Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 12. júlí 1959'
MORCUNBLAÐIL
3
Sr. Óskar J. Þorláksson:
Hin innri harátta
Torodd Miirer
DAGANA 25—27 júní sl. var 12.
umdæmisþing íslenzku Rotary-
klúbbanna haldið á Sauðárkróki.
Sóttu þingið fulltrúar frá hinum
einstöku klúbbum, en alls eru í
umdæminu 14 klúbbar með 440
félögum og hafði þeim fjölgað
nokkuð á árinu.
Viðfangsefni Rotaryklúbbanna
almennt er að auka og efla kynn-
ingu og samstarf, bæði milli full-
trúa einstakra starfsgreina og á
breiðaxa grundvelli þjóða í milli.
Alls eru starfandi rúmlega 10
þús. klúbbar í 110 löndum, með
alls um 470.000 félaga. Hefur fé-
lagsstarfsemi þessi breiðst mjög
ört út hin síðari ár, á Norður-
löndum eru t. d. um 20 þús. Rot-
ary-félagar.
Rotaryklúbbarnir halda uppi
mjög víðtæku menningarstarfi
með erindaflutningi í klúbbun-
um, vinna að þjóðmálaþjóriustu,
seskulýðsmálum og alþjóða sam-
starfi og friðarmálum.
Rotary-stofnunin svonefnda er
nú þekkt orðin um allan heim
fyrir hjálparstarfsemi sína, og
fyrir námsstyrki þá, sem veittir
eru til framhaldsnáms úrvals
námsmanna frá ýmsum löndum.
Á þessu ári nýtur íslenzkur kandi
dat í læknisfræði, Jónas Hall-
grímsson frá Reykjavík, styrks
frá stofnun þessari, til framhalds
náms í læknisfræði við háskólann
í Minneapolis, en þrír Islendingar
hafa áður notið slíks styrks, auk
annarra námsmanna, er notið
hafa styrkja frá einstökum um-
dæmum.
Á umdæmisþinginu á Sauðár-
króki voru ræda mál, sem um-
Smíóníuhljóm-
sveitinni vel íagn-
að á Húsavík
HÚSAVÍK, 11. júlí. — Sinfóníu-
hljómsveitin, sem er á hljóm-
leikaferð um landið og á austur-
leið, hélt hljómleika í samkomu
húsinu hér á Húsavík í gærkvöldi
undir stjórn Robert A. Ottósson-
ar. Einsöngvarar með hljómsveit
inni voru Guðmundur Jónsson og
Sigurður Björnsson. Var húsfylli
og áheyrendur mjög hrifnir. ■—
Fjölgar greinilega áheyrendum,
sem ánægju hafa af því að hlusta
á hljómsveitina, í hvert skipti
sem hún kemur, og kann fólkið
úti á landsbyggðinni vel að meta
það að fá tækifæri til að heyra
í henni.
Sr. Friðrik A. Friðriksson,
prófastur, ávarpaði hljómsveit-
ina í lok hljómleikanna, og þakk
aði henni fyrir komuna í þetta
sinn, svo og fyrri heimsóknir
hennar hingað. Jón Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm
sveitarinnar, svaraði fyrir hönd
hljómsveitarinnar. - Fréttaritari.
Olle Norman
dæmið varða og flutt fræðandi
erindi um alþjóðasamstarf og
samband Rotaryklúbba á Norður
29. FTJNDUR Sambands Vest-
firzkra kvenna, var haldinn á
Flateyri, dagana 4. og 5. júlí sl.
Mættir voru 25 fulltrúar auk
stjórnar, frá 13 félögum.
Skýrslur frá þessum félögum
bera það með sér, að kvenfélögin
hvert á sínum stað bera hag síns
byggðalags fyrir brjósti, einnig
ber mikið á liknar- og mannúðar-
málum. Sum félögin hafa látið
sig varða uppeldismál og önnur
menningarmál — sum gefið til
sjúkrahúsa og sum til elliheimila,
önnur til barnaleikvalla og fl. og
fl. Saumanámskeið hafa verið
haldin einnig matreiðslunám-
skeið, einnig hafa sum félögin
unnið að garðrækt og vefnaði.
Sum eru að koma upp félags-
löndum, starfsemi klúbbanna, en
auk þes.s eru umdæmisþingin
mikilsverð kynningarmót fyrir
félagana.
Að þessu sinni mættu tveir
ágætir fr Iltrúar erlendir á um-
dæmisþinginu. Fulltrúi forseta
Rotary International Clifford
Randalls, var Torodd Miirer,
bankastjóri frá Risör í Noregi,
kunnur Rotaryfélagi í heimalandi
sinu og fyrrverandi umdæmis-
stjóri og Olle Norman, ofursti
frá Uppsölum í Svíþjóð, sem var
fulltrúi norræna Rotary-ráðsins,
og fyrrverandi formaður þess.
Báðir þessir menn fluttu er-
ind á umdæmisþinginu og tóku
þátt í umræðum um málefni
þingsins.
Þá gafst þeim nokkurt tæki-
færi að kynnast landinu, og hr.
Olle Norman, sem dvaldist hér
nokkuð lengur heimsótti all-
marga klúbba og flutti þar erindi
um Rotarymál.
Umdæmisstjóri íslenzka Rotary
umdæmisins var sl. starfsár sr.
Helgi Konráðsson, prófastur á
Sauðárkróki, er lézt 30. júní sl.,
en viðtakandi umdæmisstjóri er
Halldór Sigurðsson, sparisjóðs-
forstjóri í Borgarnesi.
heimilum ásamt öðrum félögum.
Kosin var nefnd er athuga skal
orlofsmál húsmæðra.
Samþykkt var að halda í haust
á Isafirði námskeið fyrir handa-
vinnukennara á barna- og ungl-
ingastigum.
Samþykkti fundurinn einnig,
að skora á þing og stjórn að auka
svo fjárframlög til kvenfélags-
sambands íslands, að það sjái sér
kleift að hafa fleiri heimilisráðu-
nauta á sínum vegum framvegis,
en þann cina, sem nú er.
í landhelgismálinu kom fram
svohljóðandi tillaga: „29. fundur
Sambands vestfirzkra kvenna,
haldinn á Flateyri 4. og 5. júlí
1959, vítir harðlega aðgerðir
Breta í íslenzkri landhelgi, og
I.
Hið góða, sem ég vil geri ég
ekki, en hið vonda, sem ég
vil ekki, það gjöri ég.
(Róm: 7. 19)
OFT hafa menn hugsað um þessa
játningu Páls postula, þar sem
hann talar um hið mikla ósam-
ræmi í sínu eigin lífi, milli þess,
sem hann vill gera og þess sem
hann gerir í veruleikanum. Hér
var þó ekki á ferð neinn lausingi,
heldur maður, sem kunnugur var
að vitsmunum og siðferðilegri
festu.
Það, sem felst á bak við þessi
orð Páls er ekki nein fjarlæg
heimspeki eða vafasamur orða-
leikur, heldur veruleiki í lífi
flestra manna. Vér þekkjum öll
þessa baráttu í siðferðilegum efn-
um, þetta ósamræmi milli þess,
sem vér viljum og gerum.
Það er sjaldnast neinn vandi að
vita hvað er rétt, svo mikið
skorar eindregið á ríkisstjórn fs-
lands, að gera sitt ýtrasta til þess
að afstýra þeim aðförum, og
hvika í engu frá 12 mílna land-
helginni.
Gestir fundarins voru: frú
Aðalbjörg Sigurðardóttir fyrir
hönd Kvennfélagssambands ís-
lands, og frú Sigríður J. Magn-
ússon fyrir hönd Kvenréttinda-
félags íslands, og fluttu þær báð-
ar ýtarleg erindi hvor fyrir sitt
Samband.
Að fundarstörfum loknum,
bauð kvenfélagið „Brynja“ á Flat
eyri í skemmtiferð um Önundar-
fjörðinn og hlýddu konur messu
í Holti hjá séra Jóni Ólafssyni.
Um kvöldið var setið við
veizluborð í góðum fagnaði.
Stjórn Sambar.dsins skipa nú:
Frú Sigríður Guðmundsdóttir
formaður ísafirði, frú Unnur
Gísladóttir ritari ísafirði, frú
Elísabet Hjaltadóttir gjaldkeri
Bolungarvik.
þekkjum vér til sanninda kristin-
dómsins, að vér vitum hvaða kröf
ur hann gerir til vor, en hitt reyn
ist meira vandamál, að fylgja því,
sem vér vitum sannast og réttast
fyrir augliti Guðs.
Einu sinni voru menn svo
bjartsýnir á mannlegt eðli, að
þeir trúðu því, að það myndi þró-
ast ört í átt til hins góða, fyrir
áhrif þekkingar og vísinda, og
þess myndi ekki langt að bíða, að
mennirnir yrðu sannir englar og
hið þráða þúsundáraríki friðar og
kærleika yrði að veruleika meðal
mannanna.
Hið illa í manneðlinu virðist þó
enn furðu lífseigt. Styrjaldir og
uppreisnir síðustu ára hafa sýnt
manneðlið í sorglegu ljósi. Fanga
búðir, fjöldamorð og pyntingar
samfara óskiljanlegum kvala-
þorsta sýnir glöggt tvískiptingu
manneðlisins, og varpar skugga á
þá bjartsýni á eðli mannsins, sem
þó er veigamikill þáttur fagnað-
arerindisins. Vér hljótum því að
komast að þeirri niðurstöðu, að í
hverjum manni býr gott og illt
og að siðgæðisuppeldi er hverjum
manni nauðsynlegt, til þess að
göfga hinar æðri hvatir mann-
eðlisins, og halda hinum lægri
hvötum þess í skefjum. Og
reynslan hefur sýnt, að þar er
það trúarsamfélagið við Guð, sem
er oss bezta hjálpin.
„án Guð náðar er allt vort traust,
óstöðugt veikt og hjálparlaust.“
(H.P.)
II.
Það er ekki óeðlilegt, að vér
hugsum um þetta mikla ósam-
ræmi í lífi vor mannanna, milli
þess, sem vér viljum og gerum.
Allir þekkja, hvernig ágætis-
menn fórna hamingju sinni og
ástvina sinna fyrir stundargleði
áfengisnautnarinnar. Aðrir grípa
til svika og óráðvendni, til þess
að veita sér stundar hagnað eða
þægindi, þó að þeir hljóti að gera
sér ljóst, að áður en varir eru
þeir flæktir í sínum eigin svika-
vef og mannorðið glatað. Að vita
hið sanna er því engan veginn
nóg til þess að frelsa menn undan
oki hins illa, heldur sú ábyrgðar-
tilfinning fyrir Guði og vilja
hans, sem nær að móta viljalíf
mannsins.
Það var þetta, sem að lokum
mótaði alla lífsreýnslu Páls post-
ula, svo að hann gat sagt:
„Sjálfur lifi ég ekki framar,
heldur lifir Kristur í mér.“
Eina leiðin til þess að sigra
hinar lægri hvatir í sál sinni, er
að komast undir sterk áhrif Guðs
anda, taka sinnaskiptum, eins og
það er orðað í Nýja Testament-
inu.
Ég veii, að þú sem lest þessa
hugleiðingu mína í dag, átt oft
í baráttu við sjálfan þig. Það eru
allir, sem finna til þessa ósam-
ræmis í lífi sínu, milli þess, sem
þeir vilja og gera. Þessi barátta
er oft persónuleg, það er ekki víst
að neinn viti um þá baráttu, sem
fer fram í sál þinni, húg getur
snert þín eigin siðferðilegu vanda
mál.
En minnstu þess, að þú mátt
koma fram fyr.r Guð með öll
vandamál þín, það er líka þitt
einkamál, en þú verður styrkari
og glaðari, því oftar, sem þú leit-
ar samfélags við hann.
Þetta er leyndardómur trúarlífs-
ins, uppsx retta þeirrar blessunar,
sem vér eigum kost í baráttu og
vandamálum lífsins.
Ég veit að vér þráum öll meira
samræmi í líf vort, milli þess,
sem vér vitum að oss er fyrir
beztu og þess, sem vér gerum í
reyndinni.
En hví þá ekki að fara þær
leiðir, sem kynslóðirnar hafa bor
ið vitni um, að sé leiðin til ham-
ingju og 1 elsis?
Ó. J. Þ.
Umdœmisþing Rotary
klúbbanna haldið
á Sauðárkróki
Það kemur vatn fram í munninn á fslendingnum, þegar hann sér mynd af appelsínu- eða epla-
trjám, þar sem greinar þeirra svigna undan gómsætum ávöxtum. Ætli blámönnunum í Afríku yrði
ekki eitthvað svipað við ef þeim gæfist kostur á að sjá þessa mynd — af íslenzkri skreið.
Ljósm.: Elvar Bjarnason.
Somband vestfirzkra kvenna