Morgunblaðið - 18.07.1959, Qupperneq 16
16
MOK'Crnvnr 4¥>IÐ
Laugardagur 18. júlí 1959
SONN NJOSNAJZSAGA UR
HEIMSSTYR.JÖLD/NN/ SÍÐARl
hennar — já, hún sotlaði líka að
spyrja, hvort það hefði tekizt að
fá mátulegan einkennisbúning
handa Englendir.gnum.
Hún athugaði Hugo Bleicher
um leið í leyni, en hann var að
blaða í morgunblaðinu og svaraði
stuttlega. í>egar hann var að
opna bréf, sem hann fékk frá
Þýzkalandi, tók hún eftir hönd-
um hans. f»að voru sterkar, dug-
legar hendur, sem grípa og sleppa
ekki aftur — eins og maðurinn
var sjálfur. Hann hafði eitthvað
það við sig, sem ekki hleypti að
neinum andmælum sem í einu
sigraði og — verndaði.
Osjálfrátt varð henni hugsað
til handanna á Pierre de Vomé-
court. Þær voru fíngerðar og
grannar, nærri því kvenlegar.
Þær voru eins og læknis- eða
listamannshendur, liprar og
sveigjanlegar, — eins og maður-
inn allur, sem var tilfinninga-
rikur, uppstökkur og samt und-
aniátssamur.
Nei, — hann var allt annar
maður, þessi þýzki herðabreiði
risi, hjá honum fann maður skjól
og hlíf — yfirdrottnun en jaín-
framt skilning. Hvers vegna hef-
ir allt orðið að fara svona —
hvers vegna? „Læðan“ strauk
hendinni yfir augun, eins og til
að sópa burt hugsuninni um nótt- 1 * * *
ina sem leið.
„Hvað er að þér?“ spyr Bleic-
her hissa. Han: sá þessa hreyf-
ingu og tók ef'.ir hinu starandi,
undarlega augnaráði Matthildar.
Hann lagði blaðið frá sér „Er
eitthvað að þér — ertu ekki
frisk?" „Læðan“ komst í bobba.
Hún roðnaði upp undir hársræt-
ur við þá tilhugsun, að Bleicher
hefði getað ráðið í leyndustu
hugsanir hennar. Hún var skjált
hent, þegar hún skenkti honum
kaffið.
„Hvað er þetta — ætlarðu ekki
að drekka uka?“ spyr Bleicher
hissa, þegar „Læðan" lætur boll-
ann sinn standa tóman.
„Nei, þakka — ég er búin að
borða morgunverb.“
„Það er undarlegt —“, tautar
Bleicher og hristlr höfuðið. Það
er eitthvað í framferði „Læð-
unnar“, sem honum geðjast ekKÍ
fyllilega.
„Komdu, vertu mér til sam-
lætis, — drekktu sopa með mér“,
segir hann og réttir bollann að
henni. Hann hefir allt í einu feng
ið ógeðslegan grun. „Hvers vegra
viltu endilega, að ég drekki aa-
lítið“, spyr „Læðan“ önug. „Jæja,
af því að mér kæmi það betur“
sagði Bleicher: „Þú veizt, að sið-
an þessi herra Vomécourt kom
hingað til landsins, þá er ég orð-
inn dálítið tortrygginn varðandi
1 mat og drykk. Það er aldrei hægt
að vita, hvað „góðir vinir“ hafa
látið í hann“. Málrómurinn átti
að vera spaugsamur, en augna-
ráðið sýnai annað. „Læðan“ varð
eldrauð í framan. Henni fannst
hún vera staðin að verki. Hún
hefði ekki verið kona, hefði henr.i
ekki þótt hún vera grunuð rang-
lega. Bleicher skal gjalda þess og
meira að segja þegar í stað!
Hún þreif bollann úr hendi
Bleichers, hvolfdi í sig úr honum
í flýti og sagði: „Svona — nú
hefir þú fengið vilja þínum fram-
gengt. Oz þú mátt vita það, það
var eitur í bollanum — og nú —
nú er allt búið — allt —“.
Stynjandi kreppti hún sig sam
an og átti örðugt um andardrátt.
„Þú skalt líka vita — í gær-
kvöldi — ég var hjá Vomécourt
— alla nóttina — hann veit allt
— af því að þú hefir yfirgef'ð
mig •— Súsanna — og nú — nú
dey ég — og það — það er þér
einum að kenna."
Hún hafði kastað sér á gólfið
og veltist um eins og í krampa.
Bíeicher stökk á fætur skelfdur
og velti um borðinu á milii
þeirra. Þvínæst þreif hann „Læð-
una“ upp og bar hana á legu-
bekkinn.
„Hamngjan hjálpi mér, — K;ss
mín — hvað Lefir þú gert —
heimskinginn þinn. Ég fíflið —
bölvaði asninn — já ég á sök á
þessu öllu — vertu ekki vond,
væna — guð minn góður, hvað
á ég til bragðs að taka“, stamaði
hann.
f æsingu sinni tók hann ekki
eftir því, að „La_ðan“ leit á hann
í laumi og var bæði háð og kæti
í augnaráðinu. Hin mikla blekk-
ing hafði heppnazt. Þetta voru
henni fullar bætur. Það var auð-
séð, að honum var ekki sama um
hana og nú fékk hann maklega
áminningu.
„Lækni — lækni", hrápaði
Bleicher. Andartak hafði hann
komizt úr jafnvægi. Hann blað-
aði fljótlega í símaskránni, tók
heyrnartólið og fór að velja núm-
er. En lengra komst hann ekki
Hann heyrði frekjulegan, háan
hlátur fyrir aftan sig. Þegar hann
leit undrandi við, sat „Læðan“ á
legubekknum með fæturna undir
sér og ætlaði að springa af hlátri.
„Þarna sérðu — það var ber
mátulegt“, segir hún. „Hélzt þú
í alvöru, ,ð ég gæti nokkurn
tíma byrlað þér eitur?" Hún vildi
gleyma því, að henni var það
efst í I uga fyrir fáeinum klukku
stundum.
Bleicher hikaði. Hann var ekki
viss um, hvort han . ætti að reið-
ast, eða — en hann varð sjálfur
að hlæja að þessum hrekk.
„Frekjuskepnan þín, þú —
asninn þinn, illfyglið þitt! Hvern
ig getur þér dottið í hug, að
hræða mig svona! þú hefðir
áreiðanlega verið efni í leikara“.
Hann settist hjá henni, tók í axl-
irnar á henni, kyssti hana á enmð
og varð allt í einu alvarlegur
aftur og sagði:
„En segðu mér nú eins og er.
Var það, sem þú sagðir um Vomé
court, líka hluti af skrípaleikn-
um — eða er eitthvað satt í því?“
„Læðan“ stirnaði snöggvast
upp, þvínæst kveikti hún sér í
vindling með titrandi höndum.
Loksins leit hún á Bleicher stór-
um, alvarlegum og ósegjanlega
sorgmæddum augum. Hinar ó-
skyldustu tilfinningar æddu um
hug hennar eins, og hvirfilbylur:
Angist . Drg örvænting, uppreisn,
mótþrói, aiði og hatur. en því-
næst komu í ljós viðkvæmar til
finningar, vinátta til þessa
manns, Hugo Bleichers, sem .,ún
hafði verið hjá vikum saman svo
ósegjanlega hamingjusöm. Hún
sá, að hann horfði á hana, — nsi,
hún gat ekki logið og hún vildi
ekki Ijúga. Og — hún játaði allt.
Hún sagði frá því, hvernig hún
hafði beðið eftir honum, óþolin-
mæði og símahringing um Vomé
courts, samtalinu við fjúsönnu
hvernig hún, móðguð og utan við
sig af sársauka og reiði hafði þot-
ið til Frakkans, að hún hafði
heimtað af honum eitur, en hann
ekki viljað láta hana fá það og
hvernig hún að síðustu varð ást-
mær Vomécourts.
Bleichei hlustaði ótrúlega ró-
legur á allt þetta. Hann varð ekki
óður af bræði, hann brigzlaði
henni ekki í reiði og hann ávitaði
hana meira að segja ekki. Hann
skildi, hvc mikið þessi kona hafði
orðið að þola. Hanr. sér, að hún er
leitandi kona, mjög óhamingju-
söm og mjög einmana innst í
hjarta sínu — anr.að ekki. Og á
þessari stundu bölvaði Hugo
Bleicher enn einu sinni þessu
striði með sinni myrkrabaráttu,
þar sem ekkert tillit er tekið til
ástar, tilfinninga, mannlgera
hjartna. Hann formaalti striðinu.
þessum ógeðslega bölvaldi, sem
gerir kröfur til kvennanna, sem
þær aldrei geta orðið við, nema
með því að fórna sjálfum sér.
„Hlustaðu á mig“, sagði hann
nærri því blíðlegu, þegar „Læð-
an“ hafði lokið máli sínu. „Svona
getum við ekki haldið áfram leng
ur, það séi þú sjálf. Þú ljóstraðir
fyrst upp um mig við Collin —
gott og vel, ég fyrirgaf þér. Þú
hefir ljóstrað upp um mig í annað
skiptið við Vomécourt — og ég
veit, að svona myndi því halda
áfram, það yrði enginn endir á
uppl j óstrunum.“
„Læðan“ ætlaði að þjóta upp,
en Bleicher lagði höndina mjúk-
lega á munn hennar.
Forstöðukona
óskast til að sjá um Hótel í fjarveru eiganda. Þarf
að vera vön og fær í matreiðslu. Upplýsingar um
fyrri atvinnu sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
25. þ.m. merkt: „Strax — 9196“.
Laust starf
Starf kjötmatsmanns við sláturhúsin í Vík í Mýrdal
er laust til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 10.
ágúst til kjötmatsformanns, Jónmundar Ólafssonar,
Framleiðsluráði landbúnaðarins, Reykjavík, og veitir
hann allar nánari upplýsingar.
SLÁTURFÉLAG suðurlands.
VERZLUNARFÉLAG V-SKATFELLINGA.
1) Markús býr til sleða úr
vængbroti af flugvélinni.
„Þetta gengur áreiðanlega allt
vel, ungfrú Lean. Ég skal koma
yður til læknis eins fljótt og
mögulegt er.“
2) „Þér hafið bjargað mér —
bjargað lífi mínu. Ég — ég er
yður svo þakklát."
„Verið þér rólegar — reynið
ekki að tala meira.“
3) „Mér er svo afskaplega
kalt.“
„Ég ætla að breiða útpuna
mína yfir yður, þá ætti yður að
hlýna ofurlítið.“
„Nei, vertu nú róleg Þú veizt
sennilega ekki sjálf, hvað þú ger
ir á morgun eða hinn daginn, þeg
ar þú verður aftur afbrýðissöm.
Trúðu mér, það er betra fyrir
okkur bæði að skilja. Þú verður
að komast burt úr öllu róti, þú
verður að fara burt af Frakklandi
— og það undireins.“
„En hvert þá?
„Hvert?“ Bleicher hugsaði sig
um. „já, hvert? Tii Spánar? Til
Sviss? Hm — það er ekki tryggt.
Það er ekki hægt að vita, hvert
stríðið getur breiðst út á megin-
landinu. Á óhersetna svæðið? Þar
ert þú ekki heldur örugg fyrir
S D. Þú verður að fara til Eng-
lands. Það er einn staðurinn, þar
sem ekki er hægt að ná þér“.
„Til Engjands? Á töfraklæði?
Hvernig r ugsar þf þér þetta allt
í framkvæmd? „Læðan“ áttaði
sig ekki á þessari hugmynd
Bleichers og henni leizt ekki á
fyrirætlui ina. „Það er ofurein-
falt“, sagði Bleicher kæruleysis-
lega, eins og verið væri að ræða
um dálitla skemmtigöngu. „Með
senditækinu heii.itum við hrað-
bát á þeim forsendum, að þú vilj-
ir fara yfir um til þess að gefa
persónulega skýrslu um tilfellið
með „Gneisenau“ og „Scharn-
horst.“ Þeir eiga að sækja þig
á einhvern stað við sundið. „And-
artak“, tók „Læðan“ fram í,
hvað verður þá un. Vomécourt?"
„Já, einmitt það, hvað á að gera
við Vomécourt?“, tautaði Bleic-
her. „Hann hefir í rauninni bjarg
að lífi mínu, bjargað mér frá
þér .. “. Hann þagnaði og horfði
hugsandi út um gluggann. „Læð-
an“ reynir að tala. Hún er hrædd,
skelfilega hrædd. Þá snýr Bleic-
her sér að henni og það er ein-
knnilegur glampi í augum hans.
„Vomécourt þinn fer með þér til
Englands. Ég verð að tala við
ofurstann þegar í stað“.
★
Hugo Bleichc. lét tilkynna of-
urstanum komu sína, til að skýra
honum frá fyrirætlun sinni. Hann
hafði ekki langan formála, en
kom beint að efninu. „Herra of-
ursti, ég Lið um leyfi til að sleppa
„Læðunni" og de Vomécourt til
Lundúna."
„Hvað er það, sem þér viljið7"
Ofurstinn hlammaði sér hissa nið
ur í stólinn sin,- og horfði á
Bleicher gegn um einglyrni sitt
og skildi hvorki upp né niður.
„Læðuna" og þenuan fallhlífar-
maúnn til Lundúr.a? Kæri Bleic-
her minn, þér eruð orðinn alveg
geggjaður"
BJeich-r lét þetta ekki á sig á
.,Ég verð að skýra herra ofurst-
anum frá því, að „Læðan" hefir
tvisvar ljóstrað upp um okkur
af hreinni afbrýðissemi. — og bað
við Henri Collin úr annarri skrif-
stofu og líka við de Vomécourt
3|Utvarpiö
Laugardagur 18. júlí.
13.00 Óskalög sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsdóttir). 14.00 „Laug-
ardagslögin“. 13.30 Tónleikar.
20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur:
„Spillt líf“, smásaga eftir Guy de
Maupasscnt, í þýðingu Þorsteins
Gíslasonar (Margrét Jónsdóttir).
20.50 Tónleikar: Svavar Gests
kynnir lög eftir Irving Berlín.
21.25 Leikrit: „Geimfarinn", gam
anleikur eftir Hreiðar Eiríksson
(Áður útv. 9. júlí 1955). — Leik-
stjóri: Þorsteinn Ö Stephensen.
Leikendur: Þorsteinn Ö. Step-
hensen. Leikendur: Þorsteinn Ö.
Stephensen, Regína Þórðardóttir.
Margrét Ólafsdóttir, Rúrik Har-
aldsson og Arndís Björnsdóttir.
22.10 Danslög (plötur). — 24.00
Dagskrárlok.