Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐ1Ð -----*------- Sunnudagur 19. júli 1959 Vesturveldin orðin óþolinmóð á Genfar-ráðstefnunni Gromyko sat v/ð skrifborbiÖ á timmtugsafmælinu GENF, 16-Júlí (NTB) — Utan- ríkisráðherrar Bretlands, Frakk- lands og Vestur-Þýzkalands gengu í morgun á fund Christ- ian Herters utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Að fundi þeim loknum fór Herter einn í heim- sókn hjá Gromyko utanríkisráð- herra Rússa, er hafði boðið hon- um til hádegisverðar. Var það mál manna, að hádeg- isverðarboðið myndi vera mjog þýðingarmikill fundur og þótti Hertér rétt að hafa samráð yið alla hina vestrænu fulltrúa áð- ur en hann gengi til fundar. Engin opinber tilkynning hef- ur verið gefin út um hvert sé ætlunarverk Herters á fundinum með Gromyko, en almennt álíta menn, að hann vilji að reiknings- skil séu gerð um það, hvaða ár- angur hafi náðst af Genfar-ráð- stefnunni fram að þessu, eða hvort nokkrar líkur séu til frek- ari árangurs. Vesturveldin eru orðin óþolinmóð að láta utanríkis ráðherrana sitja svo vikum skipt- ir árangurslaust við samninga- borð. í dag átti Gromyko fimmtugs- afmæli. Sendinefnd Rússa á ráð- stefnunni tilkynnir, að honum hafi borizt heillaskeyti frá Krúsjeff og öðrum valdamönnum í Rússlandi. Einnig hafi hann ver- ið sæmdur Lenin-orðunni, sem er æðsta heiðursmerki Sovétríkj- anna. Ekki er þess getið að Gromyko ætli að halda upp á afmælið með veizlu, þvert á móti sagt, að hann verði við skrifborð sitt í allan dag. Innkaupastofnun Reykjavíkur hef- ur mikilvægu hlutverki að gegna Starfsreglur fyrir stofnunina samþykktar á bæjarstjórnarfundi A FUNDI bæjarstjórnar sl. fimmtudag var til umræðu frupi- varp að samþykktum fyrir Inn- kaupastofnun Reykjavíkurbæj- ar. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri gerði grein fyrir frum- varpinu og aðdraganda þess. Kvað hann bæjarstjói.i hafa fyrir nokkru kosið þriggja manna nefnd til að undirbúa nýjar starfs reglur fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur. í nefnd þessa höfðu verið kosnir þeir Guttormur Er- ler.dsson, og hefði hann verið formaður, Ingi R. Helgason og Þorbjörn Jóhannsson. Þessi nefnd hefði safnað ítarlegum gögnum varðandi Innkaupastofnur.ina og rekstur hennar og síðan skilað tillögum til bæjarstjórnar, sem bæjarfulltrúum hefði gefizt kost- ur á að kynna sér. Rakti borgar- stjóri þessar tillögur og nokkrar breytingar, sem meirihluÞ bæjar- stjórnar legði til að á þeim yrðu gerðar. Kvað hann niðurstöður að þessum athugunum ver„ þær, að rétt væri að Innkaupastofnun Reykjavíkur væri starfrækt og væri það samróma álit kunnugra manna að hún hefði mikilvægu hlutverki að gegna. Ingi R. Helgason skýrði frá störfum undirbúningsnefrdarinn ar og einnig tóku til máls bæj- arfulltrúarnir Þórður Björnsson og Magnús Ástmarsson. Að umræðum loknum sam- þykkti bæjarstjórn eftirfarandi reglur fyrir Innkaupastofnun Reykjavíkur: 1. gr. Innkaupastofnun Reykjavíkur- bæjar starfar eftir reglum þeim, er greinir í samþykkt þessari. 2. gr. . Verkefni stofnunarinnar eru þau, sem nú verða talin: 1. Innkaup eða samningar um kaup á vörum og þjónustu fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur og stofnanir hans, eftir því sem stjórn stofnunarinnar ákveður á hverjum tíma. 2. Innkaup eða samningar um kaup á vörr.m og þjónustu innan lands, sem ekki falla undir 1. tölulið, enda sé innkrupaverð þeirra meira en 20 þús. kr., svo og öll innkaup á vörum erlend- is frá. 3. Leiðbeiningar og aðstoð um 4V 44 BRIDCE 4" 4* Sennilega eru hinir ágætu, ensku bridge-spilarar, Reese og Schapiro, meðal frægustu núlif- andi spilara. Þeir kepptu m. a. fyrir England á Evrópumeistara- mótinu í Ósló, sem fór fram í ágúst sl., en eins og kunnugt er náði England þar öðru sæti. — Ekki alls fyrir löngu tóku þeir þátt í keppni í Englandi, sem nefnist „Gold Cup-keppnin“, en voru slegnir út og ein orsökin var eftirfarandi spil: 4 G 7 2 V 10 3 4 A 5 4 K D G 7 4 2 4 A 8 4 V ÁKG 9764 4 K 4 4 A Schapiro sat í Norður og Reesé f Suður og gengu sagnir þannig: Þá er einnig fróðlegt að athuga sagnirnar. Norður segir þrisvar lauf og Suður finnst þrátt fyrir það ekki ástæða til að velja lauf sem tromp. kaup á vörum og þjónustu, sem ekki falla undir 2. tölulið, eftir því sem til hennar verður leitað í þeim efnum. 4. Vinna að samræmingu (stöðlun) einstakra vörutegunda, sem almennt eru notaðar í bæj- arrekstrinum. 5. Ráðstöfun á tækjum og vörubirgðum, sem ekki er leng- ur þörf fyrir hjá einstökum stofn unum eða í bæjarrekstrinum. 6. Útboð á verklegum fram- kvæmdum. Bæjarstjórn setur almennar reglur um hvers konar útboð. 3. gr. Stjórn stofnunarinnar er skip- uð 5 mönnum. Borgarritari er formaður stjórnarinnar, en fjóra meðstjórnendur og varamenn þeirra kýs bæjarstjórn úr hópi bæjarfulltrúa eða varabæjarfull- trúa. Bæjarstjórn skipar stofnuninni framkvæmdastjóra að fengnum tillögum stjórnar hennar. Hann skal hafa verzlunarrr.enntun. Ekki má hann hafa hagsmuna að gæta í verzlunarfyrirtækjum, og gildir sama um aðra starfs- menn stofnunarinnar. Forstjóra stofnunarinnar ber að undirbúa fundi stjórnarinar og mæta á þeim. 4. gr. Nú semur stofunin um kaup á eða kaupir vöru og þjónustu, og ákveður hún þá gjald fyrir störf sín. Skal það lagt á vöruna eða þjónustuna. Gjöld þessi skulu miðuð við það, að þau nægi til að standa undir rekstrarkostnaði stofnunarinnar. 5. gr. Samþykkt þessi tekur gildi 1. september 1959. Kemsley blaðahringurinn seldur í einu lagi fyrir 750 millj. krónur Norður 1 4 3 4 4 4 6 V Suður 2 V 3 V 5 G 7 G Þar sem hjarta-drottning var völduð hjá Vestri og spaði kom út, var sögnin 2 niður. — Segja má að spil þetta sýni, að ekki sé alltaf rétt það sem meistaramir gera, því sjö lauf og 6 hjörtu unnust á öðrum borðum. London KANADÍSKUR blaðakóngur hefur keypt í einu lagi hinn stóra og fræga Kemsley- blaðahring í Englandi. Kaup- verðið var rúmlega 11 millj. sterlingspund, eða um 750 milljón krónur. Hér er um að ræða einhver stærstu og þýð- ingarmestu eigendaskipti í sögu enskra dagblaða. Kemsley-blaðahringurinn gef- ur út þrjú ensk stórblöð, Sunday Times, Empire News og Sunday Graphic. Auk þess gefur hann út tvö blöð í Skotlandi, fjölda tíma- rita, rekur fréttastofu og ljós- myndafyrirtæki. Kaupandi blaðahrignsins er Kanadamaðurinn Roy Thomson. Hann var þegar einn af voldug- ustu blaðakóngum heims. Atti hann fyrir 25 dagblöð og þrjú vikublöð, flest þeirra í Kanada. Annars flutti hann árið 1943 til Skotlands, er hann keypti hið virðulega blað „The Scotsman". Síðar fékk hann leyfi til að starf- rækja auglýsingasjónvarp og mun taka við öðru slíku leyfi með Kemsley-hringnum. Kemsley lávarður tilkynnti skyndilega um söluna nú í vik- unni. Hafði almenningur ekki hugmynd um að nein sala væri í vændum. Kemsley kveðst ætla að hætta blaðamennsku. Synir hans fjórir verða þó áfram starf- andi við Sunday Times. Keisari Eþíópíu heitir Haile Selassie. Hefur hann lengl stjórnað ríki sínu og hefur þótt dugmikill. Nýlega tók hann upp á því að ferðast til annarra landa, eins og tíðkast nú mjög upp á síðkastið meðal heldri manna. Keisarinn ferðaðist m. a. til Rússlands, en í leiðinni kom hann við í Egyptalandi, þar sem hann hitti Nasser, eins og myndin sýnir. Nýtt skip til Siglufjarðar Viðtal víð Valdimar Björnsson, Ytri-Njarðvík Viðtal v ið V. B. Ytri Njarðvík2 SIGLFIRZKA bátaflotanum hef- ur bætzt nýtt skip, m.s. Bragi S.I. 44. Eigandi þess er sámnefnt hlutafélag hér í bæ, en framá- menn félagsins eru Valdemar Björnsson, Ytri-Njarðvík, Daniel Þórhallsson, útgerðarmaður og Páll Pálsson, skipstjóri. í tilefni þessarar skipskomu sneri tíðindamaður Mbl. á Siglu firði sér til eins eiganda þess, Valdemars Björnssonar, og leit aði upplýsinga varðandi hið nýja skip. — Hvar er Bragi smiðaður? Hann er smíðaður í New Yórk á árunum 1943-44 fyrir mig og Hallgrím Oddson. Fór ég utan og fylgdist með smíðinni og kom með skipinu upp. Var það all- sögulegt ferðalag, enda stríðstím ar ríkjandi, en verður það ekki frekar rætt að sinni. .— Og útgerð skipsins? Við gerðum skipið út í félagi frá Reykjavík á árunum 1944-52, aðallega á togveiðar. Var skipið „toppskip" sum árin og reyndist í hvívetna happaskip. — Árið 1952 skildu leiðir okkar Hall- grims og átti hann skipið einn til ársins 1956. Af ýmsum ástæð- um var skipið ekki gert út á þessum árum, en lá í Reykjavík- urhöfn. Eyðilögðust í því vélar og tæki þennan tíma. __ Og síðan keyptir þú skipið á ný? Já, árið 1956 keypti ég skipið á ný í þeim ásetningi að gera það að góðu fiskiskipi aftur. Til þess að svo gæti orðið þurfti að fá í það nýjar vélar og tæki og gera það upp. Og til að ná því marki þurfti ég að selja nokkuð 'af skipinu. Var ég svo heppinn að hitta á tvær góðar fjölskyld- ur hér á Siglufirði, sem vildu kaupa skipið á móti mér og byggja það upp í félagi við mig. Vil ég sérstaklega taka fram, að ég tel mér það heppni að hafa náð félagsskap þeirra Daníels Þórhallssonar og Páls Pálssonar og eiga þeir sinn veigamikla þátt í hv vel hefur til tekizt með uppbyggingu bátsins. — Hvar var báturinn byggður upp? 'i Skipasmíðastöð Njarðvíkur h.f. sá um allt tréverk — en áður en lengra er haldið vildi ég geta þess, að við urðum fyrir miklu óhappi 16. janúar 1958. Þá var nýja vélin komin um borð, búið að smíða undir hana og komið að því að setja vélina á undir- stöður, er eldur upp kom i skip- inu. Brann allt fyrir aftan lest- arþil og vélin skemmdist af hita og vatni. Varð þetta tjón til mik ils óhagræðs fyrir okkur og seink aði því tilfynnanlega að skipið yrði útgerðarfært. — Vildirðu upplýsa okkur um stærð skipsins, vélar og tæki? Já skipið er 93 brúttótonn og mun bera 850 til 900 mál síldar. Vél er af Kromhout-gerð; Buch- ljósavél 20 hestöfl. í skipinu er Kelvin Hugh-radar, sem lýsir 43 mílur, og Asdik af Simrad-gerð, eða af nýjustu og fullkomnus+u gerð og mun aðeins leitarskip-ð Fanney hafa sams konar tæki. Eða m. ö. o. skipið er útbúið þéim beztu tækjum, sei. völ er á; svo og miðunarstöð og talstöð af full komnustu gerð frá ^andssíma ís- lands. — Hvað vildurðu segja frekar um skipið? Ég get til viðbótar getið ess, að vistaverur allar eru sem bezt þekkist í íslenzkum fiskiskipum. Þá er rétt að undirstrika að bát- urinn er þannig byggður að hann er sérlega vel fallinn til togveiða. Og að lokum vildi ég færa fram þakkir til þeirra lánsstofnana, sem verið hafa okkur hjálpleear við uppbyggingu skipsins en það eru Fiskveiðisjóður íslands, Út- vegsþankanum og Stofnlápade'ld sjávarútvegsins, Landsbankan- um. Við þökkum Valdimar fyrir upplýsingarnar, óskum hinum nýju eigendum :il heilla með skip ið og árnum því velfarnaðar í út- gerð frá Siglufirði. St. VIÐ LAT KRISTJANS H. BREIHDAL Áttir gleði alltaf til. Öðrum léztu hlýna. Þeir sem greina á góðu skil geyma minning þína. Breiöfirðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.