Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1959, Blaðsíða 3
Surmudagur 19. júli 1959 WORCVNHT/AÐIÐ 3 Leiklistin er almennings- eign \ Svíþjóð Rætt v/ð kunnan sænskan leikara, Anders Ek EINN AF kunnustu leikurum Svía, Anders Ek, leikari við kon- unglega dramatiska leikhúsið í Stokkhólmi, hefur dvalizt hér á landi undanfarna daga. Hann hef ur notið almennrar viðurkenn- ingar í heimalandi sínu síðan 1943, er hann aflaði sér óskoraðr- ar viðurkenningar sem hermað- urinn í „Leiðin heim“ eftir Gösta Nordström. Síðan hefur hann leikið í kvikmyndum og við leik- húsin í Malmö og Götaborg. — Meðal þeirra hlutverka, sem An- ders Ek hefur þótt gera sérstak- lega góð skil, má nefna Luthér í leikritinu „Ég á son minn“, Dauphin í „Heilagri Jóhönnu“, soninn í „Leikið að eldinum“ og Caligula eftir Camus. Tíðindamaður blaðsins hitti Anders Ek að máli og spurði hann margs um sænskt leikhús- líf og fleira. Fer samtalið hér á eftir. — Þér vilduð kannske byrja á að segja mér eilítið um sænskt leikhúslíf. — Sænskt leiklistarlif er með miklum blóma og mikið gert af hálfu þess opinbera til þess að sem flestir sem víðast í landinu geti orðið leiklistar aðnjótandi. Utan Stokkhólms eru 6 borgar- leikhús í stærstu borgunum og leikskólar starfa við þau. Auk hinna opinberu leikhúsa sem rekin eru af ríki og bæ eru einnig starfandi nokkur einkaleikhús, en þau hafa átt æ erfiðara uppdrátt ar á seinni árum, sem er afleiðing þeirrar jafnaðarstefnu sem hefur . verið ríkjandi í Svíþjóð síðustu 20 árin. „List um landið“ Þá vil ég nefna geysimikið leik húsfyrirtæki, sem nefnis. ríkis- leikhúsið og er rekið af hinu op- inbera. Það var stofnað laust fyr ir 1940 af þáverandi menntamála- ráðherra socialdemokratanum Arthur Engberg. Þetta leikhús sefir starfkrafta og undirbýr sýn- ingar í Stokkhólmi en ferðast síð- an um landið þvert og endilangt og sýnir x öllum stærri stöðum. Stofnun ríkisleikhússins var á sínum tíma dauðadómur yfir um íerðaleikhúsum einstaklinga, þó sá væri ekki tilgangur stofnand- ans, heldur voru þau stofnuð til að gfa hinum dreifðu byggð- um möguleika á að fylgjast með góðri leiklist og skipuleggja um- ferðaleikhúsin. í sambandi við ríkisleikhúsið eru einnig starf- andi deildir sem sýna í minni bæjum og sveitafélögum. Þetta umferðaleikhús hefur oft mjög góð verk á sýningarskrá og eru þau þannig flutt allri sænsku þjóðinni. Ríkisleikhúsið starfar frá því í september og þar til 1. júní. ÞjóðgarSaleikhús Á sumrin eru svo rekin ðnn- ur umferðaleikhús, sem nefnast þjóðgarðaleikhúsin, en þau munu hvergi tíðkast í heiminum nema í Svíþjóð. Þjóðgarðar eru í öll- um borgum og sveitum í Svíþjóð nema Stokkhólmi og Gautaborg og eru þeir reknir á vegum al- þýðusamtakanna. 1 þessum þjóð- garðsleikhúsum eru leiknar óper- ur, ballettar, óperettur, leikrit, revíur og kabarettar. Sum verk þjóðgarðsleikhúsanna eru mjög vönduð. Það má því segja að þegar útvarpsleikritin eru talin með, þá sé allri sænsku þjóðinni gefinn góður kostur á að fylgjast með leikmenningunni. — Þér vilduð kannske segja mér eitthvað af yðar eigin leik- ferli. — Ég var í leikskóla Drama- tiska leikhússins á árunum 1938 inn, sem rekinn er af sænska ríkinu. Er ég hafði lokið námi þar hélt ég til Vasa í Finnlandi, en á þeim árum var mjög al- gengt að sænskir leikarar hlytu sína fyrstu reynslu við sænsku botni. Loftið er næstum því eins áþreifanlegt og vatn þegar yfir-' borð jarðarinnar er autt og gróð- urlaust. Litbrigði loftsins verða svipuð og í vatni er sólin brýst gegnum skýin og regnið hangir í loftinu eins og örsmáar agnir þegar er úði eða þegar þokan la ðist inn dalina og l.esir sig um fjallatoppana, sem eru tind- óttir og margbreytilegir . . . . . .. Landslagið er hreint, frjálst og skært, myndbreytilegt og svipmikið og gróðurir.n dreg- ur ekki úr tign þess. í þessu landi er ekkert ísmeygilegt eða kurteist. Byggðin minn-ir á námabæi. Ósnyrtileg, sóða- leg, ber svipmót einstaklinganna, óskipulögð, hrífandi og tillitslaus. Hirðulausir og kraftmiklir. Þeir byggja og fleygja frá sér. Fara um í stórum amerískum bíl- um, nýjum og mjög gömlum, í jeppum og skröltandi og sæmi- legum smábílum. Allt er notað unz því er hent. Hvar sem er. Bátar sem ótjörguð flök. Bátar dregnir á land. Yfirgefnh. Bátar, stórir og ávalir, í nausti eða flutt ir á stórum bílum gegnum bæ- inn ... — J.H.A. Sr. Óskar J. Þorláksson: Hvað er jb ér heilagt? „Drag skó þína af fótum þér, því staðurinn, sem þú stend- ur á er heilög jörð. (II.Mós.3.4.) ÞESSI orð talaði Drottinn til spá- mannsins Mósesar, er hann birt- ist honum í þyrnirunninum forð- um og hann var að kalla hann til þess starfs, sem hann hafði ætlað honum að vinna fyrir þjóð sína. Þetta var áreiðanlega mikilsverð- asta augnablikið í lífi spámanns- ins og því hlaut staðurinn, þar sem hann fékk hina himnesKU vitrun að vera honum heilög jörð. Þetta vekur oss til umhugsunar um dýrmætar helgistundir í voru eigin lífi og þá staði, sem sér- staklega eru helgir í vitund vorri og hvernig vér eigum að ganga þar um. Flestir menn geyma í huga sín- Ágœti Volkswagen sann- ast ekki síður hér Segir verkfræðingur frá verksmiðjunni Anders Ek leikhúsin í Finnlandi, sem störf- uðu í Vasa, Ábo og Helsingfors. Þar gátu leikararnir fengið stærri hlutverk þegar í stað, sem þeir hefðu orðið að bíða eftir í heima landinu. Síðar var ég við leik- húsin í Malmö og Gautaborg og lék einnig í kvikmyndum, en frá 1951 hef ég verið fastráðinn við Konunglega dramatiska leikhúsið í Stokkhólmi. Þykir vænt um öll hlutverk. til 1941, en það er eini leikskól- — Er nokkurt sérstakt hlut- verk, sem þér hafið leikið, sem er yður kært öðrum fremur? — Þau eru nokkuð mörg. Mað- ur lærir að láta sér þykja vænt um öll hlutverk, sem maður hef ur með höndum. Ef ég á að nefna eitthvað sérstaklega þá vil ég nefna fyrst Caligula í samnefndu leikriti eftir nóbelsverðlauna- höfundinn Albert Camus, sem var leikið í Borgarleikhúsi Gautaborg ar veturinn 1946. Það leikrit er um tilgangsleysi lífsins og nauð syn einingar. Næst langar mig þá til að nefna Josep K. í „Processen“ eftir Kafka, sem ég lék 1948, og sem þriðja Onkel Vanja í samnefndu leikriti eftir Anton Ttechov og Arnolphe „L Ésole des Femmes“ eftir Moliére. .— Hvað viljið þér segja mér um tildrög ferðarinnar hingað? — Kynni mín af íslendingum eiga sér nokkuð langa sögu: Fað ir minn sem var prófessor í bók- menntasögu í Gautaborg var góð ur vinur Sigurðar Nordal og bróð ir minn Jan Ek læknir, er kvænt ur íslenzkri konu, Halldóru Briem. Svo bar það til fyrir nokkrum árum, að ég var stadd ur á menningarviku í Ósló og kynntist þar Sigurði Bjarnasyni, Ólöfu Pálsdóttur, Thor Vilhjálms syni og Klemenz Jónssyni, og hef ur síðan haldizt góður kunnings skapur milli mín og þessa fólks. — Hvernig fellur yður ísland? — Þessu er dálítið erfitt að svara. En ég skal til gamans lofa yður að heyra nokkur orð úr bréfi, sem ég reit móður barn- anna minna Birgit Culdberg i gær, en þar lýsti ég nokkuð þeim áhrifum, sem ég hef orðið fyrir hér á íslandi: — ísland er sérkennilegasta og leyndardómsfylista land, sem ég hef enn augum litið. Það er engu líkara en maður gangi hé á hafs- HÉR hefur dvalizt sl. tvær vikur H. Hiller, verkfræðingur frá Volkswagen-verksmiðjunum, en hann hefur undanfarið komið hingað árlega í sambandi við við- gerða- og varahlutaþjónustu H. Hillcr Heildverzl. Heklu hf., sem eins og kunnugt er, er einkaumboðsmenn Volkswagen-verksmiðjanna á ís- landi. Hér hélt Hiller námskeið fyrir sjö bifvélavirkja hjá P. Stefáns- son hf., sem annast allar viðgerð- ir á Volkswagen-bifreiðum og er til húsa á sama stað og Heild- verzlunin Hekla hf., að Hverfis- götu 103. Auk námskeiðsins sýndi Hiller fræðslumyndir fyrir alla viðgerðarmenn fyrirtækisins og var lögð sérstök áherzla á nám- skeiðinu á að kynna endurbætur þær, sem gerðar hafa verið á gír- kassa VW-sendiferðabifreiðarinn ar að undanförnu. Varðandi varahlutabirgðir um- boðsins hér tók Hiller fram, að þær væru fyllilega sambærilegar við það sem gerist á meginland- inu og Norðurlöndum. Vegna síaukinna vinsælda Volkswagen-bifreiða hérlendis er núverandi húsnæði Heklu hf. og P. Stefánsson hf. orðið of lít- ið, og létu forráðamenn fyrir- tækjanna þess getið, að hafinn væri nú undirbúningur nýrrar byggingar að Laugavegi 170, og væru miklar vonir tengdar við að þar verði hægt — með tækni- legri aðstoð sérfræðinga Volks- wagen-verksmiðjanna — að skipa svo málum, að möguleikar skapist fyrir fullkomnari þjón- ustu við Volkswagen-eigendur. Að lokum lét Hiller þess getið, að hann hefði nú haft tækifæri til að ferðast um landið og getað þannig kynnzt af eigin raun öll- um staðháttum hér, og að ágæti hinnar litlu, en þrautreyndu fólks bifreiðar sönnuðust ekki síður á okkar vegum, en á hinum egg- sléttu „Autobahnen" í heimalandi hans. K> eðjusamsæti í DAG er kveðjusamkoma fyrir kaptein Guðfinnu Jóhannesdótt- ur, sem fer til Noregs til þess að starfa við einn af flokkum Hjálpræðishersins þar. Kapteinninn er fslendingur, og gjörðist hún meðlimur Hjálp- ræðishersins á unga aldri, og hefir leyst gott starf af hendi fyrir Hjálpræðisherinn á meðal landa sinna, og einnig á meðal norsku þjóðarinnar. Síðastliðin fjögur ár hefir kapt- einninn starfað við aðalstöðvar Hjálpræðishersins hér í Rvík, sem deildarritari, en jafnframt hefir hún þýtt mál hinna norsku foringja, sem hér hafa starfað, á samkomum Hersins og hátíð- um. Einnig hefir hún haft um- sjón með æskulýðsstarfi Hjálp- ræðishersins á fsiandi og Fær- eyjum. Við þökkum kapteininum störf hennar, og óskum henni Guðs blessunar í störfum þeim sem henni verða falin í Noregi. Eins og áður er sagt, verður kveðjusamkoma fyrir kapteininn í kvöld í samkomusal Hjálpræðis hersins í Reykjavík kl. 8,30 og munu deildarstjórahjónin Major og frú Nilsen stjórna samkom- unni um minningar, sem þeim eru bæði kærar og helgar. En þetta er auðvitað mjög persónulegt fyr ir hvern einstakling. Margir eiga ógleymanlegar minningar um vissa merkisdaga ævi sinnar, svo sem fermingardaginn sinn, gift- ingardag, eða önnur þau augna- blik lífsins, sem mesta þýðir.gu hafa haft fyrir líf þeirra. Þá vitum vér, hve mikil virð- ing og jafnvel helgi hvílir yfir æskustöðvunum í hugum margra og yfir merkum sö~ustöðum þjóð arinnar, þar sem þeir atburðir hafa gerzt, sem örlagaríkastir hafa verið í sögu hennar, eða við eru bundnar mim.ingar, sem eru stöðug hvatmng lil trúar og góðra verka. Pílgrímsferðir til helgra staða hafa og verið af þess um rótum runnar og hafa átt smn þátt í því að gera minningar at- burðanna áhrifameiri fyrir líf manna. Sá maður er vissulega andlega fátækur, sem ekki á neinar slíkar minningar, sem honum eru tær- ar og helgar, og geti vermt hjarta hans, þegar hann lítur tilbaka. Aldrei hugsa ég t. d. um æsku- stöðvar mínar austur í Skafta- fellssýslu, án þess að unt sál mína fari hlýir straumar hugljúfra minninga. En þetta er auðvitað persónulegt fyrir mig, eins og aðra, sem hugsa heim til æsku- stöðva sinna. En svo eru til þeir staðir, sem vissulega eru helgir í meðvitund allrar þjóðarinnar. Þar nægir að benda á Þingvelli, sem svo mikið hefur verið talað um síðustu dag- ana. Sá staður er helgaður al minningum margra örlagaríkustu atburðanna í sögu íslenzku þjóð- arinnar. Þar er skráð í bók nátt- úrunnar saga hennar í sorg og gleði. Vér hryggjuinst og fyll- umst heilagri grernju, þegar ekki er farið um þennan stað með þeirri virðingu og prúðmennsku, sem hann á skilið, alveg eins og oss sárnar, þegar gengið er rudda lega um kirkjur, söfn og skóla og aðra þá staði, sem geyma helgar minningar og ætlaðar eru til til- beiðslu, manngöfgi og fegurðar- auka. II. Ósjálfrátt vaknar þessi spurn- ing: hvað er mönnum heilagt iú á dögum? Er ekki eins og tilfinn- ingar helgi og lotningar hafi sljóvgast í meðvitund þjóðarinn- ar, tilfinningar fyrir því, sem Guði er vígt eða helgað af dýr- mætum minnningum sögunnarT Vér hneykslumst á útlending- um, sem ganga ruddalega u«i Þingvelli, helgistað þjóðar vorr- ar. Hvernig göngum vér sjálf um þennan stað oft og einatt? Væri ekki ástæða til þess að ætlast til meira af oss, sem þekkjum nokk- uð sögu þessa staðar og vitum, að hann á að vera helgidómur þjóðarinnar? Sama mætti segja um ýmsa aðra staði, sem þó hafa minni helgi í meðvitund manna. Og hvernig er oft gengið um kirkjur og kirkjugarða? Og hvernig ganga rnenn um heimili sín, sem ætti að vera friðsælir og helgir reitir? Og tala menn ekki oft gálauslega um þá hluti, sem ætti að vera þeim heilagt alvörumál. Svona mætti lengi telja, en vér höfum öll gott aí því, að hugsa í alvöru um það, hvað oss sé raunverulega heilagt. Vér þurfum að glæða tilfinning ar hinna ungu fyrir því, sem heil- agt er, og eignast ajálf sem flest- ar helgar stundir, þá mætti svo fara, að vér heyrðum rödd hið innra með oss, eins og spámaður- inn forðv.m, er sagði við oss: „drag skó þína af fótum þér, pví að staðurinn. ;,_ni þú stendur á er heilög jörð.“ Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.