Morgunblaðið - 19.07.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.1959, Síða 1
24 srðu* 46. árgangur 153. tbl. — Sunnudagur 19. júlí 1959 Prentsmiðja Morgunblaðshac Nýstárleg flugvél ÞAtí er eitt mesta vandamál fIugsamgangna í heiminum, hvað flugvélarnar útheimta dýra og xnikla flugvelli. Mannvirkjagerð á jörðu niðri í sambandi við flugið er margfallt dýrari heldur en sjálfar flugvélarnar. Eftir því sem flugvélar stækka þurfa þær einnig stærri flugvelli og örðugt að fá lnndrými í nágrenni stórborga. Flugrmenn eru því smámsaman að komast á þá skoðun, að nauðsynlegt sé að breyta gerð flugvélanna svo að þær geti lent á litlum bletti. Þennan hæfileika hafa þyrilvængjur að vísu, en burðarþol þeirra takmarkað. Ný sjúkdómshætta kemur upp Þegar haktenum er útrýmt opnast leióin fyrir sveppina Kaupmannahöfn. NÝ hætta ógnar nú mann- kyninu, eftir að læknavísindin hafa unnið bug á ýmsum bakteríusjúkdómum. Danska læknatímaritið „Ugeskrift for Læger“, þ. e. Vikurit lækna, skýrir frá því, að bakteríurn- ar, sem ollu sjúkdómum manna, hafi einnig gegnt því hlutverki, að eyða og halda niðri sveppum, sem einnig geti valdið sjúkdómum. Nú segir blaðið að læknavísind unum hafi tekizt að vinna bug á bakteríusjúkdómum og eyða bakteríum úr líkamanum með bíókemískum lyfjum. Við það bregði svo við að sveppasjúkdóm- arnir aukist. Ugeskrift for Læger segir, að nú komi í ljós, að hinir hættu- legu sveppir séu miklu útbreidd- ari í náttúrunni, en menn hafi grunað. Fró þeirra geti borizt langar leiðir og legið lengi í dvala og verið þó hættuleg heilsu manna. Sumir þeirra geta borizt milli dýra og manna og flestir milli manna. í ritinu skýra fimm læknar frá dauðsföllum af völdum sveppa- sjúkdóma. Segja þeir að svepp- irnir ráðist einkum á milti og heila og valdi einnig lífshættu- legum blóðsjúkdómum. I forystu grein tímaritsins er þess getið, að það séu fúkalyfin, sem ryðji þessum sjúkdómum veg. Þó kem- ur það fyrir að menn verði haldnir sveppasjúkdómi, án þess að hafa notað fúkalyf. Blaðið hvetur lækna til þess að framkvæma sveppaprófun á sjúk lingum í hvert skipti sem þeir geta ekki fundið að bakteríur valdi sjúkdómnum. Sveppapróf- un tekur ekki nema tvo til þrjá daga og er framkvæmd með blóð- vatni úr tilraunakanínum. Þess er getið að mikilvægt sé að greina sveppasjúkdóma skjótlega. — Læknismeðul eru til við sjúk- dómnum, en tekur langan tíma að gefa þau í sprautum. Þau vilja einnig leggjast nokkuð þungt í nýrun. Einnig er þess getið, að unnið sé að því að leita nýrra meðala gegn sveppasjúkdómum. Hafa menn t. d. komizt að þvi að efni, sem notað hefur verið til að sprauta tómatplöntur gegn plöntu sjúkdómum, geti komið að gagni. Er það nú framleitt í töflum, sem sjúklingar taka inn. Nú er t. d. verið að reyna hvort þetta efni komi að gagni við lækningu fót- sveppa, sem hefur í nokkur ár verið einn allra erfiðasti húð- sjúkdómurinn í Danmörku. Bend ir margt til þess að efnið vinni á fótsveppnum, en áður en lækn- ar viðurkenna það, þarf að gera ýtarlegar rannsóknir með efnið. Undirheimar Lundúna hjálpuðu lögreglunni við að finna hinn seka Nú hefur bandarískum hugvitsniannl komið til hugar, að markinu mætti ná með því að gera ▼ængll og hreyfia færanlega. Sýna þessar myndir, hvernig hann hugsar sér þetta. Þegar flugvélin er að íefja sig til lofts og lenda snúa hreyflarnir lóðrétt, en þegar hún er að komast á ferð er væng unum og hreyflum snúið lárétt. Hótanir Krúsjeffs eru hœttulegt blekkingastríð Álit stjórnmálasér- frœðinga í fimm löndum ÞEGAR utanríkisráðherrarnir komu saman í Genf að nýju veltu stjórnmálafregnritarar því fyrir sér hvers vegna Krúsjeff væri einmitt byrjaður að þeyta hót- unum á báða bóga. „Ef þið viljið stríð, þá getið þið fengið það . . . Okkar eldflaugar fljúga sjálf- krafa“, hefur Krúsjeff sagt. Hann hefur upplýst, að kínversk ir kommúnistar hafi fengið nægi lega margar eldflaugar til þess að gereyða sjöunda flota Banda- ríkjanna — og í viðræðunum við Harriman flugu hótanir ó- spart Ekki skar Krúsjeff stór- yrðin frekar við nögl sér, þegar bandarísku fylkisstjórarnir sjö heimsóttu hann í Kreml. Hann sakaði Bandaríkin um hvers kyns undirróðursstarfsemi gegn komm únistum, var fullur ofsa, þegar þess minnzt var á Berlín og hampaði þá eldflaugunum, sem hann sagði Rússa eiga nóg af. Nú síðast, í ferðinni til Pól- lands, hefur Krúsjeff látið hót- anir dynja á Vesturveldunum. Bandaríska ritið US News & World Report ræðir málið og hef ur spurt stjórnmálaleiðtoga á Vesturlöndum álits. Ástæðan til stóryrða Krúsjeffs er fyrst og fremst talin sú, að hann vonast til þess að geta haft áhrif á utanríkisráðherrafundinn í Genf, hrætt Vesturveldin til að fallast á ríkisleiðtoga- Framh. á bls. 23. LONDON. — í byrjun vikunnar var lögreglumaður skotinn til bana í Kensington-hverfi í Lund- únum. Atvik voru með þeim hætti, að kona ein í hverfinu kvartaði yfir því við lögregluna, að hún væri oft ónáðuð að nætur lagi með símahringingum og væri maðurinn í símanum með hótan- ir. Lögreglan lét nú vakta síma- númer hennar á símstöðinni og í næsta skipti, sem slík upphring- ing var gerð til hennar, komust eftirlitsmenn að því, að hringt var úr almennings símaklefa í borgarhverfinu. Tveir iögreglumenn voru þegar sendir á staðinn. Ætluðu þeir að handtaka manninn, sem í klefan- um var, en liann flýði. Þeir náðu honum, en þá tók maðurinn upp skammbyssu og skaut á annan lögregluþjóninn með þeim afleið- ingum að hann dó. Síðan komst glæpamaðurinn undan. Alla vikuna hefur lögreglan leitað glæpamannsins, en örugg lýsing hans var ekki til. fannst þó lokksins á föstudag í gistihúsi einu í Kensington-hverfi. Reynd- ist þetta vera flóttamaður frá Austur-Þýzkalandi, Podola að nafni. Það sem einkum hjálpaði lögreglunni við að finna glæpa- manninn var samstarf við undir- heima Lundúnaborgar. Meðal hinna hrösulu í undirheimum Lundúna er það regla, að aldrei megi gera árásir á lögreglumenn borgarinnar, sem eru að vopnlaus ir við varðstörf sín. Nú var sú meginregla brotin. Þess vegna voru undirheimar Lundúna hneykslaðir yfir þessu afbroti. Á sl. ári var dauðarefsing num- in úr lögum í Bretlandi, nema fyrir morð á lögreglumönnum. Því vekur þessi atburður sérstaka athygli í Bretlandi og hafa blöðin birt frásagnir af honum mjög á- berandi og með stærstu fyrirsögn Sunnudagur 19. júlí. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Hvað er þér heilagt? eftir Sr. Óskar J. Þorláksson. Leiklistin er almenningseign f Svíþjóð. Rætt við Anders fik leikara. % — 6: Æskan og framtíðin. — 8: Hitt og þetta. — 9: Kvennadálkur. — 10: Kaupin á fiskiðjuverinu. Fri umræðum í bæjarstjórn. — 11: Fyrsta einvígisskákin. — 12: Hitstjórnargrein: Nægir ganga í K R O N ? — 13: Reykjavíkurbréf. — 15: Fólk í fréttunum. — 17: Æskan skemmtir sér. — 22: íþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.