Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 6

Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 6
6 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 12. júlí 1959 Vevr-^S T/SKtANÖ PPAM|<RI6 ENGWJ! Teikning þessi sýnir hinar tvær verzlunarsamste ypur, sem nú eru að koma upp í Evrópu. 1 miðj- unni er Evrópumarkaðurinn, það eru 6 lönd, sem stefna að sameiningu. Hringinn í kringum þau eru ríkin 7, sem ætla að mynda „Litia fríverzlunarsvæðið“ og tengjast efnahagslega með tollalækk- sig, er að ef þeim verður með öllu haldið utan verzlunarsamstarfs- ins, þá þýði það ekkert annað en að verið sé að framselja þá Rúss- um með húð og hári. Ýmsir aðilar á Norðurlöndum eru vegna eigin hags hlynntir Finnum í málínu, svo sem norski iðnaðurinn og sænsk verkalýðs- félög. Þeir eru hræddir við að lenda í hömlulausri samkeppni við brezka iðnaðinn og vilja fara málamiðlunarleið, þannig að Norðurlöndin fjögur myndi sér- staka fylkingu innan fríverzlun- arsvæðisins, þar sem tollarnir verði ennþá lægri, heldur en milli ríkjanna í fríverzlunarsvæð inu sjálfu. Benda þeir á það, að þetta væri eðlilegt, því að ekkert jafnræði sé milli Bretlands með 52 milljón íbúum og hinna ein- stöku Norðurlanda, sem hvert um sig hefur íbúatölu frá 3,5 til 7 millj. Miklu nær sé að Norður- löndin fjögur með nærri 20 millj. íbúum myndi fastari efnahags- lega heild, sem getur staðizf Bretum snúning í samkeppninni. ★ MIKIL hætta er þó á því að þess- ar hugmyndir og tillögur strandi, í fyrsta lagi á mótspyrnu Breta, sem græða allra þjóða mest á stofnun „Litla fríverzlunarsvæð- isins“ og í öðru lagi er hætt við því að Rússar muni þegar til kastanna kemur einnig meina Finnum slíka óbeina aðild að frí- verzlunarsvæðinu. Finnar eiga líka örðugt um vik, því að þeir hafa nýlega gert viðskiptasamn- inga við Rússa til fimm ára, 1961—65. Viðskipti Finna við önnur löhd skiptast í stórum dráttum þannig, að 30% er við löndin í Evrópu- markaðnum, 30% við þau sjö lönd, sem hyggjast stofna „Litla fríverzlunarsvæðið", 30% við Sovétblokkina og 10% við Amer- íku. Óbein þátttaka Finna í „Litla fríverzlunarsvæðinu" yrði þeim mjög þýðingarmikil, því bezti markaðurinn fyrir pappír er í Englandi og helztu keppinautar Finna í pappírsframleiðslu, Sví- þjóð og Noregur, verða einnig á svæðinu, svo að samkeppnisað- staða Finna í þessu efni versn- aði, ef þeir stæðu utan við. ★ FINNAR eru fjarri því að vera ánægðir með viðskipti sín við Sovétblokkina, einfaldlega vegna þess að iðnaðarvörur, sem þeir þurfa að kaupa þaðan, eru miklu lakari, standast engan samanburð við sambærilegar vörur frá Vest- ur-Evrópu. Langmest áberandi er þetta varðandi bifreiðarnar. Þeir myndu því sannarlega kjósa að snúa viðskiptum sínum vestur á bóginn, en allar tilraunir til þess takmarkast af markaðsmöguleik- um fyrir finnskan útflutning. Hætt er við, að ef Finnar stæðu utan við verzlunarsamsteypur Ev rópu, þá leiddi það til samdráttar í útflutningi vestur á bóginn og Finnar yrðu þar með æ háðari Rússum. uuum sín á milli. Finnar vilja fá óbeina aóild aó Litla-fríverzlunarsvæóinu, ella veróa þeir æ háóari Rússum Verður gert út um það á fundum Norður- Iandaráðs og norrœna ráðherrafundinum hefði verið að gefa möguleika til bættra viðskipta. Þessi lönd eru Finnland, írland, Grikkland og e. t. v. getur Spánn einnig talizt í þessum flokki. Hér verður einnig að telja ísland með vegna ein- hæfrar útflutningsframleiðslu. — Þessi ríki hafa ekki getað tek- ið þátt í stóru verzlunarsam- steypunum vegna þess, að iðnað- ur þeirra er skammt á veg kom- inn og myndi mestallur visna upp, ef hann ætti að hefja sam- keppni í jafnri aðstöðu við iðnað stærri ríkjanna. i Cautahorg? MENN eru nú bjartsýnir á að takast megi að stofna „Litla frí- verzlunarsvæðið” í Evrópu, en það eru samtök sjö Evrópuríkja, er standa utan við sjálfan Evrópu markaðinn, um það að lækka inn- flutningstolla sín á milli. Að stofnun „Litla fríverzlunar- svæðisins“ standa þessi lönd: Bretland, Portúgal, Sviss, Austur ríki og þrjú Norðurlandanna: Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Stofnun Evrópumarkaðsins um síðustu áramót hafði og mun hafa slæm áhrif á samkeppnisaðstöðu þessara ríkja í Evrópumarkaðs- löndunum sex og því hefur þeim komið í hug, að bæta sér það markaðstap með þessu „Litla frí- verzlunarsvæði", sem á að skapa þeim stærri tollmúralausan mark að. Afleiðingin af þessu öllu virð- ist ætla að verða, að Vestur-Ev- rópa skiptist í tvö stór markaðs- svæði, sem eru á öndverðum meið hvort við annað. I báðum tilfell- unum er um stækkun markaðar að ræða, sem ætti að stuðla að aukinni og fullkomnari fram- leiðslu, en framhjá hinu verður ekki gengið að þessi efnahags- lega klofning Evrópu felur í sér ýmsar hættur. ★ EN nú er það ljóst, að utan beggja þessara samtaka standa nokkur vestur-evrópsk lönd, sem fram til þessa hafa tekið þátt í efnahagssamstarfi Evrópu, en verða nú að standa utan beggja verzlunarsvæðanna. Samkeppnis- aðstaða þeirra hlýtur að versna verulega á Evrópumörkuðunum og fá þau ekki að taka þátt í þeim efnahagslegu framförum, sem menn vona að fylgi verzlunar- samstarfinu. Það hörmulegasta við þetta er, að þessi ríki sem skilin eru útund an eru einmitt fátækustu ríkin í Evrópu, sem ennþá meiri þörf EITT þessara ríkja, Finnland, er þó í nokkrum sérflokki. Það hef- ur komið upp hjá sér á síðustu árum öflugum iðnaði á ýmsum sviðum, sem ætti ekki að þurfa að kikna undir þunganum. Og trjávöruiðnaður þeirra stenzt samkeppni við hvaða land sem er í samsteypunni. Hann ætti ein- mitt að geta aukizt og blómgazt við þátttöku í stóru verzlunar- svæðunum. Þess vegna hafa Finnar í raun- inni mikinn hug á því að verða aðilar að „Litla fríverzlunar- svæðinu". Það er aðeins eitt sem kemur í veg fyrir það — Rússar hafa bannað þeim þátttöku í Efnahagssamvinnustofnun Ev- rópu. Þeir vilja áfram halda Finnlandi í efnahagslegum helj- argreipum sínum, sem þeir not- uðu t. d. síðastliðinn vetur til pólitískra afskipta um hverjir skyldu sitja í finnskri ríkisstjórn. Má búast við því að Rússar bönn- uðu Finnum með sama hætti beina aðild að hinum tveimur verzlunarsamsteypum Evrópu. Það er eftirtektarvert, að þótt Rússar hafi bannað Finnum aðild að almennu samstarfi Evrópu- ríkja, þá hafa þeir leyft þeim þátttöku í samstarfi Norður- landa. Af þessu virðist sem Finn- ar geri sér óljósar vonir um að þeir geti tengzt „Litla fríverzlun- arsvæðinu" gegnum norræna efnahagssamvinnu. Herma fregn- ir nú, að Finnar telji stofnun nor- ræns tollabandalags einu vonina. Myndu þeir gerast aðilar að því og verða þá óbeint tengdir frí- verzlunarsvæðinu, þegar þrjú Norðurlandanna, Danmörk, Nor- egur og Svíþjóð gengju í það. ÞANN 11. og 12. júlí koma efna- hagsmálanefnd og forsetar Norð- urlandaráðsins saman til funda og þvínæst verður haldinn í Gautaborg ráðherrafundur Norð- urlanda. Gera Finnar sér vonir um að sjónarmið þeirra njóti skilnings á þessum fundum. Það, sem þeir munu einkum bera fyrir Yzta eyja í byggð á Breiðafirði komin í eyði I VOR flutti vitavörðurinn í Höskuldsey á Breiðafirði yfir í Elliðaey og er þá komin í eyði yzta eyja í byggð af Breiðafjarð- areyjum. Lengi hefur verið viti í Höskuldsey og á ríkissjóður eyj una, sem er vel byggð upp að húsakosti, Þar er mjög sæmilegt íbúðarhús, ágæt peningshús og krían verpir þar ákaflega mikið, að því er fréttaritari blaðsins í Stykkishólmi tjáði blaðinu. Frá Höskuldsey er stutt á miðin, en Elliðaey þykir betri vegna hlunn inda, og flutti því vitavörðurinn þangað, er þar losnaði vitavarðar staða og mun hafa reynzt erfitt að fá annan í hans stað til Hösk- uldseyjar. Höskuldsey er yzt eyja af Suð- ureyjum og liggur norðaustur af Bjarnarhöfn í Helgafellssveit. Saga eyjarinnar er merkileg á marga lund, því frá því á land- námsöld og fram á þennan dag hafa að jafnaði verið stundaðir sjóróðrar í Höskuldsey og í Eyr- byggju er eyjarinnar getið í sam- bandi við Þorstein þorskabít sem drukknaði í Höskuldseyjarróðri árið 938. Var eyjan öldum saman ein helzta verstöð á Breiðafirði og voru þar verbúðir fram undir 1930. Sagt er að fyrri hluta 18. aldar hafi oft verið 50 fastir heimilismenn í Höskuldsey, en þá hafa verið allt upp í 28 ver- búðir þar. Eyjan er þó lítil, en eggslétt og grösug. sknfar ur dagieqo lífinu Gömul kona með húfu DAGINN sem stóra hafskipið Caronia lá i Reykjavíkurhöfn og 500 auðmenn spókuðu sig á götum Reykjavíkur, hitti Velvak andi á förnum vegi þessa gömlu konu, sem myndin er af hér í dálkunum. Húfan, sem hún heldur í, á sér allmerka sögu, þó hún sé ekki fínni en svo, að ég efast um að margar íslenzkar konur mundu láta sjá sig niðri í bæ með hana á góðviðrisdegi. En hin auðuga Mrs. Lone Jenkins kann að meta húfuna sína. Hún keypti hana ár- ið 1930 hér í Reykjavík fyrir sem svarar einum bandarískum dal, og hefur síðan ferðast með hana á kollinum um allar heimsins álfur. — Þetta er bezta húfan, sem ég hefi nokkurn tíma eignast, sagði hún. Hún tollir á kollinum á manni og svo er hægt að vöðla henni saman og stinga henni í vasann. Einu sinni lét ég meira að segja búa mér til nákvæma eftirmynd af svona húfu í Austur ríki. • Þessi merka húfa er hekluð úr yrjóttu bandi, svona eins og þessu sem við notum tíðast í stíg- vélaleista. 78 ára og ferðast um allar heimsins álfur FRÚ Lone Jenkins sem er orðin 78 ára gömul, nýtur þess enn að ferðast. Hún hefur líka efni á að ferðast á dýrustu skipum og gera sér ferðalögin sem auðveld- ust. — Þegar ég kom hérna síðast, árið 1930, þá var ég nú léttari á mér, sagði hún. Þá fór ég að Mý- ■ vatni. Ég var líka í góðri þjálfun, I því ég var þá allþekktur golf- leikari. Annars er gamla konan búin að ferðast svo mikið, að hún er sýnilega ekki alveg viss um leng- ur nema hún hafi tekið Bergens- brautina einhvers staðar á ferða- laginu um ísland fyrir nær 30 árum eða hvort það var í Noregi í sömu ferð. Það er heldur ekki undarlegt. Síðustu árin er hún búin að leggja 300 þús. mílur að baki, á áttræðisaldri. Og svo sagði hún Velvakanda frá því þegar bíllinn hennar var næstum orðinn undir fílahjörð í Afriku, og frá tveimur ferðalög- um til Rússlands — með prjóna- húfuna íslenzku, og frá öllum þeim skrýtnu hlutum, sem hún hefur dregið að sér. Það væri fróðlegt að heimsækja hana í vinnustofuna hennar hátt uppi í stórhýsi við 22. götu í New York, þaðan sem er útsýni yfir borgina úr nærri fjögurra metra breiðum glugga. Einhvers staðar í öllu dót inu hennar eru íslenzkir útprjón- aðir vettlingar, sem hún keypti í ferðalaginu 1930. Þetta er allra elskulegasta göm ul kona, sem reglulega nýtur þess að ferðast, safna skrýtnum hlut- um og spjalla við hvern sem á vegi hennar verður. Þær eru ekki margar nær áttræðar, sem njóta lífsins jafn vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.