Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 9
Sunnudagur 12. júlí 195S MORCVNBLAÐIÐ 9 Gyðingar fyrirgefa Þjóðverjum seint morðin á 6 millj, trúhræðrum En Ben Gurson segir að Þýzkaland nútísnans sé allt annað en Þýzka- land Hitlers GYÐINGAR hafa háð harða baráttu fyrir tilverurétti sín- um í landinu helga síðan þeir stofnuðu sjálfstætt Ísraels-ríki þann 14. maí 1948. Alla tíð hafa þeir verið um- kringdir og einangraðir af ara- bískum fjandmönnum sínum, sem voru miklu fjölmennari en þeir -og hugðust kæfa ríki Gyð- inga í fæðingu. Síðan hafa öll landamæri ríkisins verið víglína, þótt S. Þ. kæmu vopnahléi á og landið eins og einar stórar her- búðir. Gyðingar eru þekktir að þraut- seigju og kænsku um öll lönd, og hafa sýnt frábæran dugnað við uppbyggingarstörf heimafyrir. Menning almennings er á miklu hærra stigi, en í'nágrannarikjun- um óg þarna hafa Gyðingar kom- ið á.fót nýtízku tækniþjóðfélagi. Érfiðleikarnir hafa að vísu verið inargir, því að landnemarnir hafa streymt þangað úr öllum hlutum Iieims. Til þess að búa þeim samastað hafa stórir eyði- merkurflákar verið ræktaðir og margs konar iðnaður verið settur á fót. ísrael er harðbýlt og hrjóstr ugt land. Þeir lífsafkomuleikar, sem nú hafa skapazt þar fyrir 2 milljóna Gyðingaþjóð, er fyrst .og fremst árangur þrotlausrar iðjusemi og erfiðis. EINN var sá iðnaður, sem Gyð- ingar urðu frá byrjun að leggja einna mesta áherzlu á. Það var hergagnaiðnaðurinn, því að þeim reyr.dist örðugt að fá keypt vopn í öðrum löndum. Stjórn- endur Sameinuðu þjóðanna, sem töldu sig nokkra ábyrgð bera á hernaðarástandinu í Palestínu gerðu allt sem þeir gátu til að hindra vopnasölur þangað. í byrj un fengu Gyðingar helzt vopn frá Skoda-verksmiðjunum í Tékkó- slóvakíu, sem undir stjórn komm únista hafa sætt færi á að græða á vopnasölum til flestra óróa- svæða í heiminum. Á síðustu róstusömu valdaár- um Breta í Palestínu, stofnuðu Gyðingar leynifélög, sem stefndu að því að hrekja Breta með hermdarverkum brott frá land- inu. Stærst þeirra var félags- skapurinn Hagana, sem þá þegar kom sér upp litlum vopnasmiðj- um aðallega fyrir riffla og hand- sprengjur. Og þegar styrjöldin brauzt út milli fsraels og Araba- ríkjanna spratt upp i landinu urmull af litlum vopnasmiðjum, sem framleiddu handvélbyssur, sprengjuvörpur og skotfæri í all- ar tegundir skotvopna. Síðan hafa ísraelsmenn haldið áfram að auka hergagnaiðnaðinn og geta nú smíðað aliar stærðir af vél- byssum, litlar fallbyssur, rakettu- byssur og eru nú jafnvel að hefja smíði á orustuþotum. Þeir eru og sjálfum sér nógir með skotfæri. Það kom í ljós í árásinni á Egyptaland, þegar ísraels- ménn gersigruðu eyðimerkurher Egypta á skömmum tíma, að vopnin sem þeir notuðu og höfðu mest framleitt sjálfir voru öflug og harðskeytt. ISRAELSMENN vilja enn vera við öllu búnir og starfrækja áfram stórar vopnasmiðjur. Stærð þeirra er miðuð við styrj- aldartíma og því hefur það farið svo, að þegar bardagar liggja niðri, er offramleiðsla á vopnum. Hafa Gyðingar því farið út á þá braut, að seija vopn úr landi. Það hefur tryggt þeim áframhaldandi stárfsemi vopnasmiðjanua og einnig gefið þeim góðar gjald- eyristekjur til að draga úr vöru- skiptahallanum. Má geta þess að á síðasta ári seldu þeir vopn fyrir 5 millj. dollara úr landi. Aðrar þjóðir hafa sér í lagi sótzt eftir hinni svonefndu Uzi-hand- vélbyssu, sem ísraelskur herfor- ingi. teiknaði. Hún þykir taka flestum vopnum fram af þeirri stærð. Ben Gurion forsætisráðherra skýrði frá því á ráðuneytisfundi fyrir áramót, að Israelsmenn hefðu gert samning við Vestur- Þjóðverja um að selja þeim vopn fyrir 2,8 millj. dollara. Frásögn ráðherrans vakti enga sérstaka á, ef ekki hefðu staðið fyrir dyr- um þingkosningár. Þær skyldu fara fram í nóvember nk. og fór þegar í v„r að bera á spennu og pólitískum æsingum vegna þeirra. Vopnasölumálið varð tilvalið bar áttuefni öfgaflokka. Ef kosningar hefðu ekki verið fyrirhugaðar ætla menn, að engra æsinga hefði gætt, fremur hefðu Gyðingar miklazt cf því, að vopnaiðnaður þeirra þætti svo fullkomin, að jafnvel háþróuðustu iðnaðarríkin sæktust eftir framleiðslunni. AÐ ríkisstjórn Israels hafa stað- ið fjórir stjórnmálaflokkar, en standa misjafnlega langt til vinstri. Stærstur þeirra er flokk- ur Ben Gurions forsætisráðherra, Gyðingar hafa sett á fót margs konar vandaðan iðnað. Myndin sýnir unga Gyðinga við nám í smíði nákvæmnistækja. athygli þá og enginn ráðherranna gerði neina athugasemd við það. Upplýsingar voru einnig gefnar um þetta í þingnefnd. En í júní-mánuði sl. skýrði þýzka vikublaðið „Der Spiegel frá því í stuttri fréttagrein, að Vestur-Þjóðverjar hefðu nýlega undirritað samninga um kaup á 20 þúsund sprengjuvörpum frá Soltan vopnasmiðjunni í Haifa í ísrael. Var sagt, að tæki þessi væru gerð af óvenjulegri hug- kvæmni. Hægt væri að festa þeim framan á hváða riffil sem er og nota þannig til sprengjukasts. Þessi liíla grein kveikti í púðr- inu og olli svo miklum æsingum heima í ísrael, að stjórnarsam- starf sem verið hefur þar milli fjögurra flokka splundraðist. Heitar umræður stóðu um málið í marga daga í Knesseth, en svo nefnisf þjóðþing ísraels. Að vísu samþykkti þingið vopnasöluna að lokum með 57 a.kv. gegn 45, en sjálfir stjórnarflokkarnir voru sundraðir svo Ben Gurion for- sætisráðherra varð að biðjast lausnar. ÞAÐ sem veldur ólgunni er að vopnin voru seld til Þýzka- lands. Gyðingar eru ekki reiðu- búnir, þótt 14 ár séu liðin frá stríðslokum, að fyrirgefa Þjóð- verjum meðferð Gyðinga, en tal- ið er að nasistar hafi samtals myrt 6 milljónir Gyðinga á yfir- ráðasvæði sínu i Evrópu. Þær eru fáar fjölskyldurnar í ísrael, sem ekki geta nefnt náin skyldmenni, sem urðu nasistunum að bráð. Þó telja kunnugir, að aidrei hefði orðið úr þessu siikt póli- tískt fárviðri, sem nú várð raunin —- Mapai-flokkurinn sem hefur 40 þingsæti af 120 í þinginu. Hann er hægfara Jafnaðarmannaflokk- ur og sama er að segja um hinn svonefnda Framsóknarflokk, sem hefur 5 þingmenn. Hinir tveir stjórnarflokkarnir eru róttækari vinstri flokkar og kallast Ahdut Avodad, sem hefur 10 þingsæti og Mapam er hefur 9 þingsæti. Til saman höfðu þeir þingmeirihluta 64 þingsæti. Þegar þessi stjórn var mynduð fyrir nokkrum árum, setti Ben Gurion samstarfsflokkum sínum að skilyrði, að þeir yrðu að standa með stefnuákvörðunum stjórnarinnar hverju sinni og ella víkja úr stjórninni. Sam- þykktu þeir þetta skiiyrði. SKÖMMU eftir að fréttagreinin birtist í þýzka blaðinu kvaddi einn af foringjum Ahdud Avodad flokksins sér hljóðs í þinginu ut- an dagskrár. Maður þessi Jigal Alon hershöfðingi er mikill kappi úr styrjöldinni við Egypta og fór hann óvægum orðum um vopna- sölur til Þýzkalands. Minnti hann á hörmungar þær sem Gyðingar höfðu orðið að þola frá Þjóðverj- um og sagði að vopnasalan væri svívirðing við sögu Gyðingaþjóð- arinnar og minningu þeirra sem Þjóðverjar höfðu myrt. Stærsti stjórnarandstöðuflokk- urinn hinn þjóðernissinnaði hægri-flokkur Cherut krafðist sérstakra umræðna á þingi um „vopnasölur til hinna þýzku morð ingja“ eins og foringjar hans orð uðu það. Blöð stjórnarandstöð- unnar tóku að birta langar grein- ar um Gyðii.gaofsóknirnar í Þýzkalandi ásamt myndum af fangabúðum og brennsluofnum. Málgagn Ahduc. Avodad flokks- ins sagði m. a.: „Okkur hefði aldrei getað dreymt um það, ekki einu sinni í verstu martröð, að Israel myndi strax 20 árum eftir að Hitler fór að slátra Gyðingum, fara að afhenda vopn í stríðum straumum til þýzku morðingj- anna. Róttæku flokkarnir tveir í stjórninni kröfðust þess að vopna sölur til Þýzkalands yrðu þegar stöðvaðar, en Ben Gurion hinn aldni forsætisráðherra snerist hart gegn þvi. Hann sagði að ísraels-menn myndu skilyrðis- laust halda alla samninga, sem þeir hafa gert við aðrar þjóðir. Krafðist hann þess á móti, að ráðherrar róttæku flokkanna hlýttu stjórnarsáttmálanum og véku þegar úr stjórn, þar sem þeir hefðu snúizt gegn stefnu stjórnarinnar í heild í þessu efni. En þeir þverskölluðust við að gera það. Varð það tilefni stjórn- arslitanna þótt aðrir flokkar, að- allega Zionista-flokkurinn styddi Ben Gurion á þingi svo hann hafði meirihluta að baki. BEN GURION varði vopnasöl- una í áhrifamiklum ræðum á þingi. Hann sagði að þær hefðu verið ísrael fyrir beztu. Með því móti hefði verið hægt að starf- rækja vopnasmiðjurnar áfram og skapa mönnum áframhaldandi atvinnu. Hann sagði líka að fjand manna Gyðinga væri ekki lengur að leita í Þýzkalandi, heldur með al Arabanna og þessir samningar hefðu styrkt Gyðinga í barátt- unni gegn þeim. Hann fordæmdi þá flokka sem reyndu hér að færa sér í nyt viðkvæmar minn- ingar manna og skirrðust ekki við að ýfa upp gömul sár. Forsætisráðherrann skýrði mál ið einnig á athyglisverðan hátt í blaðaviðtali, sem birtist í mál- gagni ísraelsku verkalýðshreyf- ingarinnar. Þar sagði hann m. a.: — Ég átti sjálfur um sárt að binda. Allir Gyðingar, öll ætt- menni í heimabæ mínum, Plonsk í Póllandi voru tekin og myrt af nasistum. Bróðurdóttir min, mað- David Ben Gurion, forsætisráðherra ísraels. ur' hennar og tvö börn þeirra voru færð í brennsluofnana. Þeg- ar hún var brennd með börnum | sinum, var það sen. ég hefði misst I dóttur mína og barnabörn. Ben Gurion dró ekki úr því í samtalinu, að Þjóðverjar bæru sem þjóð ábyrgð á morðum 6 rtiilljóna Gyðinga, en héit síðan áfram: — Við verðum þó að skilja, að það eru ekki sömu mennirn ir, serr. leiddu hinar miklu hörmungar yfir Gyðinga, og þeir sem við skiptum nú við. Þýzkaland nútímans, sagði hann, er ekki sama og Þýzka- land Hitlers. Munurinn stafar ekki aðeins af því að stjórn nasista er horfin og komin í staðinn stjórn Ivristilega lýð- ræðisflokksins, sem liugsan- legt er að jafnaðarmenn taki við. Munurinn felst fyrst og fremst í grundvallarbreytingu á viðhoríum og aðstöðu Þýzka lands. Stjórnmálaleg og land- fræðileg aðstaða Þýzkalands hefur nú br^yzt svo, að það getur aldrei framar náð sömu áhrifum og völdum og það hafði áður. Þes vegna segi ég, hélt Ben Gurion enn áfram, að þeir sem ímynda sér að tími nasismans og hermdarve'rka hans geti aftur runnið upp í Þýzkalandi, þeir skilja ekki þróu sögunn- ar. Húsgagnasmiðir Viljum ráða húsgagnasmiði. Framtíðarvinna. TKÉSMÍÐAVINNUSTOFAN SKJÖLDUR H.F. Gránufélagsgötu 45 — Sími 1551,Akureyri. Chevrolet '53 Skúffubíll til sölu og sýnis á Hringbraut 119, mánu- dag. Tilboð skilist fyrir kl. 5, miðvikudag 15. þ.m. til Jóhannesar Guðmundssonar, Búvélalagers SÍS, Hringbraut 119. = Simi 15300 | Ægisgötu 4 Iðnverkamenn, aðstoðarmenn við blikksmiði og mann vanan málun vantar nú þegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.