Morgunblaðið - 19.07.1959, Page 13
Sunnudagur 19. júlí 1959
MOR'CIJNM 4 Ð1Ð
13
REYKJAVIKURBREF
en áður á þeim ósköpum,
er þá bar iðulega við, að
flokkur, sem fjölgaði að kjós-
endatölu, fækkaði í þingmanna-
fjölda. Eftir á munu menn undr-
ast, ekki að breyting var gerð
frá því, sem hingað tii hefur gilt,
heldur hversu lengi skyldi drag-
ast, að hún væri gerð. Fram-
sóknarmenn eru nú farnir að
segja, að þeir hafi ekkert að ótt-
ast vegna breytingarinnar. Ef
svo er, þá mega allir vel við una,
og ætti ekki að þurfa að kvíða
því, að samþykkt réttarbótarinn
ar verði tafin á sumarþinginu
með málþófi.
Dórniir öldun^sins
í kosningaspjalli í útvarpinu
við Guðmund Jónsson á Elli-
heimilinu, lét Guðmundur uppi,
að sér þætti lítið til útvarpsum-
ræðna koma. Þar rifi annar jafn-
óðum niður, það sem hinn hefði
haldið fram. Guðmundur er nú
orðinn 102 ára og þykir með eðli
legum hætti minna koma til
þeirra, sem nú eru á oddi en á
meðan hann sjálfur var í blóma
lífsins. En oft er það gott, sem
gamlir kveða, og vel mættu
menn láta orð Guðmundar verða
sér til íhugunar. Hugsunin er og
engan vegin ný. v
Mjög er vafasamt, að útvarps-
umræður í núverandi formi eigi
rétt á sér. Þegar þeim er varpað
út frá Alþingi, gefa þær gersam-
lega ranga mynd af þingstörfum.
Mun og slíkur háttur á útvarpi
frá störfum þjóðþinga hvergi
þekkjast í víðri veröld nema á
íslandi. Ef menn vilja útvarpa frá
þinginu á annað borð, þá á að
gera það frá raunverulegum um-
ræðum, en ekki tilbúnum. Vegna
smæðar okkar og þar af leiðandi
skorti á nægu hlutleysi hjá flest-
um, er e.t.v. erfitt að koma þessu
fyrir á annan veg en nú er gert.
Ber þó vissulega að meta, hvort
menn vilja heldur taka á sig
hættuna af þeim erfiðleikum eða
láta þjóðina þurfa að hlusta á
þá afskræmingu þinghalds, sem
útvarpsumræður raunverulega
eru.
Líkari
þá tveir deila og ómögulegt er aS
gera sér grein fyrir sönnu eðli
máls nema að kynna sér það frá
öllum hliðum. Að því leyti má
segja, að þótt fundið sé að formi
útvarpsumræðna, þá nái þær þó
tilgangi sínum. Þar fái allir að
láta uppi skoðun sína og öllum
gefist færi á að hlusta. Þó að
breyting yrði á formi má ekki
breyta þessu aðalatriði. Að vísu
eiga menn einnig kost á að fylgj-
ast með málum í blöðum og marg
ir reyna að lesa eða a.m.k.
glugga i meira en eitt blað til
þess að fá gleggra yfirlit og láta
ekki aðra búa til skoðunina fyrir
sig.
„Greiðari leið
til lesturs64
Sem betur fer eru fæstir haldn
ir því þröngsýni, sem mótaði orð
Sigfúsar Hallgrimssonar, sem
hinn 15. maí s.l. skrifaði grein í
Tímann um „andarungann á Mý-
vatni og nylonnet“ og byrjar
hana svo:
„Grein með þessari yfirskrift
hefur Bjartmar Guðmundsson á
Sandi sent Morgunblaðinu til
birtingar. Af tilviljun barst mér
blaðið í hendur, því ekki kaupi
ég það, og um engan veit ég hér
um slóðir, er það gerir. Fáum
mun það sent og enn færri þeir,
vegar virðist efni greinarinnar
óneitanlega koma bændum við
er til þess hafa verðleika. Hins
Mývatn nokkuð mikið við og
virðist svo sem finna hefði mátt
greiðari ieið þeim til lesturs,
sem málið snertir mest“.
Mjög lærdómsríkt er, að fylgi
Framsóknar skuli vera mest ein-
mitt .f því héraði, þar sem of-
stækið er svo mikið, að það skuli
talið til víta, að grein skuli birt
í fjöllesnasta blaði landsins.. Ein.
ungis með því að breiða andlega
blæju fyrir augu fylgismanna
sinna, heldur Framsókn fylgi
þeirra.
Minna á eip;in
óvirðingu i
Laugard. 18. júlí
Stutt Alþingi
Alþingi kemur saman n.k.
þriðjudag. Verkefni þess er að
fjalla um stjórnarskrárfruinvarp
ið, sem samþykkt var í vor, og
breytingu á lögunum um kosn-
ingar til Alþingis í samræmi við
stjórnarskrárbreytinguna. Ríkis-
stjórnin leggur bæði þessi frum-
'vörp fyrir þingið. Þau verða
bæði sjálfsagt lögð fram um leið
og þingið kemur saman. í sjálfu
sér ætti ekki að þurfa að taka
langan tíma að afgreiða þau. Að
þessu sinni er eðlilegast að gera
þær einar breytingar á kosninga-
lögunum, sem leiða af sjálfri
st j órnarskrárbrey tingunni, og
aðrar leiðréttingar, ef einhverj-
ar eru. Með þessu móti ætti að
vera hægt að afgreiða málin
skjótlega og ljúka þinginu á
tveim vikum eða svo.
Önnur mál er óeðlilegt að taka
fyrir á þingi, sem fyrst og fremst
var kosið til vegna kjördæma-
breytingarinnar. Þingið er og
svo skipað, að hætt er yið, að
mál geti lent í sjálfheldu, þar
sem kommúnistar og Framsókn
hafa saman réttan helming þing-
manna.
Á að hefna fyrir að
fyla; ja þjóðarvil ja?
Þessi skipun þingsins getur þó
ekki orðið sjálfu stjórnarskrár-
málinu v'l trafala. Kommúnistar
eru jafnt bundnir til fylgis við
það eins og Sjálfstæðismenn og
Alþýðuflokkur. Jafnvel þó að
flugumenn Hermanns í hópi
kommúnista vildu bregðast í mál
inu, þá hefur það ekki þýðingu.
Málið hefur meirihluta hvað
sem þeim líður og þegar af þeirri
ástæðu munu þeir greiða at-
kvæði með því.
Svo er að sjá af Tímanum sem
Framsóknarmenn muni halda
áfram andstöðu sinni við stjórn-
arskrárbreytinguna. Eftir öllum
málflutningi þeirra fyrir kosn-
ingar, ættu þeir þó nú að láta af
andstöðu sinni eða a. m. k. stilla
henni mjög í hóf. Þá sögðu þeir
réttilega, að kosningarnar væru
þjóðaratkvæðagreiðsla um kjör-
dæmamálið. Úrslit hennar urðu
þau, að nær % reyndust með mál
inu, en einungis rúmlega V4 á
móti. Þjóðarviljinn er þess vegna
ótvíræður. Frekja Framsóknar
er hins vegar svo mikil, að Tím-
inn skrifar um það dag eftir dag,
að meirihlutinn eigi að beygja
sig fyrir minnihlutanum. Eftir
öðru væri að Framsóknarmenn
reyndu að beita málþófi á þing-
inu, sem vitaskuld er gersamlega
þýðingarlaust og mundi aðeins
auka kostnað þjóðarinnar af
þinghaldinu. E. t. v. reyna þeir og
að fleyga kosningalagabreyting-
una með því að draga inn önnur
atriði en þau sem af stjórnar-
skrárbreytingunni leiða. Þeir
sem stuðla að slíkri viðleitni
sýna að þeir eru ekki vinir þess-
arrar réttarbótar. Hugur Tímans
sést af því, að hann sagði á dög-
unum, að kjósendur mundu í
haust „hefna fyrir“ sam-
þykkt stjórnarskrárbreytingar-
ar. Löngum hefur þótt lítið lois-
vert að láta hefndarþorsta ráða
gerðum sínum. Út yfir tekur, ef
hefndarþorstinn spretlur af því,
að Alþingismenn greiði atkvæði
samkvæmt því umboði, sem þjóð
in hefur falið þeim.
Frenuir misgerðir
með Leztri sam-
vizku
„Framsókn fremur misgerðir
sínar með beztri samvizku af öll-
um flokkum", sagði fyrrverandi
þingmaður, eindreginn andstæð-
ingur Sjálfstæðismanna og gam-
all samstarfsmaður Framsóknar,
þegar hann á dögunum las í Tím
anum, að Alþýðubandalagið
hefði tapað fylgi í kosningunum
nú vegna stuðnings síns við„kjör-
dæmabreytingu, er bersýnilega
mun fyrst og fremst koma íhald-
inu að gagni", eins og þar stóð.
„Hvenær var talað um það, þeg-
ar konur og þurfamenn fengu
kosningarétt, hvaða flokki það
kæmi að gagni?“ bætti þessi
„íhaldsandstæðingur" við, Hon-
um þótti einsætt, að málið bæri
að meta eftir eðli sjálfs sín,
hvort það væri réttarbót eða
ekki.
Allir mega vera
ánægðir
Annað mál er hitt, að breyting
in kemur fleiri en Sjálfstæðis-
flokknum að gagni. Bæði komm-
únistar og Alþýðuflokkur fjölga
þingmönnum sínum, jafnvel mið
að við núverandi kjósendatölur.
En að sjálfsögðu á tala kjósenda
að segja til um þingmanna-
fjölda hvers flokks. Sýnu minni
hætta verður héðan í frá
kosningafimdi
Segja má, að útvarpsumræður
séu líkari kosningafundi, og þess
vegna sé fremur unandi við að
halda þeim í óbreyttu formi sem
einskonar framboðsfundi fyrir
þjóðina í heild fyrir kosningar.
Þó eru á þessu auðsæir gallar.
Hvað verður í raun og veru eftir
hjá hlustendum, þegar þeir hafa
hlýtt á ræðuflauminn og það
kvöld eftir kvöld? Hafa menn trú
á, að útvarpsumræður breyti at-
kvæðum margra? Þó er því ekki
að neita, að ef ræðumaður stend-
ur sig með afbrigðum illa eða
vel, geti það haft áhrif á kjós-
endur. Víst er, að fáar þjóðir eða
engin hafa þenna hátt á útvarps-
umræðum aðrir en við. Flokkum,
a. m. k. þeim, sem tiltekna stærð
hafa, er víða ætlaður tími í út-
varp, en þá hverjum fyrir sig, svo
að hann geti gert grcm fyrir máli
sínu án þess að í kappræðustíl
sé. Annars staðar eru spurningar
lagðar fyrir frambjóðendur af
hálfu útvarpsmanna og verður
hver að svara eftir sinni getu
Flokkarnir ættu vissulega að
athuga, hvort þeir geta komið
sér saman um breytingar á nú-
verandi skipan. Breytingin sjálf
er líkleg til að vekja áhuga
margra og fá menn a.m.k. í
fyrstu til að hlusta, þó að þeir
séu orðnir leiðir á því, sem
tíðkazt hefur undanfarna ára-
tugi.
Hlustaðu einnig
á liinn aðilann
Hlustaðu einnig á hinn aðil-
ann, er ein af frumreglum lög-
fræðinnar. Sjaldan veldur einn
Sagt er að stundum hafi afbrota
maður óviðráðanlega löngun til
að koma á staðinn, þar sem afbrot
hans var framið. Svipuð þrá-
sækni lýsir sér í skrifum komm-
únista og Framsóknar um varn-
armálin. í mörgu hafa þeir brot-
ið af sér gagnvart þjóðinni og
kjósendum sínum sérstaklega, en
í engu máli þó fremur en varn-
armálunum. Þar hafa þeir hvort
tveggja í senn tekið að sér að
halda fram málstað, sem Islandi
er til óheilla og ganga með þvi
erinda hins alþjóðlega kommún-
isma, og jafnframt brugðist öll-
um þeim, sem trúðu á að mál-
flutningur þeirra í þessu væri
af einlægni.
Það minnkar ekki skömm
kommúnista, þó að samstarfs-
menn þeirra í V-stjórninni væru
ekki hótinu betri. Hermann
Jónasson beit höfuðið af skömm-
inni, þegar hann sagði í útvarp-
inu fyrir kosningarnar nú, að
ályktunin frá 28. marz 1956
hefði einmitt verið framkvæmd
samkvæmt efni sínu, með því að
framkvæma hana alls ekki!
Samkvæmt því var meining
hans þá frá upphafi sú, að gera
ályktunina einungis í blekking-
arskyni. Þannig var nú skýring
mannsins, sem fyrir þremur ár-
um sagði, að betra væri að vanta
brauð en hafa her í lanai.
í stjórn með - utan
stjórnar á móti
• Þessi óheilindi fegra ekki ná
afsaka framkomu kommúnista.
Þeir máttu frá upphafi vita af
fenginni reynslu, að alger henti-
stefna réði afstöðu Hermanns
Jónassonar í þessu máli eins og
Frh. á bls. 14.