Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 14
14
MORCr’vnr 4Ðlh
Sunnudagur 12. júlí 195:
— Reykjavíkurbréf
Framhald af bls. 13
Framsóknarflokkurinn svo að
segja í sömu spörum hér í Reykja
vík og þegar hann fyrst fékk hér
kosna bæjarfulltrúa. Það var í
janúar 1930. Þá fékk Framsókn
12% atkvæðanna. Nú fékk hún
12,6%. Ótaldar eru samt þær
þúsundir Framsóknarkjósenda,
sem flutt hafa til Reykjavíkur á
áratugunum, sem síðan eru liðn-
ir. Veldi SÍS og fjöldi Framsókn-
argæðinga í ríkisstofnunum var
og þá smáræði miðað við það, sem
nú er orðið.
Þegar Framsóknarmenn mikl-
ast yfir „sigri“ sínum í Reykja-
vík, er fróðiegt að hugleiða, að
t. d. í Norður-Múlasýslu, hafa
Sjálfsteeðismenn 23,6% kjósenda
eða nær helmingi meiri hlut-
fallslega en Framsóknarmenn
hafa getað aflað sér með allri að-
stöðu sinni hér í bæ og er hún þó
harla ólík aðstöðu Sjálfstæðis-
manna þar eystra.
Olíuskýrsla
á SÍSJundi
Undanfarna mánuði hefur Tím
inn látið svo sem Olíufélagið hf.
og H. í. S. kæmi í raun og veru
SÍS og Framsóknarmönnum ekki
neitt við. Væru Sjálfstæðismenn
í meirihluta í stjórn þessara fé-
laga og þær „misfellur, sem
kynnu á að vera“, væru þess
vegna ekki síður á ábyrgð Sjálf-
stæðísmanna en Framsóknar.
í þessu urðu skyndilega veðra-
brigði, þegar á aðalfund SÍS kom.
Þar reis upp framkvæmdastjóri
Innflutningsdeildar SÍS og gaf
skýrslu um réttarrannsóknina á
hinu síðasta olíuhneyksli, enda
fór þá ekki lengui dult, að hann
var stjórnarformaður í báðum
hinum sakbornu félögum, og að
SÍS og deildir þess eiga meiri-
hluta hiutafjár í báðum.
Af skýrslu hins mikla valda-
manns var síður en svo að sjá, að
nokkuð væri athugavert, þ. e. a. s.
hjá þessum félögum. Ef að ein-
hverju átti að finna, var það
sjálf réttarrannsóknin, því að
forstjóri innflutningsdeildarinn-
ar, stjórnarformaður beggja félag
anna, sagði málsmeðferðina ,að
mörgu leyti“ „hafa verið með
óvenjulegum hætti.“'
Ófullkomin
nokkuð kynlegt, að sakborning-
ur gæfi sjálfum sér siðferðisvott-
orð á meðan réttarrannsókn
stendur en hallmælti dómsmála-
stjórn og dómara. Var þó helzt
svo að sjá sem skýrslugefanda
væri enn ókunnugt um, hvað
komið liefði fram við rannsókn-
ina. Er þá ekki von, að hann
segi frá því. Hitt var verra, að
hann þagði um það, sem honum
átti að vera gerkunnugt.
í orðum stjórnarformanns olíu-
félaganna og innflutningsdeild-
ar SÍS var hvergi vikið að for-
stjóraskiptunum, sem af skynd-
ingu voru tilkynnt í apríl sl. Var
helzt svo að sjá sem Haukur
Hvannberg væri enn forstjóri fé-
laganna.
Allt mun þetta skýrast betur
á sínam tíma. Sjálfsagt er í þessu
sem öðru að hafa það, sem sann-
ará reynist. En hver sem niður-
staðan verður, þá mun lengi vitn-
að til. hinna gagnkvæmu ásakana
V-stjórnarherranna í þessu máli,
sem dæmi einhverrar mestu nið-
urlægingar, sem islenzk stjórn-
mál hafa komizt í.
Brynjólfur
kennari --
TIL eru þeir menn, er aldrei
ættu að hvérfa héðan af jarðlífs-
sviðinu, og sumir lifa raunar
lengi í minningu og nokkrir í
sögu. Þann 16. maí lézt að Fjórð-
ungssjúkrahúsi Akureyrar gam-
all, skagfirzkur dalamaður úr
alþýðustétt, er ávallt mun verða
minnisstæður þeim, er bezt
þekktu. Þessi maður var Bryn-
jólfur Eiríksson kennari.
Brynjólfur var fæddur að
Skatastöðum í Austurdal í Skaga-
firði 11. nóv. 1872, sonur hjón-
anna Eiríks bónda þar og Hólm-
fríðar Guðmundsdóttur frá
Bjarnastaðahlíð. Foreldrar Eiriks
á Skatastöðum voru: Eiríkur
hréppstjóri Jónsson í Héraðsdal
og Margrét Árnadóttir Jónssonar
Fimmtugur á morgun:
*
Þorvaldur Ellert Asmundssoi
skýrsla
Um efni sjálfs málsins verður
ekkert fullyrt á þessu stigi. Ef
lun aðra aðila væri að ræða en
þessa, mundi það raunar þykja
Á MORGUN heldur upp á fimmt-
ugsafmæii sitt einn af merkis-
borgurum Akranesskaupstaðar,
Þorvaldur Ellert Ásmundsson út-
gerðarmaður. Hann er Akurnes-
ingur í húð og hár, fæddur hér
13. júlí 1"09, sonur myndarhjón-
anna Þóru Þorvaldsdóttur af
Grundarætt í Skorradal og Ás-
mundar Magnússonar sjómanns
og kennara. Ólst hann hér upp,
fríður og föngulegur svo af bar,
skáti af lífi og sál, draumlyndur
og viðkvæmur drengur.
Innan við fermingu fór Ellert
að stunda sjó eins og sjálfsagt
þótti þá með alla dugmikla
stráka, f. rst á ýmsum mótorbát-
um, en slðar lengi á línuveiður-
um með Bjarna heitnum Ólafs-
syni, frægum atorku- og afla-
manni. Síðan fór hann í Stýri-
mannaskólann, lauk góðu prófi
og varð brátt dugmikill skipstjóri
og litlu síðar þátttakandi í út-
gerð skipa sinna í vaxandi mæli,
þar til hann, líklega eftir 10—12
ára útivist „gekk á land“ og gerð-
ist stofnandi og meðeigandi í
hlutafélaginu Fiskiver, sem hann
hefir verið framkvæmdastjói
fyrir óslitið síðan. Fyrirtækið hef
ir marga báta í rekstri og um-
fangsmikla fisverkun, og hefir
alla tíð verið snar þáttur at-
vinnulífsins hér á Akranesi.
Á ungli- gsárum sínum var Þ.or
valdur Ellert tvo vetur á Núps-
skóla í Dýrafirði og ásamt m. a.
Plast-hœlahSífar
Vemdið hælana á skónum
yðar með plast-hælahlífum
Pakki með 2 pör. Kr. 10.—
Skóverzlun Péturs Andréssonar
Laugavegi 17. — Framnesvegi 2
mági sínum Baldvin Þ. Kristjáns-
syni fyrrverandi erindreka L.Í.Ú.
og S.f.’S. einn af síðustu nemend-
um merkismannsins séra Sig-
tryggs Guðlaugssonar, sem hélt
mikið upp á hann, og þar kynnt-
ist Ellert hinni ágætu konu sinni
frú Aðalbjörgu Bjarnadóttur frá
Kirkjubóli. Þau giftust árið 1933
og hafa eignast 5 börn, eitt dó í
æsku, e.i lifandi eru: Margrét,
gift dr. Sigmundi Guðbjarnarsyni
verkfræðingi við sementsverk-
smiðjuna, Elín, gift Braga Þórðar
syni prentara á Akranesi, Svan-
Iiildur, heitbundin Halldóri Magn
ússyni stud. pharm og Þráinn,
yngstur, ennþá í foreldrahúsum.
Er þetta mannvænlegur hópur.
Ellert hefir tekið allmikinn
þátt í félagsmálum innan Slysa-
varnafélagsi j, Rotary-klúbbsins
og Oddfellowreglunnar, svo nokk
uð sé nefnt, og verið í stjórn
sumra um lengri eða skemmri
tíma. Þá var hann lengi í karla-
kórnum Svönum, enda ágætur
söngmaður. Hrókur alls fagnaðar
getur Ellert verið, þegar hann
vill það viðhafa, og vart man ég
skemmtilegri frásagnarmann og
hermikráku, ef honum tekst upp,
svo sem oft áður fyrr, og eru þeir
ófáir, sem margoft hafa beinlínis
grátið af hlátri að töktum hans
og tilburðum, er sá gallin var á
honum. Fyrst og fremst er Þ.E.Á.
þó alvörumaður með ríka ábyrgð
artilfinrúngu, og hufa störf hans
í athafnalífinu mótast aí því.
Starfsvettvangur afmælisbarns
morgundagsins hefir kannske
orðið allt annar en sjálfan hann
dreymdi um í æsku og ýmsir
bjuggust við. Það skiptir þó sjálf-
sagt ekki meginmáli. Hitt er aðal-
atriðið að duga vel sjálfum sér
og öðrum í lífinu. Það hefir Þor-
valdur Ellert Ásmundsson gert
með sórr a. Heill sé honum og
fjölskyldu hans á þessum merku
tímamótum. Út-Skagamaður.
Eiríksson
kveðjuorð
og mun Árni hafa verið dóttur-
son Eggerts prests Særnundsson-
ar að Undirfelli. En albróðir
Margrétar var Gísli sterki á
Skatastöðum. Er í ættum þessum
kjarnmikið fólk, ramíslenzkt í
háttum, gáfað og listhneigt.
Snemma bar á góðum gáfum
hjá Brynjólfi og hneigð til bókar,
en fáir voru kostir alþýðusveina
til náms á þeim árum. Hlaut
Brynjólfur lestrarkennslu heima
og að draga til stafs, þá kristin-
fræði, siðar hálfur mánuður hjá
prestinum í Goðdölum veturinn
næstan á eftir að Brynjólfur fór
úr foreldrahúsum 16 ára að aldri.
Þá er Brynjólfur var 17 ára,
réðst hann í vinnumennsku að
Ábæ í Austurdal, var þar í þrjú
ár og gerðist beitarhúsamaður á
Tinnárseli, en sel þetta er um
klukkustundargang innar í daln-
um. Og hefst nú þarna í selinu
nýr og merkilegur þáttur í
þroska- og menningarlífi þessa
bókelska sveins, bæði sársauka og
sælu blandinn. Er þetta um leið
brot úr baráttusögu alþýðumanns
ins í sambýli sínu við dulmögnuð
og óræð náttúruöfl, stundum
hamröm og tryllt, en líka oft
mjúklát og vær í dýrð sinni:' Og
síðast, en ekki sízt, er þetta bar-
áttusaga mannsins við sjálfan sig,
draug óvissunnar og eigin ótta.
Myrkfælni var svo mögnuð á
fyrsta vetri, að Brynjólfur löður-
svitnaði oft og sló að honum
köldum hrolli, er fara varð milli
bæjar og sels í myrkri kvölds og
morgna í skammdeginu og pauf-
ast við gegningar án ljóss. Því
að ekki þótti þorandi að láta svo
ungan mann fara með eldfæri í
sauðarhúsi langt frá bæjum. Eigi
að síður gerast nú þau merkilegu
tíðindi, að þessi ungi sveinn
breytir sauðhúsi dalsins í skóla-
stofu og er þar sjálfur bæði kenn-
ari og nemandi. Friðfinnur Krist-
jánsson, húsbóndi Brynjólfs, festi
kassa á aðra garðahöfuðsstoðina,
sem bera skyldi bæði bókaskáp-
ur og skólaborð, en annar kassi
var hafður fyrir sæti. Varð þetta
eiginlega fyrsti bekkur í mennta-
lífi piltsins, en svo námskær var
Brynjólfur, að hann mun sífellt
hafa leitazt við að auka þekking-
arforða sinn allt fram á síðustu
ár. Og í þessari sérkennilegu
skólastofu sat nú nemandinn,
meðan Ijóst var af degi og ekki
þurfti að sinna fé, sigraðist smám
saman á sínum ímyndaða draug
og lærði drjúgum, en einkum þó
í reikningi, enda stærðfræðin
hans uppáhalds námsgrein og
reikningsbókin svo kær, að fylgja
skyldi í hvílurúmið síðasta.
Líklegt er, að í þessum svarta
■ og hvita skóla sauðhússins að
Tinnárseli hafi hugsun og lífs-
stefna piltsins mótazt verulega,
enda taldi Brynjólfur þetta ávallt
beztu ár ævi sinnar og lét þau orð
fálla, að hvergi hefði sér liðið
jáfnvel og á Ábæ, eftir að hann
fór úr foreldrahúsum, og ekki
léiddist honum eftir að draug-
hræðslan fór af, því að eins og
hann komst sjálfur að orði: „Eg
hafði bækurnar mínar“.
Tvítugur byrjaði Brynjólfur
eitthvað á bamakennslu, enda er
þá lokið sauðhúsvistinni í Tinnár-
seli, þótt fjárgeymslan yrði hon-
um ávallt einkar kær. En sá tögg-
ur er nú kominn í piltinn, að
hann ræðst í það stórvirki að
hefja búfræðinám við bændaskól-
ann að Hólum í Hjaltadal, þá 21
árs að aldri. Lauk hann þar bú-
fræðinámi eftir tilskilinn tíma, en
hóf að því loknu barnakennslu á
vetrum og stundaði það starf að
meira eða minna leyti vetur
hvern, allt til dauðadags og lang-
oftast sem einkakennari.
Árið 1903 kvæntist Brynjólfur
Guðrúnu Guðnadóttur frá Vill-
inganesi, og eignuðust þau sjö
börn. Eru 6 þeirra á lífi: Barði,
málarameistari á Akureyri, Guð-
borg, húsfrú í Hveragerði, Guð-
ríður, húsfrú á Akureyri, Eirík-
ur, ráðsmaður við Kristneshæli,
Ingvar, yfirkennari við Mennta-
skólann í Reykjavík, og Jón, fyrr-
verandi bóndi.
Samhliða barnakennslunni
stundaði Brynjólfur búskap á
fleiri en einni jörð í Skagafjarð-
ardölum; lengst þó á Gilsbakka,
en árið 1931 fluttust þau hjón bú-
ferlum til Eyjafjarðar, og hélt
Brynjólfur þar áfram starfa sín-
um, barnakennslunni. Nú síðustu
árin voru þau hjónin til heimilis
á Akureyri. En hugstæðar voru
Brynjólfi jafnan æskustöðvarnar
og kært umræðuefni, og þau orð
lét hann falla 3—4 árum áður en
hann lézt, að gaman þætti sér að
vera kominn fram á Skatastaða-
mýrar, og brá fyrir æskubirtu í
svipnum um leið. Guðrún lifir
mann sinn og er búsett á Akur-
! eyri.
Brynjólfur var um margt rn.'"g
athyglisverður maður og sér-
stæður persónuleiki. Hann var
tæplega meðalmaður á vöxt, en
sívalur og þykkur undir hönd og
því á þessu sviði sem öðrum rúm-
lega það, sem hann sýndist, tein-
réttur allt til æviloka. Hann var
brúneygur og fagureygur, aug-
un snör og óvenjulífmikil, svipur-
inn einarður og ekki laus við
spurn. Hann var algjörlega yfir-
lætislaus maður, fremur hlé-
drægur að eðlisfari og ekki fljót-
tekinn í kynningu, maður íhug-
unar og oft hljóður, þá er aðrir
höfðu uppi málskraf, en viðræðu-
góður, er út í þá sálma sló, enda
fróður og ágætlega minnugur og
kunni á mörgu skil og frá ýmsu
að segja, sem gott var á að hlýða.
Hann var ekki maður hraðans, en
gat þó stundum verið mjög hvat-
ur í hreyfingum og skjótur til
orða, en vó vanalega mál sitt af
hógværð og hafði ætíð þann hátt-
inn á að hugsa fyrst, en tala svo
á eftir. Hann var fremur alvöru-
maður, lumaði þó drjúgum á
kímni og kunni að blanda ræðu
sína gamni og alvöru á skemmti-
legan hátt. Brynjólfur var traust-
ur maður og vinfastur, gætinn og
áreiðanlegur í hvívetna, fast-
heldinn og ekki framkvæmúa-
maður, þó fordómalaus, enginn
auðshyggjumaður, en það silfur,
sem hann safnaði, var skírt. Mér
fannst Brynjólfur fremur falleg-
tu maður á vissan hátt, og ég
held, að hann hafi verið einn
þeirra, sem auka þessa tegund
fegurðar því meir sem aldur fær-
ist yfir.
Brynjólfur bjó yfir beztu gerð
l traustrar, íslenzkrar alþýðumenn
ingar í gömlum stil og fylgdist
vel með því nýja. Því var gott
með honum að vera og á hann
að hlýða. Mætti ég gefa ósk-
hyggju minni lausan tauminn og
vænta þess að Brynjólfur kynni
að nema mál mitt eina sekúndu
eða tvær, mundi ég segja þetta:
Þú varst skemmtilegur og sér-
stæður menningarfulltrúi horf-
innar tíðar og drengur góður og
hefðir því helzt átt að vera hérna
kyrr alltaf, en þú hefur kannske
átt erindi, og fyrst þú fórst, þá
hafðu þökk fyrir daginn. Það
varð langur dagur og góður. Guð
blessi þér nýtt landnám í ríki and
ans á landinu ókunna.
Guðmundur L. Friðfinnsson.