Morgunblaðið - 19.07.1959, Qupperneq 6
e
MORJZUNBT AÐIÐ
Sunnuðagur 19. Júlí 1959
Æ
Ritstjórar: Hörður Einarsson og Styrmir Gunnarsson.
• •
Ollum þykir vænt um gamla skólann
Spjallað viíi nokkra stúdenta frá M.R.
HINN 15. júní útskrifuðust 98
•túdentar úr Menntaskólanum í
Reykjavík. Tíðindamaður blaðs-
kis liefur átt tal við nokkra úr
stúdentahópnum og spurt um skól
ann, sem verið er að yfirgefa, og
starfið, sem biður. Sagt er frá
spj 'lli-ru hár á eftir.
★
Hugsar til kennara-
prófs
Ragnheiður Benediktsson er
stúdent úr máladeild.
„Hvað viltu segja um Mennta-
skólann, Ragnheiður, nú þegar þú
ert að yfirgefa hann eftir strangt
nám og mikilvægt próf?“
„Menntaskólinn er mjög virðu-
leg stofnun og í flesta staði ágæt-
ur. Húsakynni eru að vísu ósköp
léleg, en kennararnir eru prýði-
legir og bæta það alveg upp. —
Tungumálakennslu er nokkuð á-
fátt. Þyrfti hún að vera líflegri,
' j|f og mætti gjarn-
an lesa meira
eftir nútímahöf-
unda. — Vonandi
tekur náttúru-
fræðideild bráð-
lega til starfa við
skólann, og gefst
þá . nemendum
kostur á að velja
úr fjölbreyttara
námsefni. — Þrátt fyrir allt hef-
ur verið mjög skemmtilegt í skól-
anum og um hann er yfirleitt gott
eitt að segja“.
Er ekki mikið um skemmtanir
í skólanum?
„Félagslífið er mjög fjörugt.
Um margra ára skeið hafa sels-
ferðirnar verið einn vinsælasti
liðurinn í skemmtunum skólans.
En vel má vera, að íþaka, hið
nýja félagsheimili, leysi selið að
nokkru leyti af hólmi. Munu
menntaskólanemar njóta góðs af
íþöku á komandi árum“.
„Hvað ætlarðu svo að leggja
stund á í framtíðinni?“
„Næsta vetur ætla ég að taka
kennarapróf og lesa einnig við
heimspekideild háskólans. Seinna
ætla ég að læra einhver tungu-
mál mér til gamans, ef til vill
frönsku.
Ég vil nota tækifærið til að
hvetja kvenþjóðina til að leggja
stund á framhaldsnám meira en
verið hefur til þessa. í þeim efn-
um getum við fyllilega staðið
jafnfætis karlmönnunum“.
★
Hin aldagamla
yíirheyrsluaðíerð
Hannes Hafstein er stúdent úr
máladeild.
„Hver er skoðun þín á mennta-
skólanámi, eins og því nú er hátt-
að, Hannes?"
„Mér þykir nú kennsluformið
^ mÍMni..
að auglýsing í stærsta
og útbreiddasta blaðinu
— eykur söluna mest —
reyndar orðið nokkuð úrelt og
standast tæplega kröfur tímans.
Það sem helzt má finna því til
foráttu er hin aldagamla yfir-
heyrsluaðferð, sem því miður virð
ist vera að sliga námsáhuga nem-
enda. — Hin ófullnægjandi húsa-
kynni skólans
eru þörfum nýj-
ungum svo sem
fyrirlestrahaldi
og verklegri
fræðslu Þrándur
í Götu. Nemenda
f jöldinn e y k s t
svo ö r t með
hverju ári, að
vart munu líða
nema tvö tu prjú ár, þar til skól-
inn getur ekki veitt viðtöku öll-
um þeim, sem hann vilja sækja.
— Ber yfirvöldunum tvímæla-
laust skylda til að sjá um það,
að þessi elzta og virðulegasta
menntastofnun þjóðarinnar geti
áfram starfað af fullum þrótti".
„Hvað viltu segja um stúd-
entsprófið og gildi þess?“
„Með stúdentsmenntuninni er
leitazt við að veita mönnum al-
menna fræðslu, sem síðar verði
undirstaða lengra náms. Stúdents
prófið er þannig ekkert lokatak-
mark,. heldur aðeins merkur á-
fangi á langri leið“.
„Og hvað viltu svo segja um
framtíðina, hefurðu ákveðið, hvað
þú tekur þér næst fyrir hend-
ur?“
„Ég hef í hyggju að lesa lög
við Háskólann, því að enn er nóg
starf fyrir lögfræðinga, þrátt fyr-
ir mikla aukningu þeirra stéttar
hin síðari ár.“
★
Efnafræði í Skotlandi
Elín Ólafsdóttir er stúdent úr
stærðfræðideild.
Við spyrjum hana um álit henn
ar á menntaskólanum.
„Okkur þykir að sjálfsögðu öll-
um vænt um gamla skólann, þótt
honum sé í mörgu ábótavant. Að-
búnaður allur er úreltur og ófull-
keminn. Virðast allir sammála
um það nema þeir, sem úr þessu
geta bætt. — Námstilhögun má
breyta í heild, nauðsynlegt er
að auka verklega kennslu og
þrengja þá að
bóknáminu u m
leið. Ætlunin var
að stofna nátt-
úrufræðideild
við skólann nú í
haust, en litlar
horfur eru á að
svo verði vegna
ý m i s s a erfið
leika, til dæmis
þrengsla“.
„Hvernig kunnirðu við skóla-
félaga þína?“
„Prýðilega. Ég er viss um að
félagsandinn í skólanum er ó-
venju góður. Nemendur eiga
mörg sameiginleg áhugamál. Þeir
hafa stofnað með sér ótölulegan
grúa félaga, sem starfa af miklu
kappi. Hefur hið nýja félags-
heimili átt þar mikinn hlut að“.
„Hvað hefurðu áformað um
framtíðina?“
„Ég er að hugsa um að lesa
efnafræði í Skotlandi".
„Er það ekki fremur sjaldgæft
um stúlkur?“
„Jú, að vísu. En mér finnst, að
kvenfólk eigi engu síður en karl-
menn að stunda langskólanám,
ef það langar til og aðstæður
leyfa“.
★
Kennsla í hagnytum
greinum
Guðni Gíslason er stúdent úr
stærðfræðideild.
„Menntaskólinn er ágætur
skóli“, segir hann í upphafi.
„Samt sem áður er nauðsynlégt
að breyta ýmsu, svo að skólinn
stirðni ekki í gömlum og xireltum
kennsluaðferðum. Vel gæti t.d.
komið til mála að endurskoða
málakennslu í stærðfræðideild
með það fyrir augum, að menn
einbeittu sér að færri tungumál-
um og næðu betra valdi á þeim.
— Einwig hefur
verið bent á, að
auka þyrfti
kennslu í hag-
nýtum greinum
eins og bók-
færslu og vélrit-
un. Nokkur bók-
færsla h e f u r
reyndar v e r i ð
kennd lengi, en
vélritun fyrst í fyrravetur. Er
hún ekki skyldunámsgrein. Ann-
ars ber að varast að leggja of
mikla áherzlu á þessi atriði, því
að þá verður skólinn ekki leng-
ur menntaskóli, heldur verzlun-
arskóli“.
Margir halda því fram, að
stúdentsprófið eitt sé gagnslaust
án frekari framhaldsmenntunar.
Hver er þín skoðun á því máli?“
„Ég er þessu alls ekki sam-
mála. Góð menntun er sérhverj-
um manni holl, þótt ekki verði
hún beinlínis í askana látin“.
Hvað ætlarðu svo að stunda
í framtíðinni?"
„Helzt er ég að hugsa um hag-
fræði eða löfe. Annars er ekkert
hægt að fullyrða, það er úr svo
mörgu að velja“.
Nýtt félagsheimili
Ólafur Pétursson er stúdent úr
stærðfræðideild.
Hvernig kunnirðu við þig í
Menntaskólanum, Ólafur?
„Alveg ágætlega. Menn lesa
samvizkusamlega, þrátt fyrir mik
ið félagslíf, eða svo á nú að heita.
Meinið í félagslífinu er það,
hversu illa hefur gengið að fá
hina ýmsu árganga til að sam-
lagast. Hið nýja félagsheimili ætti
*>að bæta mjög
félagsandann í
skólanum, e f
nemendur halda
rétt á spöðun-
um“.
En hvað viltu
segja um skóla-
selið?
„Það hefur ver
ið mjög endur-
bætt síðustu ár. Selið hefur löng-
um verið snar þáttur í skemmt-
analífi skólans, enda þótt það sé
of lítið notað. Þar sem selið er
of langt frá bænum, hefur kom-
ið til tals að selja það. Annað
sel yrði þá reist í stað þess vestan
Hellisheiðar, þar sem unnt væri
að fara á skíði“.
„Hvað segirðu svo um námið
sjálft?“
„Blessaður. Um það væri svo
sem margt hægt að segja. Kenn-
araliðið er skipað færum mönn-
um hverjum í sinni grein. Að
því leyti er vel að nemendum
búið, en húsakynni eru öllu lak-
ari“.
„Hvað ætlarðu nú að gera að
loknu stúdentsprófi, Ólafur?“.
„Ég er að hugsa um að fara
í verkfræði í Þýzkalandi, bygg-
ingaverkfræði. Það eru áreiðan-
lega næg verkefni framundan“.
j
jlpTÍi W •• •éjpl'jf
iipp <ifiyÉsS djw m *** •
F Ít v'.,
Yy
Ásrún Hauksdóttir, Gerður Steinþórsdóttir og Gunnar Sigurðs-
son — talið frá vinstri.
Hlutu verölaun fyrir rit-
geröir um íslenzka
hestinn
Urslit i ritgerðasamkeppni Æskunnar
I SÍÐASTA tölublaði Æskunn-
ar, júlí-ágúst hefti, er skýrt frá
úrslitum ritgerðasamkeppni, sem
blaðið efndi til meðal lesenda
sinna, um íslenzka hestinn. — 80
ritgerðir bárust.
Fyrstu verðlaun, sem eru ferð
með skipi til Norðurlanda og
heim aftur, hlaut Ásrún Hauks-
dóttir (14 ára), Eskihlíð 6 B
Reykjavík. — Önnur verðlaun,
vikuferð um Fjallabaksveg á hest
baki, hlaut Gerður Steinþórs-
dóttir (14 ára), Ljósvallagötu 8,
Reykjavík. Gerður vann til
fyrstu verðlauna í ritgerðasam-
keppni Æskunnar í fyrrasumar
og hlaut utanferð að launum. —
Þriðju verðlaun, nokkurra daga
ferð um verzlunarmannahelgina,
hlaut Gunnar Sigurðsson (13 ára)
Ásgarði 6, Húsavik. — Verðlauna
ritgerð Ástrúnar Hauksdóttur er
birt í fyrrnefndu tbl. Æskunnar,
en ritgerðir þeirra Gerðar og
Gunnars munu birtast síðar.
Það var Ferðaskrifstofa ríkis-
ins, sem gaf hin góðu verðlaun í
þessari ritgerðasamkeppni, og
hefir hún ákveðið að gefa fimm
aukaverðlaun, bækur, og hljóta
þau eftirtalin börn: Ingibjörg
Gerður Bjarnadóttir, Galtastöð-
um, Hróarstungu, N.-Múl., Anna
Soffía Sigurðardóttir, Hvítái'holti
Hrunamannahreppi, Árnessýslu.
Guðjón Ársælsson, Sólbergi,
Höfn í Hornafirði, Soffía Ingi-
björg Árnadóttir, Kópavogsbraut
48, Kópavogi og Sigurður Þóris-
son, Fnjóskadal, S-Þing.
Fyrrnefnt tbl. Æskunnar flyt-
ur að vanda fjölbreytt og
skemmtilegt efni við hæfi barna
og unglinga.
í skrifar úr daglego lífínu 4
Mýsla á ferðinni aftur
ÞAÐ var orðið langt síðan Vel-
vakandi hafði séð Mýslu litlu,
vinkonu sína, sem nokkrum sinn-
um hefur verið sagt frá hér i
dálkunum, þegar hún kom trítl-
andi á móti honum á götunm .í
gær.
— Hvar hefur þú haldið þig?
spurði Velvakandi. — Ég fór í
sveitina, til að koma í veg fyrir
að Lögbergi yrði ýtt ofan í Ax-
mannagjá, svargði Mýsla. Þegar
ég sá á prenti að um það eða eitt-
hvað álíka stæði slagurinn, þá
tók ég mér far heim í sveitina
mína, til að vinna að kosningun-
um. Nú og svo ákvað ég að vera
heima i sveitasælunni um hríð,
og verða brún og lekker. Það
getur engin ungfrú farið á Borg-
ina með piltinum sínum á þess-
um tíma nema vera kolbrún.
Ferðafólk í sveitasælunni
SVO skýrði hún frá því að hún
hefði fengið far í bæinn um
síðustu helgi.
Á laugardaginn kom stærðar
áætlunarbíll og stanzaði á balan-
um framan við bústað músafjöl-
skyldunnar. Dyrnar opnuðust og
út steig ferðaklætt fólk. Nú fór
heldur betur að verða líflegt •
sveitinni. Fararstjórinn sagði:
„Elsku vinir, nú skulum við
byrja á því að tjalda“. Tjöldtn
voru dregin úr umbúðunum og
hrist út, en líklega hefur segla-
saumarinn, sem gerði þau, verið
rangeygður og sennilega örfhent-
ur líka, því stögin flæktust öll
og þau tjöld sem *komust upp,
hölluðust eitthvað undarlega.
Það setti ferðafólkið ekki fyrxr
sig. Allir virtust hinir ánægðustu,
föðmuðust og báðu fyrirgefning-
ar á því að þeir hefðu einhvern
tíma verið andstyggilegir á skrxf
stofunni. Það hefði ekki verið
meint neitt illt með því. „Þú ert
svo ágæt — vélritar bara svo-
lítið vitlaust, en það gerir ekkert
til“. Um kvöldið fór hópurinn i
fjallgöngu. Fararstjórinn sagði að
það væri svo afskaplega fallegt
útsýni af hæðinni. Sumir voru
reyndar lagstir fyrir, ýmist í biln
um eða út um holt og móa. En
hinír stungu einhverju í vasann
og héldu af stað.
Daginn eftir voru menn hættir
að segja „elsku vinur“, en sögðu
í þess stað „æi, náðu í vatn handa
mér“. Og er það fékk almennar
undirtektir, að fara nú að koma
sér af stað í bæinn, varð Mýslu
hugsað til stælgæjans síns og hún
laumaðist inn í bílinn.
Hún vissi reyndar að músa-
fjölskyll n mundi slá upp mikilli
veizlu, um leið og bíllinn væri
horfinn, því á balanum lágu efcir
dósir með leifum af alls kyns
góðgæti og í einhverjum bréf-
unum leyndust vafalaust brauð-
molar. Mýslu þótti heldur leict
að ekki skyldi vera sungið „Mikil
lifandis skelfing .. “ í bílnum.
eins og þegar hann kom, því
Mýsla er músikölsk. En líklega
hafa raddböndin eitthvað veiið
farin að bila í farþegunum.
Aftur í bæjarmenníngunni
OG nú er músin litla búin að
hitta piltinn sinn aftur. Hún
fór með honum á ball og var næst
um litið yfir hana af hrifningu,
þegar söngvarinn fór að syngja
„Hún Dísa er sú skverlegasta
skvísa“. Mýsla er nefnilega svo
þjóðleg að hún vill hafa textana
við dægurlögin íslenzka.
Á eftir bauð pilturinn henni
snöggvast upp á skrifstofu, eins
og fínn maður, enda er þetta eng-
in sveitamús, sem ekki veit hvað
við á.