Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 2
2
MORCVNBIAÐIÐ
Sunnudagur 12. júlí 1959
Öðrum togoroúfgerðum verði
gefinn kostur ú hlutdeild
í kuupunum
EINS og skýrt var frá hér í blað-
inu í gær hefur útgerðarráð
Reykjavíkurbæjar samþykkt að
mæla með því við bæjarsjóð að
Fiskiðjuver ríkisins verði keypt
vegna bæjartogaranna. Einn út-
gerðarráðsmanna, Kjartan Thm-s
framkvæmdastjóri, gerði á þess-
um fundi útgerðarráðsins grein
fyrir atkvæði sínu og fer grein-
argerð hans hér á eftir:
„f>ar eð ég tel að það geti ráð-
ið úrslitum um afkomu sérhvers
útgerðarfyrirtækis, að það ráði
yfir sem víðtækustum möguieik-
um til verkunar aflans, tei ég
rétt að Bæjarstjórn Reykjavíkur
samþykki tilboð það er hér liggur
fyrir, ef athugun leiðir í ljós,
að matsVerð eignarinnar sé sann
gjarnt. Af sömu ástæðum tel ég
einnig sjálfsagt að bæjarstjórnin
gefi samtímis þeim togurum, sem
gerðir eru út frá Reykjavík og
ekki eiga neina hlutdeild í frysti-
húsi, kost á að gerast þátttakend-
ur í kaupunum. — í þessu sam-
bandi ber að athuga, hvort gagn-
stæð afstaða til einstaklingsfram-
taksins gæti ekki leitt til þess að
eigendur hlutaðeigandi skipa,
leituðu þeim heimilsfangs annars
staðar þar sem þir teldu sig eiga
meiri skilningi að fagna af hendi
bæjaryfirvaldanna — en á þess-
um skipum hvíla engin bönd um
útgerð frá Reykjavík.
Danskir kvikmynda-
tökumenn í HvaSfirði
Afriði úr færeyskri mynd kvikmyndað
i hvalstöbinni
í GÆRMORGUN fóru héðan
kvikmyndatökumenn frá Nordisk
Film, og höfðu með sér kvik-
myndafilmu, sem þeir höfðu tek-
ið á í hvalstöðinni í Hvalfirði. Er
það atriði úr mynd, sem annars
gerist í Færeyjum. En gleymzt
hafði að tilkynna Erik Balling,
stjórnanda myndarinnar, að hval
stöðin á Suðurey hefði verið lögð
niður og því v#,r ekki um neina
slíka stöð að ræða í Færeyjum,
þegar kvikmyndafólkið var þar
fyrir nokkrum vikum.
Fékk Balling því leyfi hjá
Lofti Bjarnasyni til að mynda
hvalskurðaratriði í hvalstöðinni
hér og fyrir nokkrum dögum
kom hann hingað með tvo leik-
ara, þá Gunnar Lauring og Louis
Miehe-Renard, ásamt kvikmynda
tökumanni og aðstoðarmanni.
Um hádegi í fyrradag voru þeir
komnir með sitt hafurtask upp í
Hvalfjörð, en þurftu að bíða til
klukkan að ganga átta eftir að
hvalur bærist á land. Þá komu
tveir bátar með tíu mínútna milli-
bili. Voru leikararnir tveir í hlut-
verkum gamallar hvalskyttu og
ungs Færeyings í þjóðbúningi, og
var sá gamli að sýna hinum hval-
skurð. í baksýn sáust svo starfs-
menn hvalstöðvarinnar við vinnu
sína. Heldur var dimmt í veðri
og voru kvikmyndamennirnir
ekki sem ánægðastir með það,
þar eð um litkvikmynd var að
ræða, en vonuðu þó að sæmilega
hefði tekizt.
Þeir félagar fóru utan í gær-
morgun með flugvél frá Flugfé-
lagi Islands.
Með um 1600 mál
SNÆFELLIÐ frá Akureyri, mun
til þessa á yfirstandandi síldar-
vertíð hafa komið með mestan
afla að landi, allra síldarbátanna.
Kom skipið inn til Krossanes-
verksmiðjunnar á fimmtudags-
kvöldið með síld til bræðslu.
Hafði aflinn verið um 1600 mál
alls. Síðan hafa þangað komið
með bræðslusíld Kristján 1000
mál, og Sigurður Bjarnason með
á 12. hundrað mál. Gert er ráð
fyrir að Krossanesverksmiðjan
hefji bræðslu síldarinnar á mánu
daginn.
MYNDIN hér fyrir ofan er af því
þegar Solveig Danielsen var
krýnd „Sommerens Grammofon-
pige“ á Dyrehavsbakken í Kaup-
mannahöfn árið 1957, eftir harða
samkeppni. Keppt var um samn-
ing við hljómplötufyrirtæki. Síð-
an hefur Solveig sungið á
skemmtistöðum og í óperettum í
Danmörku, og nú er hún hingað
komin og ætlar að syngja í Lídó.
Byrjar hún á sunnudagskvöld. —
Solveig er 19 ára gömul, Iagleg
stúlka, sem kann að „bera á borð“
lögin sem hún fer með.
Undanfarinn hálfan mánuð
hefur ensk söngkona, Jaekie
Linn sungið með hljómsveitinni
í Lídó og verður hún fram í miðja
næstu viku. Syngja þessar tvær
útlendu söngkonur því með hljóm
sveitinni fyrri hluta vikunnar.
t sumar hefur verið tekin upp
sú nýbreytni í Lídó, að gefa mat-
argestum kost á að sitja áfram til
kl. 1, þau kvöld sem dansleikur
er, án þess að borga sig inn á
dansleikinn.
Mikl
ar anmr
Afmœlis íslenzka lýðveld-
isins minnzt í V-Dakota
í innanlandsflugi
SL. VIKU hafa farþegar í innan-
landsflugi verið óvenjumargir og
hafa flugvélar Flugfélags íslands
farið allmargar aukaferðir, þar
sem áætlunarferðir hafa ekki
annað eftirspurn eftir flugfari.
Mjög margt síldarfólk á leið
til Raufarhafnar hefir verið flutt
til Kópaskers, sérstaklega síðari
hluta vikunnar og hafa ferðirnar
verið bæði frá Akureyri og
Reykjavík.
Þá hefir einnig verið mjög
margt farþega til Egilsstaða, en
margir nota sumarfríið til dvalar
í Hallormsstaðarskógi og á Aust-
fjörðum.
Um þessa helgi er hestamanna-
mót á Sauðárkróki og var margt
farþega þangað fyrir helgina.
Eftir rð vegurinn yfir Mýr-
dalssand brast, jukust flutningar
austur af miklum mun og hafa
flugvélar Flugfélagsins farið
aukaferðir og komið við á Kirkju
bæjarklaustri í hverri ferð til
Fagurhólsmýrar og Hornafjarð-
ár. Svo virðist, sem fólk sé nú
almennt byrjað að fara út á land
í sumarfrí og eru líkur til þess að
flugfarþegar verði óvenju margir
á innanlandsflugleiðum á næst-
unni.
FIMMTÁN ára afmælis hins ís-
lenzka lýðveldis var minnzt með
sérstakri hátíðarguðsþjónustu í
Víkur kirkju að Mountain, Norð-
ur-Dakota, kl. 2. e.h., sunnu-
daginn 21. júní.
Sóknarpresturinn, séra Ólaf-
ur Skúlason, þjónaði fyrir altari
og stjórnaði messugjörðinni, er
hófst með því, að Guðmundur
J. Jónasson, forseti Þjóðræknis-
deildarinnar „Bárunnar“, las
bæn í kórdyrum.
Blandaður kór, er saman stóð
af fólki víðsvegar úr íslenzku
byggðinni, söng íslenzka sálma
undir stjórn Theodores Thorleif-
son frá Garðar.
Ræðuna við guðsíþjónustuna
flutti dr. Richard Beck, ræðis-
maður íslands í Norður-Dakota,
er hóf mál sitt með því áð
flytja kveðju og heillaóskir
forseta íslands. Annars var ræðu
efnið „Þá hugsjónir rætast“, og
lýsti ræðumaður stofnun ís-
lenzka lýðveldisins að Lögbergi
þ. 17. júní 1944; lagði hann á-
herzlu á það, hver virðuleiki
og söguleg helgi hefði hvílt yf-
ir þeirri athöfn, og hve sterk-
lega forráðamenn þjóðarinnar
hefðu, í ræðum sínum á þeim
miklu tímamótum í sögu henn-
ar, slegið á trúarlega strenginn.
Dr. Beck minnti einnig á það,
að lýðveldisstofnunin hefði á
áhrifamikinn hátt dregið athygli
íslendinga hvarvetna og um-
heimsins almenntr að sögu hinn-
ar íslenzku þjóðar og menningar-
legum afrekum hennar.
Hátíðarguðsþjónusta þessi var
prýðilega sótt, nálega hvert sæti
skipað í kirkjunni, eða um 150
manns, hvaðanæva úr byggð-
inni.
Þar sem hún fór fram samdæg-
urs biskupsvígslunni á íslandi,
minntist séra Ólafur Skúlason
hins nýja biskups, herra Sigur-
bjarnar Einarssonar, íslenzku
kirkjunnar og heimaþjóðarinnar,
sérstaklega í ávarpsorðum sín-
um og bænum, bæði við um-
rædda hátíðarguðsþjónustu og
annars staðar 1 kirkjum sínum
þann dag.
Geta má þess ennfremur, að
í ræðu á ensku, er hann flutti
við guðsþjónustu í Vídalín-
kirkju x Akra-Hensel byggð-
inni fyrir hádegi, vék dr. Beck
einnig stuttlega að lýðveldis-
stofnuninni og fimmtán ára af-
mæli hennar. En á sjálfan þjóð-
hátíðardaginn, þ. 17. júní, hafði
hann flutt útvarpserindi um það
efni frá Útvarpsstöð Ríkisins
■skólans (University of North
Dakota) í Grand Forks.
Fjölsótt samkoma
Sjálfstæðismanna
í Hlégarði
í FYRRAKVÖLD efndu Sjálf-
stæðisfélögin í Gullbringu- og
Kjósarsýslukjördæmi norðan
Hafnarfjarðar til kvöldfagnaðar
í Hlégarði fyrir starfsfólk við ný-
afstaðnar Alþingiskoningar. Var
húsið þétt skipað.
Jón M. Guðmundsson á Reykj-
um setti samkomuna og stjórn-
aði herrni, en ávörp fluttu þeir
Axel Jónsson og þingmaður kjör-
dæmisins Ólafur Thors. Var máli
þeiira mjög vel fagnað og mik-
ill áhugi á að halda áfram í haust
sókninni í kosningunum í sumar
og efla þá flokkinn enn meir.
Árni Jónsson, óperusöngvari,
söng einsöng við undirleik Fritz
Weisshappel og leikararnir
Bessi Bjarnason, Steindór Hjör-
leifsson og Knútur Magnússon
fluttu ýmsa skemmtiþætti, við
ágætar undirtektir. Að lokum
var stiginn dans. Var samkoman
á allan hátt hin ánægjulegasta.
Tveir Finnar á frjáls-
íþróttamóti Ármanns
ÁRMANN gengst fyrir afmælis-
móti í frjálsum íþróttum á
Laugardalsvellinum í þessari
viku. Verður mótið á miðvikudag
og fimmtudag.
Auk íslenzkra frjálsíþrótta-
manna verða tveir finnskir
gestir meðal þátttakenda, þeir
IBorje Strand, sem er í hópi
heztu spretthlaupara Finna og
I ;tkvi Hoo-ppu, sem keppir í
köstum.
Keppt verður í öllum venju-
legum hlaupum frá 100 til 3000
m, köstum og stökkum.
Mót þetta er einn liður I há-
tíðahöldum Ármanns vegna 70
ára afmælis félagsins á s. I. vetri.
Hafnorijöiðui vann Kópavog
Fyrrf dagur:
100 m:
1. Ingvar Hallsteinsson H 11,3.
2. Unnar Jónsson K 11,4.
3. Bergþór Jónsson H 11,9.
4. Friðb. Guðmundss. K 12,4.
Ingvar og Unnar hlupu mjög
vel.
Kúluvarp:
1. Ármann Lárusson K 13.37
2. Arthúr Ólafsson K 1299
3. Ingvar Hallsteinss. H 12,94
4. Sigurður Júlíusson H 12,66
Spennandi keppni. Ármann
ætti að geta kastað miklu lengra
með lagfærðum stíl.
Langstökk:
1. Ingvar Hallsteinsson H 6.20
2. Unnar Jónsson K 5.93
3. Egill Friðleifsson H 5,77
4. Friðb. Guðmundss. K 5,45
Þrístökk:
1 Kristján Stefánsson H 12,75
2. Egill Friðleifsson H 12,05
3. Arthúr Ólafsson K 12,01
4. Unnar Jónsson K 11,91
Brautin var hörð og því ekki
eins góður árangur og skyldi.
Sleggjukast:
1. Ólafur Þórarinsson H 38,40
2. Ármann Lárusson K 28,66
3. Ingvar Hallsteinss. H 27,20
4. Ingvi Guðmundsson K 20,81
Skátamót að Úlfljóts-
vatni um aðra helgi
Héraðssamband skáta í Árnes-
sýslu efnir til skátamóts að Úlf-
Ijótsvatni dagana 16—19 júli eða
um aðra helgi. Fer mótið fram
í Borgarvík, sem er mjög skemmti
legur mótsstaður.
Öllum skátafélögunum á Suð-
vesturlandi hefur verið boðin
þátttaka og munu þau væntan-
lega öll efna til hópferða á mótið.
Auk innlendu skátanna er búizt
við, að flestir erlendu skátarnir,
sem sóttu landsmótið í Vagla-
skógi, taki þátt í mótinu, einnig
dveljast margir skátar fyrir á
staðnum, svo búizt er við miklu
fjölmenni að Úlfljótsvatni um
helgina. Á mótinu verða íþróttir,
skátaleikir, gönguferðir, varðeld-
ar og næturleikir og útiguðþjón-
usta á sunnudagsmorgun.
Þetta er í þriðja sinn, sem skát
ar í Árnessýslu gangast fyrir sam
eiginlegu móti og hafa verið á
hxnum fyrri um þrjú hundruð
skátar og er búizt við fleiri skát-
um nú. Á sunnudag er almenn-
ingi boðið að koma á mótsstaðinn.
4x100 m boðhlaup:
Hafnarfjörður 46,0
Kópavogur 49,9
Stig eftir fyrri dag:
Hafnar fjörður 39 — Kópavogur
27.
Síðari dagur:
Kringlukast:
1. Þorsteinn Alfreðss. K 42,10
2. Ármann Lárusson K 39,28
3. Sigurður Júlíusson H 38,88
4. Edvard Ólafsson H 36.,30
Gestur var Halldór Halldórs-
son, Keflavík, og kastaði hann
lengst 42,22 m.
Sentimetrastríð var um 2. og
3. sæti.
Spjótkast:
1. Ingvar Hallsteinss. H 54,00
3. Arthúr Ólafsson K 46,06
2. Kristján Stefánsson H 51,00
4. Ármann Lárusson K 32,75
Gestur Haldór Halldórsson,
Keflavík, kastaði 53,20.
Ingvar náði sér aldrei vel upp,
greinilega þreyttur eftir fyrri
daginn.
Hástökk:
1. Ingvar Hallsteinss. H 1,63
2. Egill Friðleifsson H 1,63
3. Arthúr Ólafsson K 1,53
Grétar Kristjánsson K 1,53
Stangarstökk:
1. Páll Eiríkssön H 3,15
2. Jóhann Harðarson K 2,95
3. Ingvar Hallsteinsson H 2,95
4. Grétar Kristjánsson K 2,85
400 m hlaup:
1. Ragnar Jónsson H 55,0
2. Ragnar Magnússon H 56,5
3. Daði Jónsson K 63,8
4. Gunnar Jónsson K 64,7
Úrslit: Hafnarfjörður 73 stig.
Kópavogur 48.
Keppnin var skemmtileg og
spennandi og allgóður árangur
náðist. Veður var sæmilegt, en
þó háði kuldi nokkuð keppend-
um seinni daginn. Keppt var um
bikar, er Blikksmiðjan Vogur í
Kópavogi gaf, og vinnst hann til
eignar, ef hann er unninn 3 ár í
röð eða 5 sinnum alls. Hlutu
Hafnfirðingar nú bikarinn að
'þessu sinni.
<*