Morgunblaðið - 19.07.1959, Page 9

Morgunblaðið - 19.07.1959, Page 9
Sunnuðagur 19. / júlí 1959 MORCTJffnLAÐIÐ ^J^uenjijó&in og L Gomlo baðfafatízkan oftui ný ewu Á HVERJU sumri streyma fram á markaðinn nýjar tegundir af alls konar sumarfötum, sundbol- ir, sportföt, ferðabúningar, pils, , 't '" '~',2 •J fi h nú aftur komnir fram á sjónar- sviðið, enda eru þeir mýkri, falla betur að líkamanum og þorna fyrr heldur en gerviefnasundbol- irnir, sem undanfarin ár hafa ver ið í tízku. Annað sem vekur at- hygli er að bolirnir hylja meira en verið hefur, eru gjarnan með breiðum böndum eða ermum eins og fyrir 20—25 árum, þótt ein- staka vel vaxin stúlka sjáist bregða fyrir íklædd Bikini. Bað- fötin eru bæði einlit, röndótt, doppótt, rósótt, það fer allt eftir j smekk hvers og eins — og sköpu- lagi. Allt er leyfilegt og allt er í tízku, aðeins ef það er klæði- legt. Mikil breyting hefur orðið á sundhettum kvenna á þessu ári. Hingað ti^hafa ekki fengizt nema sléttar gúmmísundhettur, sem hafa fallið þétt að höfðinu og ver- ið lítið augnayndi. Nú er hægt að fá sundhettur, sen eru í stíl við sundbolinn með allavega mynstri, og er Pál:-iamynstrið sérlega in- sælt. Hettur þessar eru fóðraðar með gúmmí, og er ekki að efa að þær geri lukku hjá kvenfólkinu. Og þá er komið að höttunum á baðströndinni. Mest eru áber- andi barðamiklir stráhattar, enda eru þeir heppilegir fyrir þá, sem ekki vilja sólbrenna um of í and- liti. Eru þeir skreyttir með slauf um og borðum; kúfarnir eru yfir- leitt háir og börðin misjafnlega stór, allt frá litlum skyggnum Röndóttur prjónabolur, sem virðist vera eftirlíking af bað- tízkunni frá því um aldamótin. En hann er hlý- og skjólgóður og því einkar heppilegur fyrir okkar veðráttu blússur, sumarkjólar o. fl. Sé blaðað í gegnum tízkublöð frá þessu tímabili, kemur margt skemmtilegt og fróðlegt í ljós. Þar er að finna marga m]ög þægilega og xientuga búninga, aðra sem gleðja augað og svo þá skringilegu, sem engum dett- ur í hug að klæðast nema þeim, sem vilja vekja á sér athygli. Ef við lítum yfir baðtízkuna í ár sjáum við að hún er mjög fjölbreytt. Prjónasundbolir eru Svunta handa yngsfu dótturinni —i-- n ,r L ) 1 —\— —i— i . — I i ÞESSI svunta er bæði klæðileg og einföld og einkar þægileg í straun ingu, ætluð fyrir eins til tveggja ára barn. I hana þarf hálfan met- ra af bómullarefni og skúbönd í bryddinguna. Punkta-línan að ofan er fald ur og i faldinn er dregið band sem rykkist um hálsinn. Götin tvö eru handvegir sem bryddað- ir eru með skábandinu. Vasinn framan á er einnig bryddaður með skábandi og á hann er saum- uð mynd eða upphafsstafir barns- ins. Fallegur og þægilegur ferða- búningur; öklasíðar buxur og poplin-blússa í sama lit. Blússan nær niðui á mjaðmir. hneppt að framan og dregin saman um mjaðmirnar mcð bandi úr sama efni. upp í lummustór spjöld, sem hylja bæði háls og herðar. Einnig ber töluvert á „vefjarhnöttum“, þ. e. a. s. fallegum frotté- hand- klæðum ða jerseydúkum er vaf- ið á snotran hátt kringum höfuð- ið og fest með stórri nælu í hnakk anum. ^ Baðkápur eru mest úr frotté eins og undanfarin ár og eru bæði stuttar, hálfsíðar og ökla- síðar. Þeir stuttu eru víðar .eð stórum vösum, maigar sniðnar út í eitt með mjög víðum ermum. Eru þær margar hverjar mjog skrautlegrr og hin mesta prýði á hverri baðströnd. 1 Ostur sem heitur ábæfisrétfur Margir hinna nýju sumarhatta eru mjög stórir og fyrirferðar- miklir, en það gefur auga leið að þeir klæða ekki jafn vel allar konur. En hattateiknarar verða líka að sjá um þær, sem ekki vilja ganga með þá stóru og hér er nokkuð handa þeim: Þrír módelhattar, sem vekja ekki minni eftirtekt en „myllu hjólin“ og eru mjög klæðilegir Sá cfsti er svissneskur úr hvítu filti með handmáluðum melónu lituðum doppum, sá næsti frönsk strákolla með breiðu bandi og að lokum óreglulagað- ur filthattar frá Balmain. Skór sem vekja eftirtekt Þessir sérkennilegu skór eru frá London og munu áreiðan- lega freista sérliverrar unglings stúlku. Þeir eru óvenju fallgeir og mjúkir, og veitir maður þvi fljótt athygli, að mikil vinna og nákvæm liggur á bak við smíði þeirra, enda munu þeir vera dýrir. Svörtu fletirnir eru úr rúskinni en þeir hvítu úr kálfsskinni og mynda á skemmtilegan hátt svonefnt „trúðmunstur“. Þeir njóta sin bezt með samlitum fötum Sfarf húsmóðurinnar einn þriðji hiuti þjóðar- feknanna FÆSTIR menn mundu hafa efni á að eiga konu, ef þeir ættu að borga henni laun fyrir þau verk, sem hún vinnur á heimilinu. Það eru niðurstöður af rannsóknum enska hagfræðingsins dr. Colin Clark við Oxford háskólann í Eng landi, og auðvitað eru það enskar húsmæður sem í hlut eiga. Hvern ig skyldi þessu vera varið hér á landi? Dr. Clark hefur reiknað út að samanlögð verðmæti þeirrar vinnu sem húsmóðirin lætur í té við hreingerningar, matartilbún- ing, þvotta og umönnun barna séu einn þriðji hluti af hinum ár- legu þjóðartekjum. Þjónusta við börnin er dýrust, sérstaklega við börn undir fimm ára aldri, því þá kostar hún yfir 12 þúsund krónur árlega á hvert barn. Gagn stætt því sem áður hefur verið á- litið verður þjónustan ódýrari eft ir því sem börnin eldast. Beinn kostnaður verður meiri en um- önnun og þjónusta minni. í Englandi sparar meðal-hús- móðir heimilinu 20—30 þúsund kr. árleg útgjöld með vinnu sinni. ALLDJÚP rifa er skorin eftir endilöngu mjóu franskbrauði (fæst í bakaríum ef beðið er sér- staklega um það). f rifuna er smurt þykkt smjörlag. Svolitlu hvítvíni eða þurru sherry-i er dreyft i brauðið og síðan er þykk um sneiðum af feitum osti stung ið í rifuna. Brauðið penslað með vatni og það sett i heitan ofn í 10 min. Þegar osturinn fer að bráðna, er brauðið tekið út og borið strax fram og skorið í sneiðar. Radisur og olivur borð- aðar með Hún hefur betri aðstæður á heim- ilinu og ýms heimilistæki sér til hjálpar en hún vinnur samt meira og hefur minni frítíma en húsmæður höfðu óður fyrr og við það bætist að hún vinnur oft einnig utan heimilisins. Þegar sagt var frá þessum út- reikningum opinberlega, tók eitt stórblaðanna í London að sér að sanna að þessar tölur væru yfir- drifnar. Valin var millistéttarhús- móðir með eitt barn í einni af út- borgum Lundúna og stúlka var fengin á tímakaupi til að vinna verk hennar. Þá kom í ljós, að nauðsynlegt var að ráða barn- fóstru, matreiðslustúlku og konu til hreingerninga til þess að allt yrði gert, sem húsmóðirin var vön að gera ein. Tímakaupið var að meðaltali kr. 6.80 (þætti lítið hér á landi). Þegar reikningarnir voru gerðir upp kom í ljós að það kostaði helmingi meira að láta vinna verk húsmóðurinnar en dr. Clark hafði reiknað út. Ástæðan til þess að nauðsynlegt var að ráða svona margar til heimilis- starfanna var sú að enginn vildi vinna fró kl. 7—11 á kvöldin og auk hins vikulega frídags, vildu þær fá tveggja vikna sumarfrí með launum. Utsaia Utsala hefst á morgun, mánudag 20. júlí Hatta & Skermabúðin Bankastræti 14. rn m Ný sending m | Sumarkjólar f * Creiðsfusloppar • HELENA RUBINSTEIN snyrtivörur MARUBURIIN Laugavegi 69

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.