Morgunblaðið - 02.08.1959, Side 11

Morgunblaðið - 02.08.1959, Side 11
Sunnudagur 2. ágúsf 1959 MORCTJNBLAÐIÐ 11 Þúsundir manna munu fara úr bænum um þessa helgi. Hér eru tvær stúlkur að leggja af stað með bakpoka, prímus, teppi og tjald (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. ágúst Afl óskarinnar Fátt mundi valda meiri ger- breytingu í efnahagslífi íslend- inga, en ef síldveiðar svipaðar því, sem áður tíðkuðust, hæfust á ný fyrir Norðurlandi. Síldveið- ar þar geta ráðið því, hvort þjóðin þarf að lifa á lánum eða afkoma verður sæmileg af eigin tekjum. Svo mikla þýðingu sem síldveiðar hafa fyrir þjóðarheild- ina, er hún að sjálfsögðu enn meiri fyrir sjómenn, annað síld- arvinnufólk og útgerðarmenn. Eins er um afkomu stórra lands- hluta. Engin ráðstöfun til jafn- vægis í byggð landsins nálgast að áhrifamætti það, ef síldveiðar fyrir Norður- og Austurlandi hæf ust að verulegu magni á ný. Allir sameinast íslendingar í ósk um, að svo megi verða. Að vísu trúa menn lítt á mátt ósk- arinnar, en þó vakir trú á hann svo ríkt í undirvitund okkar flestra, að ef menn óska þess t.d. nú, að veður batni hér í Reykja- vík, þá hefur margur hann fyrir vara á, að ekki spillist svo fyrir norðan, að það verði síldveiðum til hindrunar. Birtir vfir? mJ Því miður ræður óskhyggjan hér sem ella litlu um. Við verð- um að gera okkur grein fyrir, að land okkar liggur á þeim veðra- mótum, að sjaldan er gott veður samtímis á því öllu og umhverf- is það.. Öll á þjóðin meira undir veðurlagi en flestar aðrar. Von- andi rætist nú svo úr, að eng- inn verði fyrir verulegum skakka föllum. Illa horfir þó um hey- feng sumstaðar um land. Það sannar okkur erfiðleikana við áð lifa í okkar góða landi. Þjóðarheildin á nú meira und- ir því en nokkru öðru, að góð síldveiði haldist. Óhemju fé hef- ur verið lagt fram til öflunar síldar og nýtingar hennar. Það fé hefur aldrei komið að notum frá stríðslokum fram á þennan dag. Ef breyting yrði á því að þessu sinni, mundi verða mun bjartara yfir en lenei hefur verið. Knýja leiðindin þá til að semja? Lítt gengur enn í samningum stórveldanna suður í Genf. Ein- hver sagði á dögunum, að ef úr samningum yrði, virtist svo að . leiðindi utanrikisráðherranna af því að sitja hver yfir öðrum mundi helzt knýja þá til að koma sér saman og ljúka þannig fund- inum. Auðvitað var þetta sagt í gamni. En víst er mikið vinn- andi til þess að bægja ófriðar- voðanum frá. í leiðindum manna út af tog- streitunni á Genfarfundinum, veittu orðaskipti Krúsjeffs og Nixons austur í Moskvu þeim nokkra tilbreytingu. Þessir tveir valdamenn komu fram í útvarpi og sjónvarpi og töluðu með slík- um hætti, sem heimurinn hefur hvorki heyrt né séð slíkra stór- menna á milli hingað til. Hótanir í allra augsýn Þeim fórust m.a. svo orð: Krúsjeff: „í stjórnmálum kom um við okkur aldrei saman“. Nixon: „----------þegar við setjumst við fundarborðið getur ekki annar náð öllu fram. Ann- ar aðili getur ekki sett hinum úrslitakosti. Það er ómögulegt. En um þetta mun ég tala við þig síðar“. Krúsjeff: „Hver byrjar á því að setja úrslitakosti?" Nixon: „Við munum tala um það seinna". Krúsjeff: „Úr því að byrjað er að tala um þetta af hverju ekki að halda áfram að gera það með- an fólkið hlustar? Við þekkjum líka dálítið til stjórnmála“. Nixon: „Til þess að friður hald- ist, herra forsætisráðherra, jafn- vel í deilu milli vina, þá verða menn að setjast við hringborð. Menn verða að tala saman. Hvor aðili verður að geta fundið sér stað, þar sem hann sér sjónarmið hins. Heimurinn horfir á ykkur í dag með tilliti til Genf. Ég held að það væri mikil skyssa og á- fall fyrir friðinn, ef Genfarráð- stefnan væri látin fara út um þúfur“. Þannig héldu þeir áfram. Hvor um sig hældist um yfir, að þjóð hans ætti ekki aðeins beztu eld- húsinnréttingar og íbúðarhús, heldur og flugskeyti — með auð særri ógnun um notkun þeirra. Þeir ygldu sig á víxl og lauk þó öllu með brosi, samdrykkju, handbandi og gagnkvæmu bak- klappi. Án allrar beiskju Því er ekki að leyna, að víðs vegar um heim geðjaðist mönn- um mjög misjafnlega að þessum orðaskiptum. Svo er þc að sjá sem þau hafi ekki orðið til ills. Almenningur í Rússlandi veitti Nixon betri viðtökur en við hafði verið búizt. Hitt er vafalaust rétt, sem haft er eftir Eisenhow- er, að tíminn einn leiðir í ljós, hvort för Nixons til Rússlands hefur náð tilætluðum árangri eða ekki. Sjálfur sá Krúsjeff það ráð vænst, að nota næsta tæki- færi til að fá Nixon til að játa með sér, að þeir hafi hvorki rif- izt né móðgað hvor annan. 1 stað þess sögðust þeir hafa talað saman í vinsemd án allrar beiskju. Stundum reynist hollt að hreinsa loftið, þótt með stór- stóryrðum sé. Víst er betra að skiptast á orðum, þó að ekki sé gætt fullrar hófsemi, en berjast. Hættan nú er ekki svo mjög af því að hafin verði ný stórstyrj- öld að yfirlögðu ráði, heldur að hún brjótist út fyrir vangá eða augnabliksbráðræði. Enn logar því miður undir niðri og óra langt er til raunverulegs sam- komulags, þó að menn vonandi hafi vit á að forðast hið versta. iáragas á Siglufirði f sjálfu sér er ekki um það að fást, þó að sjómenn geri sér glað- an dag eftir harða skorpu og góðar tekjur. Á engum situr að áfellast þá fyrir það. Eins og tíðarandi nú er á íslandi er vín- drykkja einn þáttur slíks gleð- skapar. Um hætturnar af henni þarf ekki að fjölyrða. Atburðirn- ir á Siglufirði um síðustu helgi bera henni ljóst vitni. Varð þó minna tjón á mönnum og mun- um en ætla hefði mátt eftir því, sem á horfðist. Óspektiraar á Siglufirði eru dæmi samskonar kæruleysis og lýst hefur sér í óhæfilegri um- gengni á Þingvöllum og öðrum fögrum stöðum að undanförnu. Afsakanir sjómannanna á Siglu- firði eru þó margfaldar miðað við hina. Bezta aðferðin til að hindra ó- hóf í vínnautn, er að gefa mönn- um kost á sæmilegum skemmt- unum og viðfangsefnum, þar sem vínið yfirgnæfir ekki allt annað. í þessum efnum tjáir hvorki að áfellast þann einstakling, sem hverju sinni hegðar sér öðru vísi en vera ber eða yfirvöldin, sem ekki fá við ráðið. Athafnir þess, sem fyrst má láta að sér kveða, eftir að allt er komið í óefni, er oftast auðvelt að gagnrýna, og gleymist þá stundum, að sá veld- ur miklu, sem upphafinu veldur. Það, sem um er a'ö gera, er að skapa hollt almenningsálit, sem fordæmi óhóf allra og búa mönn- um önnur hugðarefni en þau að gleyma ráði og rænu. V erzlunarmanna- helgin Um þessa helgi eru meiri ferða sinni ella á árinu. Nú líður naum ast nokkur sá dagur, að ekki sé sagt frá einhverjum slysförum. Því miður er ekki sízt hætta á þeim, þegar allt er á ferð og flugi. Því, sem óhjákvæmilegt er verður að taka. Glannaskapur og gáleysi er óafsakanlegt. Þar kem- ur margt til. En mikið væri unn- ið ef hægt væri að innræta hverj um einasta manni að óhæfa er að aka bifreið eða öðrum ámóta farartækjum undir áhrifum á- fengis. Ferðalög um landið eru öllum til upplyftingar. Inniverufólki, svo sem skrifstofumönnum og verzlunarmönnum, er útivist og tilbreytingin, sem samfara er ferðalögum, ómissandi. Raunar þykir sumum, sem í sveitum búa, nóg um gljáfægða bíla, sem þeysast um vegi. Hvernig sem farkosturinn er, þá er það samt öllum til góðs, að fólkið kynn- ist landinu, sem það býr í. Slík kynning á mikinn þátt í að vekja samhug, sem þjóðin umfram allt þarf á að halda. Þýðing verzlunarstéttar Um þýðingu verzlunarstéttar- innar hefur svo mikið verið sagt, að hér er óþarfi mörgum orðum um að fara. Yerzlunarstéttin kemst vissulega ekki af án ann- arra stétta. En þær komast ekki heldur af án hennar. Óhagstæð verzlun getur gert að engu lát- laust strit heillar þjóðar. Ein- okunin færði okkur íslendingum áþreifanlega heim sanninn um það. Sumir vilja greina á milli verzl unarmanna eftir því í hverju formi fyrirtækin, sem þeir vinna við, eru rekin. Enn hefur ekkert það fyrirkomulag verið fundið, sem óbrigðult er. Bezt fer á, að reynslan skeri úr hver ódýrast og hagkvæmast getur verzlað. Samkeppnin ein getur tryggt að svo verði. Einokun er öllum hættuleg, hverju nafni sem fyr- irtækið nefnist, er hana hefur sölsað undir sig. Verzlunarstéttin í heild á mik- inn þátt í þeim framförum, sem orðið hafa hér frá því að endur- reisn Islands hófst. Um það verð- ur seint sagt, hvorir meira hafa l’agt af mörkum í þeim efnum, hin frjálsa verzlun eða samvinnu félög. Hvorugt er gallalaust, en hvort tveggja hefur mik^i góðu til vegar komið. sanna fyrirmynd, þótt engum sé ætlandi að feta í fótspor hans. Þeir eru fegnir, „ef miðar á- fram samt“.“ Hér er auðsjáanlega á ferðum sá, sem að eigin mati er bt. . hjartanna og nýrnanna rann- sakari, og er ófeiminn við að greina sauði frá höfrum, enda er fyrirmyndin ekki slök, sú, sem hann líkir „samvinnumönnum“ við. „Höfðað til dreíi^- skapar en ekki \armennsku66 Grein sinni lýkur séra Guð- mundur Sveinsson með þessum orðum: „Samvinnuhreyfingin þarf engu að svara árásum í síðustu kosningarhrinu. Almenningur fordæmir vopnaburðinn. Allir vita að það er sæmd en ekki van- sæmd að vera falinn trúnaður í samvinnuhreyfingunni. Sjálf verður hreyfingin aldrei til ann- ars notuð en bæta verzlun þjóð- arinnar og kynna almenningi hug sjón samúðar og bræðralags. Sam vinnumenn fást ekki til að bera eldsneyti að hatursbálum. Hug- sjón þeirra höfðar til drengskap- ar en ekki varmennsku. Þeir vita, að kynnist mennirnir hverj- ir öðrum, verður þroski þeirra meiri í góðu og sönnu“. Þetta eru fögur orð, en því miður er svo að sjá sem bundið hafi verið fyrir bæði augu þess, sem lét þau á pappírinn. Með grein séra Guðmundar er birt mynd af verksmiðjum samvinnu manna á Akureyri. Alla aðra en séra Guðmund Sveinsson hlýtur sú mynd að minna á hneykslið sem gerðist í einni af verksmiðj- um SÍS á Akureyri nú fyrir kosningarnar. Þá fór Ásgrímur Stefánsson, forstjóri fataverksmiðjunnar Heklu, sem er eign SÍS, með kosningarit Framsóknarmanna á Akureyri í verksmiðjuna og út- býtti því þar í eigin persónu milli starfsfólksins. Síðan talaði hann í útvarp verksmiðjunnar og sagði að sér væri það sérstakt áhugamál, að kjördæmabreyting in næði ekki fram að ganga og benti mönnum á þær leiðbeining ar um beitingu atkvæðisréttar- ins, sem í ritinu væru. Þetta er aðeins eitt dæmi þeirrar misnotk- unar, sem förráðamenn SÍS við- höfðu á valdi sínu fyrir þessar kosningar. Jafnan fylgir skuggi“ Séra Guðmundur Sveinsson, skólastjóri Samvinnuskólans, rit- stjóri Samvinnunnar með meiru, skrifaði í Tímanum sl. fimmtu- dag grein, sem hann nefnir: „Sjálfstæðisflokkurinn gegn sam vinnúfélögunum?" Greinin byrj- ar svo: „ „Því meir sem ég kynnist mönnunum, því betur finn ég hve góðir þeir eru“. Þeir, sem undanfarið hafa beint beint geiri sínum að samvinnu- hreyfingunni íslenzku, hafa ekki fundið til þessarar kenndar. Reynsla þeirra af mönnum virð- ist vera öll önnur. Þeir sjá aðeins svik og lævísi í gerðum and- stæðinga sinna svonefndra. Þeir sjá enga viðleitni til góðra verka, drengskapar eða dáða. Þeim verður myrkt fyrir augum, er þeir virða fyrir sér verk sam- vinnumanna, og fá ekki bundizt illra orða. Samvinnumönnum er öðru vísi farið. Þeir vita, að vísu að öll manna verk bera ófullkomleik vitni. Þeir ætla hvorki sjálfum sér- né öðrum þá dul að vinna svo, að ekki verði að fundið. Hitt vita þeir líka, að háleitri hugsjón fylgir jafnan sá skuggi að framkvæmd nær sjaldan fyrir ætlun. Enginn hverfur þó frá hugsjón fyrir þá sök. Kristnir lög víðs vegar um land en nokkru [ menn tigna Krist og telja hann ?sEldsneyti að hatiirsbálum“ Munurinn á þessu og ýmsu öðru er sá, að þetta er heyrum kunnugt, og verður ekki með neinu móti vefengt, enda hefur Tíminn ekki borið við að mæla á móti því. Hvað mundi þá um það sem leyndara hefur farið? Sjálfur Tíminn ljóstraði því upp, að „viss samstaða“ væri á milli „samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins". Fyrir þá samstöðu tjáir ekki að þræta. Hún birtist m.a. áþreifanlega í hinu svokallaða „hátíðablaði“ Tímans í júlí, þar sem „hátíðin" fólst í því að kaupfélögin aug- lýstu þar fyrir 50 þúsund og 800 krónur. Er það þó aðeins lítið dæmi cg hefur þó ekkert blað verið iðnara við að „bera elds- neyti að hatursbálum“ en ein- mitt Tíminn, eins og jafnvel séra Guðmundur Sveinsson hlýt ur að sjá, ef hann skoðar hug sinn. Ánægjulegt væri, ef það væri „sönn sæmd að vera falinn trún- aður í samvinnuhreyfingunni". Svo verður þó þá fyrst þegar þar gildir jafnrétti á milli allra fé- lagsmanna og í framkvæmd verð ur fylgt fyrstu höfuðreglu Rock- dale-félagsins og haldið verður tryggð við „aðaleinkenni á skipu lagi samvinnufélaga", skv. ís- lenzkum lögum. En samkvæmt þessum reglum á atkvæðisréttur að vera jafn án tillits til eigna Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.