Morgunblaðið - 19.07.1959, Page 23

Morgunblaðið - 19.07.1959, Page 23
Sunnudagur 19. júlí 1959 MORCUNBLAÐ1Ð 23 Landssamband fatlaðra, Sjálfbjörg, stofnað STOFNÞING Sjálfsbjargar — landssambands fatlaðra var sett í Reykjavík 4. júní sl. í Þing- holtsstræti 27. Þingið sótti 21 full trúi frá 5 félagsdeildum Forsetar stofnþingsins voru kjörnir Sigursveinn D. Kristins- son og limil Andersen og ritarar þær Ingibjörg Magnúsdóttir frá ísafirði og Heiðrún Steingríms- dóttir frá Akureyri. Samþykkt var einróma að stofna samband félaga fatlaðra manna og heitir það Sjálfsbjörg — Landssamband fatlaðra. Um hlutverk sambandsins og verkefni segir svo í lögum þess, 2. gr.: „Hlutver- sambandsins er að hafa forustu í baráttu fatlaðs fólks fyrir auknum réttindum og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu, meðal annars með því: a) að veita félögum innan sam- bandsins og fötluðum einstakling um utan sambandsins jafnt og innan þess þá hjálp sem það get- ur í té látið. b) að koma á fót og starfrækja félagsheimili, þar sem starfsemi sambandsins geti farið fram. c) að styrkja fatlað fólk til að afla sér þeirrar menntunar bók- legrar eða verklegrar sem það hefur löngun og hæfileika til. d) að aðstoða fatlað fólk til þess að leita sér þeirrar vinnu sem það er fært til að leysa af hendi í atvinnurekstri eða þjón- ustu. e) stuðla að því að félögin geti komið upp félags- og vinnuheim- ilum fyrir samtökin, hvert á sínu félagssvæði, og með því bætt að- gtöðu fatlaðs fólks til félagslífs og atvinnu. f) að koma þjálfunarstöðvum fyrir fatlað fólk úti um land þar sem slíkar stöðvar eru ekki fyrir hendi. g) að vinna að bættri löggjöf um málefni fatlaðs fólks. h) að efla samstarf við önnur öryrkjasamtök innanlands og ut- an.“ f framkvæmdanefnd — stjórn sambandsins — . oru kosin: Emil Andersen Akureyri forseti, Ólöf Ríkarðsdóttir Reykjavík ritari og Zophonías Benediktsson Reykja- vík gjaldkeri. Varaforseti var kosinn Theodor Jónsson og aðrir í sambandsstjórn Trausti Sigur- laugsson ísafirði, Björn Stefáns- son Siglufirði, Sveinn Þorsteins- son Akureyri, Valgerður Hauks- dóttir Hveragerði og Helgi Egg- ertsson Reykjavík. Stofnþingið gerði allmargar ályktanir og fara nokkrar þeirra hér á eftir. Félags- og vinnuheimili 1. tofnþing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, haldið í Reykjavík 4.—6. júní 1959, álykt- ar að eitt þýðingarmesta verkefni S j álf sb j argarf élaganna sé að koma sem fyrst upp félags- og vinnuheimilui- 'yrir samtökin, þar sem félagarnir geti jöfnum höndum iðkað félagslega menn- ingarstarfsemi og unnið ýmiss konar -andavinnu félagi sínu til stuðnings og síðar til að afla sjálf um sér nokkurra tekna. 2. Þá telur. þingið rétt af félög- unum að leita aðstoðar hlutað- eigandi bæjarfélaga til að komá á fót og reka félags- og vinnu- heimilin. Má á það benda, að Sjálfsbjörg a Siglufirði hefur þegar á þessu ári verið veittur styrkur á fjái-agsáætlun kaup- staðarins. 3. a) >.vetur tii þess að félögin hafi sem nánasta sam- vinnu sín á milli um kaup á efni og sölu á framleiðslunni. b) Ennfremur telur þingið, að samtökunum beri að vinna að því að fá undanþegið tollum efni til framleiðslu sinnar. 7 4. Þingið telur Reglugerð blindravinnustofur.nar til fyrir- myndar um skipulagshætti og Hótanir hvetur Sjálfsbjargarfélögin til þess að taka hana til fyrirmynd- ar, er þau sk’ ’eggi vinnustofur sínar.“ Ályktun um íryggingarmál „Stofnun Sjálfsbjargar, lands- samband. fatlaðra, haldið í Reykjavík 4.—6. júní 1959 beinir þeirri áskorun til hins háa Al- þingis: 1) að örorkulífeyrir verði greiddur án tillits til tekna, 2) að örorkulífeyrir verði hækkaður um minnst 30%, 3) að sjúkrabætur verði greiddar jafnt húsmæðrum sem eiginmönnum, 4) að hjón, sem bæð- eru ör- orkulífeyrisþegar fái greiddan tvöfaldan einstaklingslífeyri. Þingið felur væntanlegri stjóm sambandsins að vinna að fram- gangi málsins. Álit farartækjanefndar „Stofnun Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, haldið í Reykjavík 4.—6. júní 1959 skorar á hið háa Alþingi: a) að breyta heimildargrein þeirri í lögum nr. :.7, 29, maí 1957 um tollskrá o. fl„ þanni að eftir- gjöf aðflutningsgjalda af farar- tækjum til öryrkja verði aukin í samræmi við þær hækkanir, sem orðið hafa á bifreiðum og mótor- þríhjólum, b) að eftirgjöfin af aðflutnings- gjöldum verði afskrifuð á 5 ár- Framh. af bls. 1 fund, enda þótt enginn árangur verði af utanríkisráðherrafund- inum. Stjórnmálamenn í Washington eru þeirrar skoðunar, að Rússar séu ekki reiðubúnir til þess að fara út í nein stórátök um Berlín og Krjúseff ætli að reyna til þrautar að hræða Vesturveldin til þess að ganga að skilyrðum sínum. Vafalaust muni rostinn svo lækka í honum, því að áætl anir Rússa séu ekki jafnþraut- skipulagðar og margir haldi. Bandrísku stjórnmálamennirnir segja jafnframt, að allir þeir Rússar, sem heimsæki Vestur- lönd eða hafi nasasjón af lífinu þar séu fullir minnimáttarkennd ar — og þeir reyni að breiða yfir þessar tilfinnngar með stóryrð- um um framfarirnar í Rússlandi. Enda þótt Rússum hafi gengið vel á mörgum sviðum vísinda, aðallega eldflaugasmíði, þá séu þeir mjög afbrýðissamir vegna yfirburða Vesturveldanna, aðal- lega Bandríkjanna. styrk viðkemur, þá skortir Rússa nú töluvert til þess að jafnast á við Vesturveldin. ★ V-þýzkir stjómmálasérfræð- ingar líkja Krúsjeff við Hitler. Hann trúir á sjálfan sig sem eins konar Messías, hann vill byggja upp mikið heimsveldi, en hann vanmetur lýðræðið, alveg eins og Hitler. Og KrúsjeU er djarfur spilamaður eins og Hitler og treystir á blekkingahæfileika sína — og er reiðúLúinn til þess að taka mikla áhættu. En ef Vest- urveldin standa einhuga og láta hvergi á sér bilbug finna mun Krúsjeff senilega gefa eftir. ★ 1 Stokkhólmi eru menn þeirrar skoðunar, að A-Þýzkaland sé Rússum nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr og Krúsjeff muni gera allt, sem í hans valdi stendur til þess að hrekja Vest- urveldin úr Berlín, ganga eins langt og hann getur án þess að koma af stað styrjöld. Krúsjeff er ekki tilbúinn til þess að berj- ast, en hann reynir að koma Vesturveldunum í slíka aðstöðu, að þau verði að gera einhverd konar hernaðarlegar rááðstafan- ir. Krúsjeff er að leika hættu- legan blekkingarleik, segja sænsku sérfræðíngarnir. Ef eitthvað jrrði úr ríkisleiðtoga fundi, en hann færi út um þúfur, gætu Rússar látið A-Þjóðverja loka samgönguleiðum til V- Berlínár undir því yfirskini, að viðgerð færi fram. Og viðgerð getur tekið langan tíma. Það yrði mun erfiðara fyrir Vesturveldin að mótmæla vegaviðgerðum en þvi, að vegir og járnbrautarleið- ir yrðu lokaðar með skriðdrek- um. ★ Og Svíar fylgjast vel með Finnlandi. Þeir telja, að Krúsjeff ætli ekki að reyna að herða tök- in á Finnum frekar í bríð — og Svíar hugsa Krúsjeff þégjandi þörfina, þegar hann kemur í heimsóknina til Norðurlanda í sumar. Einn sænskur embættis- maður sagði: Ef Rússar hertu tök sín á Finnum mundi það bein- línis ýta hinni hlutlausu ovíþjóð inn í Atlantshafsbandalagið. c) að fellt verði niður af bif- reiðum öryrkja hið nýálagða 160% leyfisgjalö. d) að fella niður þungaskatt af bifreiðum öryrkja, e) að öryrkjar fái að leggja farartækjum sínum án tillits til umferðarlaga, ef þörf krefuy sök- um fötlur.ar, enda séu farartækin merkt. f) að hækka um helming tölu þeirra bifreiða sem árlega er út- hlutað til öryrkja. g) að ulltrúi frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðr: verði skipaður í nefnd þá er úthlutar farartækjum með tolleftirgjöf." Þingið samþykkti að miðstöð fyrir innflutning efnis er félags- deildirnar þurf- að nota skuli vera á Akureyri. Þá gerði það ennfremur áiyktun um útgáfu rits, svo ; 'járöflun fyrir sam- bandið. Um aukiu samstarf ör- yrkjasamtaka gerði þingið svo- fellda ályktun: „Stofnþing Sjálfsbjargar, lands sambands fatlaðra, haldið í Reykjavík dagana 4.—6. júní 1959 lýsir áhuga sínum á auknu samstarfi öryrkjafélaganna. Telur þingið að stefna beri að því, að hin þrjú öryrkjasamtök sem nú starfa í landinu: Sjálfs- björg, landssa:- and fatlaðra, Samband íslenzkra berklasjúkl- inga og Blindrafélagið myndi bandalag sin á milli til þess að skipuleggja og samræma barátt- una fyrir auknum rétti og bætt- um hag öryrkjanna í landinu. Þingið samþykkir að fela stjórn sambandsins að vinna að framgangi málsins.1* Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heimsótti þingið Rússar eru ekki jafnsterkir og þeir vilja vera láta, segja banda rísku sérfræðingarnir. Og líklegt er, að Krúsjeff ætli sér að reyna að ná eins langt og hann getur á meðan honum tekst að telja Vesturlandabúum trú um það, að Rússar séu í rauninni jafnsterkir og þeir segjast vera. Sennilega er hann í kapphlaupi við tímann, því að fyrr eða síðar verður raun verulegur styrkur Rússa afhjúp- aður. Brezkir sérfræðingar segja, að Krúsjeff sé sá maðurinn, sem sízt trúi því, að Rússum muni tak ast að ná Bandaríkjamönnum á iðnaðarsviðinu á næstu sjö árum. En þessi áróður miði að því að sameina Rússa undir merki leið- toganna í Kreml um framkv. á- ætlunarinnar. Krjúseff eigi nú hins vegar við sama vandamálið að etja og Bandaríkjastjórn: Hvernig nota eigi hernaðarstyrk inn til ávinnings á diplomatisk- um grundvelli. En Krúsjeff lang ar ekki í styrjöld, segja Bretarn- ir, þrátt fyrir hótanir hans. Krúsjeff er enn að vonast til að geta blekkt Vesturveldin og utan ríkisráðherra þeirra í Genf. En ef honum tekst það ekki — mun hann þá viðurkenna rétt Vestur veldanna í V-Berlín umyrða- laust? Og Bretarnir svara: Það er einmitt 64,000 dollara spurn- ingin í Genf. ítalskir Rússlandsmálasérfræð- ingar eru hræddir við afleiðingar Berlínardeilunnar er. hótanir Krúsjeffs. Þeir segja, að hegðun Krúsjeffs einkennist oft af ótta við að sýnast óttasleginn. Þá rýk ur hann upp með stóryrði til þess að dylja óöryggi sitt. ítalirnir telja, að a-býzkir kommúnistar óski þess ein ’regið, að Krúsjeff reki Vesturveldin hreinlega út úr V-Berlín, en einræðisherrann sé ragur við að taka of löng skref. En takist honum ekki að fá framgengt óskum sínum um ríkisleiðtogafund væri ekkert líklegra en að hann undirritaði friðarsamning við A-Þjóði erja — og í því er hættan fólgin, segja sérfræðingarnir. Hvað hernaðar- Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, 16. júlí s.l. með heimsóknum, gjöf- um og skeytum. Guð launi ykkur og blessi. Jófríður Jónsdóttir Hjartanlega þakka ég öllu frændfólki, vinum og vanda- mönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, góðum gjöf- um, blmóum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 8. júlí s.l. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Jónsdóttir, Tungu, Blönduósi. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma. SVAVA J. SIGURÐARDÓTTIR, frá Viðey andaðist í Landakotsspítala, föstudaginn 17. þ.m. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabðrn Frændi minn ÁRNI SIGURÞÓR ÁRNASON sem andaðist hinn 15. júlí, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 1,30. Fyrir hönd vandamanna. Jón Árnason frá Vatnsdal. Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, ÞURlÐUR GUÐRUN EYLEIFSDÓTTIR, frá Árbæ, andaðist í Landspítalanum að kvöldi hins 15. júlí. Ásta og Björgvin Grímsson, Elín og Ralnh Hannam, Stella og Leifur Guðlaugsson, Guðrún og Björgvin Einarsson, Erlendur Guðlaugsson. GlSLI ÁRNASON, Kapplaskjólsvegi 3 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 19. þ.m. kl. 1,30 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Bjöm Gíslason Eiginmaður minn, HANNES ÁGUST PÁLSSON, frá Vík, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju, mánudag- inn 20. júlí. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkað, en þeim, sem vildu mlnn- ast hans er vinsamlega bent á minningarkort Björgunar- skútusjóðs Breiðafjarðar, sem fást í Pósthúsinu og skrif- stofu kaupfélagsins Stykkishólmi. Magdalena Nielsdóttir Innilega þökkum við öllum þeim er sýndu okkur samúð, við fráfall og jarðarför, JÓHANNS GUÐJÓNSSONAR, fyrv. hringjara Sérstaklega viljum við þakka forstjóra og starfsfólki Elliheimilisins Grundar, fyrir ágæta ummönun og góð- vild. Systkinin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför KRISTlNAR ÖGMUNDSDÓTTUR frá Fjarðarhomi. Vandamenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.