Morgunblaðið - 12.07.1959, Blaðsíða 11
Sunnuðagur 12. júlí 1959
MORCUISBLAÐIÐ
11
Þetta er rólusett með tveim ruggum, en þær eru hvað vinsæl-
astar leiktækja á barnaieikvöllunum um þessar mundir. Ekki
verður heldur annað séð en börnin uni sér vei.
heima við hús sín. Þau eru til-
tölulega mjög ódýr, kosta um eða
úðuð með zinki og síðan bronzuð,
svo að útilokað má telja, að ryð
geti gert þeim skaða, sé þess gætt
að halda þeim sæmilega við.
— Það hefur verið talsverð eft-
irspurn eftir taekjunum?
— í fyrstu var hún ekki meiri
en svo, að við áttum allauðvelt
með að fullnægja henni. En hún
hefur aukizt smám saman og
höfum við nú smíðað fleiri eða
færri leiktæki á alla smábarna-
leikvelli í Reykjavík, einnig höf-
um við fengið pantanir utan af
landi og þegar afgreitt til Flat-
eyrar, Húsavíkur og fleiri staða.
Þar að auki hafa leiktæki okk-
ar t.d. verið sett upp við fjölbýl-
ishús og einn sumarbústað. Og
satt að segja gerum við okkur
vonir um, að margir fjölskyldu-
feður eigi eftir að koma auga á
Skapa þarf börnunum aðstöðu
til að leika sér heima v/ð
Hentug leiktæki fyrir fjölbýlishús
og einstaklinga sm'iduö hér
Á SUMRI hverju, þegar hlýindin
hafa enn einu sinni borið sigur
úr býtum í viðureigninni við Vet-
ur konung, þyrpast yngstu borg-
arar þessa bæjar á barnaleikvell-
ina og dveljast þar oft löngum
stundum. Af hálfu bæjaryfirvald
anna hefur líka flest verið gert,
til þess að þeir gætu þar óhultir
unað sér vel og haft sem fjöl-
breytilegust áhugaefni við að
glíma. Fyrir þá fullorðnu er jafn
an ánægjuefni að staldra við og
fylgjast með lífinu, eins og það
gengur fyrir sig á leikvöllunum.
Margt haft fyrir stafni
Sumir fara í stórfiskaleik, aðr-
ir í síðastaleik, stúlkur í bolta-
leiki og enn nokkrir vega salt,
róla sér, fara í rennibrautir eða
einhver þeirra leiktækja annarra,
sem komið hefur verið upp síð-
ustu árin — að ógleymdum þeim,
sem í sandkössunum sitja með
spaða í hönd og byggja hvert
stórhýsið á fætur öðru af engu
minni alúð en þeir fullorðnu, sem
reisa smá hús eða stór í nýjum
íbúðarhverfum höfuðborgarinnar
Hver veit líka nema þarna séu
einmitt að starfi einhverjir af
athafnasömustu húsbyggjendum
framtíðarinnar? — Þannig líða
dagarnir hver af öðrum. Eitt tek-
ur við, þegar öðru sleppir. Og
ný leiktæki koma til sögunnar,
því að yngstu borgararnir krefj-
ast þess að fá að vera með í fram
förunum.
Nú orðið verður ekki annað
sagt, en að leikvellir í bænum
séu orðnir vel búnir leiktækjum.
Eftir að tíðindamaður blaðsins
hafði fylgzt með því stundarkorn
um daginn, hvílíkan fögnuð mörg
þeirra vekja, — og jafnframt
frétta á skotspónum, að flest
þeirra væru innlend framleiðsla,
fór hann á stúfana í þeim tilgangi
að leita uppi hann eða þá, sem
smíðina annast. Og að lokum
hafnaði hann í lítilli verksmiðju
byggingu inni við Elliðaárvog. —
Þar varð Bemharður Hannesson,
vélfræðingur, fyrir svörum:
Þrir á báti
— Við tókum okkur saman fyr-
ir u. þ. b. hálfu öðru ári þrír
félagar, Davíð Guðmundsson, vél-
smíðameistari, Ólafur Kristjáns-
son, járnsmiður, og ég, og byrj-
uðum að smiða ýmis konar
íþrótta- og leiktæki í frístundum
okkar. Ein af ástæðunum til þess
var sú, að okkur þótti sitthvað
ógert í þeim efnum og vildum
stuðla að því, að bæjaryfirvöld-
in ættu í viðleitni sinni til að
fullkomna barnaleikvellina kost á
að kaupa fjölbreyttari leiktæki
en fram til þess tima höfðu verið
framleidd hér á landi. Þetta féll
í góðan jarðveg, og hefur þessi
saman. Nú í sumar hef ég nóg að
gera allan daginn og hinir vinna
við smíðina meðfram öðrum störf
um sínum, eftir því sem tími
gefst til.
— Hvaða leiktæki framleiðið
þið helzt nú?
— Það eru einkum rólusett,
sem við nefnum svo, þ. e. róla,
hringir og rugga á einni og sömu
slá. Er ýmist eitt af hverju á
slánni eða tvennt af einhverju —
og öðru þá sleppt í staðinn. Rugg
urnar eru algjör nýjung á leik-
völlum hér. Þær eru eins konar
sambiand af rólu og vegasalti.
Börnin sitja ýmist eitt eða tvö
á hvorum enda og rugga sér fram
innan við tvö þúsund krónur þau
dýrustu, og ætti ekkert að vera
til fyrirstöðu með uppsetningu
þeirra, aðeins ef landrými er nægi
legt, og það þarf alls ekki að
vera svo mikið.
Aðstæður okkar til framleiðsl-
unnar hafa með þessu nýja hús-
næði batnað svo, að við getum
afgreitt tækin með mjög stuttum
fyrirvara.
Þegar tíðindamaðurinn hafði
svo virt tækin fyrir sér um stund,
að sjálfsögðu á öllum stigum fram
leiðsiunnar, hélt hann niður í
bæinn aftur.
í Fræðsluskrifstofu Reykjavík-
ur við Tjörnina, gekk hann á
fund Jónasar B. Jónssonar,
fræðslustjóra, og spjallaði við
hann stundarkorn um barnaleik-
vellina í bænum og leiktækin
einkum.
Þetta unga fólk vegur salt sér til ánægju. Myndin var tekin
i vor á einum af barnaleikvöilunum í bænum.
og aftur. Þetta hefur reynzt svo
vinsælt, að við höfum iðulega
haft tvær á slánni og upp á síð-
kastið meira að segja haft þrjár
og ekkert annað. En þá er í raun
inni orðið nokkuð hæpið að kalla
það rólusett!
Við höfum einnig smíðað tals-
vert af vegasöltum, bæði með 1
og 2 sætum á enda hverrar slár.
En slárnar .eru svo ýmist ein eða
tvær á hverjum búkka, þannig
að allt að 8 geta vegað salt í
einu.
Rennibrautir frá okkur hafa nú
verið settar upp mjög víða og
líkað vel. Sömu sögu er raunar
að segja um leiktækin öll, enda
höfum við langt mikið kapp á að
endurbæta það, sem reynslan hef-
ur leitt í ljós að betur mátti fara.
Þannig höfum við t.d. útbúið síð-
ustu rólusettin þannig, að hægt
er að krækja öllu af t.d. á kvöld-
in og geyma svo inni yfir nótt-
ina. Er yfirleitt svo komið, að
við teljum okkur nú fært að
bjóða tækin til kaups hverjum
sem er — án þess að blikna.
Víffa í notkun
— Hvaða ráðstafanir hafið þið
gert til þess að verja þau ryði?
— Öll tækin eru sandblásin,
kosti þessara leiktækja og þann
starfsemi okkar því eflzt smám 1 hag sem að því er að hafa þau
L,eikvellirnir endurbættir
Fræðslustjóri skýrði svo frá, að
af bæjarins hálfu væri mikið
kapp lagt á að gera leikvellina
sem bezt úr garði og fylgjast
vel með og reyna að ýta undir
allar nýjungar, sem orðið gætu
til að auka fjölbreytni þeirra.
Leiktæki þau, sem félagarnir hér
að framan hafa smíðað, kvað
hann nú hafa verið sett upp á öll-
um smábarnaleikvöllum 1 bænum
og væri almenn ánægja með þau.
Tækin væru tvímælalaust einnig
heppileg til að setja upp á ein-
stökum lóðum, einkum við fjöl-
býlishús, enda hefðu t.d. síma-
menn þegar látið gera svo.
— Við erum þeirrar skoðunar,
sagði fræðslustjóri, — að jafn-
fram því, sem leikvöllum er fjölg
að og þeir endurbættir, sé nauð-
synlegt, að foreldrar geri s
ljóst, að þeir verði eftir því, sem
tök eru á, að skapa börnunum
aðstæður til að leika sér heima
við.
Fræðsluskrifstofan er jafnan
fús til að aðstoða fólk við útveg-
un á hæf ilegum og hentugum leik
tækjum og veita því ráðlegging-
ar um, hvernig þeim verði bezt
komið fyrir, sagði Jónas B. Jóns-
son, fræðslustjóri að lokum.
Séra Jón Guðnason
skjalavörður sjötugur
SKRIFAÐ stendur í kirkjubók-
um norðan úr Hrútafirði að séra
Jón Guðnason sé sjötugur í dag.
Hann leit fyrst ljós þessa heims
á Óspaksstöðum, vestasta bæ í
Húnaþingi ,sem blasir við frá
þjóðveginum og stendur í brekk-
unni austan Hrútafjarðarár.
Önnur helztu æviatriðl hans
eru þessi:
Hann varð stúdent árið 1912,
Jauk guðfræðiprófi 1915. Stund-
aði um tíma kennslu í Flens-
borgarskólanum. Vorið 1916 voru
honum veitt Staðarhólsþing í Döl
um og 1918 Suðurdalaþing. Með
ýmsum sóknabreytingum þjónaði
hann flestum sóknum í því próf-
astdæmi, en árið 1928 var honuin
veitt Prestsbakkaprestakall í
Hrútafirði, en alls var hann í
þjónustu Þjóðkirkjunnar 32 ár.
Hann var sýslunefndarmaður
Strandasýslu um margra ára
skeið, kennari og skólastjóri við
Reykjaskóla í Hrútafirði og al-
þingismaður Dalasýslu 1927.
Konu sína, Guðlaugu Bjart-
marsdóttur frá Neðri-Brunná í
Saurbæ, gekk hann að eiga 21.
okt. 1915 og eiga þau sjö upp-
kominn börn.
Séra Jón lét af embætti sem
sóknarprestur vorið 1948 og
fluttist þá með fjölskyldu sína til
Reykjavíkur. Þetta sama vor
hafði Benedikt heit. Sveinsson
horfið úr þjónustu Þjóðskjala-
safnsins fyrir aldurs sakir. Eng-
um var það ljósara en okkur sam
starfsmönnum hans, hve skarð
hans var vasdfyllt. Séra Jón var
skipaður I þetta embætti og
gegndi því í 11 ár, unz hann
sagði því lausu frá 1. apr. s.l. —
Þegar ég horfi um öxl, yfir þetta
11 ára skeið, þá verður hver að
virða mér til vorkunar, þó ég
þekki ekki annan mann, sem
fyllt hefði skarð þetta betur, eða
unnið með meiri ágætum þau
störf, sem séra Jóni voru falin
í þjónustu safnsins. — Séra Jón
bafði verið fastagestur þessarar
stofnunar við hvert tækifæri og
kom hann því alkunnugur inn í
þessa hálf-bergnumdu stofnun.
Þjóðskjalasafnið, sem fyllir
fimm hæðir, er meira Völundar-
hús en þjóðin gerir sér ljóst, og
er ekkert áhlaupaverk að kynn-
ast því til hlítar. Það geymir ekki
aðeins sögulega dýrgripi þjóðar-
innar frá tímum Snorra og langt
fram eftir öldum, heldur ogskjala
söfn undir 40 embætta og stofn-
ana, forna og nýrra. Sumar þeirra
eru að mestu horfnar í þoku
tímans, svo sem embætti landfó-
geta, landshöfðingja, amtmanna
og stiptamtmanna, hvert með
sína embættisfærslu, en þau hafa
skilið eftir skjöl og þykkar bæk-
ur í smálestatali. — Öll embætti
ríkisins skila gögnum sínum í
Þjóðskjalasafn. Þannig er þessi
stofnun í eðli sínu bæði ævaforn
og ný, stöðugt vaxandi og í líf-
rænu sambandi við allan embætt
jsrekstur ríkisins.
Þegar séra Jón réðst í þjón-
ustu Þjóðskjalasafnsins, var
hann eðlilega kunnastur þeim
deildum þess, sem lúta að kirkju
málum. Hann var með fremstu
Islendingum í mannþekkingu og
ættvísi, kunni í fingrum sér all-
ar breytingar á sóknaskipun
landsins frá 1785, að kirkjubækur
hefjast, og þekkti nálega hvern
málsmetandi bæ á landinu. Þessi
þekkingu kom safninu að dagleg-
um notum, ekki aðeins fyrr hér-
lenda menn, heldur og Vestur-
íslendinða, sem fjölmargir hafa
leitað til Þjóðskjalasafnsins um
útvegun ýmissa skilríkja.
Tómstundir sínar notaði séra
Jón til hins ýtrasta. Hann samdi
og gaf út Æviskrár Stranda-
manna um árin 1703—1953
rit, sem telur nær 700 síður.
í þetta mikla ritverk lagði
séra Jón geysimikið starf og innti
það af höndum með þeirri vand-
vii'kni, að það leysir mikið til af
hólmi kirkjubækur úr þessu próf
astsdæmi. — Séra Jón hefir hug
á að reisa Dalamönnum sams
konar minnisvarða, og má þá við
skilnaður hans heita góður.
Prestsskap séra Jóns þekki ég
ekki af eigin raun, en ég veit að
viðhorf hans er bjart og fram-
sögn- sköruleg. En hitt er mér
kunnugt, hve hinum fyrri sókn-
arbörnum hans úti í landsbyggð-
inni liefir verið gjarnt að sækj-
ást eftir þjónustu hans t.d. við
merkileg brúðkaup og meiri hátt-
ar jarðarfarir.
Séra Jón er maður höfðing-
legur að vallarsýn, kvikur jafnt
í hreyfingum sem hugsun. Hann
ber enn yfirbragð manndómsár-
anná, hvað sem aldursárunum
líður, og gæti tekið svipaða af-
stöðu og Þórður í Hattardal, er
hann í fornöld, úti í Noregi, kast-
aði Alþingistíðindum út i sinn
knörr og kvaðst gefa fjandann
sjáifan í alla krónólógíu.
Séra Jón Guðnason hefir verið
gæfumaður og sinnar gæfu smið-
ur. Hann vann sig af eigin ramm
leik fram til manndóms og
mennta. Hann hefir hvarvetna
áunnið sér vináttu samferðamann
anna, enda kunnað að vera vinur
annarra. Séra Jón á mikið af
ljúfmennsku í viðmóti við sína
samborgara, en hann á líka til
manndóm. Bæri það við að ein-
hver gestur sýndi lit á því, að mis
bjóða honum, eða þeirri stofnun
sem hann þjónaði, komst sá hinn
sami fljótlega að þeirri niður-
stöðu, að ráðlegast væri að lægja
seglin.
Nú er séra Jón laus við skuld-
bundna þjónustu og getur frjáls
'og óhindraður unnið að hugðar-
efnum sínum. Hann er nýfluttur
í glæsilegt hús, við Glaðheima nr.
18 hér í bæ, sem hann hefir reist
með sínum afkastamiklu sonum,
og unir hann þar hag sínum hið
bezta.
Það er til viss manntegud, sem
er sjálflýsandi. Mér hefir jafnan
fundizt séra Jón Guðnason til-
heyra henni.
Kjartan Sveinsson.
Lagermaður
Viljum ráða ungan mann áreiðanlegan og reglu-
saman til starfa við vöruafgreiðslu og útkeyrslu á
vörum á sendiferðabifreið, þarf að hafa bílpróf.
Upplýsingar í skrifstofunni, ekki í síma.
Fiiðiik Bertelsen & Co. hf.
Mýrargötu 2, Slipphúsið.