Morgunblaðið - 13.08.1959, Page 3
Fimmtudaefur 13. ágúst 1959
MORCVNBLAÐ1Ð
3
Sameinað Alþingi ræðir um:
Jarðhifarannsóknir og
kaup á nýjum jarðbor
STAKSTEINAR
.,Brask og hreppa
pólitík“
FORSÆTISRÁÐHERRA svaraði
á fundi Sameinaðs Alþingis í gær
fyrirspurn frá Karli Kristjáns-
syni um hvaða ráðstafanir ríkis-
stjórnin hefði gert til þess að
framkvæma þann vilja síðasta
Alþingis að kaupa í samráði við
jarðhitadeild raforkumálaskrif-
stofunnar jarðbor, sem notaður
verði til jarðhitarannsókna á
Norðurlandi, eins og komizt var
að orði í fyrirspurninni.
Kosta nær 4 milljónir
Skýrði forsætisráðherra svo frá
að leitað hefði verið upplýsinga
um tæknileg atriði varðandi
kaupin í nokkrum löndum
Evrópu svo og Bandaríkjunum,
og hefði komið í ljós, að bor, sem
hægt er að bora með niður á 1200
m dýpi 100 mm holu, mundi kosta
3,9 milljónir ísl. króna og væri
afgreiðslufrestur um 4 mánuðir.
Árlegur reksturskostnaður hans
Matthías Matthiesen flytur jómfrúrræðu sína í Sam. Alþingi.
væri áætlaður 3—5 milljónir.
Athugunum á málinu yrði hald-
ið áfram og mundi væntanlega
verða lagt fyrir næsta Alþingi að
taka endanlegar ákvarðanir um
kaupiri.
Jómfrúrræða Matthíasar
Matthías Matthiesen, kvaddi
★
Nýft
háskóla-
bió
Á efri myndinnl sést
turninn, þar sem
sviðinu er komið fyr
ir, og framan við
hann, þar sem salur-
inn verður, er verið
að leggja niður þak-
ið. Hin myndin sýn-
ir greiniiega hvernig
þakið er lagt — á
jörðinni.
Ljósm. Studio.
83 tonna þaki ver&ur lyft
BUÐUR á Melum er að rísa upp
hið nýja háskólabíó eða hljóm-
leikahöll, sem á að taka 1000
manns í sæti. I»ar er nú kominn
24 metra turn, en upp á hann á
að draga kvikmyndatjaldið og
stækka sviðið að mun, þegar sal-
urinn verður notaður til hljóm-
leikahalds. Þá er einnig ætlunin
að klæða salinn plötum sem
snúa má við með handtaki, ti’. að
fá réttan hljómburð, eftir því
hvort hljómleikar eða kvikmynda
sýningar fara þar fram. Undir
sviðinu í turninum er mikið rými
fyrir búningsherbergi.
Byggingin verður reist með ail
nýstárlegum hætti. Þakið verður
úr stáli og er þessa dagana ver-
að leggja það — á jörðinni. Það
kemur til með að vega 83 tonn,
að sögn, og á að fullgera þáð
fyrst og lyffa því síðan með veggj
unum, sem steyptir verða raeð
skriðmótum, en salurinn verður
16 m hár. Arkitekt er Gunnlaugur
Halldórsson.
Er fyrirhugað að steypa upp
salinn í sumar, vinna að hor.um
að innan í vetur og reisa and-
dyrið, sem verður ákaflega stórt
næsta sumar. Á kvikmyndahúsið
að vera fullbúið til notkunar 17.
júní 1961, en þá á Háskóli íslands
50 ára afmæli.
sér hljóðs f tilefni fyrirspurnar
þessarar og flutti jómfrúrræðu
sína á þingi. Komst hann m.a.
svo að orði:
Herra forseti!
Eitt af mest aðkallandi verk-
efnum í okkar þjóðfélagi í dag,
er, að rannsaka til hlýtar jarð-
hitasvæði landsins svo og skil-
yrðin til þess að hagnýta þau
bæði til hitaveitna, efnaiðnaðar
og raforkuvinnslu.
Hitaveitur spara þjóðinni ár-
lega tugi milljóna króna í er-
lendum gjaldeyri og verða þær
því þannig, að teljast þjóðhags-
lega heilbrigt fyrirtæki.
Jafnframt nýtingu varmans
þennan hátt hefur á síðari árum
ítarlega verið rætt og ritað um
og reyndar rannsakað nokkuð
um nýtingu varmans með tilliti
til efnaiðnaðar, og þá sérstak-
lega í sambaridi við sjóefna-
verksmiðju og annan kemiskan
iðnað.
Þá hefur og verið rætt um
byggingu raforkuvera og þá sér-
staklega með tilliti til þess
að brúa bilið á milli fullvirkj
unar Sogsins og annarra stærri
vatnsf allavirk j ana.
Það sem hér hefur verið sagt,
svo og sú staðreynd að landið er
auðugt af jarðhita, styður mjög
að þvi, að allt sé gert sem unnt
er, til að rannsaka til fullnustu
helztu jarðhitasvæðin og unnið
verði að því í vaxandi mæli að
gera ítarlegar áætlanir um hag-
nýtingu jarðhitans með tilliti til
notagildis fyrir þjóðfélagsþegn-
ana, gjaldeyrissparnaðar og hugs
anlegrar útflutningsframleiðslu.
Þær frumrannsóknir sem fram
hafa farið á einu stærsta jarð-
hitasvæði landsins, Krýsuvík,
hafa sýnt, að þar séu fyrir hendi
ein hin hagkvæmustu skilyrði
til þeirra framkvæmda, sem ég
hef lauslega minnzt á í þessari
athugasemd minni í sambandi
við þær umræður sem hér fara
fram.
Jarðhitarannsóknir þær sem
fram hafa farið í Krýsuvík, hafa
verið framkvæmdar með hinum
veigaminni tækjum, og hafa þeir
sérfræðingar sem um mál þessi
hafa fjallað, bent á, að nauðsyn
beri til víðtækari rannsókna með
stórvirkari tækjum.
Það hefur frá öndverðu verið
ætlunin að hinn stórvirki jarð-
bor yrði sendur m. a. til Krýsu-
víkur, enda lágu fyrir, eins og
ég gat um áðan, álitsgerðir sér-
fræðinga þar um.
í Hafnarfirði hefur um lang-
an tíma ríkt mikill áhugi fyrir
hagnýtingu jarðhitans í Krýsu-
vík og fullnaðarrannsókn jarð-
hitasvæðisins og þá ekki hvað
sízt með tilliti til væntanlegrar
hitaveitu.
Þar eð mál þetta er mikið
hagsmunamál Hafnfirðinga, vildi
ég mega varpa þeirri spurningu
fram til hæstvirts forsætisráð-
herra, ráðherra raforkumála,
hvort þegar hafi verið gerðar
Framh. á bls. 19
Málgögn vinstri stjórnarinnar
sálugu halda áfram að brigzla
flokkum hver annarra um svik
og pretti. í gær deilir „Þjóðviij-
inn“ harðlega á Framsóknarflokk
inn fyrir margvíslega brigðmælgi
hans í V-stjórninni og kemst þá
meðal annars að orði á þessa
leið:
„Ekki tók Framsóknarflokk-
urinn heldur í mál að komið væri
viturlegra skipulagi á þjóðar-
búskapinn. Þar skyldi brask og
hreppapólitík áfram ráða ríkj-
um. Afleiðingin varð sú að stefna
vinstri stjórnarinnar í efnahags-
málum varð ekki nægilega mark-
viss.
Þá hét vinstri stjórnin því að
hefta verðbólguna og tryggja
óskertan og bættan kaupmátt
launa. Einnig þvj fyrirheiti brást
Framsóknarflokkurinn.“
Þannig viðurkenna höfuðmál-
gögn vinstri stjórnarinnar að hún
hafi brugðizt öllum sínum fyrir-
heitum.
Kjördæmaskipunin og
fólksflutningar úr
sVeitunum
I umræðunum um kjördæma-
málið hafa Framsóknarmenn
lialdið því blákalt fram, að i
kjölfar hiutfallskosninga um land
allt muni fylgja „eyðing heilla
landshluta“. En hafa ekki Fram-
sóknarmenn sjálfir flutt tillögu
um það á Alþingi að hlutfalls-
kosning skuli haldast í tvímenn-
ingskjördæmunum og Reykja-
vík? Hafa þeir ekki einnig lagt
til að hlutfallskosning skuli upp
tekin á Akureyri?
Af því Ieiðir sem sagt enga
hættu fyrir sveitirnar að hlut-
fallskosningar gildi i tvímenn-
ingskjördæmum, á Akureyri og
Reykjavík. En ef þær væru tekn-
ar upp í öðrum héruðum, segja
Framsóknarmenn að það mundi
hafa í för með sér „eyðingu
byggðar innar“!!
í þessu sambandi er einnig rétt
að benda á það enn einu sinni,
að á síðastliðnum þrjátíu árum
hefur þvj fólki fækkað stórkost-
lega, sem vinnur að landbúnaðar-
störfum í sveitum landsins. Áriff
1930 unnu 40—50 þúsund manns
að landbúnaðarstörfum. En nú
vinna að landbúnaðarstörfum
rúmlega tuttugu þúsund manns.
Á þessu tímabili hefur sú kjör-
dæmaskipun þó verið í gildi, sem
Framsóknarmenn að það hefði
í för með sér „eyðingu byggðar-
innar“!!
Voru þeir óvinir strjál-
býlisins?
Það er staðreynd sem alþjóð
er kunn að ýmsir af merkustu
leiðtogum bænda á Alþingi hafa
fyrr og síðar mælt eindregið með
því að sú kjördæmaskipun yrði
upp tekin, sem nú hefuí veriff
lögfest. Menn eins og Pétur á
Gautlöndum og Þórhallur biskup
lýstu því yfir fyrir fimmtíu ár-
um aff þeir teldu hlutfallskosn-
ingar í nokkrum stórúm kjör-
dæmum skynsamlegustu kjör-
dæmaskipunina sem íslendingar
ættu völ á.
En það eru ekki aðeins þessir
látnu þingskörungar og heiðurs-
menp sem slík ummæli hafa látið
falla. Ýmsir af núlifandi forystu-
mönnum Framsóknarflokksins
hafa fyrir tiltölulega fáum árum
lýst þeirri skoðun sinni að hlut-
fallskosningar í stórum kjör-
dæmum væru æskilegar og lík-
legar til þess að treysta grund-
völl íslenzks lýðræðis og þing-
ræðis.