Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. júní 1959 MORGVNTtLAÐlÐ 11 Ávarp forseta tslands, he rra Ásgeirs Ásgeirssonar Ef drengskapurinn er dreginn frá íþróttinni þá v erður berserks- gangurinn einn eftir Ásgeir Ásgeirsson flytur ræðu sína. Góðir íþróttamenn, og aðrir áiheyrendur! Vér erum hér samankomin í dag af góðu tilefni, vígslu þessa veglega íþróttasvæðis í Laugar- dal. Vér nefnum hann eftir Laug- unum hér rétt fyrir ofan, sem sjálf Reykjavík dregur nafn sitt af. Þangað hefir sjálfsagt verið farið til lauga og íþróttaiðkana frá upphafi íslands byggðar, þó ekki fari sögur af, svo skammt sem var að sækja frá höfuðbóli Ingólfs og hans ættmanna. En við, sem nú erum komin á sjötugs aldur, munum fyrst eftir gömlum konum á leið í laugar með allt of stóran poka á baki og þvottabala utan yfir. Þær tyltu sér stundum á stein, án þess að leysa af sér byrðina, og áttu erfitt með að standa upp aftur. Það var hinn gamli tími niðurlægingarinnar. Litlu neðar hér í dalnum voru Sundlaugarnar, og eru enn, þar sem börn og unglingar byltu sér í volgu vatni og böðuðu sig í sólskini. Það var æskan, sem átti fyrir höndum að leysast úr læð- ingi, hinn nýi tími, sem nú er kominn á það stig, að vér get- um í dag vígt þennan mikla leik- völl, sem vissulega er sniðinn við vöxt og bjarta framtíð. Vér sjá- um hylla undir íþróttahöllina hér austur af, og þegar votta fyrir hinni nýju sundlaug vestan til. Framtíðinni, æskunni og iþróttunum eru hér búin hin beztu skilyrði. „íþrótt“ er norrænt orð, hljóm mikið og víðtækt að merkingu. Það nær nánast til alls, sem má einn mann prýða. „Iþróttir kann ég átta“, stendur einhversstað- ar, og mun fleiri má þó greina, ef allt er talið. Likamsíþróttir voru að fornu fari meðal annars sund og glíma, hlaup, róður og Ræða biskups herra Ásmundar Guðmundssonar: Án réttlætis fær engin jb/óð iifab Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. (Matt. 6,33). í DAG eru liðin 15 ár frá stofnun lýðveldis vors og full 40 ár frá því, er ísland varð fullvalda ríki. 1. desember 1918. Þá var fyrsti sunnudagur í jólaföstu og guð- spjallið innreið Krists í Jerúsa- lem, koma hans til höfuðborgar þjóðar sinnar. Með óumræðileg- um áherzluþunga hljómuðu þá til þjóðar vorrar orðin: „Sjá, konungur þinn kemur til þín“. Þessu megum við íslendingar aldrei gleyma. Kristur kemur til vor. Hann einn á að vera kon- Ungur vor. Ó, að vér mættum á þessari þjóðhátíð vorri sjá hann í anda, sannleikskonunginn eilífa, ímynd hinnar æðstu veru — eilífan ljóma dýrðar Guðs og hátigriar, og heyra hann flytja konungsboð skap sinni Leitið fyrst rikis Guðs og rétt- lætis, og þá mrui allt þetta veitast yður að auki. Vér megum ekki misskilja þessi orð svo, að Krist- ur eigi með þeim aðeins við Guðsríki á himnum. Hann kom til þess að stofna Guðsríki á jörðu og á við það. Hann mælti í upphafi allsherjarstarfs síns: Guðsríki er komið í nánd, og síðar: Guðsríki er mitt á meðal yðar. Hann sagði við lærisveina sína: Föður yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið, og kenndi þeim að biðja föðurinn: Komi ríki þitt. Verði vilji þinn svo á jörðu sem á himni. Það skyldi dagleg bæn þeirra. Hann sá Guðsríki komið í mætti og dýrð. Það var dýpsti veruleiki jarðlífsins. Hvað þarf til þess að fylgja konungsboðskapnum? Ekki það eitt að segja: Herra, herra, held- ur það að gjöra vilja föðurins á himnum. Því að Guðsríki er ríkið, ’ r sem vilji Guðs ræður. Það sýnir öll kenning Jesú og einkum bænir Faðir vorsins og Fjallræða hans, þar sem hann segir upp lög og stjórnarskrá Guðsríkis á jörðu. Guðsríki er Guð sjálfur £ krafti sínum og kærleika og samfélagið við hann. Leita Guðs umfram allt, ís- lenzka þjóð. Að vísu hefir oss orðið það að andvarpa líkt og Símon Pétur: Far frá mér, herra, því að ég er syndugur maður, og vér hljótum með blygðun að játa, hve fylgd vor við konunginn er veik og ófullkomin, hve fjarlæg vér er- um honum og hjörtun lítt snortin af kærleika hans. hversu mín var trúin treg að treysta á mannsins son. En svo framarlega sem þjóðin leitar Guðsríkis af heilindum hugarfarsins, þá er engu að kvíða. Sé viðleitni hennar til þess að fylgja konungi sínum einlæg og sönn, þá er sá þroski fram- undan, að vér getum sagt: Vér höfum ekki séð hann, en elsk- um hann þó, vérhöfum hann ekki nú fyrir augum vorum, en trúum samt á hann. Sé um það spurt af öllu hjarta jafnt á heimilum sem í þingsölum og stjórnar, . hver sé Guðs vilji og reynt að breyta eftir því, þá mun blómgast í þjóðlífinu: Kærleiki, frelsi, sannleiki, rétt- læti. Konungurinn Kristur nefnir réttlæti sérstaklega. Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis.Þaðermeg inþáttur í boðskap hans. Þeir, sem hungrar og þyrstir eftir rétt- lætinu, eru sælir. Og ]postuli hans nefnir það fyrst, er hann lýsir því, hvað Guðsríki sé. Án réttlætis fær engin þjóð lif- að því lífi, er líf getur talizt. Þar sem það skortir í félagslífi, við- skiptalífi og stjórnmálalífi og eingöngu er spurt um eiginhags- muni og flokkssjónarmið, þar grefur um sig siðaspilling og and legur dauði. En sú þjóð, sem leitar fyrst ríkis Guðs og réttlætis, á lífið. Ég hefi staðið við Dauðahafið og horft yfir það. Þar er hvergí að sjá vott af lífi, enginn gróður, enginn fiskur, heldur deyr allt, sern hylst öldum þess. Hversu óumræðilega ömurleg sjón. Svo er sú þjóð, sem hefir gefizt rang- lætinu á vald og rofið sambandið við Guð sinn og föður. En ég hefi einnig staðið við Genesaret, bjarta vatnið fiski- sæla, þar sem hvarvetna lifir þróttmikill og fagur jurtagróður og trén, er bárur þess lauga, breiða út laufmikið lim, og allt er þrungið lífi. Þannig er sú þjóð, sem á vilja Guðs að æðstu lög- um. Þar er gróandi þjóðlíf. Sú þjóð er sæl og í sannleika frjáls. Hún breytir fagnandi eftir innra lögmáli hjarta síns. Um leið og hún finnur Guð sinn, finnur hún sjálfa sig. Og þá mun allt þetta veitast yður að auki — öll önnur gæði. Vér sjáum eitthvað af þeim sann- leik endurspeglast í frelsisbar- áttu vormanna íslands, framför- unum, er af henni hafa leitt á ótal sviðum landinu til heilla. í krafti heilagrar guðstrúar lögðu þeir fram líf sitt. Það má segja um þá hvern og einn hinna beztu og mestu eins og Jón Sigurðsson: Kom Guðs rödd og sagði: Þú drýgja skalt dáð og duga þíns fósturlands byggðum. Þá sór hann að hræðast ei hatur né völd né heilaga köllun að svíkja. Leitið fyrst ríkis Guðs og rétt- lætis, og þá mun allt þetta veitast að auki, allar lífsnauðsynjar, allt sem vér- þörfnumst til þess að lifa mannsæmnu lífi. Þá mun dafna hér fjölþætt menningar- líf og atvinnuhættirnir blómgast. Þá munum vér taka meir og meir náttúruöflin í þjónustu vora, gróður breiðast út um óbyggðir og eyðisanda og vér sitja sjálfir hafs vors höfuðmið. Þá verður frelsi vort ekki hneppt í fjötra né skert andlegt fullveldi vort. Þá mun Fjallkonan fagna með framtíðardaginn ungan á armi. Þá mun ísland verða það, sem Guð ætlaði því, er hann lét það rísa úr sæ — ríki hans. Leitið fyrst Guðs ríkis. Allt sem mig hefir langað og langar til að segja við þjóð mína, felst í þessum konungsboðskap Krists, því að eitt veit ég, að hann hefir orð eilífs lífs og er hinn heilagi Guðs. Þetta vil ég einnig, að verði kveðja mín ásamt þökk til þjóðar minnar: , Ásmundur Guðmundsson Ó, land, land, land. Heyr orð Drottiris: Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Gleðilega þjóðhátíð í Jesú nafni. vigfimi. En smíðar, rúnarista, tafl, skáldskapur og hö.puslátt- ur voru einnig íþróttir. Allt and- legt og líkamlegt atgerfi var eink unn íþróttamannsins, og litið niður á „ófróða menn og íþrótt- lausa“. f Njálu eigum vér hina snjöll- ustu lýsing hins mikla íþrótta- manns. Það er lýsing Gunnars á Hlíðarenda, þegar hann kemur fyrst til sögunnar: „Hann var mikill maður vexti og sterkur. — Hann hjó báðum höndum og skaut. — Hann hljóp meir en hæð sína. — Hann var syndur sem selur. — Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður — blá- eygður og snareygður og rjóður í kinnum. '— Manna var hann kurteisastur — ráðhollur og góð- gjarn, mildur og stilltur vel, vin- fastur og vinavandur“. Það er mikill fengur að eiga svo forna og fagra lýsing hins ágæta íþrótta manns. Vér skulum gæta þess vel, að láta ekki merkingu þessa fornhelga orðs „íþrótt", þrengj- ast frá því sem hér er greint! Ef drengskapurinn er dreginn frá íþróttinni, þá verður berserks- gangurinn einn eftir. Góðir áheyrendur! Hér erum vér stödd við vallarvígslu, að vísu i hvössu og allköldu veðri, en áhorfendasvæði eru þéttskip- uð, og hundruð ungra íþrótta- manna í fylkingum um víðan völl. Þetta er hin fegursta sýn, hátíðleg stund, og vér sjáum í anda æskulýð framtíðarinnar, sem á eftir að helga þennan völl með mörgum afrekum við hrifn- ing og fagnaðaróp alþjóðar. Þetta er gleðistund og góður vígslu- dagur, 17. júní, afmælisdagur Jóns Sigurðssonar og vors unga endurreista lýðveldis. Lifi ættjörðin og minning Jóns Sigurðssonar! Ræða Gunnars Thoroddsen 17. júni Eigum. fullan SLÓferbiiegan og söguíegan rétt á öliu landsgrunninu Góðir íslendingar! Nokkrar árþúsundir eru liðnar, síðan er sú saga gerðist, sem mig Gunnar Thoroddsen langar til að greina ykkur frá. Maður nokkur kom til eins af vitringum forn-Grikkja og lagði fyrir hann spurningar, sem vitr- ingurinn svaraði öllum af djúpri speki. Ein spurningin var á þessa leið: Hvað er varanlegast af öllu í heimi? Svarið var: Það er vonin, því að hún lifir með manninum, þó að hann hafi tapað öllu öðru. Síðasta spurningin var þessi: Hvað er erfiðast í heimi? Hinn vitri, helgi maður svar- aði: Að þekkja sjálfan sig. Þegar íslenzka þjóðin fagnar nú fimmtán ára afmæli hins ís- lenzka lýðveldis, lítur yfir liðin ár og gengna braut, er það vissu- lega gott og gagnlegt að hafa hvorttveggja í minni, nauðsyn þess, að þjóðin reyni að þekkja sjálfa sig, og að hún missi aldrei úr huga sér vonina, bjartsýni og trú á framtíðina. Vitanlega er það ekki nóg að þekkja og sjá hið rétta, heldur þarf einnig að hafa vilja og þrek til að gjöra það. Sjálfur hinn ] mikli og sterki maður Páll post- uli, viðurkenndi veikleika sinn og tók jafnvel svo djúpt í árinni að segja: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en það vonda, sem ég vil ekki, það gjöri ég. Á því er víst enginn vafi, að íslenzka þjóðin er þrautseig hæfileikaþjóð, framtakssöm og fróðleiksfús, en um leið einþykk og þykkjuþung. Þessi þjóðarein- kenni hafa fylgt okkur fslending- um frá fornu fari, og enn virðist ekkert lát á þeim. í einni af íslendingasögum, Halldórs þætti Snorrasonar, segir svo: Halldór var þykkjumikill sem aðrir ís- lendingar og þótti illa, er hann fekk eigi það, er hann beiddi. Fyrir fámennar þjóðir eins og íslendinga er það iiin brýnasta nauðsyn að hafa raunhæfan og réttan skilning á sjálfum sér, til þess að forðast hvorttveggja, annars vegar ofmat og ofmetnað, og hins vegar minnimáttarkennd og smæðartilfinningu. Við eigum til dæmis íslend- ingar ekkert að vera feimnir við að segja það eins og það er, að við eigum fullan siðferðilegan og sögulegan rétt á öllu land- grunninu, þessum stöpli, sem landið stendur á, og sem er land- fræðilegur hluti íslands. Frh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.