Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. júlí 1959 Löngumýri, nú á vegum æskulýðs starfs þjóðkirkjunnar. Hefur séra Bragi Friðriksson veg og vanda af því starfi. Eins og fyrr segir, er Hús- mæðraskólinn á Löngumýri einka skóli, sem nýtur styrks til kenn- arahalds og ennfremur nokkurs byggingarstyrks. Enn miklar framkvæmdir framundan Talið berst nú að því hvað fyr- irhugað sé í framtíðinni. Þegar hefur verið ráðist 1 að leggja mikla vatnsleiðslu allt ofan frá Víðimel en auk þess er nú ætlun- in að leggja leiðslu fyrir heitt vatn ofan úr Reykjaskóla og mun hún látin fylgja nýju brúnni á Húseyrarkvísl, sem haf- izt er handa um byggingu á. Mun þá verða komið fyrir sund- laug við skólann. Þegar landið hefur nú verið þurrkað upp er ætlunin að rækta það, en allt er enn óráðið um búrekstur. Frk. Ingibjörg hefur mikinn áhuga á skógrækt og mun eitthvað af landi hennar njóta þess. Við skól- ann er þegar fagur skrúðgarður og allstór trjálundur. Þessi stutta viðdvöl á Löngu- mýri hefur verið mjög ánægju- leg. Við kveðjum hina dugmiklu forstöðukonu, sem nú hefur stundað húsmæðrafræðslu í 23 ár samfleitt. Um leið og við ökum úr hlaði veifum við til glaðsinna námsmeyja, sem eru í óðaönn að undirbúa allt og snyrta fyrir skólaslitin. vig. Husmæðraskolinn á Löngumyri. Ljósm.: vig. í viðbót er kenndu bóklegar náms greinar. Gagnfræðadeildarbömin hlutu auk bóklega námsins fræðslu í handavinnu og mat- reiðslu og drengir fengu tilsögn í smíðum. Þá kenndi dönsk kona við skólann bæði fimleika og teiknun. Eins og af þessu má sjá hefur mikið starf verið unnið þarna í vetur. Þegar við höfum rabbað ofur- litla stund um skólalífið, fylgir frk. Ingibjörg mér um sali og stofur skólans. Þar hefur verið komið fyrir glæsilegri handa- vinnusýningu og yrði alltof langt að telja upp allt er þar gat að líta, frá skírnarkjólum upp í káp- ur og samkvæmiskjóla, púða, dregla og dúka, teppi og skraut- vefnað. Auk þess fylltu teikning-, ar heilan sal. og Frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir: Ekkert dásamlegra en ungt fólk að námi, starfi oa leik oð sjá Heímsókn að htúsmœðraskólanum a Löngumýri FYRIR nokkru átti tíðindamaður blaðsins leið um Skagafjörð og kom þá að Húsmæðraskólanum á Löngumýri, en þá var starfsári hans að ljúka, hinu 15. í röðinni. Að þessu tilefni ræddi ég nokkra stund við forstöðukonu skólans, frk. Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, um skólastarfið í vetur, ástæðuna til þess að hún réðist í að koma upp kvennaskóla á föðurleyfð sinni og framtíðar- horfur og fyrirætlanir. Það er komið undir kvöld er við rennum í hlaðið á Löngu- mýri, þar sem stendur einkahús- mæðraskóli bóndadótturinnar á staðnum, í miðju, fögru héraði, Vallhólmi í Skagafirði. Gamlar minningar Það kemur kannski skólanum ekki beinlínis við, en ósjálfrátt verður mér ofarlega í huga dvöl mín á þessum stað árið eftir að ég fermdist. Ég minnist góðra hús- bænda, sem hér réðu ríkjum, þeirra Jóhanns og Sigurlaugar, sem nú eru bæði fallin frá. Nú stendur gamla fjósið autt, réttin norðan við bæinn er horf- in, en þar var margur gæðingur- inn réttaður í gamla daga. Fjár- húsin, sem stóðu suður við tún- hliðið, eru einnig jöfnuð við jörðu, en þar skartar nú skógar- lirndur. Hesthúsið, sem st’óð nyrst í mýrinni sést ekki. lengur og ekki heldur húsin í mýrinni aust- ur af bænum. Mýrardrögin, sem lágu allt í kringum Löngumýrar- túnið eru nú þurr orðin, djúpir skurðir hafa veitt burtu uppi- stöðuvatninu, allt er þurrt og þokkalegt. Vart er nú lengur torf rista í mýrinni vestan við túnið, enda ekki lengur þörf á heytorfi eins og áður var, eða skeklum á fjárhús og fjós. Ég ■sé í hugan- um hvar hestarnir kjaga með hóf- sítt heytorfið heim að fjárhúsun- um að vorinu og sé ég líka langa heybándslest koma með ilmríka bagga langt norðan úr Sporðum. Ég sé kýrnar, með Baulu í broddi fylkingar, rölta norður í safaríkar mýrarnar, þar sem störin og ferginið spratt. Þá sé ég Skildi gamla beitt íyrir kerru, þar sem mjólkurbrúsum hefur verið kom- ið fyrir, og ofurlítinn telpu- hnokka hoppa upp í kerruna og aka af stað. gamlir fara á skautum, allt er einn gljáandi spegill. Ég heyri jódyninn, leggst í huganum með eyrað að ísnum og spreyti mig á hvatt dyra. En nú er hér aðsetur unglinga við nám og leiki. Út kemur ung stúlka, ein af 28, sem þar hafa dvalizt í vetur. Ég geri boð fyrir skólastýruna. Hún kemur að vörmu spori og bíður mér að „ganga í bæinn“, eins og sagt var hér áður fyrr. Meðan ungu stúlkurnar bera okkur gómsæti, sem eflaust eru „sveinsstykki“ þeirra, eða hús- mæðraþrautir, í lífstíðariðn þeirra, húsmóðurstarfinu, ræði ég við hina vingjarnlegu forstöðu- konu. Frá skólaskemmtun. Kennslukonurnar fylgjast með í marsinum. Þriðja frá vinstri er frk. Ingibjörg forstöðukona. því að þekkja ganginn á hljóð- inu, enn hljómar hún fyrir eyr- um mér þessi sinfónía ísanna í Skagafirði. Saman við hörpu- hljóma töltsins blandast þungur trumbusláttur dráttarhestsins, sem dregur heyhlassið á sleða vestan af bökkum, en þar hefur það verið sett upp um sumarið. Þessi þjóðbraut vetrarins er ein- hver glæsilegasti vegur, sem ég hef nokkurn tíma farið um. Þannig skýtur myndunum upp í hugann meðan ég stend á varin- hellunni og bíð, eftir að hafa Gagnfræðanám auk húsmæðra- námsins Húsmæðraskólinn á Löngu- mýri gegndi tvíþættu starfi í vet- ur. Auk húsmæðrafræðslunnar fór fram kennsla í gagnfræðum, þ. e. þar var starfrækt gagnfræða deild fyrir 15 unglinga, sem gengu þangað til náms úr ná- grenninu, heimangönguskóli, eins og það er nefnt í sveitinni. Við skólann störfuðu 4 fastir kenn- arar í vetur og auk þess 3 stunda- kennarar. En meðan gagnfræða- deildin starfaði voru 3 kennararg. Gat ekki hætt að kenna Síðan berst talið að skólastýr- unni sjálfri. Hún stýrði fyrst kvennaskólanum á Staðarfelli í Dalasýslu um mörg ár. Ekki kvað hún hafa verið sársaukalaust að yfirgefa þann stað. En foreldrar hennar voru hnigin á efri ár, systur hennar giftar og fluttar úr föðurgarði og því fýsti hana heim á leið. En hún gat ekki hugsað sér að hætta að kenna, því ekk- ért kveður hún dásamlegra en að sjá ungt fólk að námi, starfi og leik. Hún byrjaði að reka sumar- dvalarheimili fyrir börn laust eft- ir 1940, á vegum Rauða krossins. Húsmæðraskólinn tók svo til starfa árið 1944. Enn er rekið sumardvalarheimili fyrir börn á AÐALFUNDUR Hestamannafé- lagsins Faxa í Borgarfirði var haldinn að Faxaborg sunnudag- inn 14. júní. í upphafi fundarins minntist varaformaður félagsins, Símon Teitsson, hins nýlátna for- manns, Ara Guðmundssonar, verkstjóra í Borgarnesi, sem hafði verið aðalhvatamaður að stofnun félagsins og formaður þess nær óslitið í 26 ár. Hafði hann af fádæmum myndarskap og ósérplægni unnið fyrir félagið og gert margvíslegur framkvæmd ir ó þess vegum, s. s. að byggja skeiðvöll, reisa félagsheimili, koma á kynbótastarfsemi innan félagsins og m. fl. Eru nú skuld- lausar eignir félagsins talsvert á annað hundrað þúsund krónur. Símon Teitsson var kjörinn formaður Faxa. Samþykkt var að efna til kappreiða og hestaþings að venju eftir miðjan júlí. Ólöf Sigvaldadóttir, ekkja Ara Guðmunössonar, var kjörinn heiðursfélagi Faxa, enda hefur hún um 'angt skeið unnið félag- inu með manni sínum af sér- stakri alúð og fórnsemi. Að loknum fundi settust félags menn að borðum. Þar kvaddi Gunnar Bjarnason, ráðunautur, sér hljóðs, og ávarpaði hinn landskunna tamningamann og hestamann, Höskuld Eyjólfsson á Hofsstöðum, í nafni Búnaðar- félags íslands og færði honum Allt ein ísbreiða Þá kemur mér í hug vetrarrík- ið í Vallhólmi, sem mun vera eitt sérkennilegasta hér á landi. Is er yfir allt, aðeins bæirnir standa upp úr á ofurlitlum blettum, eins og vinjar i eyðimörk. Ungir sem Nemendur og kennarar Löngumýrarskólans sl. vetur. Ljósm.: Sævar Halldórsson. Nýir aígreiðslu- hættir KAUPMANNAHÖFN. — SAS mun á næsta vori taka upp nýja afgreiðsluhætti í farþegaafgreið- slu á flugleiðum innan Norður- landa. Hið nýja fyrirkomulag verður m.a. fólgið í því, að far- miðaafgreiðsla öll fer fram um borð í flugvélunum eftir að lagt er af stað. Höskuldur á Hofs- stöðum heiðraður verðlaun úr heiðursverðlauna- sjóði Búnaðarfélagsins, nokkra peningaupphæð og áletrað heið- ursskjal, fyrir frábær afrek á sviði hestamennsku, sem hann hefur stundað í 50 ár. Talaðiræðu maður nokkuð um hestatamning- ar og lagði út af setningu, sem höfð er eftir Höskuldi, er hann var spurður um, hverjar aðferðir honum reyndist beztar við tamn- ingu baldinna hesta. Svar Hösk- uldar var: „Þetta vinnst bezt með brotalausum hlýhug til hestsins" J. F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.