Morgunblaðið - 12.07.1959, Page 16

Morgunblaðið - 12.07.1959, Page 16
16 Monr. r> vnr 4»»» Sunnudagur 12. Júlí 195Í' — Það er belra að allt sé í lagi, þegar kallið kemur. Álþjóða ráðsfefna slysa- varnafélaga í Bremen ráðstefnunni, flutt af Svíum var um friðhelgi björgunarskipa í ófriði og sérstaka merkingu þeirra í því skyni. Sumir full- trúarnir á ráðstefnunni töldu hin vopnuðu íslenzku björgunarskip varla heyra undir Genfar sátt- málann um þetta efni. En þar er umsamið: að spítala og björg- unarskip séu friðhelg ef þau eru óvopnuð en áhafnir slíkra skipa meiga bera vopn til að halda uppi röð og reglu. Rússnesku fulltrúarnir kváðust ekki sjá mik ið gagn að friðheigisreglugerð- um eða sérmerkingu björgunar- skipa á ófriðartímum, því allir mættu vita, að eldflaugar og þotu flugmenn sem færu hraðar en hijóðið gætu ekki greint hvort þarna væri björgunarskip eða fallbyssubátur á ferð. Yfirleitt sýndu fulltrúarnir mikla viðleitni að ná sem bezt- um árangri af þessari ráðstefnu sem var skipulogð og henni stjórn að með ágætum. Fundir hófust stundvíslega kl. 9,30 og stóðu til kl. 14 eða 17 þegar ekki var um heimsókn á björgunarstöðv- ar að ræða. Ráðstefnan var í upphafi sett með mikilli viðhöfn í hinu alda- gamla og sögulega ráðhúsi borg- arinnar. Borgarstjórinn Wilhelm Kaiser bauð gesti velkomna en forseti Þýzkalands dr. Theodor Heuss sem er verndari þýzku slysavarnastarfseminnar, setti ráðstefnuna með skörulegri ræðu. Við þetta tækifæri lék hin kunna Philharmoniuhljómsveit ríkisins Symphoniu eftir Joseph Haydn. Mun þetta hafa verið ein síðasta opinbera athöfn ríkisforsetans áð ur en hann lét af völdum og safnaðist múgur og margmenni úti fyrir ráðhúsinu til að hylla hann. Fulltrúamir sátu á eftir hádegisboð borgarráðsins í Brem en ásamt dr. Heuss. Einhver áhrifamesta athöfn ráð stefnunnar var heimsókn í aðal- bækistöð þýzka Slysavarnafélags- ins og björgunarstöð þess á Weserbökkum í miðri borginni, en rétt þar hjá hefur verið reist- ur nýr sjómannaskóli sem hef- ur þarna fullkomnasta útbúnað og kennslutæki sem nú þekkist. Hinir gömlu flotaforingjar, sem voru í hópnum, sögðu að þarna væri hægt að læra á einum degi, sem áður hefði tekið mánuð fyrir þá að læra. DAGANA 22. til 26. júní sl. var í Brimaborg í Þýzkalandi haldin alþjóðleg ráðstefna um slysa- vamir á sjó, hin 8. í röðinni. Hafa þessar ráðstefnur verið haldnar á fjögurra ára fresti nema á stríðsárunum er engar ráðstefnur voru haldnar. Það er í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin í Þýzkalandi. Aðalbæki stöðvar þýzka Slysavarnafélags- ins, Deutsche Gesellschaft zur Rettung Schiffbriichiger, eru í Bremen og setti þýzka félagið metnað sinn í að gera ráðstefnu þessa sem bezt úr garði á öllum sviðum. I ráðstefnunni tóku þátt fulltrúar frá flestum þeim þjóð- um þar sem rekin er skipulögð starfsemi til varnar sjóslysum. Frá hinum stærri þjóðum mættu margir fulltrúar frá hverju fé- lagi, bæði úr stjórn og starfsliði félaganna, en rætt var jöfnum höndum um félagsstarfsemi og rekstur björgunarstöðva og þá sérstaklega um allar nýjungar og endurbætur á því sviði. Á ráð- stefnunni voru rædd um 40 erindi varðandi slysavarnir á sjó, sem öll höfðu verið sérprentuð og send fulltrúunum áður en ráo- stefnan hófst. Meðal erinda þeirra sem þarna voru flutt, voru mörg um samvinnu slysavarna- félaga hinna ýmsu landa og þró- un sjóslysavarna frá upphafi, skipulögð hjálparstarfsemi á höf unum, samnýting björgunarbáta og flugvéla. Notkun þyrilvængja við leitir og björgunarstörf, marg vislegar gerðir af björgunarbát- um, smíði þeirra, alls konar ör- yggisútbúnaður, rekstur og við- hald. Þá var rætt um plastefni til skipasmíða. Vaxandi notkun nylon í gerð björgunartækja, reyndar margvislegar gexðir af björgunarbeltum og öðrum slík- um tækjum, en einna mest var rætt um radio-neyðarsenditæki og radio öryggiskerfi, heppileg radar endurskins merki fyrir smá báta og björgunarvesti sjómanna. Af hálfu Slysavarnafélags ís- lands mættu þarna tveir fulltrú- ar, frú Gróa Pétursdóttir er mætti f. h. Guðbjarts Ólafssonar for- seta félagsins og Henry Hálf- dánsson sem flutti þarna tvö erindi á vegum félagsins. Annað um útilegu björgunarskip og að- stoð við fiskibáta á rúmsjó við strendur íslands, en hitt um skip brotsmannaskýli og björgunar- stöðvar fjarri mannabyggðum. í hinum prentaða bæklingi frá Slysavarnafélaginu var bæði lýs- ing og mynd af björgunarskipinu „Albert“ og gaf það tilefni til þess að Howe jarl, stjórnarfor- maður hins brezka Royal Nation- al Life-boat Institution, (forseti félagsins er hertogafrúin af Kent) gerði þá fyrirspurn hvort það væri rétt, sem sér sýndist, að þessi björgunarbátur væri útbú- inn fallbyssu, og ef hann sæi rétt, þá langaði hann að vita til hvers þessi fallbyssa væri notuð. Fékk hann greið svör við þessari fyrirspurn, sem olli nokkurri ká- tínu meðal fulltrúanna. Þá var lýzt margvíslegum og miklum verkefnum fslands og efnahagslegum örðugleikum fá- mennrar þjóðar að sinna þeim öllum nema ýtrasta hagsýni yrði viðhöfð. Þess vegna hefðu ís- lenzku varðskipin tvennum verk- efnum að gegna, sem væri land- helgisgæzla á vegum hins opin- bera þann tíma sem skipin þyrftu ekki að sinna kalli frá rtauðstödd um skipum, en bein björgunar- Störf sætu þó ávallt í fyrirrúmi fyrir öðrum verkefnum. Virtist hinn brezki jarl mætavel skilja þessa íslenzku aðstöðu og tvenns konar verkefni skipanna, og stakk uppá því, að skipin hefðu tvenn flögg uppi til skiptis, Slysa varnaflaggið er þau væru að veita björgunarhjálp, en drægju svo landhelgisflaggið að húni er þau vildu skjóta. Eitt málið á Á fljótinu og við hafnargarð- ana framundan gaf að líta hin allra nýjustu björgunarskip frá ýmsum löndum. Stærst og mest sjóskip að sjá var nýtt norskt björgunarskip Hákon VII um 150 smálesiir að stærð. Þarna var og nýtt sænskt björgunarskip og pólskt skip sem gáfu hinu norska skipi ekki mik- ið eftir, en fullkomnast að öll- Ólafur Ólafsson, minning ENGINN af vinum Ólafs heitins Ólafssonar, sjómanns, sem fórst í hinu hörmulega slysi, er togar- inn Júlí fórst, hefur minnzt hans opinberlega. Af þeim sökum hef ég leyft mér að festa þessi orð á blað í því skyni að þau birtist opinberlega. Ólaf heitinn þekkti ég vel frá barnæsku. Mörgum hæfileikum var hann gæddur, er hefðu fleytt honum yfir torfærur og mótbyr mannlífsins, sem mæta öllum, ef hann hefði getað siglt framhjá blindskerjunum, sem mörgum verða að fótakefli á lífsleiðinni. Af þessúm sökum varð líf hans oft með öðrum blæ en vér vinir hans hefðum óskað og hugur hans stefndi til. Ólafur var nágranni minn og var hann mér kær frá barnæsku, sökum góðvildar og hjálpfýsi. Foreldrar hans bjuggu lengi í Vesturbænum hér í Reykjavík, að Nýlendugötu 7, hjónin Ólafur Ólafsson, sjómaður (f 1934), og Margrét Torfadóttir (f 1954). — Ólst Ólafur þar upp og naut bjartra og skemmtilegra æsku- ára. Var hann einnig sérstaklega kær móðursystur sinni, sem nú er nýlátin. Jafnan var Ólafur glaður og j reifur og mætti erfiðleikum lífs- ins með karlmennsku og gat hann því með sanni af alhug tekið sér í munn þessi orð skáldsins: Vér skulum ei æðrast, þótt inn komi sjór, þó að endur og sinn gefi á bátinn. Nei, að halda sitt strik, vera’ í hættunni stór að horfa ekki um öxl — það er mátinn! Lífsfleyi sínu sigldi Ólafur heitinn örugglega í höfn, þótt hann yrði vitanlega, eins og allir, að lúta kallinu, sem kemur til allra fyrr eða síðar. Vér getum ekki skilið hvers vegna kallið kom jafnfljótt til hans og raun bar vitni, eins og til hinna félaga hans og starfs- bræðra. En huggunin er sú, að hér eru góðir drengir kvaddir og geta því vinir og eftirlifandi ást- vinir Ólafs heitins Ólafssonar átt mikia huggun, er þeir horfa yfir líf hans og starf. Persónuiega er mér kunnugt, að með Ólafi heitn um Ólafssyni er héðan kvaddur um tækniútbúnaði og hugvits- snilld var þýzka björgunarskip- ið Theodor Heuss og systUrskip þess, en Þjóðverjar byggja hin nýju björgunarskip sín í þessu formi. Einn liðurinn við slu ðun björgunarskipanna, var að heim- sækja skipasmíðastöð við Vege- sack og skoða þar björgunarskip í smíðum. Var siglt niður fljót- ið á björgunarskipunum, og máttu fulltrúarnir fara með því skipi sem þeir óskuðu. f sambandi við heimsóknina á björgunarstöðina voru skoðuð alls konar björgunartæki, sér- staka athygli vakti smálíkan af þýzka björgunarbátnum Theodor Heuss, sm var fjarstýrt og hægt að stjórnar að öllu leyti úr landi enda ekki pláss fyrir mann um borð. Jafnvel dótturbátnum var skotið á flot og hann látinn keyra um með vél í gangi, allt fjar- stýrt. Það sem íslenzku fulltrúun- um þótti mest varið í var að kvikmyndin Björgunarafrekið við Látrabjarg var þarna sýnd við mikla hrifni áhorfenda, sem voru sammála um það að betri land- kynningu væri ekki hægt að veita neinni þjóð og verður Þjóðverj- um varla þakkað fyrir þá miklu vinsemd er þeir sýndu íslending- um með þessu. Sama mynd mun nú verða sýnd i skozka sjónvarp- inu á næstunni. Þess er og rétt að geta, að sjónvarpað var frá þýzku útvarpsstöðvunum frá setningar- athöfn ráðstefnunnar og heim- sókninni í björgunarskipin, var það um hálfrar stundar sjón- varp. í kveðjusamsæti sem skipa- eigendur í Bremen, arftakar hinna fornu Hansakaupmanna, héldu fulltrúunum, flutti íslenzki kvenfulltrúinn frú Gróa Péturs- dóttir ávarp, þar sem hún þakk- aði Þjóðverjunum góðar móttök- ur.‘ Sagði hún, að þótt fslending- ar ættu ekki mörg né stór björg unarskip, þá ætti landið til marga góða björgunarmenn eins og þeir hefðu séð á kvikmyndinni, og sem vonandi myndu ávallt verða til taks ef slys bæru að höndum við íslandsstrendur hún bað hin- ar mörgu og ólíku þjóðir að standa fast saman hvað björg- unar- og slysavarnamál snerti og loka aldrei dyrum vináttu og góðs skilnings sín á milli í þess- um málum og var gjörður mjög góður rómur að hennar máli. Má örugglega segja að þessi ráð stefna hafi aukið þekkingu full- trúanna og samstarfsvilja og et það ekki hvað sízt að þakka mik- illri lipurð og lifandi áhuga for- seta þýzka Slysavarnafélagsins Hermanns Helms, sem einnig er formaður Landsambands þýzkra útgerðarmanna, og framkvæmda- stjóra félagsins sem lögðu mikið kapp á að gera ráðstefnu þessa sem árangursríkasta. drengur góður, er öllum vlldi vel, þótt hann héldi oftlega fast á sín- um málstað, því það er mann- legt. Þeir, sem bezt þekktu Ólaf ÓI- afsson og kynntust honum, eiga sér í hjarta hjartfólgnar minn- ingar um hann. Geta þeir því kvatt hann með þessum orðum sálmaskáldsins: Hvað er Guðs um geima gröfin betri en sær. Út um alla heima armar Drottins nær? JRagnar Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.