Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 12
12 MORCUVTtT. 4 ÐIÐ Sunnudagur 19. ]úlí 1959 wgtittlrifafrifr Utg.: H.t. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. UTAN UR HEIMI Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábtn.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. NÆGSR AÐ GANGA í KRON? TÍMINN hyggur auðsjáan- lega, að hann geti skotið sér undan að gera grein fyrir því, af hverju stjórn SÍS er skipuð einlitum Framsóknar- mönnum, með skætingi til and- stæðinga sinna, einkum Sjálf- stæðismanna. Á föstudaginn er í Tímanum spurt: „Hví ganga rit- stjórar Mbl. ekki í KRON?“ Er síðan sagt, að ef þeir gengju í KRON „gæti bráðlega svo farið, að þeir hæfust þar til trúnaðar- starfa, einkum þó, ef þeir fengju fleiri af flokksbræðrum sínum til að gera slíkt hið sama“. Tíminn hefur að vísu ýmsa fyr- irvara á hugsanlegum mannvirð- ingum ritstjóra Morgunbl. innan KRON. Þeir fyrirvarar skipta ekki máli í þessu sambandi. Hér er ekki um að ræða val í trún- aðarstöður innan einstakra sam- vinnufélaga, þó að það sé vafa- laust merkilegt viðfangsefni út af fyrir sig. Umræðuefnið er val fulltrúa á aðalfund SÍS og alger yfirráð Framsóknurmanr.a þar, þó að óvefengjanlegt sé að þeir eru í minnihluta innan sam- vinnufélaganna í heild. ★ Það er sem sé alls ekki nóg að vera góður félagsmaður í KRON til að hafa möguleika til að verða kosinn í stjórn SÍS. Nema svo sé talið, að enginn geti ver- ið „góður" félagsmaður í kaup- félagi, ef hann er ekki jafnframt Framsóknarmaður. Hvað sem um aðra er, þá er alveg víst, að meirihluti félagsmanna í KRON er ekki þeirrar skoðunar. Enda er öruggt, að sá af félagsmönn- um KRON, Eysteinn Jónsson, sem er í stjórn SÍS, er ekki þang að kosinn að vilja sinna eigin félagssystkina, heldur allt ann- arra. En vilji félagsmanna KRON er ekki mikils virtur á aðalfundum SÍS. Að vísu segir í síðustu prent aðri ársskýrslu SÍS, að KRON sé fjölmennasta félagið innan sam- takanna. í því voru 5473 félags- menn eða mun fleiri en í nokkru öðru félagi. Leiðir þá ekki þar af, í þess- um félagssamtökum, þar sem stöðugt er sagt, að atkvæðisrétt- ur sé jafn án tillits til eigna og viðskipta, að KRON hljóti að hafa flesta fulltrúa á aðalfundi SÍS? Svo skyldi maður ætla, þegar lesinn er fyrri hluti 31. gr. sam- vinnufélagslaganna, þar sem seg- ir um kjör fulltrúa á fundi sam- vinnusambanda: „Fulltrúar eru kosnir af fé- lögum þeim, cem eru í samband- inu, og fer tala þeirra, er hvert félag má senda á sambandsfund, eftir tölu f jlagsmanna". ★ Eins og segir í tilvitnaðri árs- skýrslu SÍS er fámennasta félag- ið innan þess með 20 félags- rnenn. Það sendir einn fulltrúa á aðalfund SÍS. Ef farið væri eftir framangreindum orðum 31. gr. samvinnufélagslaganna mundi þar af leiða, að KRON l.efði 273 fulltrúa á aðalfundinum. En SÍS hefur sjálft tekið sér heimild til að þrengja mjög skiln ing á umræddu ákvæði. Það hef- ur sett þá reglu, að hvert félag skuli hafa einn fulltrúa, „og auk þess einn fyrir hverja 400 fé- I lagsmenn". Ljóst er, að þetta gerir aðstöðu minni félaganna mun sterkari en hinna mann- fleiri. E. t. v. er einhver slík regla óhjákvæmileg. Má þó að sjálfsögðu deila um, hi ort SÍS hafi hér hitt hið rétta meðalhóf og hvort slík frávik séu heim- il samkvæmt fortakslausu orða- lagi 31. gr. samvinnuféiagslag- anna. En segjum, að þessi regla fái staðizt. Eftir henni hefði KRON átt að fá 14 fulltrúa á aðalfundi SÍS, Óneitanlega er það töluverð ur afsláttur frá 273, sem KRON ætti kröfu á, ef fylgt væri því að tala fulltrúa, sem hvert félag má senda á fund, fari eftir tölu félagsmannanna, eins og segir í 31. gr. samvinnufélagslaganna. En látum það vera. Fulltrúatala KRON var sem sé hvorki 273 né 14, heldur einung- is 5. ★ Kaupfélag Eyfirðinga, sem hafði 5112 félagsmenn og átti þess vegna eftir framangreindum regl um að hafa einum fulltrúa minna en KRON, hafði hins vegar 13, þegar KRON hafði einungis 5. Hvernig má þetta verða? Jú, þá kemur til athugunar síðari hluti 31. gr. samvinnufélagslaganna, sem stjórn SÍS fékk lögfest 1938, einmitt um það bil, sem KRON var að vaxa fiskur um hrygg. 1 þessu viðbótarákvæði segir: „Heimilt er þó að ákveða, til þess að tryggja viðskipti félaga við samband, að fulltrúatalan fari jafnframt eftir heildarvöruskipt- um félaganna við sambandið“. Þessi regla er framkvæmd þannig „að á móti hverjum full- trúa verður félagið að hafa skipt við Sambandið næstliðið ár sem svarar því, er Sambandsfélögin hafa að meðaltali selt og keypt hjá Sambandinu fyrir hverja 200 félagsmenn“. Þessi regla leiðir sem sagt til þess, að Kaupfélag Eyfirðinga fær 13 fulltrúa, þó að KRON með fleiri félagsmenn fái ein- ungis 5 fulltrúa. Kaupfélag Árnesinga, sem ein- ungis hafði 1740 félagsmenn eða tæpan þriðjung á móts við félags- rnenn KRON, hefur aftur á móti 5 fulltrúa eða jafnmarga og KRON. ★ Endalaust má deila um, hvort sanngjarnt sé, að atkvæðisréttur fari eftir eignum manna og við- skiptum. Fyrsta höfuðregla Roch dale félagsins var þessi: „Lýðræðisleg stjórn. Hver fé- lagsmaður skyldi hafa eitt at- kvæði án tillits til viðskipta". Þessi höfuðregla Rochdale fé- lagsins er staðfest í 3. gr. sam- vinnufélagslaganna íslenzku, þar sem sagt er, að þetta sé aðalein- kenni á skipulagi samvinnufé- laga: „Atkvæðisréttur jafn, þannig að hver félagsmaður hafi eitt at- kvæði, án tillits til eigna eða við- skipta í félaginu". Ekki er hægt að stæra sig af þessum reglum og halda samtímis í gildandi kosningareglur til aðal fundar SÍS. Hitt er svo enn önn- ur saga, hvernig á því stendur, að viðskipti hinna einstöku sam- bandsfélaga skuli vera svo mis- jöfn sem raun ber vitni Tekst hinum víðfrœga rithöfundi Caryl Chessman enn aÖ komast hjá aftöku Ellefu ára gömlum nú að framfylgja „ÞAÐ kemur að skuldadögunum" segir máltækið, og allar líkur eru til að það eigi á næstunni eftir að sannast einu sinni ennþá, því að innan þriggja mánaða mun hinn 37 ára gamli. bandaríski glæpa- maður og skáldsagnahöfundur, Caryl Chessman, væntanlega ganga síðustu spor sín — inn í gasklefann í San Quentin fangels- inu í Kaliforníu. Að minnsta kosti virðast harla litlir mögu- leikar á, að honum takist enn einu sinni að komast hjá þeirri refsingu, sem hann hefur átt yfir höfði sér, síðan upp komst um afbrot hans fyrir rúmum 11 árum. En eins og margir minnast var hann árið 1948 dæmdur til dauða fyrir barnsrán, en alls hafði hann verið fundinn sekur um 17 af- brot. Dauðadómurinn hefur nú verið staðfestur af hæstarétti Kaliforníu. Hann á lífið skriftunum að þakka Síðan dauðadómurinn var kveð inn upp, má með sanni segja, að Chesmann hafi haldið líftórunni í sér með skriftum einum saman. Frestanir þær, sem fengist hafa á framkvæmd dauðadómsins, eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að hinn dauða- dæmdi hefur með skriftum sín- um í fangelsinu unnið sér inn fé, sem hefur gert honum kleift að fá aðstoð ýmissa færustu lögfræð inga landsins. Hann hefur í fangelsinu skrif- að fjórar bækur. Þrjár þær fyrstu seldust mjög vel og færðu hon- um drjúgar tekjur í aðra hönd, og sama er að segja um þá fjórðu, sem fyrst kom út fyrir um það bil ári. Hún hefur líka verið rifin út, ef svo má að orði komast. Fyrsta bókin úr fangaklefanum, sú sem varð til þess að skapa vinsældir hins dauðadæmda fanga á rit- höfundasviðinu, nefndist „Klefi 2455 — dauðadeild. í þeirri bók, sem nú hefur verið þýdd á a. m. k. 11 tungumál, þ. a. m. íslenzku, hindustani og rússnesku, lýsir fanginn lífi sínu, frá því að hanr. 16 ára gamall lagði inn á glæpa- brautina — til þess dags, er dauða dómurinn var kveðinn upp yfir honum. „Ég er saklaus" Chessmann segir m.a.: — Ég er saklaus af því, sem ég hefi verið dæmdur fyrir. Og hann hefur barizt í örvæntingu fyrir lífi sínu. Hann heldur því hik- laust fram, að hann hafi verið af- brotamaður, síðan hann var 16 ára gamall, og verið rekinn inn á glæpabrautina af því umhverfi, sem hann hafi vaxið upp í. Þegar litið er yfir mál Chess- manns frá árinu 1948 fram til þessa dags, koma óneitanlega svo mörg vafasöm atriði fram í dags- birtuna, m. a. í sambandi við skráningu málsins og vitnaleiðsi- ur, að mönnum verður ósjálfrátt á að velta því fyrir sér, hvort ekki verði um dómsmorð að ræða, ef Chessmann verður send- ur í gasklefann. Meðal þeirra, sem haldið hefur þessari skoðun á lofti, er hinn kunni lögfræðingur og leynilög- reglumaður Raymond Schindler, sem lézt í Los Angeles fyrir skemmstu. Hann taldi dauðadóm- inn yfir Chessman mjög vafa- saman. Þetta álit margra, ásamt þeim glæsilega árangri, sem Chessman hefur náð á rithöfundasviðinu, hefur orðið til þess að fylkja fólki af ýmsu þjóðerni á bak við kröf- una um að hann verði náðaður. Og staðreynd er það, að jafnvel dauðadómi hans á innan 3 mánaða þótt hann væri sekur um þau afbrot, sem hann hefur verið dæmdur fyrir, væri engan veg- inn um einsdæmi að ræða, þótt hann slyppi við dauðarefsingu. En fylgjendur náðunarkröfunn- ar er langflesta að finna utan Bandaríkjanna. Innan þeirra hef- ur fólk á hinn bóginn mun meiri Caryl Chessman hatur, ruddaskapur og beiskja áhuga á þeirri réttarfarslegu tog- streitu, sem leitt hefur af sér frestun dauðadómsins hvað eftir annað. Chessman hefur oftar en einu sinni fengið tilkynningu um frestunina aðeins örfáum mínút- um áður en aftakan átti að fara fram. Málið hefur vakið heimsathygli Þessi háttur virðist vera nokk- uð miskunnarlaus og í rauninni er athyglisvert, að fanganumskuli þrátt fyrir allt hafa tekizt að halda geði sínu óskertu í þessum þrekraunum. En vottur þess eru bækur hans, sem verið hafa drjúg tekjulind fyrir hann og staðið undir kostnaði hans af löngum málaferlum. Málaferlin hafa vakið athygli fólks víða um heim, og Chess- man fær stöðugt send bréf með boðum um margháttaða aðstoð, frá aðdáendum hvarvetna í heim- inum. Hann hefur fengið upp- hringingar frá Sviss og Svíþjóð, og í Frakklandi, Þýzkalandi og Ítalíu hafa verið stofnuð félög, sem sent hafa náðunarbeiðnir til fylkisstjórans í Kaliforníu. Chessman sjálfur hefur hrifizt mjög af þessari baráttu fólksins utan fangaklefa hans. Hann skrif- ar næstum daglega til fulltrúa síns í New York, Joseph Long- streth, sem leitast við að halda saman öllum bréfum, er til hans berast. Stjórnendur San Quentin fangelsins senda öll bréf Chess- mans beint til Longstreth, sem les þau og sendir fanganum út- drátt úr þeim. Vildi giftast í fangaklefanum Árið 1955, þegar aftökudagur- inn hafði einu sinni sem oftar verið ákvgðinn, skrifaði Chess man fulltrúa sínum á þessa leið: — Þó að ég geti ekki mælt með 7 ára vist í fangaklefa sem ráðn- ingu, er leiði af sér vísa lækn- ingu, hef ég lifað hana af, og er þeirrar skoðunar, að hún haíi gert mig að betri manni. Vistin hér hefur þurrkað upp heilt haf af hatri, ruddaskap og beiskju, þótt erfið hafi hún verið. Ég verð að viðurkenna að slík læknis aðgerð var óhjákvæmileg, þar sem ég var annars vegar, ef nokk- ur árangur átti að nást. í þessari undarlegu, en í senn áhrifaríku og sönnu lýsingu Chessmans á núverandi skoðun- um sínum, er síðar einnig að finna ástarjátningu hans til 34 ára gamallar ráðskonu föður hans, sem nú er látinn. Hún heit- ir Frances Couturier og hefur Chessman árangurslaust reynt að fá þau gefin saman, — en laga- lega séð er hinn dauðadæmdi ekki til lengur og getur því ekki gengið að kvænast. En hann hef- ur í erfðaskrá sinni mælt fyrir um, að hún skuli hljóta allar eignir har.s. Málarekstrinum gegn Chess- man svipar á margan hátt til hins marg’imrædda Barbara Graham- máls, sem ur er fjallað í kvik- my.ndinni „Ég vil lifa“, en í því er augljóslega um um réttarmorð að ræða. Frú Graham var tekin af lífi í gasklefa San Quentin fangelsins. Verður hann tekinn af lífi? Caryl Chessman hefur tekið tilkynningunni um staðfestingu hæstaréttarins á dauðadómnum með stillingu og enn ráðgazt við lögfræðinga sína um málið. Hann heldur því stöðugt fram, að bók- unúm réttarins, þegar mál hans kom fyrir dómstól, hafi verið á- bótavant. Þannig stendur á, að ritari réttarins E. R. Perkins, lézt áður en hann fékk tíma til að hreinrita það, sem hann hafði hraðritað við réttarhöldin — og Chessman stendur á því fastar en fótunum, að það geti enginn ann- ar gert svo rétt sé. Á Chessman enn einu sinni eftir að takast að fá aftöku sinni frestað — eða hefur hann nú loksins tapað fyrir fullt og allt í viðureigninni við réttvísina í Bandaríkjunum? Þó að aftakan verði látin fara fram, er einni spurningu ennþá ósvarað, segja margir: Var hann tekinn af lífi, tii þess að viðhalda festu í dóms- málunum — eða var réttur og sléttur glæpamaður látin gjalda flónsku sinnar. Sparisjóður Dalasýslu AÐALFUNDUR Sparisjóðs Dala- sýslu var haldinn í Búðardal 25. maí sl. Afkoma sjóðsins var góð á sl. ári og arður af sparisjóðs- rekstrinum rúmlega 93 þús. kr., og eru nú í varasjóði um 700 þús. kr. Sparisjóðsinnstæður námu í árslok 1958 4,4 millj. kr. og juk- ust um nær 700 þús. kr. á árinu. Hefur sjóðurinn vaxið mjög ört þrjú hin síðustu ár. Sparisjóður- inn hefur gert sér allt far um að fullnægja innanhéraðslánbeiðn- um og tekizt það vonum fremur, hafa þó lánbeiðnir verið mjög'ör- ar vegna mikilla framkvæmda í byggingu og ræktun. Sigtryggur Jónsson, hrepp- stjóri á Hrappsstöðum, sem verið hefur gjaldkeri sjóðsins, skýrði frá því, er hann hafði lesið og skýrt út reikninga sparisjóðsins, að þetta yrði í síðasta sinni, sem hann kæmi á aðalfund sparisjóðs- ins sem stjórnarmeðlimur og reikningshaldari, því að hann hefði í hggju að segja sig úr stjórninni vegna fjarveru um lengri tíma úr héraðinu. Þakkaði hann stjórnendum og öðrum hér- aðsbúum góða samvinnu. Fund- urinn skoraði einum rómi á Sig- trygg að vera áfram í stjórn sjóðsins, a. m. k. kjörtímabil sitt á enda, og varð hann við ein- dregnum áskorunum fundarins. Stjórn Sparisjóðs Dalasýslu er óbreytt frá sl. ári, en hana skipa Friðjón Þórðarson, sýslumaður, formaður, Sigtryggur Jónsson, hreppstjóri á Hrappsstöðum, gjaldkeri, og Ólafur Jóhannsson, bóndi á Skarfsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.