Morgunblaðið - 12.07.1959, Side 23
Sunnuctagur 12. júlí 1959
MORCTJTSBLAÐIÐ
2a
Unglingadagur KSÍ í dag:
Skapið drengjum betri aðstöðu
og þið fáið betri knattspyrnu
í DAG er unglingadagur Knatt-
spyrnusambands íslands —• dag-
ur hinna komandi manna í þess-
ari vinsælu íþróttagrein. Þeir
munu í dag sýna leikni sina á
öllum þeim völlum á landinu, þar
sem forystumenn knattspymu-
málanna vilja eitthvað hugsa um
unglingana. Vonandi verður það
sem víðast og gaman verður að
vita hve margir drengir fá skjal
það er þátttakendur í leikjum
dagsins fá. Það gefur nokkra hug-
mynd um grózkuna í knattspymu
hreyfingunni.
í Reykjavík verður fram-
kvæmd dagsins með líku sniði og
undanfarin ár. Fyrir hádegi fara
fram margir leikir unglinga á
hinum ýmsu völlum félaganna.
UngllngramJr fá að reyna slgr
í dag.
Kftir hádegið fara fram knatt-
þrautir í keppnisformi á íþrótta-
vellinum og hefjast kl. 2. Keppt
er í 5 manna sveitum í 3. og 4.
aldursflokki. Til þessarar knatt-
þrautakeppni senda félögin fram
sína leiknustu drengi og hljóta
þeir stig fyrir. Það félag, er flest
stig fær fyrir fimm manna sveit,
hlýtur sérstök verðlaun, en auk
þess fá þrír stigahæstu drengirnir
sérverðlaun.
Knattþrautirnar sem í verður
keppt eru sniðnar í líku formi og
þrautir þær er allir drengir hafa
rétt til að keppa um til brons-,
silfur- og gullmerkis. Alls hafa
214 drengir víðs vegar á Iandinu
reynt og hlotið bronsmerkið fyrir
knatthæfni, 41 þeirra hefur og
leyst af hendi þrautimar til silf-
urmerkis og 8 þeirra einnig þær
þrautir sem krafizt er til gull-
merkis, meðal þeirra eru 5 KR-
ingar sem mjög hafa mótað hina
nýju framfaraöldu í KR og hafa
sumir þeirra verið valdir í lands-
liðið með góðum árangri. Það
þarf að vísu ekki endilega að
vera þátttöku þeirra í þrautunum
að þakka, en áreiðanlega hafa
þeir æft knatttækni meira en ella
þrautanna vegna. Það er því ó-
hætt að hvetja alla, bæði forystu-
menn og unga drengi til að gefa
þrautunum meiri gaum er gert er
.— skapið unglingunum tækifæri
til að æfa imdir þrautirnar og þið
munið fá meiri áhuga á áfram-
haldandi æfingum og betri knatt-
spyrnumenn.
Fram með flesta bronsdreng i
Síðan KSÍ tók upp að veita sér-
staka viðurkenningu þeim
drengjum, sem sköruðu fram úr
í leikni í knattspyrnu, hafa verið
veitt 263 merki. Flest merkjanna
voru þeitt fyrstu 2 árin, 1956 og
1957, en síðan hefur færzt tals-
verð deyfð yfir þessa starfsemi
félaganna.
Merkisberar skiptast þannig á
milli félaganna:
B S G St.
Fram ............ 69 16 1 122
KR .............. 36 12 5 97
Valur ........... 41 8 0 65
mikið að gera þessa dagana. Hún
þarf að velja bæði A- og B-lands-
lið íslands — A-liðið til lokaund-
irbúnings fyrir leikina í Kaup-
mannahöfn og Ósló 18. og 21.
ágúst og B-lið til landsleiks gegn
Færeyingum síðast í þessum mán
uði.
Til endanlegrar ákvörðunar
þessara liða hefur landsliðsnefnd
in aðallega einn leik til að „gera
sínar tilraunir", það er leikur
„tilraunalandsliðs“ gegn józku
úrvalsmönnunum, sem hér eru
hjá KR.
Það vekur því furSu að
landsliðsnefndin skuli láta
þennan tilraunaleik ganga sér
ónotaðan úr greipum að heita
má. Nefndin gerir eina breyt-
ingu á landsliðinu frá leikn-
um við Norðmenn, þá að hún
tekur Ellert Schram af vinstri
kanti og setur Þórð Jónsson,
ÍA, í staðinn, mann, sem hef-
ur marga landsleiki að baki og
er vitað hvað getur. Út af fyr-
ir sig þarf ekki að gagnrýna
nefndina fyrir þessa breyt-
ingu, heldur hitt að hún skuli
ekki reyna fleiri breytingar. 1
leik Reykjavíkur (næstum því
landsliðs) og utanbæjarmanna
á dögunum sýndu margir ut-
anbæjarmenn ágætan leik.
Einn þótti þó fram úr öðrum
Kári, Akran. .. 15 2 1 26
Víkingur 13 2 1 24
Þróttur 17 0 0 17
KA, Akranesi .. 7 1 0 10
Reynir, Sandg. , 4 0 0 4
UMF Keflav. .. 4. 0 0 4
KA, Akureyri . 3 0 0 3
Breiðablik, Kpv. 3 0 0 3
Kf. Keflav 1 0 0 1
Tindastóll .... 1 0 0 1
skara, það var tsfirðingurinn
Bjöm Helgason. Undirri uð
um og mörgum fleiri fannst
hann á löngum köflum leiks-
ins bezti maðurinn á vellin-
um. Hví ekki að reyna hann
með okkar beztu mönnum? Þó
svo væri gert í tilraunaleik,
sem þessum, þá er slíkt engin
móðgun við þann, sem út af
yrði settur. Það er áðeins ver-
ið að leita að því hvort annað
betra sé til en við þegar vit-
um hvemig er. Ef landsliðs-
nefnd gleymir svo sjálísagðri
skyldu sinni, þá er hún að
bregðast því hlutverki sem
henni er falið. Svona lagað
kemur leiðindum af stað og
skapar ekki þá samheldni sem
nauðsynlegt er um Iandslið
þjóðar, sem þarf að berjast að
því öllum kröftum að standa
sig, svo að það hljóti þá við-
urkenningu erlendis að verða
talið með þegar um knatt-
spyrnu er rætt, t. d. á Norður-
löndum, í stað þess að vera
dæmt sem lið sem ekki kemur
til greina.
Menn sem nngir eru en
skara fram úr þurfa að fá sín
tækifæri til þess með leik sín-
um annað hvort að öðlast nýtt
og stærra tækifæri eða til að
hægt sér að segja að beim hafi
mistekizt og þeir þurfi að Iæra
meira.
Einn af landsliðsmönnum KSÍ hringdi til blaðsins.í gær og til-
kynnti valið í Suðvesturlandsliðið, sem verður svona:
Þórður Jónsson (ÍA) Þórólfur Beck (KR) Öm Steinsen (KR)
Sveinn Jónsson (KR) Ríkharður Jónsson (ÍA)
Sveinn Teitsson (ÍA) Hörður Felixson (KR) Garðar Árnason (KR)
Árni Njálsson (Val) Hreiðar Ársælsson (KR)
Helgi Daníelsson (ÍA)
Varamenn: Heimir Guðjónsson, Rúnar Guðmannsson, Helgi
Jónsson, Guðjón Jónsson og Högni Gunnlaugsson.
Þegar við spurðum þennan landsliðsnefndarmann, hvort Bjöm
H'elgason hefði ekki komið til greina gaf hann það svar, að hann
myndi fá sitt tækifæri í B-liðinu móti Færeyjum.
Við spyrjum — er svona vissa landsliðsnefndar um réttmæti
eigin gerða ííkleg til hins bezta árangurs? — A. St.
Hjartanlega þakka ég bömum mínum, tengdabörnum
og barnabörnum, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu.
Einnig öllum vihum og kunningjum.
Guð blessi ykkur ölL
Þorbjörg Grímsdóttir, Skólavörðustíg 24A.
Hjartanlega þakka ég öllum börnum mínum, baraa-
börnum og tengdafólki, bæði hér og erlendis, ásamt
nágrönnum og kunningjum, sem glöddu mig á 75 ára
afmæli mínu, hinn 27. f.m.
Guð blessi ykkur öll. Lifið heil.
Sveinbjörn Sæmundsson
Við spyrjum ....
þegar nú hefur verið valið í Suð-vestur-
landsiiðið gegn Jótum
LANDSLIÐSNEFND KSÍ hefur
Jón Pétursson annar
í hástökki í Rosfock
SL. SUNNUDAG, hinn 4. þ. m.,
kepptu tvéir íslenzkir íþrótta-
menn á alþjóðlegu móti í Rost-
ock í Austur-Þýzkalandi. Voru
það þeir Jón Pétursson, K. R. og
Einar Frímannsson, K. R., sem
kepptu í hástökki og langstökki.
Frjálsíþróttasambandinu var
boðið að senda keppendur, sér
að kostnaðarlausu á mótið, auk
eins fararstjóra, og valdi það
framangreinda menn, en nokkur
vandi var að velja menn til far-
arinnar án þess að veikja um leið
lið Reykvíkinga gegn Malmö eða
draga úr styrk liðs utanbæjar-
manna , Vígslumóti Laugardals-
vallarins, sem fram fór sömu
daga.
Fararstjóra valdi F. R. í. Lárus
Halldórsson, skólastjóra að Brú-
arlandi, sem er stjórnarmeðlim-
ur F. R. f.
Úrslit í þeim greinum sem fs-
lendingarnir kepptu í urðu þessi:
Hástökk:
1. Gúnther Lein, A. Þl. 1,95 m
— 2. Jón Pétursson, ísl., 1,95 m
3. Abbe, A. Þl., 1,85 m, 4.
Viitala, Finnl., 1,85 m, 5. Nils
Breum, Danm. 1,85 m.
Lein er Austur-þýzkur met-
hafi, 2,04 m og hefur stokkið
2,03 m nú í ár. Hann sigraði Jón
á færri tilraunum í keppninni.
Hinir keppendurnir hafa allir
stokkið 1,90 og hærra nú í sumar.
Langstökk:
1. Jaskain, Sovétríkin, 7,41 m,
2. Heinz Auga, A. Þl. 7,32 m,
3. Hoffman, A. Þl., 7,22 m, 4.
Tierfelder, A. Þ1 7,10 m,
5. Einar Frímannsson, ísl. 7,02
m.
Keppinautar Einars eru allt
þekktir langstökkvarar og höfðu
allir stokkið 7,30—7,60 fyrir þessa
keppni, nú í sumar.
Á heimleiðinni kepptu íslend-
ingarnir í Kaupmannahöfn og
sigraði Einar þar í langstökki á
6,87 m. Keppni í hástökki féll
niður vegna þátttökuleysis en
Jón fékk þó að reyna sig og stökk
enn 1,95 m.
Rostock-fararnir komu heim
með Flugfélags-vél í gærkvöldi.
Fréttatilkynning frá Frjáls-
íþróttasambandi fslands.
Lokað
vegna sumarleyfa til 27. júlí.
Samábyrgð íslands á fiskiskipum
Skrifsfofur okkar
verða lokaðar fyrir hádegi á mánu-
dag vegna jarðarfarar
IVfarz Trading hf.
Hjartkær sonur okkar og bróðir
GRÍMUR ÖLAFSSON
verður jarðsettur mánudaginn 13. júlí kl. 10,30 f.h.
frá Fossvogskirkju.
Sigrún Eyþórsdóttir, Ólafur Ólafsson,
og systkini liins látna.
Jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengda-
móður
ÓLAFlU ÖGMUNDSDÓTTUR
Borg Ytri Njarðvík.
fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 14. júlí
kl. 2,30 e.h.
Einar Jónsson, Sigrún Einarsdóttir,
Friðrik Valdimarsson, Hulda Einarsdóttir,
Jón Ingibergsson.
Þölckum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar
GlSLlNU JÓNSDÓTTUR
frá Eyrarbakka, Höfðaborg 76
Vandamenn