Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Norðankaldi. Léttskýjað 147. tbl. — Sunnudagur 12. júlí 1959 Reykjavíkurbréf Er á blo. 13. ||r ! S S s s s i" s I s s s s s s s s s s s ) s s Uppljóstrun Tímans um vissa samstöðu" sam- vinnuhreyfingarinnar „og Framsóknar- flokksins44 í hverju er „samstadan" fólgin ? Síldarskipin bíða lönd- unar á Raufarhöfn til þriðjudags I gærdag var veiðiveður- á Miðsvæðinu og sjóm.enn vongóðir ÞEGAR Mbl. var fullbúið til prentunar síðdegis í gær, voru svo mörg síldveiðiskip komin til hafnar á Raufarhöfn með bræðslusíld, að þeim, sem síðast komu, var tilkynnt að löndunar- n------------------------□ 100 þús. mál ÞAÐ mun ekki fjarri lagi, að síld- veiðiflotinn sé nú búinn að landa nær 100.000 málum síldar. Á föstudagskvöldið var búið að landa á Raufarhöfn 23.000 mál- um, og í gærmorgun voru komin nær 43.000 mál til Siglufjarðar. Auk þess hefur sem kunnugt er verið landað á Austfjarðarhöfn- um, og Eyjafjarðarhöfnum. D--------------------□ bið yrði þar til á þriðjudaginn. í gærdag var þorri þeirra skipa, sem voru úti á Miðsvæðinu, en í námunda við Grimsey, veiddist íyrsta síldin í fyrrinótt. Var það Keflavíkurbáturinn Helguvík, sem fékk um 400 tunnur af mjög faliegri síld og átti að salta hana í gærdag á Siglufirði. Bræla var sunnan Langaness, og má segja að tekið hafi fyrir veiðina að mestu um miðnætti i fyrrinótt á Austursvæðinu. Aftur á móti var veiðiveður milli Mel- rakkasléttu og Grímseyjar. Sjó- menn sögðu t.d. mjög líflegt kringum Mánáreyjar, en þar höfðu skip mælt á síld. Fregnir bárust um að einstaka skip hafi snemma í gærmorgun fengið mjög stór köst, og hefðu skipsmenn ekki við neitt ráðið og orðið tjón á nótum. Einn þeirra báta, sem í stórkasti lentu, var Áskell. Hafði nótin hvolft út úr sér tvívegis, enþrátt fyrir það hafði skipsmönnum tekizt að ná ■ um 400 málum. Búizt var við því á Raufarhöfn í gær, að þau skip, sem á annað borð eru ekki því hlaðnari, reyni að komast með aflann til bræðslu á öðrum höfnum t.d. Siglufirði. Fréttaritari Mbl. á Siglufirði sagði í gærdag, að þangað hefði verið stöðugur straumur skipa í fyrrinótt, og voru 5—6 löndunar- kranar í gangi alla nóttina. Um hádegisbilið voru engin síldar- skip inni á Siglufirði. Tjarnargarðurinn (eða Hljóm- skálagarðurinn) hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og er nú orðinn hinn fegursti. Berir steinhnullungarnir í skjól garðinum eru hér gæddir lífi. Litskrúðug blóm teygja sig upp á milli þeirra — og það eigum við m.a. þessum ungu og fallegu stúlkum að þakka. — Ljósm. Mbl.: Ól. K.M. Kæra vegna kosn- inganna í Austur- Húnavatnssýslu FORYSTUMENN Sjálfstæðisfé- laganna í Austur-Húnavatnssýslu hafa sent kæru yfir misferli, sem þeir telja að hafi átt sér stað í ákveðnum kjördeildum í Aust- ur-Húnavatnssýslu í alþingis- kosningunum 28. f.m. Dómsmálaráðuneytið hefur skipað Loga Einarsson, hrl., sctu- dómara í máli þessu þar sem Guðbrandur fsberg, sýslumaður, baðst undan því að hafa rann- sókn þess með höndum. TtMINN er síður en svo á því í gær að biðja afsökunar á því, að stjórn SlS skuli nú sem fyrr skipuð einlitum Fram- sóknarmönnum og að Eysteinn Jónsson og Egill Thoraren- sen skyldu kosnir þangað samtímis því, sem lýst var „fyrir- litningu á“ „pólitískum áróðursmönnum" og „sérhagsmuna- hyggju og gróðabralli“. Tíminn ljóstrar því þvert á móti upp, að hér er unnið af ráðnum hug og segir „það ekki undarlegt, þótt í stjórn SÍS veljist Framsóknarmenn“ og telur „það fullkomlega eðlilegt, að Framsóknarmenn veljist einkum til forystu í samvinnu- hreyfingunni“. Þá hælist hann um yfir „vissri samstöðu“ .samvinnu- hreyfingarinnar og „Framsóknarflokksins“. Enga grein gerir hann þó fyrir í hverju sú „samstaða“ sé fólgin. Þar er þó komið að meginatriði málsins, sem upp- lýsa verður svo að almenningur geti áttað sig á því valda- kerfi, sem hér hefur verið byggt upp. Tíminn skrökvar hins vegar frá rótum, þegar hann segir: „f Mbl. er nú farið að ympra á þeim skoðunum, að starfsfólki kaupfélaganna verði bönnuð afskipti af stjórn- málum“. Á þessu hefur aldrei verið ymprað í Morgunblaðinu. Afskipti af stjórnmálum eru auðveld án misnotkunar á trúu- aðarstöðum hjá fyrirtækjum almennings. Pótverjar hefja vöru- flutninga til Islands sem íslendingar hafa annazt til jbesscr PÓLVERJAR hafa nú byrjað reglubundar, mánaðarlegar áætl- unarferðir flutningskipa til ís- lands, og er fyrsta skipið, Liwiec frá Szcezcin (áður Stettin), ný- komið hingað. Var það með full- fermi af timbri, vélum, pappír o. fl. — Skipum þessum er ekki ein- göngu ætlað að flytja pólskar vörur, því þau munu hafa við- komu í Gdynia og Rostock í Austur-Þýzkalandi og Ósló, ef þurfa þykir. Þá hafa Pólverjar Miklar fisklandanir tog- ara hér í bœnum í sl. viku Útsvarsskráin lögð fram um miðjan ágúst SVO SEM LÖG gera ráð fyrir skal niðurjöfnun útsvara lokið í júní ár hvert. Um langt skeið tókst að ljúka þessu þannig að skráin var lögð fram í júnímán- uði. Nú síðustu ár hefur þetta dreg- ist meira og meira fram eftir sumri. Eru nú t.d. taldar horfur á því, að útsvarsskrá Reykjavík- ur verði ekki lögð fram fyrr en um miðjan ágústmánuð. Ástæðan til þessa mun vera sú að skattstofunni hefur eigi unn- izt tími til að yfirfara framtöl, þar eð verulegur hluti af tíma hennar á þessu ári hefur farið í það að reyna að greiða úr þeim óteljandi ágreiningsatriðum er upp hafa komið í sambandi við álagningu stóreignaskattsins. ÞAÐ hefur verið mikil vinna í kringum landanir togaranna í vikunni, sagði Hallgrímur Guð- mundsson forstjóri Togaraaf- greiðslunnar. Hingað hafa kom- ið nokkrir togarar með isvarinn fisk og tveir að loknum saltfisk- veiðum. Togararnir hafa verið ýmist hér við land, vestur við Græh- land eða á Nýfundnalandsmiðum. Þeim hefur gengið misjafnlega vel, sumir verið heppnir og lok- ið veiðiförinni á skaplegum tíma, en öðrum gengið seinna að fá í sig. Þannig hefur þetta verið hjá togurunum nú undanfarið. Hér kom t.d. með fullfermi og fisk á þilfari rúmlega 300 tonn togarinn Askur, sem var við Grænland og lauk veiðiförinni á 12 dögum Þá kom Jón forseti með rúmlega 290 tonn af heimamiðum og hafði lokið veiðiförinni á 15 dögum og Marz sem einnig var á miðunum hér við land kom með 192 tonn eftir 10 daga úthald. Af Nýfundnalandsmiðum komuEgill Skallagrímsson með 315 tonn og Hvalfell 272. Enn er heldur dauft yfir veiðinni þar vestra og fara stundum allt upp £17 dagar í veiðiförina, en stundum eru þeir líka heppnir eins og t.d. Geir sem kom í gærmorgun með nær 300 tonn, eða fullfermi af Ný- fundnalandsmiðum og hafði gengið mjög sæmilega. Togararnir Skúli Magnússon og Þorsteinn Ingólfsson komu með saltfisk af Grænlandsmiðum. Þangað fóru um og upp úr miðj- um maímánuði. Höfðu þeir orðið fyrir nokkrum töfum vegna þess að ís var á miðunum. Vegna ísfisklandananna hefur verið mikil atvinna í hraðfrysti- húsunum hér í bænum og við hann. LONDON 10. júlí — Smá fegrun- aðgerð var gerð á andliti hertoga- frúarinnar af Windsor í dag. Þeg- ar hún var í flugvél á leið yfir hafið á dögunum hraut hún um ferðatözku og skall á dyraum- búnað og hlaut smáskurð á enni. Sérfræðingar munu nú „breiða fyrir“ skrámuna. og í hyggju, að annast síðar meir að einhverýu leyti flutn- inga á vörum frá Tékkóslóva- kíu. Héðan ætla þeir að flytja útflutningsvörur íslendinga, svo sem síld, fiskimjöl, gærur, garnir, lýsi, húðir, fiskflök og fleira. Hingað til hafa fslendingar ein- ir annast þessa flutninga. Um- boðsmaður Pólverja var staddur hér fyrir nokkrum vikum, og leit aði þá fyrir sér bæði hjá Eim- skipafélagi fslands og Skipadeild SÍS um að taka að sér umboð fyrir hið pólska skipafélag, en hvorugt félagið vildi sinna því. — íslenzk stjórnarvöld létu einn ig uppi þá skoðun sína, að þau teldu eðlilegast að íslenzk skipa félög önnuðust þessa flutninga áfram. Herbíll veltur í Bægisá AKUREYRI, 11. júlí. — Laust fyrir kl. 4 í gærdag fór amerísk- ur herbíll út af brúnni við Bæg- isá. Orsök þess voru þau, að vagn, sem var aftan í bifreiðmni, mun hafa rekizt í brúarstó'pann og við það kom slynkur á bíl- inn, svo að bílstjórinn missti stjórn á honum með fyrrnefnd- um afleiðingum. Steyptist bíllinn ofan í gilið, sem er um þriggja metra fall. í bílnum voru tveir menn fyr- ir utan bílstjórann. Einn mann- anna var aftan á pallinum og mun hann hafa slasazt nokkuð á höfði. Hinir sluppu ómeiddir. —- Sjúkrabíll frá Akureyri og lækn- ir fóru á staðinn og var maður- inn fluttur í sjúkrahúsið. — Mag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.