Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 1

Morgunblaðið - 13.08.1959, Síða 1
20 siðw 46. árgangur 173. tbl. — Fimmtudagur 13. ágúst 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Bauð Krúsjeff heim til að bæta úr mistökum Genfa r ráðstef n u n na r WASHINGTON, 12. ágúst. — (Reuter). — Eisenhower for- seti upplýsti það á hinum vikulega fundi sínum með fréttamönnum í dag, að hann hefði ákveðið það þegar í byrjun júlí, að bjóða Krúsjeff til Bandaríkjanna. Forsetinn kveðst hafa séð það fyrir þá þegar, að fundur utanríkisráðherranna myndi verða árangurslaus. Hann kvaðst vænta meiri árangurs af heimsókn Krúsjeffs. Eisenhower sagði, að það vær: mikilvægt að Krúsjeff gæfist tækifæri til að kynnast Banda- ríkjunum, svo að hann gerði sér ekki rangar hugmyndar um þjóð fálagshætti og styrkleika þeirra. Krúsjeff myndi einnig verða boðið að sjá hernaðartæki Banda ríkjanna, jgfnvel umbúnað sem ella væri leynlegur. Hins vegar yrði ekki lagt að Krúsjeff að skoða þetta, ef hann hefði ekki áhuga á þ\í. Forsetinn kvaðst búast við að Krúsjeíf færi í hringferð um Bandaríkin, m. a. vestur á Kyrra hafsströndina. Ekki kvaðst Eiren hower myndi fylgja honum í allri þeirri ferð. Hins vegar væri lík- legt að hann ferðaðist með hon- um frá Washington til sumarhúss síns í Gettysburg. Fréttamenn spurðu Eisenhow- er hverju hann myndi svara ásök unum Krúsjeffs um herstöðvar Bandarkjanna í öðrum löndum. Kvaðst Eisenhower myndu svara Krúsjeff með því að benda hon- um á það, að Bandarikin hefðu afvopnazt einhliða eftir he'.ms- styrjöldina meðan Rússar héldu við herstyrk sínum. Rússneski vígbúnaðurinn hefði valdið því að Bandaríkin og vestrænar þjóðir hefðu aftur neyðzt til þess að vígbúast. Banadrískar her- Framh. á bls. 2 Heita vatnið fer í gegnum nýju dælustöðina. Hér sjást dælurnar, sem dæla því út í Hlíðar- hverfið, og til baka frá húsunum. Nýbúið að leggja hifa- veifu í nœr 200 hús i Hlíðunum Heitt vaín verður komih i fjölmörg hús til viðhótar fyrir hausrið Mao á leynifundi Virðist ekki hrifinn af Bandaríkjaför Krúsjeffs SÍÐAN 26. júní hafa 190 hús í Hlíðahverfinu fengið hita- veitu, en um þessar mundir er Hitaveita Reykjavíkur smám saman að hleypa vatni á 300 hús í Hlíðunum, að því er Helgi Sigurðsson, hita- veitustjóri, tjáði blaðinu í gær. Verk þetta hefur verið lengi á döfinni, eins og kunn- ugt er, og nú er búið að leggja leiðslur í öll húsin. Þurfa húseigendur að gera smá- vægilegar lagfæringar hjá sér áður en þeir fá heita vatnið inn, en því er hleypt á jafn- óðum og þeim lagfæringum er lokið. 1 Eskihlíð er risin upp dælu- stöð fyrir hverfið, og geta farið í gegnum hana 288 lítrar á sek. Um miðjan dag í gær, er frétta- maður leit þar inn, runnu þó að- eins út í hverfið 26—28 1. á sek. Stöðin er algerlega sjálfvirk, enginn maður er þar við, en sírit- andi mælar sýna hvað er að ger- ast á hverjum tíma. Þá er Hitaveitan nú að leggja í þrjár götur í Laugarneshverf- inu, Sigtún, Laugateig og Hof- teig, þ. e. a. s þann hluta þeirra, sem ekki hefur haft heitt vatn frá Laugunum. Fæst þar nú heitt vatn úr borholunni, sem boruð var við Sigtún. Yfirleitt eru borholumar virkjaðar jafnóðum, strax og nauðsynlegt efni fæst. Þarf sér- Hússu oð yfiigeia Ungverjolond? i VÍNARBORG, 12. ágúst NTB. S S Ferðamenn, sem komu í morg- i S un til Vínarborgar frá Ung- ; • verjalandi, segja að orðróm- s S ur gangi í Búdapest um það, ) S að allt rússneskt herlið verði | • flutt á brott frá Ungverjalandi s i innan fárra mánaða. ) , L S Ekki er um neinar opinber- ( | ar upplýsingar, sem styðji s S þennan orðróm. Hinsvegar er S S álitið að ungverski herinn hafi ■ ? nú verið endurskipulagður og s stakar dælur, ekki sízt þar sem vatnið er yfirheitt, en það er sums staðar 130°. Búið er að virkja Klambra- túnsholuna og Nóatúnsholuna. Og m. a. er verið að undirbúa virkjun á tveimur holum, sem á að leggja frá æð upp í Öskju- hlíðina. Er ætlunin að þyí verki verði lokið fyrir veturinn. PEKING, 12. ágúst. (Reuter). — Það er álitið að helztu foringjar kínverskra kommúnista sitji um þessar mundir á leyniiegum fund um, til þess að ræða um heims- málin og m. a. um þau viðhorf, sem skapist við heimsókn Krú- sjeffs til Bandaríkjanna. Allir helztu foringjar kín- verskra kommúnista hafa verið fjarvernndi úr höfuðborginni Peking. Eru ýmsar getgátur uppi um að þeir haldi leynlega ráð- stefnu í Shanghai, Wuhan eða á hressingarhæli í Lushan. Stjórnarvöld í Peking segjast engar upplýsingar geta gefið um dvalarstað foringjanna, en hafa látið í það skína, að þeir séu á kynningaför um Kína til þess að athuga aðstæður í iðnaði og land- búnaði landsins. Það hefur vakið nokkra athygli að hin kínversku blöð sögðu bæði seint og lítið frá heimboði Krú- sjeffs til Bandaríkjanna. Án efa hafa foringjar kínverskra komm únista mikið hugsað og rætt um þetta mál en engar pólitískar umsagnir hafa enn birzt í kín- verskum blöðum um þessa fyrir huguðu heimsókn. Er helzt að sjá, ■sem Kínverjar séu lítt hrifnir af för Krúsjeffs. Lögreg'an í Little Rock verndaði rétt svertingja með kylfum {má vera, að kommúnísku ! í valdamennirnir telji hann loks • ^ einfæran um að viðhalda ró s ' og regiu í iandinu. S LITTLE ROCK í Arkansas 12. ágúst. — (Reuter). — I dag kom til alvarlegra átaka í Little Rock milli fylgis- manna kynþáttaaðgreiningar og lögreglu. Tilefnið var það að tveir gagnfræðaskólar í borginni voru opnaðir jafnt fyrir svarta unglinga sem hvíta. Æstur mannsöfnuður ætlaði að flykkjast til sama skólans, sem mestar óeirðirn- ar urðu við fyrir tveimur ár- um. En lögreglan stöðvaði förina og tvístraði óeirðar- seggjunum með kylfurn og brunaslöngum. Andstæðingar svertingja í Little Rock efndu til útifundar fyrir framan ríkisþinghúsið í bænum, til að mótmæla því að svertingjar fengju inngöngu í skóla hvítra manna. Talið er að um 1000 manns hafi verið á þess- um fundi. Voru mörg spjöld bor- in á fundinum með ýmsum áletr- unum, svo sem: — Takmark svertingja er að gera Ameríkana að múlattaþjóð. — Sameiginleg skólaganga kynþáttanna er kommúnismi. — Þá bar mikið á byltingarfána Suðurríkjanna úr þrælastríðinu og menn sungu Dixie-sönginn. Orville Faubus ríkisstjóri tal- aði á útifundinum. Hann kvaðst vera með fólkinu af öllu hjarta. Það yrði að hindra að svertingj- ar fengju að vaða inn í skóla hvítra manna. Hins vegar réði han fólkinu frá því að reyna að beita ofbeldi. Þar yrði að reyna aðrar leiðir. Þrátt fyrir þessi orð hans gekk um 500 manna hópur, þeg- ar fundinum lauk, í fylkingu áleiðis til „Central High School“, þar sem óeirðirnar urðu mestar fyrir tveimur árum. Til þess skóla skyldu nú enn ganga tveir svertingjar, þeir sömu, sem styr- inn varð mestur út af um árið. En áður en hópurinn kæmist til skólahússins mætti hann öflugum sveitum lögreglumanna, sem hindruðu förina og þegar mannsöfnuðurinn gerðist órór Framh. á bls. 19 Fimmtudagur 13. ágúst. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Frá umræðum á Alþingi. — 6: Hver átti mesta sök á „Hany Hedtoft“-slysinu? — 8: Úr Austur-Skagafirði. Sólarorkan beizluð. — 9: Happdrætti Háskólans. — 10: Ritstjórnargreinarnar: Nú kem ur að lausn annarra verkefna. — Heimsókn blaðamannanna. — 11: „Við gætum byggt skip okkar sjálfir“. Rætt við Sigurð Inga- son. — 18: fþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.