Morgunblaðið - 02.08.1959, Page 16

Morgunblaðið - 02.08.1959, Page 16
16 '' MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. ágúst 1959 HAN S WOLFGAH€ í „Það var tilkynnt, að hans væri saknað. En það er ekkert á því að græða. Það getur eins vel verið, að hann hafi gerzt lið- hiaupi“. „Gerzt liðhlaupi?“ „Eða eitthvað því um líkt“ Hann reyndi að vera mýkri í máli. „Það eru til svartir sauð- ir í flestum fjölskyldum. Þessi sauður var kolsvartur. Hann hef- ir eitrað líf foreldra minna og aesku mína fyrir mér“. „Þú hefir hatað hann“. „Það er ekki um það að ræða. Nei, auðvitað hata ég hann ekki. Maður hatar ekki bróður sinn“. Hann sagði þetta eins og hann væri að lesa setningu í kennslu- bók. „En ég gat ekki elskað hann. Hann var afbrotamaður". Vera fölnaði. „Hvað hefir hann gert af sér?“ „Það þarf ekki að gera neitt til þess að vera afbrotamaður. Skapgerð hans gerði það að verk um. Hahn var ekki nema nítján ára, þegar hann var alræmdur í Breslau. Hann varð valdur að hverju hneykslinu eftir annað. Faðir minn rak hann burt af heim ilinu. Hann var drykkjumaður og flakkaði um með kvenfólki”. Hann litaðist um eins og hann ætlaði að segja: Hann var á flæk ingi með slíku kvenfólki. Vera leit ekki í sömu átt og hann. „Er hann eldri en þú?“ spurði hún. „Nei, einu ári yngri“. Þau sátu þögul stundarkorn. Þá sagði Vera: „Ég skil ekki ...." „Hvað skilur þú ekki?“ „En samt sem áður .... hvers vegna hefir þú aldrei minnzt á hann?“ „Ég vildi gleyma honum, það er þó skiljanlegt". Æðarnar komu Gólf, sem eru áberandi hrein, eru nú gljáfægð með: ceLF POLíSHING dEbr ■ — —_ fram á enni hans. „Og ég ætla aldrei að tala um hann framar. Þú skilur, aldrei framar! Fyrir mér er hann dauð- ur, og ég vona, að hann sé dauð- ur“. Það var skelfing á svip hennar. Hann tók eftir því að skjótlega bætti hann við: „Við skulum tala um eitthvað annað. Um dansleikinn, ef þú vilt. Um prinsana og prinsessurnar og um fötin, og mín vegna um trú- lofunina. Hún tók fram í fyrir honum. „Við skulum tala um Leopold- ville“ ,sagði hún. Á hinu upplýsta sýningargólfi var annar þáttur skemmtiskrár- innar byrjaður. „Peroquet“, vínstofan í Leo- poldville hafði enga skemmti- skrá, eða skemmtiskráin var öllu heldur eitt atriði. Zenta, söng- konan, söng þar sem hún var stödd, við vínstúkuna, við eitt- hvert borðið, í hinum mjóa gangi á milli borðanna. Hún leið enga samkeppni. Það var sagt, að næt ur-klúbburinn „Peroquet" væri fyrir löngu á hennar valdi. Nú gat hin rauðhærða Zenta ekki sungið. Hún varð að koma í veg fyrir, að venjulegt rifrildi vegna afbrýðissemi kæmi öllu í upp- nám, yrði að almennum áflogum. Það varð að hafa gát á öllu. Þeg ar dálítil orðaskipti urðu síðast, varð að útvega helming innan- stokksmunanna að nýju. Orðaskiptin byrjuðu i þetta skipti vegna skrautklæddrar konu, sem komið hafði með manni sínum. Það þekkti þau enginn. Það var ókunnugt íólk, líklega Englendingar. Antóníó hafði staðið við afgreiðsluborðið og hafði drukkð of mikið eins og vant var. Þess vegna horfði hann á hina ljóshærðu, ensku konu, eins og hún væri ein af vínstofu stúlkunum. Og enska konan hafði litið á hann aftur, eins og hún væri vínstofustúlka. Það gerðu flestar konur, þegar þær mættu augnaráði Antoníós. Engiending- urinn, sem sennilega var maður hinnar ókunnu konu, hafði ekk- ert á móti því. Hann vildi, að konan sín skemmti sér. Það hefði líklega ekki komið til neinna orða skipta, ef konan hefði ekki stað- ið upp eins og dáleidd og gengið að vínstúkunni. Hún spurði Ant- onio, hvort" hún gæti greitt hon- um eitt vískýglas. Hann hafði látið skína í hvítar tennurnar og sagt já. Þá var úti friðurinn. Friðurinn var úti, af því að Lúlúa stóð hjá Antonio. Hún var innfædd stúlka af Bambalas-ætt stofninum. Þau Antóníó áttu heima í innfæddrahverfinu. Eng- inn vissi, hvers vegna „Antóníó þýzki“, eins og hann var kallað- ur, átti heima í innfæddrahverf- inu. En þar átti hann heima með Lulua. En Lúlúa vildi ekki hafa neitt saman við hina ljóshærðu, ensku konu að sælda. Hún rudd- ist á milli hennar og Antóníó. Hún talaði eitthvað um að klóra úr augun. Enska konan skldi ekki mál Lúlúu, því að hún talaði mállýzku Kasai-héraðsins. Hún Verð kr. 95 195 - 395 595 - 795 - 995 Allt að 75% afsláttur MARKAOURINN Reynið í dag sjálf-bónandi Dri-Brite fljótandi Bón. Mjög auðvelt í notkun! Ekki nudd, — ekki bng- rast, — endist leng’ þolitr allt! Jafn bjartari gljáa er varla hægt að ímynda sér! Fœst allsstaðar Hafnarstræti 5. r L ú á BUT IT'S ALL THE MORE REASON WHY l'VE GOT TO HELP HIM FIND THEM/ 1 MARK, BE HONEST WITH ME...DOES MR. ROBERTS THINK YOU TOOK „ THE UEWELS? . JSLJ > YOU’P BETTER TAKE THIS COAT, MR. ROBERTS. I WORE IT WHEN I MAPE „ THE CLIMB AND IT'S \ REALLY WARM/ mark, “ MAY I SPEAK TO YOU A MOMENT? 1) Það er bezt að þér takið þennan frakka, Ríkarður. Ég var í honum, þegar ég kleif Bratt- hnjúk — hann er mjög hlýr. Markús, get ég fengið að tala við þig, andartak? spyr Sirrí. 2) Segðu mér eins og er, Mark- ús — heldur Rikarður, að þú baf- ir tekið gimsteinana? Það vona ég ekki Sirrr .... 3) en ég verð að hjálpa honun að finna þá. skildi ekki fyrr en Lúlúa skvetti framan í hana úr viskýglasinu. Þannig byrjaði orðasennan í þetta skipti. Enska konan og hinn umburða- lyndi eiginmaður hennar hurfu nú á brott, en Lúlúa var eftir sem áður ákveðin í því að klóra augun úr Antóníó. Við hliðina á hinum hávaxna, herðabreiða, dökkhærða manni, sem var brúnn á hörund af sólskini og hafði andlitsdrætti, sem voru eins og skornir í tré, var hún eins og svört leikbrúða. En hins svarta leikbrúða var ótrúlega sterk og hafði ótrúlega langar neglur. Antóníó ætlaði að hrista hana af sér hlæjandi ,en hún krækti báð- um sínum grönnu, svörtu fót- leggjum um hné hans og klifraði upp eftir honum eins og vafnings- viður upp eftir tré. Hún sló með báðum höndum. Hann greip um hendur hennar, en hún reyndi að losa þær, því hún þurfti þeirra með til að klóra úr honum augun. Menn skyldu nú hafa ætlað,að þetta væri einkamál, én eftir mið- nætti voru engin einkamál til 1 „Perroquet“. Tugur gesta hafði skipzt í hópa, annar var með Lúlúu en hinn með Antónió, enda þótt það væri raunar alveg óþarfi. Það mátti ekki seinna vera, að Zenta tæki í taumana. Það var auðséð, að hún mátti sin mikils, því að henni heppnað- ist á fáum mínútum að skilja þá sem voru í áflogunum. SHtltvarpiö Swnnudagur 2. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikari: Dr. Páll ísólfa son). 15.00 Miðdegistónleikar. 16, 00 Kaffitíminn. 16.30 Sunnudags- lögin“. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19.30 Tón- leikar. 20.20 Raddir skálda: Ljóð, smásaga og ljóðaþýðingar eftir Karl ísfeld. Flytjendur: Jón úr för, Steindór Hjörleifsson og höl- undurinn. 21.00 Einsöngur. 21.30 Úr ýmsum áttum (Sveinn Skorri Höskuldsson). 22.05 Danslög. 23. 30 Dagskrárlok. Mánudagur 3. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 20.20 Frídagur verzlunarmanna: Blaðamennirnir Jón Hnefill Að- alsteinsson og Ólafur Egilsson taka saman dagskrá að tilhlutan Landssambands ísl. verzlunar- manna. a) Stutt hugleiðing um þróun verzlunarhátta. b) Viðtöl við verzlunar- og kaupsýslufólk, Jónu Þorláksdóttur, Andreas Bergmann, Björn Hallgrímsson og Hrein Sumarliðason. c) Ein- söngur: Kristinn Hallsson syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. d) Upplestur; Kvæði. 21.15 Leikþáttur: „Prívatauga hf.“ eftir Flosa Ólafsson, höf. stjórnar. 22.10 Síldveiðiskýrsla. 22.15 Danslög, þ.á.m. leikur KK- sextettinn Söngfólk: Ellý Vil- hjálms og Guðbergur Auðunsson. 1.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 20.25 Erindi: Aldarminning Knuts Hamsun (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 20,50 Tónleikar. 21.30 Erindi með tónleikum: Hljóðfærasafnið í Þrándheimi (Ólafur Gunnarsson sálfræðing- ur). 22.10 Lög unga fólksins (H. Hauksson). 23.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur 5. ágúst. Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 „Við vinnuna“. Tón- leikar af pl. 20.30 „Að tjaldabaki'* (Ævar Kvaran leikari). 20.50 Ein söngur. 21.05 Upplestur: Gunnar M. Magnúss les úr nýrri ljóðabók sinni, „Spegilskrift". 21,15 Frá Sibeliusar-vikunni í Helsinki í júnímánuði sl. 21.45 Erindi: Púð ursamsærið 1605 (Jón R. Hjálm- arsson skólastjóri). 22.10 Kvöld- sagan: „Tólfkóngavit“ eftir Guð- mund Friðjónsson VII. (Magnús Guðmundsson). 22.30 í léttum tón: 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.