Morgunblaðið - 19.07.1959, Qupperneq 16
16
MORCinsntAÐlÐ
Sunnudagur 19. Júlí 1951
Calvanhúðaður saumur
í flestum stærðum.
Heildsala — Smásala.
H. Benediktsson h.f.
Sím 11228 — Reykjavík
N AV I X:
Sólar — skum
Sólar — olía
Sólar — spray,
er komið, og fæst í öllum helztu snyrtivörnverzlunum
og Apótekum.
Hafið það við hendina, þegar sólargeisli kemur, og
þér verðið brún á mettíma.
Einkaumboð:
Heildv. Péturs Péturssonar
Hafnarstræti 4 — Sími: 11219 & 19062.
Rauft er í tísku
Við höfum nú aftur fengið ekta
MISS CLAIROL
háralitinn í eftirtöldum litum:
Vinarkveðja
Minnzt tveggja bœnda á Hólsfjöllum
Red Ginger — . no: 47
Sparkling sherry — 45
Flame.............— 33
Goffee Brovn .... — 57
Topaz .......... no: 40
Golden Apricot .. — 41
Coppertone......— 44
Sun Bronze.......— 43
Black Veivet .... — 51
Mlnnst tveggja bænda á Hólfsfj.
Á ÞESSU ári, sem nú er að líða
hefi ég spurt lát tveggja vina
minna frá uppvaxtarárum mínum
norður á Fjöllum. Með því að ég
á þeim þakklætisskuld að gjalda
og foreldrar mínir, ef lífs væru,
margháttaða vinaþökk, sendi ég
frá mér þessa kveðju. En þá, sem
lesa línur þessar, verð ég að biðja
afsökunar, því að þar sem ég er
staddur nú eru mér engar heim-
ildir tiltækar, öll daga og ártöl
eru fjarri hendi. Eg styðst því
aðeins við hvikult minni og mæt
ar minningar. *
Björn Sigvaldason, bóndi á
Víðihóli lézt öndverðan s. 1. vet
ur, þá orðinn 77 ára að aldri.
Hann var öxnfirðingur að upp-
runa. Hóf hann búskap á Víði-
hóli, að ég ætla, vorið 1909.
Kvæntist þá Guðnýu Þorsteins-
dóttur, ættaðri úr Mývatnssveit,
systur öðlingsbóndans Sigurðar í
Hólsseli Þorseinssonar. Hún var
kona mæt, dugandi og frábær
búhyggindakona. Mér eru þau
hjón í barnsminni, hve þau voru
samhuga og samhent og undu glöð
við sitt, greiðvikin, gestrisin,
skemmtin og óádeilin. Eins sonar
varð þeim auðið, er Þorsteinn
heitir. Hefir Ingólfur læknir Gísla
son skrifað um ferð sína um
Haugsöræfi, þá er hann fór að
bæta úr nauð þeirra mæðgina.
Er sú frásaga ein inna sönnu
hetjusagna um íslenzka lækna,
þegar þeir lögðu í alla hættu í
ófæru öræfaveðri, knúnir vitund
inni um, að „kona í barnsnauð
bíður mín banvæn hinumegln".
Björn á Víðihóli bjó jafr.an
góðu búi, ávalt birgur um hey
föng, forsjáll um hvaðeina, er
bú hans varðaði. Góður granni í
hvívetna.
Eins og menn munu vita, eru
Hólsfjöll ein in allra afskekktasta
byggð þessa lands, og var þó
miklu meir í þá daga, sem hér
um ræðir. Einn Þorláksmessu-
dagur er mér einkar minnistæð-
ur. Og kom Björn þar við sögu.
Er atvikið ekki mikilvægt og
helzti persónulegt til þess að
verða skráð á þessum stað. Veður
voru ill og fannkingi fádæma
mikil. En þennan dag bar Björn
á Víðihóli að garði í Fagradal um
hádegisbil og var þó meir en
hálfrokkið í baðstofunni, því að
hvorttveggja var, að dimmt var
í lofti og fennt á glugga. En erindi
hans var það eitt að bera á milli
bæja til okkar eina jólakveðju,
sem dönsk börn sendu þá íslenzk
um börnum. Eitt lítið blað —
ódæma snjólög og dimmviðri. —
En Bjöín vissi, að þetta myndi
eina jólakveðjan um þessi jól.
Hún varð „margra kveltja jóla-
eldur“ þessi litla bók. Þegar mér
kemur þ)etta atvik í hug, fyllist
ég þakklátsemi til Björns á Víði
hóli., sem mat ill veður, kafalds
ófærð og erfiði sem ekki móts
við það, að gleðja fárra barna
geð með lítilli sendingu um
heilög jól.
En svo liðu ævidagar. Björn
missti konu sína og tregaði mjög,
tók að lýjast og eldast. Brá hann
þá búi og fluttist í ið litla þorp
við Axarfjörð, Kópasker.
Þar dvaldist hann til æviloka.
En síðustu árin, all mörg, var
heilsan biluð. Hann fékk „slag’*
og missti mál og taum á réttri
hugsun. En þó mun hann hafa
„fylgst með“, fleiru en margur
ætlaði. Lýsti Vernharður kennari
Þorsteinsson eitt sitt fyrir mér
atviki úr ævi Björns. Hann kom
að Víðihóli, jörðinni, sem hann
elskaði, eftir margra ára burtu-
veru. Var hann þá farinn að
heilsu. En þegar hann kom á
bæjarhólinn sinn gamla, fylltist
hann þvílíkri gleði, að máttvana
limir og tunga fengu hreyfingu
nokkra og augun ljómuðu líkt og
þess manns, sem aftur mætir heit
mey sinni eftir langa skilnað.
Þegar nú þessi gamli granni
minn skilst við þennan heim,
þakka ég honum fyrir mig og
systkini mín, en einkum fyrir
foreldra mína, sem áttu jafnan
góðs að minnast frá þriggja ára
tuga nánum kynnum og grann-
býli. Það var Björn á Víðihóli,
sem móðir mín minntist og talaði
um einna lengst, þegar hún var
að missa minnið og hverfa inn í
óminnisheim. Fari hann í frði.
t
Sigurður Kristjánsson, hrepp-
stjóri á Grímsstöðum andaðist nú
um miðjan júní s.l. Hann var og
bóndi þarna á Fjöllum öll mín
dvalarár þar. Og er mér minning
hans jafn hugstæð og hugþekk
sem þess, er ég minnist fyrr.
Hann var fæddur um Jónsmessu
leyti 1880 og því tæpra 80 ára
gamall. Ættaður var hann innan
úr Laxárdal í S-Þing., en fluttist
með föður sínum, Kristjáni Sig-
urðassyni, að Grímsstöðum fyrir
aldamót og dvaldist á þeim stað
æ síðan. Á ungum árum sótti
hann bændaskólann á Hólum um
tveggja vetra skeið, en kvæntist
að námi loknu Kristjönu Pa;s-
dóttur, hreppstjóra á Austara-
Landi í Axarfirði. Þóttu þau hjón
samvalin að öllum dugnaði og
myndarskap. Bjuggu þau fyrst í
stað í sambýli við föður Sigurðar.
En vorið 1914 reistu þau stein-
hús, ið fyrsta á Fjöllum sinnar
tegundar. Er það enn til og hef
ur margur ferðalangur hvílt þar
og matazt fyrr og síðar. Gríms-
staðir eru í þjóðbraut við veg-
inn milli Austur- og Norðurlands.
Mun einmæli, að á þeim stað hafi
gestum og gangandi verið tekið
með rausn og höfðingslund bæði
fyrr og síðar. Var oft harla gest-
kvæmt meðan landpóstar fóru
þarna um. En svo háttaði til, að
þeir mættust þar Austur-landpóst
ur, sem kom frá Seyðisfirði og
Norður-landpóstur, sem kom frá
Akureyri. Voru öræfi og fjall-
vegir á báða vegu, og margt
manna jafnan á Grímsstöðum um
póstkomur. Fór heimili þeirra
Sigurðar og Kristjönu ekki var
hluta af átroðningi manna um
þær mundir.
Þegar síminn var lagður 1906
frá Seyðisfirði vestur um land
til Akureyrar og þaðan suður til
Reykjavíkur, var símstöð opnuð
á Grímsstöðum og gjörðist Sigurð
ur þá stöðvarstjóri. Var hann það
til æviloka eða 53 ár. Sama skeið
sinnti hann þjónustu vegna veð
urathugana.
Hann var hreppstjóri þeirra
Fjallamanna 3—4 áratugi, odd-
viti, sýslunefndarmaður o.m.fl.
Auk þess var hann ráðhollur vín
ur og hjálpfús þeim er leituðu
hans í þörf. Þau Kristjana bjuggu
góðu búi við mikla rausn. Eign-
uðust þau þrjá sonu og tvær
dætur. Búa aynir þeirra tveir á
Grímsstöðum, dóttir þeirra er
gift irm í Aðaldal. Hin tvö dóu
uppkomin, bæði mjög harmdauði
foreldrum sínum. Kristjaua and
aðist eftir langa legu fyrir mörg
um árum. Lifði Sigurður og vann
og tregaði sem títt er um þá, er
unna djúpum huga og heilu
hjarta.
Ég ætla, að Sigurður hafi verið
dulur, skapríkur þó, manna góð-
gjarnastur, hrifnæmur, tilfinn-
ingar heitar og viðkvæmar. Ég
þakka honum gömlu, liðnu árin.
Það var gott að eiga sitt mál und
ir drengskap hans.
Gunnar Jóhannesson
frá Fagradal.
Moon Gold.....— 42
Það færist nú mjög í vöxt að jafnt ungir sem gamlir
liti hár sitt, enda er góður háralitur algjörlcga skað-
laus, þó um stöðuga notkun sé að ræða
MISS CLAIROL er einn af þekktustu hára-
litum Bandaríkjanna, og nafnið
MISS CLAIROL er trygging yðar fyrir 1. fl.
háralit.
Snyrtivöruúrvalið er hjá okkur
Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn
Clausensbúð
Snyrtivörudeild — Laugavegi 19.
Framfíðarvinna
óskar eftir að ráða flugvélavirkja á Keflavíkurflug-
völl. Umsóknir sendist til skrifstofu minnar á Kefla-
víkurflugvelli fyrir 1. ág. 1959.
Flugvallarstjórinn, Keflavíkurflugvelli
H jólbarðaviðgerðsr
Opið allar helgar á kvöldin (sunnud.).
Fljót og góð afgreiðsla.
MJÓLBARÐAVIÐGERÐIN
jræðraborgarstíg 21. Sími 13921.
Fittings
nýkominn svartur og galvaniseraður
A. Jóhannsson & Smith h.f.
Brautarholti 4 — Sími 24244.
Rennilokar
Vz tommu til 2ja tommu fyrirliggjandi.
A. Jóhannsson & Smith h.f.
Brautarholti 4 — Sími 24244.
HRINOUNUM
FRÁ
C/ C7 HAFNARSTR.4
i