Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 22
22 MOKCVTSBLÁÐlh Sunnudagur 19. júlí 1959 íslandsmötið í knattspyrnu: Fram vann Þrótt Hafnfirðingar með annan verðlaunabikarinn. fslandsmótið í handknattleik karla utanhúss hefst í dag Mótið fer fram í Hafnarfirði og stendur í vikutíma - 1 DAG hefst í Hafnarfirði 12. Handknattleikmeistaramót ís- lands í leik karla utanhúss. Fer mótið fram að Hörðuvöllum og itendur í viku — lýkur næstkom- andi sunnudag. í mótinu taka nú þátt 5 félög. Fyrst skal fræga telja liðsmenn Fimleikafélags Hafnarfjarðar, sem sigrað hafa á þessu móti 3 s.l. ár. Þá taka þátt í mótinu lið Ármanns, Fram, Aftureldingar og íþróttafélags Reykjavíkur. Mótið hefst £ dag kl. 4 e.h. Setur það Þorgeir Ibsen form. Í.B.H. en síðan fara fram tveir leikir, hinn fyrri milli Aftureld- ingar og Fram og hinn síðari milli Ármanns og FH. Á mánudagskvöldið leika fyrst ÍR gegn Aftureldingu og siðan Fram gegn Ármann. Á miðviku- dagskvöld leika FH—ÍR og Aft- urelding—Ármann. Á laugardag leika FRAM—FH og ÍR—Ár- mann og síðasta mótsdaginn, sunnudag, leika Fram—ÍR og Aftusslding— FH. Eftir það slít- ur Ásbjörn Sigurjónsson form. H.S.Í. mótinu og afhendir verð- laun. Nú sem fyrr er lið FH sigur- stranglegast. Það lið er nú sem stendur meistari bæði í innan- húss- og utanhússleik.. Til gam- ans fer hér á eftir skrá um meistara innan- og utanhúss 11 síðustu árin, eða frá því að fyrst var keppt hér utanhúss. Innanhúss Utanhúss 1948 Valur Ármann 1949 Ármann Ármann 1950 Fram Fram 1951 Valur Valur 1952 Ármann K.R. 1953 Ármann Ármann 1954 Ármann Fram 1955 Valur Valur 1956 F.H. F.H. 1957 F.H. F.H. 1958 K.R. F.H. 1959 F.H. LEIKUR Fram og Þróttar í fs- landsmóti I. deildar í fyrrakvöld var einn daufasti leikur sem sézt hefur hér á sumrinu. Leikgleði brá ekki fyrir — en það sem gert var, var gert með hálfum huga og „hangandi hendi“. Bæði lið áttu sín góðu tæki- færi til marka, þvf varnir beggja liða voru eins og gróf sigti. í upphafi leiks fékk Þróttur gott færi og hæfði skot Guðm. Axels- sonar í stöng. Er ekki að vita hvernig farið hefði ef þetta skot hfði lent í markinu. En þetta lán Fram var hið fyrsta í leikn- um — oft síðar komust Þróttar- menn í opin færi ,en það var eins og hnötturinn vildi ekki í Fram- markið. Var og að dómarinn leyfði vörn Fram að brjóta gróf- lega á sóknarmönnum Þróttar án þess að hann gerði nokkuð nema baða út höndunum! Tvö urðu mörk Fram í fyrri hálfleik. Skoraði Guðm. Óskars- son hi.ð fyrra um miðjan hálf- leikinn mð föstu skoti. Hið síð- ara skoraði Guðjón Jónsson með föstu skoti — sem markvörður hálfvarði og var Gretar miðherji reiðubúin að ýta á eftir ef með þyrfti. í upphafi síðari hálfleiks hjálp- uðu Þróttarar upp á sakirnar með því að skora sjálfsmark. Var þar Birgir framvörður að verki og dálítið klaufalega því mark- vörður var tilbúinn — og knött- urinn hefði sennilega farið fram- hjá marki. Að fjórða markinu unnu þeir saman Grétar og Guðjón. Var það skorað úr þvögu eftir sókn upp hægri kant. Guðmundur Órskarsson sem hóf að skora, sagði svo lokaorðið — hann brun- aði upp og innfyrir allt með send- ingu frá Grétari, skaut — en markvörðúr varði en hélt ekki knettinum, sem Guðm. náði aft- ur og skaut í mannlaust mark. Rétt fyrir leikslok var Þrótti dæmd vítaspyrna — og nú fyrir brot, sem var engin vítaspyrnu- sök, en þetta kom sem svolítil uppbót frá dómaranum fyrir margar misgjörðir gegn Þrótti. Jón miðherji skoraði og hafði þó Geir markvörður hendur á I knettinum áður en hann komst i netið. Leikur Fram — einkum fram- herjanna — gefur ekki sérstakar vonir fyrir B-landsleikinn í Færeyjum. Þarna voru saman komnir meirihluti leikmanna, sem valdir hafa verið til þeirrar ferðar. Sama gamla sagan að sækja inn á miðjuna — gleyma köntunum. Bezti maður liðsins var Guðm. Guðmundsson bak- vörður, traustur að vanda, en hann er ekki valinn til B-liðsins. Að standa sig vel leik eftir leik og að geðjast landsliðsnefnd, virðist hérlendis vera tvennt ó- líkt. Sem fyrr segir, vöktu dómar Þorláks Þórðarsonar almenna furðu. Virtist sem hann væri með öllu æfingalaus. Greinilegar víta- spyrnur hirti hann ekki um, en tók aftur aðra fyrir brot, sem ekki er vítaspyrnusök. Og svo var um mjög marga af hans dóm- um. Yfirferð hans var engin — allt séð úr fjarlægð og það með augum, sem ekki verður komizt hjá að saka um hlutdrægni. — A. St. afmæli um þessar mundir. asta kasti. Gísli á 40 ára keppnis- 400 m. hlaup: Guðjón I. Sigurðsson H 54,4 Bergþór Jónsson H 55.3 Björn Jóhannsson K 56,5 Rafn Sigurðsson K 1,04 54,4 í 400 m. hjá GuSjóni er nýtt hafnfirzkt drengjamet og unglingamet. Víðavangshlaup; Þórhallur Guðjónsson K 4:39,0 Páll Eiríksson H 4:39,4 Sigurður Albertsson K 4:40,7 Birgir Björnsson H Hástökk; Sigurður Friðfinnsson H 1,80 Ingvar Hallsteinsson H 1,70 Höskuldur Karlsson K 1,63 Björn Jóhannsson K 1,55 Kringlukast: Flugmálastjórnin Ungur áhugasamur og algerlega reglusamur maður óskast til starfa í verksmiðju, sem framleiðir plast- vörur. Umsóknir, er tilgreini, aldur og fyrri störf, ásamt mynd sendist afgeiðslu Morgunblaðsins fyrir þriðjudagskvöld merkt: „Reglusamur — 9893“. Plastplötur á borð og veggi nýkomnar H. Benediktsson hf. Sím 11228 — Reykjavík afgreiðslustúlku vantar nú þegar. KiDDABU Njálsgötu 64 Hainafjörður vann Keflovík NÝLEGA fór fram bæjarkeppni Egill Friðleifsson H 12,58 í frjálsíþróttum milli Hafnar- Kristján Stefánsson H 12,51 fjarðar og Keflavíkur. Úrslit Kúluvarp: urðu sem hér segir: Halldór Halldórsson K 13,07 Ingvar Hallsteinsson H 13,02 100 m hlaup: Björn Jóhannsson K 12,65 Höskuldur Karlsson K 11,1 Sigurður Júlíusson H 12,03 Ingvar Hallsteinsson H 11,5 Bergþór Jónsson H 11,7 Sleggjukast: Einar Erlendsson K Einar Ingimundarsson K 43,13 Pétur Kristbergsson H 41,73 Þristökk: Björn Jóhannsson K 38,18 Höskuldur Karlsson K 12,95 Gísli Sigurðsson H 28,02 Einar Erlendsson K 12,94 Pétur var fyrstur þar til í síð- Nýkomið úrval af sportsokkum og hosum í stærðum 1—10. Kvenhanzkar. Plastefni einlit og mynstruð. Hagstætt verð. ÁSGEIR G. GUNNLAUGSSON & Co. Austurstræti 1 — Sími 13192. Hestamenn Höfum fengið aftur hin viðurkenndu dönsku Cotanreiðstígvél Vinnufatabúðin Laugaveg 76 — Sími 15425. Halldór Halldórsson K 43,29 Björn Bjarnason K 41,13. Sigurður Júlíusson H 38,33 Eðvarð Ólafsson H 36,30 Spjótkast: Ingvar Hallstéinsson H 56,33 Halldór Halldórsson K 55,70 Kristján Stefánsson H 55,37 Ingvi Brynjar Jakobsson K 51,54 55,37 nýtt íslenzkt drengjamet með karlaspjóti Kristján 17 ára, Halldór náði 2. sætinu í siðasta kasti. Stangarstökk: Högni Gunnlaugsson K 0 Halldór Halldórsson K 2,89 Páll Eiríksson H 3,12 Sigurjón Gíslason H 2,73 3,12 nýtt hafnfirzkt drengja. met í stangarstökki hjá Páli Eiríkssyni. 4x100 m. boðhlaup: Sveit Keflavíkur 46,9 (Rafn Sigurðsson, Einar Erlends- son, Björn Jóh., Höskuldur Karls son). Sveit Hafnarfjarðar 47,2 (Ragnar Jónss., Ragnar Magnúss., Bergþór Jónss., Ingvar Hallsteins son). Keflavík stig samtals: 61. Hafnarfjörður stig samtals: 53. Þetta er fyrsta keppni í frjáls- íþróttum milli þessara staða. Bæjarúgerð Hafnarfjarðar gef- ur bikar einn fagran til keppni um. Athyglisvert, hve lið Hafn- firðinga var allt ungt og miklu yngra en Keflvíkingarnir. Veik- indaforföll voru í liði Hafnarf. Framkvæmd mótsins var með ágætum og veður var mjög gott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.