast innan skamms til þess að fjalla um einstök atriði þessa máls og freista þess að gera út um deilumálin. Alþjóðabankinn hefur hér enn sannað, að hann er það afl, sem getur ráðið úrslitum í stórpóli- tískum deilumálum. — Fening- arnir geta verið góðir „diplómat- ar“. Handbók Veltunnar Veltan ea- í fullum gangi. — Sendið áskor- unarseðlana strax. Opið allan daginn í dag. Fjáröflunarnefnd Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðshúsinu Simar: 24059 og 11U79.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.