Morgunblaðið - 12.07.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 12.07.1959, Síða 12
12 MORCTJNT1L 4Ð1Ð Sunnu'dagur 12. júlí 195« Utg.: H.í. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EINOKUN EÐA SAMKEPPNI JSLENDIHGAR hafa svo lengi búið við margvíslega takmörkun á athafnafrelsi, að mikill hluti þjóðarinnar hefur aldrei fengið að kynnast slíku frelsi á mörgum sviðum af eigin raun. Verðbólga og gjaldeyrisskortur, sem af henni leiðir, hafði í mörg ár þær afleiðingar, að fólk varð að knékrjúpa valdamiklum, op- inberum nefndum, ef það vildi fá leyfi til að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Enn er það svo, að ein- asti möguleiki margra lítilla iðn- og þjónustufyrirtækja til að koma upp eigin húsnæði, er að byggja „bílskúra“ á baklóðum. Aðeins roskið fólk man eftir því, þegar allur almenningur gat fengið keyptan gjaldeyri og pant- að varning frá erlendum vöruhús um. Ef einhver færi fram á slíkt í dag, væri hann álitinn meira en lítið skrítinn. En er það ekki einmitt ástandið og skipulagið, sem við búum við, sem er 'eitt- hvað skrítið? Flestir atvinnurekendur hafa lengi krafizt meira athafnafrelsis og frjálsari viðskipta. Þetta ætti ekki síður að vera krafa all's al- mennings, og raunar enn frekar þar sem því er ekki að leyna að ýmis fyrirtæki hafa oft hagnast mikið á höftunum, en almennir neytendur aldrei. Astæðan fyrir því, að frelsis- kröfurnar koma samt fyrst og fremst frá atvinnurekendum er sú, að þeir kynnast því miklu betur en nokkrir aðrir, hve nú- verandi skipulag er óheilbrigt. Jafnframt eru þeir ómyrkir í máli, sem hafa sjálftraust og trúa á framtíðina, og vilja fyrir alla muni reyna sig í heilbrigðri samkeppni. Hinir, sem hagnast vilja á ófrelsinu, segja það ekki opinberlega. Þeir bera gjarnan eitthvað annað fyrir sig og eru sumir því athafnameiri á bak við tjöldin. Því miður eru alltaf til menn, er vilja misnota góð málefni og hefur viðskiptafrelsið ekki far- ið varhluta af því. Þessi leiða staðreynd hefur verið notuð til árása, og sagt, að frjáls verzl- un og annað athafnafrelsi væri aðferð braskara til að féflétta almenning. Þetta er svo fráleit rökvilla, að hún hlýtur að vera afleiðing af miklu þekkingar- leysi eða fullkominni forherð- ingu, — eða er heiðarleiki og prúðmannleg framkoma talið til lasta, af því að hafa þarf traust- ar fjárhirzlur og lögregluþjóna, til að koma í veg fyrir, að hinir fáu slæmu borgarar geti eýði- lagt skilyrðin fyrir allan fjöld- ann til að lifa í siðuðu þjóð- félagi? Vissulega þurfa þeir aðhald, sem frelsisins njóta, því auðvitað á þjóðfélagið að koma í veg fyrir misnotkun, frekar en hegna eft- ir á. En í hverju á þá aðhald og eftirlit að vera fólgið? Um leið og frjálsir viðskipta- hættir væru teknir upp, myndi hlutverki verðlagseftirlits í nú- gildandi formi vera lokið, sam- keppnin myndi koma í staðinn. Aftur á móti þyrfti hið opin- bera að sjá til þess, að um raun'- verulega frjálsa samkeppni væri að ræða á hinum ýmsu sviðum atvinnulífsins og grípa inn í, ef grunur léki á um misnotkun frelsisins. En allir þeir, sem hefðu einokunaraðstöðu, þyrftu að vera undir opinberu eftirliti — meira eða minna eftir aðstæð- um. Löggjöf gegn einokun myndi treysta þessa skipan mála og má í þeim efnum læra af for- dæmi annarra frjálsra þjóða. HVAÐ VERÐUR EIM sem hitt hafa komm- únista á vinnustöðum eða mannamótum eftir kosn- ingar, ber saman um, að þeir vilji ekki mikið um stjórnmál tala. En þeir, sem eitthvað segja ■m orsakir ósigurins fullyrða hiklaust, að hann sé Hannibal að kenna. Hinir fáu Hannibalistar breiða aftur á móti út með aðstoð Framsóknarmanna, að „Moskvu- kommúnistar“ hafi ekki kosið. Úr herbúðum Hannibalista heyr- ist m. a. s. að reka beri Brynjólf Bjarnason úr flokknum af því að hann hafi setið heima. Þjóðviljinn reynir að breiða yfir ágreininginn, en Alþýðu- blaðið skýrir frá því, að Einar Olgeirsson sé farinn í austurveg til að sækja nýja línu. Ef svo er, þá verður vafalaust dokað við um sinn, þangað til Þjóð- viljinn heyrir hver frambúðar- stefna sé ákveðin. Hingað til hefur Þjóðviljinn lagt áherzlu á, að Framsóknar- jnenn hafi gegn betri vitund hampað möguleikum sínum á að stöðva kjördæmamálið. Þar hefur verið gengið þegjandi fram hjá þeirri staðreynd, að Her- mann Jónasson taldi sig eiga öruggt varalið til stöðvunar málinu, ef Framsókn gæti sjálf fengið 23 þingmenn. Með þögn UM HANNIBAL ? sinni vill, Þjóðviljinn reyna að láta það gleymast, að í hinni 3 manna varaliðssveit voru þeir Hannibal og Finnbogi Rútur Valdimarsyni ásámt Alfreð Gíslasyni. Kjósendur munu þó ekki gleyma þessu umsvifalaust, enda er Hannibal síður en svo á því að láta þögnina geyma sig. Hann þykist báðum fótum í jötu standa. Ef kommúnistar vilja ekki meira hafa með hann að gera, telur Hannibal sér búin veru- legan fagnað hjá Framsóknar- mönnum. Þar telur hann sig hafa unnið til mikilla virðinga sem þaulreyndur flugumaður Her- manns Jónassonar. Enda þurfi Framsókn nú mjög á verkalýðs- foringja að halda og enginn sé betur að þeirri vegtyllu kom- inn en maðurinn sem ferðast hefur um landið mánuðum sam- an til að reyna að telja lands- fólkinu tni um, að Framsókn ætti að vera forystuflokkur í þjóðmálum íslendinga. Enn er ekki auðvelt að sjá, hvernig þessari viðureign lykt- ar. Því að foringjum kommúnista er þrátt fyrir allt illa við að kasta grímunni og segja, að titill forseta Alþýðusambands fslands sé þó alltaf nokkurra atkvæða virðL UTAN UR HEIMI Maðurinn í kvenklæðunum œvilangur sorgarleikur Sjúklegt ástand, sem byrjar á barnsaldri eftir ERIK MUNSTER lœkni FJOLDI karlmanna úti um heim gengur í klæðum kvenna og ekki er fátítt að þeir séu hand teknir fyrir þá sök. Um daginn voru t.d. tveir slíkir menn, ann- ar 22ja ára en hinn 44 ára gam- all, sektaðir um 150 d. kr. í Dan- mörku. Með því að klæðast kjól og nylonsokkum höfðu þeir gerzt brotlegir við lögreglusamþykkt- ina, sem leggur bann við því, að fólk dulbúist á almannafæri eða klæðist fatnaði, sem brýtur í bága við almennt velsæmi. Afbrotamenn skipta stundum á buxum og pilsi, vegna þess að slíkt getur auðveldað þeim myrkraverkin. En flestir karl- menn, sem ganga í kvenklæðum, þjást hins vegar af sjúklegri þrá til þess að ganga í fatnaði hins kynsins. Móðirin getur ýtt undir tilhneiginguna Þetta ástand á venjulega upp- tök sín strax á barnsaldri. Dreng ur fær t.d. dálæti á leikjum stúlkna, öfundar þær af litrík- um kjólum þeirra og fallega liðuðu hári. Því miður er oft ýtt undir þessar tilhpeigingar af móðurinni, sem ef, til vill kann að hafa óskað þess mjög heitt og innilega, að barnið yrði stúlka. Eftir kynþroskaskeiðið verður hvötin til að ganga í kvenfatn- aði ríkari, og karlmannafötin verða sem óbærilegir fjötrar. Hinn sjúki kýs kvenleg störf, s.s. saumaskap, matargerð og ræst- ingarstörf umfram þau, sem karl menn venjulega stunda. Á kynþroskaárunum, þegar hin karlmannlegu einkenni koma skýrar í Ijós, geisar ægileg innri styrjöld í sál hins sjúka. Hann áræðir ekki að tala um vanda- mál sitt við neinn. Hann reynir að vinna bug á tilhneigingum sínum með því að leggja til hlið- ar þann kvenfatnað, sem hann kann að hafa orðið sér úti um. Hugsanlegt er að hann kvænist í þeirri von, að eðlilegt samlíf muni gera hann heilan. En hann verður fyrir vonbrigðum, og slík hjónabönd geta endað á mjög hryggilegan hátt. Þó eru til hjónabönd, þar sem konan lagar sig eftir tilhneig- ingu mannsins; þau slá sér sam- an um fatnað og fara út að kvöldi til eins og tvær vinkonur — án þess að vekja athygli. Ýmsar lækningaaðferðir reyndar án árangurs í vægari tilvikum má vera, að ekki verði meira úr sjúkdómn- um, og lífið verði honum bæri- legt, svo framarlega sem hann getur endrum og sinnum látið eftir sér að ferðast utan dyra í kvenfatnaði. Það er, eins og fyrr er að vikið, óheimilt í Danmörku; en yfirvöldin geta veitt leyfi til þess á grundvelli sálfræðilegrar rannsóknar. Á alvarlegu stigi víkur þessi til hneiging til klæðaskipta, hins vegar smám saman fyrir beinni kynskiptaþrá. Sjúklingurinn ósk ar vönunar eða máske enn um- fangsmeiri skurðaðgerðar í þeim tilgangi að fjarlægja karlmann- legar kynhvatir. Sé sjúklingn- um vísað frá, leiðir það ósjaldan til þess, að þeir reyna upp á eigin spýtur að vinna bug á kyn- hvötum sínum fyrir fullt og allt eða fremja sjálfsmorð. Sálfræðingar hafa með skipu- lögðum samtökum reynt að styðja sjúklingana í að yfirvinna tilhneigingar sínar, en það hefur ekki tekizt. Þeir sem eru mjög sjúkir, fást ekki einu sinni til að óska þess að þeir væru lausir við þessar tilhneigingar. Þeir eru svo kvenlegir í sér, að snúi þeir sér til læknis, er það ætíð í þeim tilgangi að losa sig við hinar karl mannlegu hvatir. Læknisaðgerð- urn, er miða í gagnstæða átt, mót- mæla þeir kröftuglega. Djúpstætt vandamáli fyrir sjúklingana Einnig hefur árangurslaust verið reynt að gefa sjúklingun- um inn kynörvandi lyf. Það er líka í samræmi við kenninguna um, að það sé samband af sál- fræðilegum og kynferðislegum or sökum, sem liggur til grundvall- ar þessu ástandi. Sumir læknar eru þeirrar skoð- unar, að sjúkdómurinn sé tíðast- ur meðal gáfaðs og listhneigðs fólks. En almennur er sjúkdóm- urinn ekki, nema síður sé. Hann skiptir því ekki miklu máli fyrir þjóðfélagið í heild. En að því er sjúklingana sjálfa snertir er hann djúpstætt vanda- mál. Og þar sem verst lætur, er líf sjúklingsins ævilangur sorgar leikur. Fékk 500 tunnur af síld við Eyjar VESTMANNAEYJAR, 10. júlí. — Mótorbáturinn Bergur, sem sagt var frá 1 blaðinu í dag, fór aftur út í gærkvöldi og með snurpu- nót. Kom hann inn í morgun með tæpar 500 tunnur af síld. Síld þessa fékk Bergur svo að segja alla í einu kasti, rétt austan við Eyjar eða í svonefndri Stakka- bót. Báturinn fór aftur út í kvöld. — Bj. Guðm. FRANSKA kvikmyndaleik- ' konan Birgitte Bardot, sem er • 23 ára var um daginn að gifta s sig í þriðja sinn. Sá sem heitt- i elskaður er nú um stundar- ^ sakir heitir Jacques (frb. s sjakk) Charrier. Hann er i gamanleikari að atvinnu en £ hefur að undanförnu gengt j herþjónustu. Mynd þessi var ' tekin af brúðhjónunum í hveitibrauðsferðinni. s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.