Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1959, Blaðsíða 20
126. tbl. — Föstudagur 19. júní 1959 Myndin hér að ofan er af 250 stúlkum, sem sýndu fimleika á Laugardalsvellinum hinn 17. júní. Stærð vallarins má marka af því, að ekki fer þar mikið fyrir öllum þessum fjölda. Með myndun orðsins Island vottar hin unga kynslóð fósturjörðinni hollustu og heitir því að koma fram henni og sjáifri sér til sæmdar. (Frásögn af vígslu leikvangsins er á bls. 8.) Kona lézt af reykeitrun í skála í Múlabúðum brunninn var að mestu, en aðrar brunaskemmdir urðu- þar ekki. Ásdís heitin Jónsdóttir hafði búið í þessum skála með manni nokkrum. Kom þann þarna að KLUKKAN rúmlega tvö í gær var slökkviliðið kallað í Múla- búðir við Suðurlandsbraut. Það fylgdi kallinu, að maður og kona myndu jafnvel vera hætt komin í skála þeim, er eldurinn var í. Brunaverðir fundu þar mni konu meðvitundarlausa og varð lífi hennar ekki bjargað. Konan hét Ásdís Jónsdóttir. Þegar brunaverðir komu í Múlabúðir lagði mjög mikinn reyk út um norðenda skálans númer þrjú. Fóru þeir með reyk- grímur inn í skálann og í íbúð- arherbergi fundu þeir konuna liggjandi á legubekk og báru hana út í bekknum. Mjög lítið lífsmark virtist þá með henni. Lífgunartilraunir voru þegar hafnar og var þeim haldið áfram í Slysavarðstofunni í rúma Bæjarstjórn ræðir reikninga sl. árs klukkustund, en þær báru engan árangur, eins og áður segir. Reykurinn kom frá öðrum legu bekk í íbúðarherberginu, sem reyks. nokkru seinna. Talið er að Ásdís, sem var miðaldra, hafi látizt í svefni af völdum hins banvæna Lá nœfurlangt fastur undir jeppa á Breiða• dalsheiði ÍSAFIRÐI, 18. júní: — í nótt er leið varð bílslys á Breiðadals- heiði. Voru þeir menn að korna að vestan á leið til ísafjarðar í jeppabifreið Á Breiðadalsheiði, nærri á háheiðinni, hvoifdi biln- um og fór hann þrjár til fjórar veltur. Sá, sem ók bílnum, Steinþór Kristjánsson, bóndi í Ytri-Hjarð- ardal í Önundarfirði, festist undir bílnum. Hinn maðurinn. sem með honum var, Sverrir Guðbrands- son, Flateyri, meiddist iítið Hann fór í skýli Slysavarnafélagsins, sem er skammt frá slysstaðnum, og reyndi að ná símasambandi við ísafjörð, en tókst ekki. Ekki gat hann lyft bílnum ofan af Steinþóri, en gat þó aðeins létt farginu á honum. f morgun var komið þarna að og hafði Steinþór þá legið undir bílnum í sjö til átta stundir. Var hann orðinn mjög þjakaður vegna kulda og einnig meiddur á fótum. Er hann nú í sjúkrahúsinu á ísafirði og líður eftir atvikum. Biliinn er talsvert skemmdur. GK. Kandidafamótið í haust nœsta keppni Friðriks BÆJASSTJÓRN Reykjavíkur kom saman til fundar að Skúla- túni 2 síðdegis í gær. Fór þá m.a. fram 2. umræða um reikninga bæjarins fyrir s.l. ár, en þeir voru lagðir fram og teknir til 1. um- ræðu í bæjarstjórninni á síðasta fundi hennar, sem haldinn var með prentaraverkfallið stóð yfir. Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, fylgdi reikningunum úr hlaði og gerði ítarlega grein fyrir fjár- málum bæjarins á umræddu tímabili. Verður nánar sagt frá afgreiðslu málsins síðar. Reikn- ingar bera vott um mjög góða rekstrarafkomu. FRIÐRIK ÓLAFSSON, stórmeist ari, kom heim af skákmótinu í Zúrich í gær; síðasta áfangann með ms Gullfossi, sem lagðist að bryggju hér laust fyrir hádegið. Friðrik kvað fátt markvert hafa borið við í þessari síðustu ferð sinni. Hún hefði verið lýj- andi og mótið sjálft einnig. Kvaðst hann því vera hvíldar þurfi og hyggjast nú halda kyrru fyrir að mestu fram til Kandi- datamótsins • svonefnda í haust. Ekki taldi Friíjrik líkur á, að hann tæki þátt í keppni fyrr en þá. Kandidatamótið. Kandidatamótið fer fram dag- jina 6. sept. til 31. okt’. 1959 í þrem júgóslavneskum borgum, Bled, Zagreb og Belgrad. Þátt- takendur verða átta auk Friðriks þeir Benkö, Fisher, Gligoric, Keres, Petrosjan. Smyslov og Tal. Tefla keppendurnir fjórum sinnum saman og verða umferð- irnar því 28 alls. Þetta mót er sem kunnugt er næst-síðasti áfanginn í keppninni um heimsmeistara- titilinn og öðlast sigurvegarinn- í þvi rétt til þess að skora á heims- meistarann, sem nú er Botvinnik. □----------------------□ Hægviðri, Iéttskýjað, þykknar upp síðdegis. □----------------------□ j OrSsending til stnðningsmonno! i Sjólistæðisflokbsins i í SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN þarfnast mjög í dag og í \ \ kvöld aðstoðar sjálfboðaliða (yngri og eldri) við að brjóta i S bréf, láta inn í umslög o. þ. h. j Sjálfstæðisfólk! Leggið hönd á plóginn. Mætið í skrif- S s stofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu og takið þatt í starfinu. ; ) SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN S ) S Banaslys á Seltjarnarnesi ÞAÐ sviplega slys varð um kl fimm síðdegis í gær, skammt frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi, að 17 ára piltur, Guðmundur Frið- riksson, Skúlagötu 68, varð undir afturhjólum á öskubíl og beið bana. Nánari tildrög voru þau, að starfsmenn við sorphreinsunina voru að vinna þarna og óku bíln- um milli húsa. Stóðu tveir menn sitt hvoru megin á aurbrettum bílsins, og var annar þeirra Guð- mundur heitinn. Hefur hann með einhverjum hætti misst tak- ið eða fótfestuna og féll hann af bílnum og varð undir afturhjól- um hans með þeim afleiðingum, sem áður segir. Kvennablaðið ,,Nítjándi júní" fjölbreytt að vanda í DAG, 19. júní, eru liðin 44 ár síðan konur fengu kosningarétt á Islandi. Kvenréttindafélag ís- lands minnist að venju dagsins með hófi í Tjarnarkaffi 4 kvöld kl. 7.30. Komið er út blaðið „Nítjándi júní“, mjög fjölbreytt og vandað hefti, 40 lesmálsíður. A forsíðu er mynd af Gerði Helgadóttur, myndhöggvara. Sigríður J. Magnússon skrifar frá Grikk- landsför, Ingibjörg Jóhannsdótt- ir um „kyrtilinn hans Bólu- Hjálmars", Hólmfríður Péturs- dóttir um íslenzka skó, Petrína Jakobsson: Heimsókn sálfræð- ings, Þóra Einarsdóttir um starf- semi D.D.F. — I ritinu er Lamba- saga eftir Unu Árnadóttur. Þá eru viðtöl við margar merkar konur, svo sem Þórunni Guð- mundsdóttur og Herborgu Gests- dóttur, sigurvegara í Vogun vinnur — vogun tapar, Sigríði Sigurðardóttur, sjómannsekkju, Guðbjörgu Jónasdóttur á Sel- landi, Rannveigu Þorsteinsdótt- ur og Jóhönnu Egilsdóttur og stuttar greinar um fleiri konur. Þá eru í ritinu stökur og ljóð eftir margar konur, og fjölmargt fleira athygilsvert. f Þórsmörk NÚ um helgina gengst Ferða- skrifstofa Páls Arasonar fyrir tveggja daga ferð í Þórsmörk. Lagt verður af stað kl. 2 e.h. á morgun, laugardag, frá ferða- skrifstofunni í Hafnarstræti og komið til baka á sunnudagskvöld — Greiðfært mun nú vera í Þórs mörk. i s s s s ( s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Þögðu um Jón Sigurðsson 1 S ÞAÐ vakti athygli manna, að ekkert af dagblöðunum, sem S út kom í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn nema Morgun- í blaðið, minntust á Jón Sigurðsson. Þögn Alþýðublaðsins, S Þjóðviljans og Tímans um þjóðhetju íslands á afmælisdegi ^ hans, sýnir andann, sem nú ræður í þessum blöðum. I stað S þess að minnast forsetans mikla einu orði, nefndi Tíminn • t. d. Framsóknarflokkinn a. m. k. 20 sinnum í einni grein, j sem birtist undir þessari fyrirsögn, er náði yfir þvera síðu: :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.