Morgunblaðið - 19.06.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.06.1959, Qupperneq 13
Föstudagur 19. júní 1959 MORCV1SBL.4ÐIÐ 13 * Horft ofan úr Dráttarhlíð. Flóðið skellur á stálmótinu og til hægri við það sjást leifar af upp- slætti inntaksins. (Ljósm. Sig. Jónsson). Varnargarður við Efra- Fallsvirkjunina brast CífurSegt vatnsmagn ry. um nýju jarðgöngin Hefir þegar valdið feiknalegu tjóni MESTA TJÓN, sem orðið het'- ur við nokkra mannvirkjagerð hér á landi, varð að morgni 17. júní við orkuverið, sem verið er að reisa við Efra-Sog. Eftir næturlangt stórviðri með miklu brimi á Þingvallavatni brast varnargarður framan við jarðgöngin gegnum Dráttarhlíð. Um leið og skarðið myndaðist í garðinn beljaði gífurlegt vatns- magn inn í jarðgöngin sem eru 360 m. löng. Þegar vatnið kom út um göngin ofan við stöðvar- húsið, sópaði það á undan sér stálsteypumótunum, sem notuð eru þegar steyptir eru veggir og hvelfing jarðganganna og stanz- aði mótið á öðru vatnsinntaki sem- búið er að steypa. Vatnið molaði niður og sópaði með sér mótauppslætti. Tvær neðstu hæð ir stöðvarbyggingarinnar fylltust, og nokkurt vatn er á þriðju hæð, en þar verður vélasalur orku- versins. Flóðið sópaði með sér út á Úlfljótsvatn miklu af timbri, vinnuskúrum og ýmsu lauslegu og einn stóran krana hreif flóðið með sér. Þegar „flóðaldan* ‘skall á stöðvarhúsinu voru þar inni þrír menn ,sem þangað höfðu verið sendir til að bjarga dýrmætum mælitækjum og teikningum. Mennina sakaði ekki, en þeir komust allir í hættu. Einn bjargaði sér upp á þak stöðvarhússinu, annar út um glugga, en sá þriðji óð vatns- flauminn til lands. Flóðið inni í byggingunni færði þar til ýmis stór og þung stykki. Það eru engin tök á að gera sér í hugarlund, hve mikils virði það er, sem forgörðum hefur far ið, og sennilegt að það komi ekki í ljós fyrr en tekizt hefur aftur að fylla í skarðið, og hægt verður að kanna tjónið. í flóðinu hafa lent fjöldi mjög dýrra tækja, sem enginn veit nú hvort nokkurn tíma muni finnast. Margra vikna vinna fjölda manna hefur eyði- lagzt eða stórskemmzt. Má í þessu sambandi nefna að í dag, föstu- dag, átti að steypa seinna inntak í stöðvarhúsið, en það var mikið mannvirki eitt út af fyrir sig, en er nú allt meir og minna eyði- lagt. í jarðgöngunum var búið að steypa þriðjung þeirra, alveg og búið að leggja járn í gólf ganganna. Inni í stöðvarhúsinu, var lokið við að setja niður vatns túrbínu fyrir annan tveggja raf- alanna og þeir vélahlutar eiga að þola vatn. Þar var og mikið af allskonar sérstökum verkfærum, y- hh>i.it • -ii.i,m»r nu gegn- dýrmætum mælitækjum og véla hlutum, sem eiga að þola vatn. Um 150 manns hafa verið við störf við orkuveriðað undanförnu og miðáði byggingarvinnunni vel áfram. Aðeins fátt manna var heima við, er stíflugarðurinn brast, og var það lið allt boðað út til starfa, en fékk að sjálf- sögðu lítt að gert eins og á stóð. Aðfaranótt 17. júní hafði verið mesta veður, sem komið hefur í Dráttarhlíð síðan vinna hófst þar fyrir tveim úrum. Léku íbúðar- skálarnir á reiðiskjálfi um nótt- ina. Við varnargarðinn í Þing- vallavatni var haugabrim. Ofaná stálþilinu framan við varnargarð inn var skjólveggur úr timbri, en í brimrótinu um nóttina og að morgni þjóðhátíðardagsins, braut brimið skjólvegginn. Stöðugt sko) aði yfir garðinn og tók að renna Þetta er uppslátturinn fyrir inntakiú, sem steypa átti í dag. (Ljósm. Kagnar). úr honum. Veiktist garðurinn þannig smám saman, en á honum hvíldi óhemju þrýstingur vegna straums og storms. Um klukkan 11,30 árdegis brast stálþilið fram an við uppfyllinguna og brátt myndaðist 15 metra skarð í varn argarðinn. í orkuverunum í Ljósafossstöð- inni og írafossi, kom í ljós við mælingar, að vatnsmagnið var um 370 kúbifet á sekúndu, enda var vatnið orðið mjög hátt í svelg írafossstöðvarinnar. Við frekari mælingar, sem gerðar hafa verið í sambandi við hið mikla flóð, kom í ljós að rennslið um Þrengsl in er eðlilegt, um 10 kúbimetrar á sekúndu. Enn frekari mælingar leiddu í Ijós að svo ört lækkar vatnsboð Þingvallavatns að eins og nú stendur nemur lækkunm 25 sentim. á sólarhring. Hefur Sogið aldrei verið svona vatns- mikið, enda er það ægileg sjón að sjá þegar vatnið beljar niður flúðirnar fyrir neðan stíflugarð- ana við orkuverin. Erfitt er að segja um, hve lengi það muni taka að fylla í skarðið aftur. Þeirri spurningu eru verkfræðingarnir við Efra Sog ekki reiðubúir að svara. Að- staðan er erfið mjög vegna hina ógurlega straumþunga. — Lögð er nú áherzla á að styrkja garð- ana beggja vegna skarðsins. Vou öll tiltæk flutningatæki notuð til að aka að grjóti allan miðviku- dag og fram eftir nóttu. Um miðnætti í fyrrinótt lögðu 3 öflugir dráttarbílar frá Rafveit- unni og Almenna byggingarfél. af stað héðan úr bænum norður á Sauðárkrók til að sækja stál- þil, sem nota á til þess að loka skarðinu. Annar undirbúningur er og hafinn. Verkfræðingarnir eystra vilja engu slá föstu um, hve langan tíma muni taka að loka alveg skarðinu, en það niun óhjákvæmilega taka nokkrar vik ur. Ekki er enn vitað, hve miklar tafir muni af þessu leiða fyrir smíði orkuversins. En víst er, að þetta stórtjón mun tefja verulega fyrir. í áætluninni var gert ráð fyrir að allri byggingarvinnu yrði lokið um næstu áramót. Sogsvirkjunarstjórnin hefur ekki haldið fund út af þessu máli, en menn úr stjórninni hafa farið austur til þess að kynna sér ástandið. Á þessari m.vnd sést hvar vatnið beljar fram hjá stöðvarhúsinu niður í Úlfljótsvatn. (Ljósm.: Ben. Sveinsson). Iðnfræðingar v stofna stéttarfclag AÐALFUNDUR Iðnfræðingafé- lags íslands var haldinn í fyrra mánuði. í skýrslu formanns Aage Steinssonar, kom það fram að mörg hagsmuna- og fram- faramál félagsins höfðu verið tekin fyrir á árinu. Merkast þess- ara mála er stofnun Stéttarfélags iðnfræðinga. Á sl. starfsári bætt- ust félaginu 15 meðlimir og er tala félagsmanna nú 60. Á milli 20—30 menn eru nú við iðnfræði- nám erlendis. Stjórn Iðnfræðingafélags fs- lands skipa: Jón Sveinsson form, Baldur Helgason, Björgvin Ólafs son, Daniel G. Einarsson, Garðar Svavarsson. Stjórn Stéttarfélags iðnfræð- inga skipa: Aage Steirisson for- maður, Baldur Helgason, Björg- vin Ólafsson, Jón Sveinssoi^ Kolbeinn Jónsson. ★ London, 18. júní. 1600 lesta brezkt flutningaskip, „’Sprir.g- dale“ fórst í dag í stórsjó undan strönd Svíþjóðar. Áhöfnin bjarg- aðist öli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.